Morgunblaðið - 04.04.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.04.1982, Blaðsíða 2
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. APRÍL 1982 Washingtonbréf ANNA BJARNADÓTTIR býður mektarmönnum í Wash- ington til fagnaðar, meðlimir klúbbsins setja á svið leiksýn- ingu og gera góðlátlegt grín af pólitíkusum borgarinnar, yfir- leitt við mikil fagnaðarlæti gest- anna. Carter afþakkaði boðið eitt árið þegar honum var eitthvað í nöp við fréttamenn. En Reagan lét sig ekki vanta í veisluna á laugardaginn var. Grín var óspart gert að honum og ríkisstjórn hans og hann skemmti sér konunglega. Há- punktur kvöldsins var þó þegar Nancy sjálf steig fram á sviðið og söng; „Eg verla í notað og nýtt“ og glopraði diski úr 200 þús. dollara matarstellinu út úr höndunum. Frammistaða frúarinnar þótti frábær og hún vann sér vinsæld- ir fjölmargra þetta kvöld. Hún hefur verið gagnrýnd fyrir að vera helst til merkileg með sig og of mikið fyrir vellystingar á tímum þegar þjóðin þarf að horfa í hvern eyri. Það þykir henni líkt að fá Reagan með sér til Barbados um páskana þegar hann ætti heldur að halda kyrru fyrir í Hvíta húsinu og velta vandamálum heimsins fyrir sér en öðrum finnst hann eiga fríið inni — auk þess sem hann mun hitta nokkra þjóðhöfðingja í ferðinni. Ar er liðið síðan hann varð fyrir skotárásinni og hann er stöðugt umkringdur lífvörð- um og ráðgjöfum. Hann hefur væntanlega gott af að strjúka um frjálst höfuð í nokkra daga í sumri og sól í Karabíska hafinu. Þegar hann kemur aftur til Washington verður tími kirsu- berjatrjánna við Jefferson- minnismerkið liðinn en þau blómstra snemma í apríl. Þá er umferðaröngþveiti við minnis- merkið og Potomac-ána. Ibúar borgarinnar vilja njóta fegurðar trjánna þegar hún er mest. Kirsuberjaskrúðganga er farin og vorinu fagnað. Síðan tekur hitamolla sumars- ins við og gáfulegast að halda sig innan dyra í skjóli kælitækja og bíða næsta vors — eins og þvottabirnirnir í dýragarðinum verða að gera en, tilraun þeirra til að fjölga sér mistókst enn einu sinni í síðustu viku. Reagan fer á hestbak á miðvikudögum. PÁSKALIUUR og fjólur eru í full- um blóma i Washington og laufin eru aö springa út á trjánum. Ilaustlitum er ávallt hrósað uppi hástert en fegurð vorsins virðist sjaldan veitt sú athygli sem hún verðskuldar. Þótt vetur séu frekar mildir i Washington og dagarnir mun lengri en vetrardagar á ís- landi, þá er vorið velkominn gest- ur. Það eru ekki margar vikur á ári hverju sem hita- og rakastigið í borginni er einmitt hið rétta fyrir útivist og iangar gönguferðir. Ibúar borgarinnar kunna að meta vordagana. Þeir taka fram sumarfötin, grilla 'úti og borða samlokur á torgum og í almenn- ingsgörðum í hádeginu. Þeir henda á milli sín svokölluðum frisbíum og fljúga flugdrekum. Skokkurum fjölgar á gangstétt- um en nóg er af þeim fyrir hvernig sem viðrar. Það er furðulegt að þeir virðast upp til hópa kjósa heldur að hlaupa á malbikuðum gangstígum með- fram miklum umferðargötum en á grasflötum og skógarstígum sem eru þó jafn aðgengilegir og auk þess lausir við umferðargný og mengun. Kannski að ótti við árásir haldi skokkurum á alfara- slóðum þótt hætta á árekstrum virðist jafn mikil við vegina og á árásum inni á milli trjánna um hábjartan daginn. Ronald Reagan tekur sér frí frá forsetaamstrinu á miðviku- dagseftirmiðdögum og fer á hestbak. Það rigndi á miðviku- daginn svo hann hefur kannski sleppt reiðtúrnum og notað tím- ann í staðinn til að undirbúa sig betur fyrir blaðamannafundinn sem hann hélt þá um kvöldið. Hann hefur átt eilítið erfitt upp- dráttar í fjölmiðlum undanfarið. Hann hefur ekki þótt standa sig sem skyldi á blaðamannafund- um — farið rangt með og stund- um svarað út í hött. En þessir fundir hafa verið haldnir um miðjan dag þegar fáir horfa á sjónvarp og almenningur hefur því þurft að treysta dómgreind og frásögnum fréttamanna i stað þess að dæma fyrir sig sjálfur. Reagan vekur ávallt hrifningu áhorfenda þegar hann flytur ræður og þess vegna var ákveðið að halda þennan blaða- mannafund um kvöld þegar sem flestir sitja fyrir framan sjón- varpið og sýna fólki að honum er ekki farið að förlast eins og mætti halda af sumum fréttum. Reagan þarf að ráða fram úr mörgu þessa dagana. Nú þegar kosningarnar í E1 Salvador eru yfirstaðnar þarf að fá þingið til að samþykkja aukna og áfram- haldandi efnahags- og hernaðar- aðstoð við landið. Það getur reynst nokkuð erfitt því kosn- ingarnar leystu engan vanda. Þær komu aðeins flokkunum, sem Jimmy Carter hætti aðstoð við á sínum tíma vegna ofbeldis- verka og brota á mannréttind- um, aftur til valda. Allir sem fyigjast með fréttum vita að D’Aubuisson er enginn engill og bandaríska þjóðin er þreytt á að hjálpa harðjöxlum með skatt- peningum sínum, efnahagsvand- inn heima fyrir er auk þess mik- iil og þingkosningar framundan í nóvember svo Reagan getur reynst erfitt að vinna stefnu sinni í E1 Salvador fylgi. E1 Salvador hefur verið á allra vörum síðustu vikurnar en efna- hagsvandinn hefur þó ekki farið varhluta af fréttaflutningi. Fréttir af auknu atvinnuleysi í iðnaði og vanda í landbúnaði heyrast á hverjum degi. Þetta fór í taugarnar á Reagan um daginn og hann sagði að fjöl- miðlar drægju upp allt of svarta mynd af ástandinu. Þetta gaf gagnrýnendum hans, sem segja að hann átti sig ekki á hversu alvarlegt ástandið er, byr undir báða vængi og kalt var milli Reagans og fjölmiðla nokkra stund. En hann rétti fram sátt- arhönd næst þegar hann kom fram opinberlega og sagðist vera sama sinnis og Thomas Jeffer- son sem sagðist af tvennu illu heldur vilja vera án ríkisstjóra en dagblaða. Það er árlegur siður á vori hverju að Gridiron-klúbburinn, sem þykir afar fínn og merki- legur félagsskapur 60 blaða- manna (konur fengu að ganga í klúbbinn fyrir fáeinum árum). Nancy söng um að hún verzlaði í „notað og nýtt“. Grundirnar gróa — en blikur á lofti BENIDROM1982:11. MAÍ 1.& 22. JÚNÍ 13.JÚLÍ 3.&24ÁGÚST 14SEPT. 5.0KTÓBER VORFERÐ TIL BENII KNUVI njtPML i FERÐAMIÐSTÖDIN AÐALSTRÆTI9 SÍM128133 11255 UMBODSMENN: Sigurbjörn Gunnarsson, Sporthúsió hf., Akureyri — simi 24350 Halgi Þorsteinsson, Asvegi 2, Dafvik — sími 61162 Feróamióstöó Austurlands, Anton Antonsson — Selás 5, Egilsstöóum — simi 1499 og 1510 Vióar Þorbjörnssonn, Noróurbraut 12, Höfn Hornafiröi — simi 8367 Friófinnur Finnbogason, c/o Eyjabuó, Vestmannaeyjum — simi 1450 Bogi Hallgrímsson, Mánagerói 7, Grindavik — simi 8119 Bjarni Valtýsson, Aöalstöðinni Keflavík, Keflavík — sími 1516 Gissur V. Kristjánsson, Breióvangi 22, Hafnarfiröi — simi 52963 Ólafur Guóbrandsson, Merkurteig 1. Akranesi — simi 1431

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.