Morgunblaðið - 13.03.1982, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 13.03.1982, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MARZ 1982 + JÓN MAGNÚSSON frá Bjargi, Ólafsvík, andaöist 7. mars aö Hrafnistu, Reykjavik. Jaröarförin hefur farið fram. Þeir sem vildu minnast hins látna láti Hrafnistu, Reykjavík, njóta þess. Aöstandendur. Faðir okkar, HARALDUR AOALSTEINSSON, Miófúni 4, Seyöisfiröi, andaðist í sjúkrahúsi Seyöisfjaröar föstudaginn 12. mars. Jaröar- för ákveðin síöar. Aöalbjörn Haraldsson, Leifur Haraldsson. + Faðir okkar, SIGURÐUR GÍSLASON fyrrverandi bóndi, Hamarsendum, andaöist að Elliheimilinu Grund þann 12. mars. Börnin. + Faðir okkar. LÝÐURJÓNSSON fyrrverandí vegaverkstjóri. Fannborg 1, Kópavogi, varð bráökvaddur að heimili sínu 11. mars. Börnin. + MAGNÚSÞÓROARSON, Bjarmalandi 6, Sandgeröi, lést að heimili sínu 11. mars. Sigrún og Garöar Eyjólfsson. + FRÚ ELÍSA KRISTÍN GUÐJÓNSDÓTTIR, áöur til heimilis að Öldugötu 32, en seinast í Lindarbæ vió Selfoss, lést í Landsþítalanum 11. mars. sl. Bergljót Snorradóttir, Lindarbæ, Guörún Guómundsdóttir, Langagerði 56. + Útför móöur minnar, SIGRÍÐAR J. TÓMASDÓTTUR, Vogatungu 10, Kópavogi, fer fram frá Kópavogskirkju mánudaginn 15. mars kl. 15. Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna, Björn Ólafsson. Hjartanlega þökkum við öllum þeim sem auösýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, SIGRÚNAR BENEDIKTSDÓTTUR, áður til heimilis aó Laufásvegi 45B, Reykjavík. Jón Veturliöason, Halldór Á. Gunnarsson, Elí Gunnarsson, Jóhanna Gunnarsdóttir, Steinþór M. Gunnarsson, Veturliói Gunnarsson, Guðbjartur Gunnarsson, Benedikt Gunnarsson, Gunnar Kr. Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. María Eyjólfsdóttir, Eva Magnúsdóttir, Elísa Björk Magnúsdóttir, Ásdís Óskarsdóttir, Jónína Guöbjörg Sigurgeirsdóttir, Kristján K. Víkingsson læknir - Minning Fæddur 26. júní 1949 Iláinn 21. janúar 1982 Meðal indíánaþjóðflokka var það siður þegar hetjur féllu í val- inn, að þeir sem syrgðu hinn fallna gengu fram hver af öðrum, lýstu kynnum sínum af honum, kostum hans og hryggð sinni vegna fráfalls hans. Þannig beinist hugurinn nú yfir farinn veg, þegar vinur minn Kristján Víkingsson er kvaddur. Minningarnar kallaðar fram. Hingað í húsið átti hann leið um árabil sem einn í hópi vina og skólafélaga sona minna. Þessir ungu menn áttu hér afdrep, þar sem þeir mættust oft til skrafs og ráðagerða, eða áður en farið var á dansleik. Þeim fylgdi glaðværð og hlátur — frískur andblær í húsið. Þeir voru enn frjálsir og óbundnir, en lífið framundan, óráðið, heill- andi, með vonir sínar og þrár. Kristján gerði sér það að venju að hverfa um stund úr hinum glaða hópi inn til mín, að ræða ýmislegt sem honum bjó í huga. Þar kynntist ég þessum hægláta, ljúfa dreng vel, og hin stuttu augnablik urðu grundvöllur vin- áttu sem er mér dýrmæt. Hópurinn dreifðist smátt og smátt eftir stúdentspróf, samkom- urnar urðu fátíðari, menn bundust öðrum böndum og tíminn leið. Úr nokkurri fjarlægð fylgdist ég með ferli Kristjáns og gladdist þegar hann náði því marki sem hafði virst svo fjarlægur draumur — að verða læknir. Endrum og eins sáumst við í önn dagsins á götu, á göngum Borgarspítalans þegar hann vann þar, og alltaf fundum við okkur afdrep og töluðumst við um stund. Nú var von á Kristjáni heim frá Eyjum. Erfiðustu árin að baki og hann hlakkaði til óslitinnar sam- veru með Elvu og litia syninum. En kallið kom. Samviska hans og skylda bauð honum að hlýða um- yrðalaust því kalli, sem hugrakkir menn hafa ávallt hlýtt án hugsun- ar um eigið öryggi. Við sem eftir stöndum spyrjum enn, eins og Matthías Jochumsson í sálminum „Hvað er hel?“ Þeirri óræðu spurningu verður aðeins svarað frá sjónarholu eða -hóli hvers okkar fyrir sig. Skáldið svarar sjálfu sér: „Sól- arbros, er birta él, heitir hel.“ Megi það sólarbros skína á vin minn, þar sem hann er nú — í heimi sem okkur er enn óþekktur. Guð styðji ástvini hans gegnum élin. Ágústa Rétursdóttir Snæland Kynni mín og fjölskyldu minnar af Kristjáni Víkingssyni voru því miður ekki löng. Við kynntumst honum er hann og Elfa Gísladótt- ir, frænka mín, fóru að vera sam- an. Eg tel að Kristján hafi verið frekar seintekinn maður, en því betur sem við kynntumst honum, því vænna þótti okkur um hann, og alltaf fundum við þann mikla styrk og miklu ró sem í honum bjó. Við dáðumst að því, hve góður hann reyndist yngri systkinum Elfu, sem hingað komu frá Banda- ríkjunum, hann bókstaflega vildi allt fyrir þau gera og bar hag þeirra fyrir brjósti. Einmitt um- hyggja Elfu og Kristjáns fyrir börnunum batt þau saman traust- um böndum. Þetta trausta hjóna- band hefur áreiðanlega veitt Elfu styrk í hennar miklu sorg. Það er árviss venja í fjölskyld- unni að hittast á jóladag, hjá móð- ur minni, ömmu Elfu, Vigdísi Jak- obsdóttur, og einmitt síðastliðin jól var síðasta skiptið, sem við sáum Kristján. Hvert okkar hefði órað fyrir því, að þegar við hlust- uðum á hann spila á píanó bæði fyrir fullorðna og börn og var hrókur alls fagnaðar, að þetta væri okkar siðasta samverustund. Við öll fjölskyldan vottum Elfu, Karli Axel, Steingerði, foreldrum hans og allri fjölskyldunni okkar innilegustu samúð. Vonandi eiga þau eftir að komast yfir þennan mikla missi, en vissulega mun minningin um Kristján ætíð lifa í þeirra hugum og okkar. Anna Jóhanna Alfreðsdóttir Mig setti hljóðan fimmtudaginn 21. janúar er þau hörmulegu tíð- indi bárust, að Kristján væri dá- inn. Tveir björgunarmenn höfðu farist við björgun skipverja af togaranum Pelagusi, sem strand- aði austur á Eyju, og annar þeirra Kristján læknir. Sama máli gegndi um aðra þá á heilsugæzlu- stöðinni og spítalanum, sem þekktu Kristján. Allur bærinn var sem lamaður yfir þessum voða- fregnum. Eg held ég verði lengi að átta mig á að þetta er raunveru- leiki. Það er skammt stórra högga á milli á meðal okkar sem urðum kandídatar frá læknadeild Há- skóla íslands 1977. Ragnheiður Skúladóttir læknir lézt seint á síð- asta ári og nú Kristján — svo skyndilega. — Þótt við værum skólabræður, kynntist ég Krist- jáni ekki náið fyrr en hann kom til starfa hingað á heilsugæzlustöð- ina í Vestmannaeyjum í júlí 1980. En þá eignaðist ég líka tryggan félaga og góðan vin. Manni leið vel í návist Kristjáns. Hann var ætíð reiðubúinn að ræða lausn vanda- mála, sem ég bar undir hann, og fús að veita aðstoð. Söknuður minn og sorg er mikil er ég sé á eftir svo góðum dreng. Því er erf- itt að setja sig í spor náinna ást- vina hans. Eg bið Guð að styrkja og blessa konu hans og börn, svo og aðra nána ástvini í sorg þeirra og missi. Asmundur Magnússon Vetrardagur. Dimmur og kaldur vetrardagur. Bæði dimmari og kaldari en aðrir dagar. Ekki vegna veðráttunnar einnar. Dauðans kalda hönd hefur verið að verki. Höggvið þar skarð sem fæstir áttu á von. Félaginn sem í gær var með okkur, fullur áhuga fyrir öllum góðum hlutum, alltaf reiðubúinn að leggja góðu máli lið, alltaf til- búinn til hjálpar. Hann er horfinn og það er erfitt að gera sér grein fyrir því að hann kemur ekki aft- ur. En orðstír deyr aldreigi. Og þótt vinur okkar Kristján verði okkur ekki lengur samferða í þessu lífi, getur enginn frá okkur tekið minninguna um hann. Þá minn- ingu er gott að eiga og geyma. Hér áður þegar sögur voru rit- aðar, þótti það oft merki um hug- rekki og hreystiskap ef maður vó annan. Er ár liðu breyttist sú hetjumynd og nú þykja þeir bestir drengir er öðrum bjarga. Kristján Víkingsson var einn þeirra manna. Hans lífsstarf var að lina þjáningar og bjarga mannslífum. Það er táknrænt að við það starf urðu hans ævilok. Hann hopaði ekki af hólmi, hann hélt ótrauður móti óvissunni, hann vissi að hans var þörf, þetta var hluti af hans starfi. Meira hugrekki getur eng- inn sýnt, stærri fórn getur enginn fært. Slíkur maður var Kristján Víkingsson. Við trúum því að sá heimur sem við þekkjum sé aðeins brot af sköpunarverki meistarans. Og einn er sá er öllu ræður. Ef til vill var verk að vinna annars staðar. Ef til vill var þörfin brýnni þar en hér. Hans vegir eru órannsakan- legir. — Allt hefur sinn tilgang þótt við fávísir menn skiljum sjaldnast þann tilgang. Við biðjum þann sem öllu stjórnar að gefa Elfu og börnun- um styrk og huggun. Megi sú minning sem þið eigið megi verða ykkur til styrktar. Sú minning fölnar ekki né gleymist. Slíka minningu er gott að eiga. Auróra og Bjarni. Kristján Víkingsson læknir er horfinn og mig langar til að þakka honum störfin, greiðvikni, sam- stöðu og bróðurlega framkomu alla tíð frá því við hófum störf hér í Eyjum sumarið 1980. Við gerðum okkar ávallt far um að taka á hverjum vanda sameig- inlega og með okkur ríkti sam- staða og jafnræði. + Kveðjuathöfn um móöur okkar, FRIDEL BJARNASON frá Siglufirði, veröur í Háteigskirkju mánudaginn 15. mars kl. 10.30. Jarösett veröur frá Siglufjaröarkirkju þriöjudaginn 16. mars kl. 14.00. Börnin. + ODDNÝ MAGNUSDÓTTIR, Stigprýði, Eyrarbakka, verður jarösungin laugardaginn 13. mars kl. 4. Rútuferö frá Um- ferðarmiöstöðinni kl. 14.30. Börn og tengdabörn. + Elsku móöir okkar, tengdamóðir og amma, HÓLMFRÍÐUR GUDMUNDSDÓTTIR, Hrauntungu 49, Kópavogi, andaöist í Heilsuverndarstööinni viö Barónsstíg 28. febrúar. Jarö- arförin hefur fariö fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum hjúkrunar- og starfsfólki Heilsuverndarstöövarinnar fyrir frábæra hjúkrun og vinum og vandamönnum auösýnda samúö. Guðmunda Þórarínsdóttír.Bragi Stefánsson, Jensína Þórarinsdóttir, Andrés Sigurösson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.