Morgunblaðið - 13.03.1982, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 13.03.1982, Qupperneq 48
Sími á ritstjórn og skrifstofu: 10100 Síminn á afgreióslunni er 83033 J«or0imT)Iní>ií> LAUGARDAGUR 13. MARZ 1982 37 ára kona lést í umferðarslysi 37 AKA gömul kona beið bana í um- fcrðarslysi á gatnamótum Hafnar fjarðarvcgar og Vífilsstaðavegar rétt um klukkan 12 á hádegi í gær. Kon- an ók Volvo-bifreið vestur Vífils- staðaveg og út á llafnarfjarðarveg og hugðist beygja álciðis til llafnar fjarðar. Ilún ók í veg fyrir Bronco- jeppa, sem ekið var eftir Hafnar Skjaldbökur skráðar með latnesku heiti „Skjaldbökur sem flutt- ar voru til landsins voru skrádar á vörureikningi með latnesku heiti sínu. Ilins vegar voru skjald- bökurnar skráðar sem skrautfískar á tollpappír um, en það kann að hafa verið samkvæmt túlkun á tollnúmeri,“ sagði Arnar Guðmundsson, deildar- stjóri hjá Rannsóknarlög- reglu ríkisins í samtali við Mbl. í gær. Rannsókn RLR á ólöglegum innflutningi á skjaldbökum stendur nú yfir. Bókhaldsgögn liggja ekki fyrir, en að sögn Arnars, hefur eigandi Amazon gefið greinagóða skýrslu um innflutning á skjaldbökum. Tvær verzlanir fluttu skjald- bökur inn í landið, Amazon og Gullfiskabúðin. Ljóst er, að innflutningur á skjaldbökum hefur staðið yfir í nokkur ár, og hafa sendingar komið tvisvar til þrisvar á ári. Skjaldbökur, sem Amazon og Gullfiskabúðin fluttu inn, voru seldar í verzlunum á Akureyri og í Borgarnesi. fjarðarvegi áleiðis til Reykjavíkur. Skipti engum togum en jeppinn lenti á hlið Volvo-bifreiðarinnar með þeim afleiðingum að konan beið samstundis bana. Fimmtán ára gamall sonur hennar slasaðist, en ekki alvar- lega. Fernt var í Bronco-jeppan- um, hjón með tvö ung börn. Konan slasaðist og annað barnanna, en ekki alvarlega. Volvo-bifreiðin er gjörónýt eftir áreksturinn og Bronco-jeppinn mikið skemmdur. Rannsóknarlögreglan í Hafnar- firði beinir þeim eindregnu til- mælum til sjónarvotta að slysinu, að þeir gefi sig fram. Volvo-bifreiðin gjörónýt eftir hið hörmulega slys. Enn um Helguvík: Iðnaðarráðherra kallar bora Orkustofiiunar heim - Honum er gjarnt að segja stopp, segir utanríkisráðherra IÐNAÐARRÁÐHERRA Hjörleifur Guttormsson gaf Jakobi Björnssyni, menn frá Bandaríkjunum og lægi framkvæmdaaðilinn, bandaríski IÐNAÐARRÁÐHERRA Hjörleifur Guttormsson gaf Jakobi Björnssyni, orkumálastjóra, í gær fyrirmæli um að rifta skriflegum samningi, sem Orkustofnun hafði gert við Almennu verkfræðistofuna vegna jarðvegsrann- sókna í Helguvík, þar sem ætlunin er að reisa nýja eldsneytisgeyma fyrir varnarliðið. „Þessi ákvörðun iðnaðarráðherra er einstæð í sinni röð,“ sagði Ólafur Jóhannesson, utanríkisráðherra, í gærkvöldi og bætti við: „Honum er gjarnt að segja stopp, blessuðum. Þeir sögðu, að þetta væri „force majeure", líklega verður hér eftir að kenna þá við „force majeure“.“ Almenna verkfræðistofan und- irritaði á fimmtudaginn samning við Orkustofnun um afnot af jarð- borum stofnunarinnar til að taka jarðvegssýnishorn í Helguvík. Slíkar jarðvegsrannsóknir eru nauðsynlegar meðal annars vegna mengunarvarna, þegar eldsneytis- geymar eru reistir. Hófust rann- sóknirnar í gærmorgun, föstudag, en höfðu ekki staðið lengi, þegar fyrirmæli bárust frá sjálfum iðn- aðarráðherra um að þeim skyldi hætt með tækjum Orkustofnunar. Að sögn Helga Ágústssonar, deildarstjóra í varnarmáladeild utanríkisráðuneytisins, er Orku- stofnun eini innlendi aðilinn, sem á tæki til slíkra jarðvegsrann- sókna. Taldi Helgi einsýnt, að ákvörðun iðnaðarráðherra leiddi til þess, ef við hana verður staðið, að fá þyrfti jarðbora og tækni- menn frá Bandaríkjunum og lægi þegar fyrir, að það væri hægt. Aðalverktaki við hönnun elds- neytisgeymanna er bandarískt verkfræðifyrirtæki Bernhard Johnson Inc., en við það hefur framkvæmdaaðilinn, bandaríski sjóherinn, samið. Verkfræðifyrir- tækið í Bandaríkjunum hefur síð- an samið við íslenska undirverk- taka um einstaka þætti hönnunar- innar. Þórshafnartogarinn: Farið fram á 2 milljón króna lán til viðbótar ÁÆTLAÐ ER að hinn nýi togari Þórshafnarbúa, sem er í smíðum í Kristiansund í Noregi, komi til landsins um miðjan næsta mánuð, „Reiknum með nýju syst- urskipi Rangár í staðinn“ — segir Ragnar Kjartansson for- stjóri Hafskips „VII) KRIJM að ganga í að fá nýtt skip í staðinn fyrir Rangá, sem strandaði við írland í morgun og er talin ónýt og það lán vildi til í óláninu að forstjóri spænska skipa- félagsins, sem við leigðum hina nýju Kangá af með kaupleigu- samningi, er staddur hér á landi og við reiknum með að fá hjá þeim nýtt systurskip hins strandaða skips með sama samningi og það á að geta verið komið hingað til lands eftir þrjár vikur," sagði Kagnar Kjartansson, forstjóri llaf- skips, í samtali við Mbl. í gær, en Kangá sem Hafskip hafði tekið á leigu var í sinni fyrstu för. Ragnar sagði að það væri meginmálið í þessu slysi að ('apt. Alvarez, forstjóri spænska útgerðarfélagsins sem á Rangá, var kominn hingað til lands til þess að taka á móti hinu nýja skipi, en hér ræðir hann í gær við Kagnar Kjartansson, forstjóra Hafskips, sem hafði tekið Rangá á leigu með kaupleigusamningi til reynslu, áður en gengið yrði frá kaupsamningi. Capt. Alvarez bárust tíðindin um skiptapann þegar hann var staddur á skrifstofu Ilafskips í gærmorgun. Ljósmynd Mbl.: Kmilía. mannbjörg varð, en Hafskips- menn eru nú að leita að skipi í eina ferð milli Bandaríkjanna og Islands til þess að sinna verkefni sem hin nýja Rangá átti að sinna. Rangá sem ber um 3800 tonn lagði upp frá Spáni til ís- lands fyrir 5 dögum í sína fyrstu ferð, en skipið var smíðað ásamt 5 öðrum skipum eins á sama tíma og gera Hafskipsmenn ráð fyrir að þeir fái næsta skip, sem er á lokastigi í smíði og ætti að geta verið komið til íslands eftir fáeinar vikur. Rangá sem strandaði við írland er metin á 6 milijónir dollara eða um 55 milljónir króna. Ragnar sagði, að skipsskaðinn skapaði nokkurn vanda fyrir Hafskip, en hann kvað málið eiga að ieyast með því að leigja skip frá Bandaríkjunum í eina ferð til íslands, því samkvæmt viðræðum við kapt. Alvarez, for- stjóra útgerðarfélagsins, sem leigði Rangá, stefnir allt að því að annað nýtt skip komi í stað- inn um næstu mánaðamót. ef allt stenst áætlun. Eins og kunn- ugt er, þá hafa Þórshafnarbúar farið fram á mikil lán vegna kaupa á tog- aranum og Morgunblaðinu er kunn ugt um að þeir hafa nú farið fram á frekari lán hjá Byggðasjóði og við- skiptabanka útgerðarfyrirtækisins. Á síðasta ári samþykkti stjórn Byggðasjóðs að lána til togara- kaupanna á Þórshöfn 20% af 28 milljónum norskra króna, sem þá var áætlað smíðaverð togarans, og var lánið þá reiknað um 7 mílljón- ir ísl. króna, en sökum gengis- breytingar hefur þessi lánsfjár- hæð hækkað nokkuð. Þá er Morg- unbiaðinu kunnugt um að nú vilja útgerðaraðilarnir á Þórshöfn fá 1 milljón króna til viðbótar úr Byggðasjóði, og hafa farið fram á sömu upphæð hjá viðskiptabank- anum, en alls telja útgerðaraðilar togarans að þeir þurfi á rösklega 2 milljónum króna að halda til að koma togaranum til veiða. Iltgerðaraðilar togarans segja, að því Morgunblaðinu hefur verið tjáð, að þeir þurfi á ofangreindri fyrirgreiðslu að halda, til að kaupa veiðarfæri, fiskikassa, olíu og fleira. Þá hefur heyrst, að kaupendur togarans á Þórshöfn vilji nú ekki taka þátt í að gera togarann út með Jökli hf. á Rauf- arhöfn, en lán Byggðasjóðs til kaupa á togaranum á síðasta ári var skilyrt með því að togarinn yrði gerður út í samvinnu við Raufarhafnarbúa, en þaðan er togarinn Rauðinúpur gerður út.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.