Morgunblaðið - 13.03.1982, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MARZ 1982
35
Landsvirkjun:
Afgangsorka
í ríkum mæli
Hinn 22. febrúar sl. aflétti Landsvirkjun allri skerðingu á
afgangsorku og var það gert í framhaidi af því að tiltölulega
lítilli skerðingu á forgangsorku var aflétt nokkrum dögum
ádur, en sú skerðing hafði þá staðið frá því í byrjun febrúar
og takmarkast við stóriðjuna og Keflavíkurflugvöll. Hin
mikla úrkoma í febrúar og hláka á hálendinu ollu stakka-
skiptum til hins betra í vatnsbúskap Landsvirkjunar og gerði
umrædda skerðingu bæði minni og skammvinnari en á horfð-
ist í ársbyrjun með hliðsjón af óvenju miklum kuldum og
þurrviðri mánuðina á undan.
UNGIR SJALFSTÆÐISMENN SKRIFA
Prá þessu er skýrt í fréttatil-
kynningu, sem Morgunblaðinu
hefur borizt frá Landsvirkjun. Þar
segir ennfremur:
I dag er miðlunarforðinn í Þór-
isvatni mun meiri en á sama tíma
í fyrra og afgangsorka í orkuöfl-
unarkerfi Landsvirkjunar fyrir
hendi í óvenju ríkum mæli miðað
við sama árstíma undanfarna vet-
ur. Þannig er vatnsborð Þóris-
vatns 2,00 metrum hærra en á
sama tíma í fyrra. Landsvirkjun
hefur því ekki aðeins séð sér fært
að aflétta allri skerðingu á af-
gangsorku, heldur einnig að verða
við tilmælum Ragmagnsveitna
ríkisins um kaup á ótryggðu raf-
magni fyrir varmaveitur til upp-
hitunar húsa á Seyðisfirði og Höfn
í Hornafirði. Var samningur hér
að lútandi ur.dirritaður milli
Landsvirkjunar og Rafmagns-
Guðmundur
Heiðar
Frímannsson.
Skólar:
Er einhverra
breytinga þörf?
veitna ríkisins hinn 4. þ.m. Gerir
hann ráð fyrir allt að 28 GWst
orkunotkun á ári á 5 aura á kWst
að töpum meðtöldum. Gildir
samningurinn til 1. júlí 1983 og
fylgir almennum skilmálum
Landsvirkjunar frá 1. janúar 1977
um sölu ótryggðs rafmagns sem
felur m.a. í sér að Landsvirkjun er
heimilt að rjúfa afhendingu raf-
magns, hvenær sem hún telur þess
þörf, enda skuldbinda Rafmagns-
veitur ríkisins sig til að hafa þá
tiltækt nægilegt varaafi í olíu-
kyntum stöðvum. Notkun ótryggðs
rafmagns í stað olíu við rekstur
umræddra varmaveitna veldur
mun lægri rekstrarkostnaði
Rafmagnsveitna ríkisins á
orkueiningu eða sem svarar til 22
aura á kWst. Miðað við óskerta
afhendingu á framangreindum 28
GWst á ári svarar það til 6,2 millj.
króna sparnaðar.
eftir Guðmund Heiðar
Frímannsson
lega orðað bréf, og farið framá að
Rafael Labutin verði tafarlaust
látinn laus.
Skrifið til:
His Exellency Ferdinand E.
Marcos
Malacanang Palace
Metro Manila
THE PHILIPPINES
JAN LITOMISKY
— Tékkóslóvakía
38 ára búfræðingur, virkur með-
limur í ópinberri mannréttinda-
hreyfingu landsins. Hann afplán-
ar 3ja ára fangelsisdóm fyrir
„spillingu", (fangelsisdómnum á
svo að fylgja eftir með því að hann
verði undir eftirliti lögreglu í 2 ár
eftir að hann losnar úr fangels-
inu). Arið 1977 undirritaði Jan
Litomisky skjöl um mánnréttindi,
— Charter ’77 —, og árið ’79 gerð-
ist hann meðlimur í hinni óopin-
beru mannréttindahreyfingu sem
ber nafnið VONS.
Allt árið ’80 þurfti hann að þola
stöðugar ofsóknir; leitað var aftur
og aftur á heimili hans, og hann
oft tekinn til yfirheyrslu, einu
sinni í heilar 96 klst. þann 17.
október ’81 var hann handtekinn,
og þann 23. okt. kom hann fyrir
rétt við héraðsdómstólinn í Ceske
Hudejovice, sakaður um spillingu.
Aðalkærurnar sem á hann voru
bornar, byggðust á því að hann
var meðlimur VONS. Hann var
sakaður um að safna saman og
dreifa efni sem væri skaðlegt rík-
inu, og að sambönd hans erlendis
væru skaðleg fyrir Tékkóslóvakíu.
Einnig var hann sakaður um að
hafa neikvætt viðhorf gagnvart
Sovétríkjunum og öðrum sósíal-
ískum ríkjum (sú ákæra var byggð
á því að hann ætti í fórum sínum
afrit af riti Andrei Amalriks:
„Will the USSR survive until
1984?“). Einnig var hann sakaður
um ósæmilega hegðun — byggt á
vitnisburði 2ja kvenna sem höfðu
verið í sömu veislu og hann og
töldu hann hafa sýnt af sér ósæ-
milega hegðan með klæðaburði
sínum. Jan Litomisky áfrýjaði
dómnum til hæstaréttar í Prag, en
áfrýjuninni var hafnað þann 7.
janúar ’81.
Vinsamlegast sendið kurteis-
lega orðað bréf, og farið framá að
Jan Litomisky verði tafarlaust
látinn laus.
Skrifið til:
His Excellency
Dr. Gustav Husak
President of the CSSR
11908 Praha-Hrad
CSSR.
Velferðarríkið hefur fært okkur
sumt gott, annað miður gott. Eitt
af því, sem tekizt hefur hvað bezt,
er að byggja upp, skipuleggja og
starfrækja skólakerfið. Sumar af
þeim ákvörðunum, sem hafa verið
teknar í skólamálum, kunna að
hafa orkað tvímælis, og gera það
kannski enn, en í öllum aðalatrið-
um hefur tekizt að setja hér á
stofn skólakerfi, sem langflestir
geta sætt sig við. Þegar litið er á
barnaskóla, sem nú eru víðast
hvar á landinu, þá er rétt að hafa
það í huga, að fyrstu skólum af því
tæi var komið á fót hér á landi
fyrir rúmum hundrað árum. Það
hefur lánazt að koma undirstöðu-
menntun til fleiri landsmanna en
áður. Ég hef grun um, að þetta sé
ein ástæðan til þess, að meðal
stjórnmálamanna og almennings
hefur ekki ríkt djúpstæður ágrein-
ingur um markmið og leiðir í
skólamálum. Það hafa allir viljað
auka skólakerfið og bæta. Nú er
svo komið, að við erum nær því en
nokkru sinni, að allir landsmenn
hafi jöfn eða sambærileg tækifæri
til menntunar. Það skortir eflaust
nokkuð á, að svo sé, og það er
ástæða til að efast um, að þessu
markmiði verði fullkomlega náð í
reynd. Önnur ástæða til þess sam-
komulags, sem ríkt hefur um
markmið í skólamálum, og aukin
framlög ríkisins til þeirra, er, að
það hefur verið almennt mat
manna, að aukin menntun stuðlaði
að auknum hagvexti. Það kann að
vera að einhverjum finnist ástæða
til að álykta, að öllu sé farið eins
og bezt verður á kosið í skólum
landsins um þessar mundir, engin
ástæða til mikilla breytinga. Við
lifðum í hinum bezta heimi allra
heima.
Ýmsar blikur hefur dregið á loft
velferðarríkisins á síðustu árum.
Þær hafa þó ekki orðið til þess, að
stefna ríkisins í skólamálum hafi
verið hugsuð á ný. Enginn, sem
látið hefur heyra í sér opinber-
lega, hefur tekið sér fyrir hendur
að athuga, hvort þær nýju aðstæð-
ur, sem skapazt hafa, breyti ein-
hverju, séu tilefni til að endur-
skoða skólakerfið nokkuð ræki-
lega. Kannski er sú almenna
deyfð, sem blasað hefur við í öllum
umræðum um þetta efni, ástæðan
til þess að enginn hefur hugað að
róttækum breytingum. Menn
þrátta nokkuð um, hvort leiða eigi
framhaldsskólafrumvarp í lög.
Þeir eru ekki á eitt sáttir um,
hvort lengja eigi skólaskylduna
um eitt ár og hvert skólaár um
einn mánuð. Þessar breytingar
skipta ekki jafn miklu og oft er
látið í veðri vaka. Af þessu leiðir
þó ekki að sjálfsagt sé að fallast á
þær. En hávaðinn hefur orðið
mestur um þessi efni á síðustu ár-
um og nú nýlega um reglugerð um
einkunnir og mætingar á fram-
haldsskólastigi. En af einhverjum
ástæðum hefur ekki verið hróflað
við undirstöðum skólakerfisins.
Það má leiða nokkuð sterkar
líkur að því, að það fjármagn, sem
verður veitt til skólamála í nán-
ustu framtíð, verður varla hærra
hlutfall af útgjöldum ríkisins en
nú er. Það, sem þarf því að hugsa
um, er að nýta þetta fé betur en nú
er gert, og virkja betur atorku
þeirra einstaklinga, sem fást við
skólamál. Það er engin ástæða til
að ætla, að einhverjar einfaldar
leiðir séu til að þessu marki. En
nefna mætti fáein atriði, sem
kunna að færa okkur nær þessu
marki.
Eitt slíkt er að gera skólastofn-
anirnar fjárhagslega sjálfstæðari
en nú er. Yfirvöldum hvers skóla
yrði í mun ríkara mæli selt sjálf-
dæmi um að ráðstafa þeim fjár-
munum, sem þeim eru ætlaðir.
Það má jafnvel hugsa sér, að skól-
um sé áætluð tiltekin upphæð í
fjárlögum hvers árs, og yfirvöld-
um hans síðan treyst til að nýta
þá, eins og þau telja bezt og hag-
kvæmast. Sú mótbára mun eflaust
heyrast strax, að þetta fyrirkomu-
lag hefði í för með sér nokkra
fjölgun í skrifstofuliði hvers skóla,
sem væri beinn kostnaðarauki. Ég
er ekki viss um, að hún sé rétt, en
setjum svo. A móti kæmi þá, að
fækkun gæti hugsanlega orðið í
ráðuneyti, og líkurnar aukast
einnig á því, að frumkvæði heima-
manna hvers skóla nýtist betur.
Kostnaðurinn eftir þessa breyt-
ingu þarf því ekki að verða meiri
en nú er. En annað myndi líka
vinnast. Valdinu, sem nú er þjapp-
að í fjármálaráðuneytið, yrði
dreift út um allt land. Miðstýring
myndi minnka. Og það hlýtur að
teljast æskilegt.
Það má enn fremur hugsa sér að
auka fjármagnið, sem fer til
skólakerfisins, með því að fá ein-
staklinga til að kosta skólagöngu
sína eða barna sinna að einhverj-
um hluta. Þetta er gert í nokkrum
mæli í öldungadeildum fram-
haldsskóla og námsflokkum.
Hvort sem það stafar af því að
nemendur í þessum tveimur hóp-
um þurfa að greiða hluta kostnað-
ar úr eigin vasa eða einhverju
öðru, þá held ég, að flestum komi
saman um, að þeir eru kröfuharð-
ari en nemendur, sem sækja tíma
í venjulegum skóla. Það er ástæða
til að gefa þessum möguleika
verulegan gaum.
Hér hefur einkum verið rætt um
starfrækslu skóla. En skólar eru
annað og meira en fyrirtæki, sem
krefjast fjár. Þeir eru stofnanir,
sem eiga að miðla þekkingu og
kunnáttu til þeirra, sem þær
sækja, og aga hugsun þeirra. Það
er von allra, sem við þær starfa,
að skólar séu menntastofnanir, og
nemendur þeirra menntist í ein-
hverjum raunverulegum skilningi
þess orðs. Það tekst eflaust mis-
jafnlega. Sú breyting hefur orðið á
viðhorfum nú á síðustu árum, að
menn hafa farið að líta á skóla
með svolítið öðrum hætti en áður
og tekið eftir því, að þeir gegna
einnig öðrum hlutverkum en
miðla þekkingu og efla stranga
hugsun. Nemendur í framhalds-
skólum landsins til að mynda
finna sér sumir maka, meðan þeir
eru á því skólastigi, aðrir byrja að
drekka, sumir finna hjá sér köllun
í stjórnmálum, enn aðrir uppgötva
spilafíkn í fari sínu, sumir læra að
meta sígilda tónlist. Nú er ómögu-
legt að segja, hvort þetta verður
vegna þess að menn eru í skóla eða
þrátt fyrir það, en rétt er, að skól-
ar eru vettvangur fyrir margvís-
lega hluti. Af þessari uppgötvun
skólamanna á margþættu hlut-
verki skóla hefur leitt, að ríkari
áherzla hefur verið lögð á þá
starfsemi, sem ekki lýtur beinlínis
að námi. Stundum er sagt nú um
stundir, að grunnskólar líkist æ
meir barnaheimilum fremur en
fræðslustofnunum. Þessi áherzla
hefur haft það í för með sér, að
mönnum hættir til að gleyma, að
skóli á að vera menntastofnun
fyrst og fremst og að lærdómur, í
beztu merkingu þess orðs, er sú
leið, sem er öruggust að því marki,
sé einhver slík leið til. Það vill
gleymast, að strangt og vandað
nám er ekki stagl heldur mennt-
andi vinna. Hún er að vísu erfið,
en hjá því verður ekki komizt. Um
menntunina má hafa sömu orðin
og Piet Hein hafði um lífið í kvæði
sínu, Nýársþanki:
Netop del gor livet gruligt
krævende og kært,
at det ekki er umuligt
men er gvært
Þessa vísu kann ég ekki að þýða.
Rétt eins og það er skynsamlegt
að leita nýrra leiða við að stjórna
og starfrækja skóla, þá held ég, að
ástæða sé til að hvetja íhaldssemi
á fræðsluhlutverk skólanna og
ítreka, að það er meginhlutverk
þeirra. Annað er í rauninni auka-
atriði.
Bridgefélag
Akureyrar
Fjórum lotum af fimm eða 28
umferðum af 35 er lokið í Baro-
meterkeppninni og er staða efstu
para þessi:
Hörður Steinbergsson —
Friðfinnur Gíslason 360
Magnús Aðalbjörnsson —
Gunnlaugur Guðmundsson 351
Stefán Ragnarsson —
Pétur Guðjónsson Sveinbjörn Jónsson — 328
Einar Sveinbjörnsson Grettir Frímannsson — 195
Ólafur Ágústsson Rafn Kristjánsson — 194
Símon Gunnarsson Þórarinn B. Jónsson — 165
Páll Jónsson Júlíus Thorarensen — 152
Sveinn Sigurgeirsson Alfreð Pálsson — 150
Jóhann Helgason 127
Soffía Guðmundsdóttir —
Ævar Karlesson 116
Örn Einarsson —
Zarioh Hammado 108
Meðalskor 0.
Næsta keppni BA verður
sveita-hraðkeppni sem hefst 23.
marz í Félagsborg. Núverandi
hraðsveitameistarar eru sveit
Jóns Stefánssonar.
Barometerkeppninni lýkur nk.
þriðjudag. Hefst keppnin kl. 20 í
Félagsborg.
Eins og fram hefir komið í
fréttum verður einn riðillinn í
undankeppni íslandsmótsins
spilaður norðan heiða. Hefst
keppnin í Iðnskólanum á Akur-
eyri 26. marz kl. 20. Etja þar
kapp saman þrjár sveitir úr
Reykjavík, ein af Reykjanesi og
tvær norðansveitir. Éru það
sveitir Boga Sigurbjörnssonar
frá Siglufirði og Stefáns Ragn-
arssonar frá Akureyri.
Ný bridgebók
á íslenzku
Þessa dagana er að koma á
markaðinn bókin Öryggisspila-
mennska í bridge eftir Terence
Reese og Roger Trézel í þýðingu
Einars Guðmundssonar i Ólafs-
vík. Eins og nafnið bendir með
sér fjallar bókin um öryggis-
spilamennsku og er 41 spil í bók-
inni sem er 64 bls.
Á kápusíðu bókarinnar segir
m.a.: „Eins og sérhver góður
spilari veit, þá eru hinir miklu
sigurvegarar ekki þeir sem geta
náð fram sjaldgæfu og skínandi
fallegu bragði (coup) heldur þeir
sem vita hvernig á að forðast að
verða settir niður í algengum
samningum þegar lega spilanna
er slæm.
Það má verjast slæmri legu
með öryggisspilamennsku og í
þessari bók útskýra tveir frægir
höfundar, með mörgum dæmum,
réttu öryggisspilamennskuna
fyrir sérhverja samsetningu
spilanna. Með því að tileinka sér
efni þessarar bókar getur maður
verið viss um meiri árangúr,
færri mistök og aukið sjálfs-
traust.
Höfundarnir hafa unnið til
frægðar jafnt sem spilarar og
rithöfundar þessa spils. I mörg
ár var Roger Trézel sjálfkjörinn
í franska landsliðið og Terence
Reese í það enska. Báðir hafa
orðið Evrópu- og heimsmeistar-
ar.“
Bókin er í frekar litlu broti,
sett og prentuð í Prentver en
Arnarberg sá um bókband. Þýð-
andi er einnig útgefandi en hann
hefir pósthólf 91, Ólafsvík 355.
Terence Reese & Roger Trézel
ÖRYGGIS-
spilamennska
í BRIDGE