Morgunblaðið - 13.03.1982, Side 47

Morgunblaðið - 13.03.1982, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MARZ 1982 47 Anders Dahl búínn að skrifa undir samning við KR — þjálfar og leikur með meistaraflokki félagsins í handknattleik næsta tímabil „VIÐ HÖFUM nú fengið endanlegt svar frá Anders Dahl og hann er ákveðinn í því að koma til KR og leika og þjálfa hjá okkur næsta keppnistímabil. Hann hefur undirrit- að samninga og það er búið að ganga endanlega frá öllum þessum málum," sagði Gunnar Hjaltalín er Mbl. spjallaði við hann í gærdag. Að sögn Gunnars hefur Anders mikinn áhuga á því að koma hingað til lands um páskana og hefja þá allan undirbúning fyrir næsta tímabil. En Anders mun koma með fjölskyldu sína til landsins um miðjan júní og byrja þá á fullum krafti með leik- mönnum KR að undirbúa næsta keppnistímabil. Sjálfur mun hann æfa af fullum krafti þar sem hann verður lykilmaður KR-liðsins. Anders mun þjálfa meistara- flokk KR og 2. flokk. En jafnframt mun hann hafa umsjón með þjálf- un allra yngri flokka félagsins og vera með námskeið fyrir þá þjálf- ara sem starfa á vegum KR. Sér- stakt leyfi mun þurfa hjá ÍSÍ til þess að Anders geti leikið með KR en Gunnar Hjaltalín, formaður handknattleiksdeildarinnar, taldi ekki nein vandkvæði á að fá það. Þess má geta að á því keppnis- tímabili sem nú er að ljúka eru allir yngri flokkar KR í úrslitum í íslandsmótinu i handknattleik. Góður árangur það. Þannig að ekki skortir efniviðinn hjá félag- inu á handknattleikssviðinu. Nú um helgina munu KR-ingar ganga í hús í vesturbænum og selja happdrættismiða til þess að standa undir þeim mikla kostnaði sem framundan er hjá deildinni. — ÞR. íslensku handknattleiksliði boðið á stórmót í Þýskalandi VKSTUR-þýska handknattleikssam- bandið hefur boðið íslensku 1. deild- ar liði til þátttöku á hinu árlega Niedersaxe-cup sem haldið er í Norður-Þýskalandi og fer næst fram í janúar á næsta ári. KR tók þátt í móti þessu í janúar síðastliðnum og stóð sig bærilega þrátt fyrir að liðið hafnaði í neðsta sætinu, tapaði leikj- um sínum með litlum mun. Niedersaxe-cup verður sem fyrr segir haldið næst í janúar á næsta ári, nánar tiltekið 5.-9. janúar. Þau lið sem keppa næst verða, auk einhvers íslensks liðs, Dankersen, THV Kiel, Dukla Prag og Elektr- omo Búdapest. Leikirnir fara fram í Minden, Hildisheim, Alfeldt og víðar. gg. • Danski handknattleiksmaðurinn Anders Dahl mun leika í KR-búningi næsta keppnistímabil. Ljóst er að KR er mikill fengur að fá þennan góða leikmann í sínar raðir. En hann hefur um langt árabil verið besti leikmaður Dana. Ljósm. Þórarinn Rarurwwn. Panas SVO SEM frá hefur verið greint, fengu nokkrir pólskir handknatt- leiksmenn leyfi til að verða eftir í Vesturl»ýskalandi eftir heimsmeist- arakeppnina í handknattleik á dög- unum. Voru miklar vangaveltur um til Kiel hvaða lið myndu hreppa pólsku snill- ingana. Sérstaklega voru Klempel og Panas umsetnir. Úr varð að Klempel iór til Göppingen, en Panas fór að lokum til THV Kiel. Stórleikur Víkings og Valsmanna á morgun — leikjum í dag flýtt vegna útsendingar sjónvarpsins frá leik Tottenham og Liverpool TVEIR leikir fara fram í 1. deild íslandsmótsins í handknattleik í dag og einn á morgun. Leikjunum I dag hefur verið flýtt vegna sjónvarpsút- sendingar frá Wembley. Leikur HK og KR að Varmá hefst klukkan 13.20, en viðureign Fram og Þróttar í Laugardalshöllinni hefst kl. 13.00. Öllum öðrum leikjum í Laugardals- höllinni hefur verið frestað. Þá leika KA og FH á Akureyri og samkvæmt mótaskrá HSÍ á sá leikur að hefjast klukkan 15.30. Ekki hefur Mbl. fregnað um breytingar á leiktíma þar, en ekki er þó ótrúlegt að svo verði. Á morgun er svo einn stórleik- ur í 1. deildinni, Valur og Víkingur mætast í Laugardalshöllinni og hefst leikurinn klukkan 20.00. Einn leikur fer einnig fram í 1. deild kvenna, Víkingur og Valur mætast í Laugardalshöllinni á morg- un klukkan 21.30. Þá mætast í Laug- ardalshöllinni Týr og Fylkir í 2. deild. Týr bókstaflega má ekki tapa stigi vegna fallhættu í 3. deild. Leik- urinn hefur hins vegar enga þýðingu fyrir Fylki, sem er fallinn í 3. deild. • Arni Indriðason hefur löngum þótt klókur línumaður, en ekki skal þó fullyrt að þetta sé ein af brellum hans til þess að rjúfa varnarmúra andstæð- inganna. Hvað um það, þá verður Árni í eldlínunni um helgina með félögum sínum, en Víkingur mætir Val annað kvöld. Þess má geta, að Valur vann fyrri viðureign félaganna í vetur, allt getur því gerst, ekki síst nú, er lokasprettur inn er hafinn og leikmönnum Ijóst að stig mega ekki tapast. Úrvalsdeildarleiknum flýtt — vegna úrslitaleiks Liverpool og Tottenham EINN leikur fer fram í úrvalsdeild- inni í körfuknattleik í dag. Er það viðureign Vals og ÍS í Hagaskólan- um. Til stóð að byrja leikinn klukk- an 14.00 en vegna beinnar útsend- ingar sjónvarpsins frá Wembley hef- ur leiknum verið flýtt. Hann hefst klukkan 13.00. Annað kvöld fer fram einn leik- ur samkvæmt mótaskrá. KR og Fram eigast þá við í Hagaskólan- um og hefst leikurinn klukkan 20.00. A morgun leika einnig Haukar og Grindavík í 1. deild suður í Hafnarfirði. Hefst leikur- inn klukkan 14.00. Breiðablik sigraöi BREIÐABLIK sigraði lið Aftureld- ingar með einu marki, 19—18, í 2. deild í gærkvöldi. Leikur liðanna sem fram fór að Varmá, var hörku- spennandi allan tímann og ekki mátti á milli sjá, hvort liðið myndi ganga með sigur af hólmi. Staðan í hálfleik var 11—10 fyrir Aftureld- ingu. Gífurleg barátta var í síðari hálfleiknum. Varnarleikur lið- anna var góður og fá mörk voru skoruð. Jafnræði var með liðun- um allan leikinn. Leikmenn UM- FA voru með boltann síðustu 30 sekúndur leiksins. Og þegar að- eins 3 sek. voru eftir, komst Ingvar í dauðafæri, en skaut beint í markvörðinn og tókst ekki að jafna metin. En segja má, að jafntefli hefði verið sanngjörn úrslit í leiknum. Guð- jón Magnússon var bestur í liði UMFA, en bróðir hans, Stefán, var bestur í liði UBK. MÖRK UMFA: Guðjón 6, Jón 4, Ingvar 3, Björn 2, Steinar, Lárus og Sigurjón 1 mark hver. MÖRK UBK: Stefán 7, Kristján 5, Björn 4, Hilmar 2, Gísli 1. Staðan í 2. deild Kambagangan: Almenningsganga á skíðum í dag UM HELGINA fer fram almenn- ingsganga á skíðum. Gangan hefst á Kambabrún kl. 14.00. Gengið verður niður í Hveradali. Göngu- leiðin er um 8 km. STAÐAN í 2. deild karla er nú þessi: ÍR 12 9 0 3 218—203 18 Stjarnan 11 7 1 3 243—224 15 Þór V 12 6 1 5 238—227 13 Breiðabl. 12 5 3 4 233—235 13 Aftureld. 12 4 3 5 251—255 11 Týr V 12 4 0 8 266—278 8 Fylkir 11 1 2 8 218—252 4 Lið ÍR-inga hefur tryggt sér sæti í 1. deild á næsta ári. Bjarni sigraði á tveimur BJARNI Kristjánsson, borðtennis- kappi frá Keflavík, sigraði á tveimur opnum mótum sem fram fóru í Þórshöfn í Færeyjum í vikunni. Á fyrra mótinu mætti Bjarni Færey- ingnum Elíasi Mikkelsen í úrslitum og sigraði Bjarni nokkuð örugglega. mótum Á síðara mótinu kepptu hins vegar til úrslita Bjarni og Hilmar Konráðs- son úr Víkingi. Var það spennandi viðureign sem lauk með sigri Bjarna, hann vann fyrst 24—22, tap- aði síðan 21—23 en sigraði í úrslita- lotunni 24—22. Þjálfaranámskeið Þjálfaranámskeiö, C-stig, veröur haldiö 26.—28. marz, fyrri hluti, og 16.—18. apríl, seinni hluti. Þátttökutilkynningar berist skrifstofu KSÍ, fyrir 19. mars nk., sem veitir nánari upplýsingar í síma 84444 frá kl. 2—5. Tækninefnd.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.