Morgunblaðið - 04.04.1982, Side 12

Morgunblaðið - 04.04.1982, Side 12
60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. APRÍL 1982 í húsi listmálara Tæplega meðalmaður á vöxt en hárprúður. Venjulegur hvunndags- maður í sínu dagfari og vill hafa reglu á hlutunum. Byrjar vinnu sína klukkan átta morguns og vinnur frameftir degi — rétt eins og hann væri á skrifstofu. Og það hefur hann alltaf gert; Hjör- leifur Sigurðsson. Hann sýnir nú í kjallara Norræna hússins ásamt Snorra Sveini. „Mér líkar það vel að stilla upp andstæðum," segir Hjörleifur, rjóður og útitekinn úr norskri náttúru. „Það eru mikil forréttindi," seg- ir hann, „að geta alfarið sinnt málverkinu. Við tókum okkur til hjónin og kvöddum Island, okkar fyrra líf og fluttum til Noregs. Ég vildi breyta til, sleppa úr ýmsu fé- lagsstússi sem ég var viðriðinn og svo er nú konan norsk að uppruna. Við kunnum prýðilega við okkur meðal norskra. Héldum fyrst til Lófóten og þar gerðust merkilegir hlutir, svo suður á bóginn í hjarta Skandinavíu — við Oslófjörð. Þar hreiðruðum við um okkur. Stór- kostlegt landslag og fjölbreytt, geysilegur skógurinn. Nú mála ég bara skóg og einstök tré. Það er margbrotið lífið í norskum skógi. Endalaust sem maður getur ráfað þar um, rétt eins og í stórborg, og kynnt sér lífið í einum skógi." En það gerðist ævintýri í Lófót- en? „Já, ég varð fyrir sérstakri reynslu í Lófóten. Ég var búinn að mála abstrakt í 30 ár, þegar ég kom norður til Lóf- óten. Þá réðist það á mig, þetta óviðjafnanlega landslag, og gerði mig friðlausan, uns ég tók að mála landslag. Það var stórt stökk — en það getur enginn farið til Lófóten og málað abstrakt. Þar eru mótív- in ótæmandi, maður málar aldrei nóg í Lófóten. Það má segja að ég hafi verið tilbúinn að takast á við landslagið í Lófóten, fyrir fimm árum dvaldi ég stuttlega í Kína og þar fékk ég inn í mig forspilið að mínu landslagsmálverki. En tal- andi um landslagsmyndir, þá er ekki nóg að draga útlínur lands- lagsins — heldur verður maður að setja sig inní það, skilja það, lýsa þeim áhrifum sem maður fyllist í samvistum við náttúruna. En maður þurrkar ekki út sína fortíð. Það er abstraktsjón í þessum myndum, eins og þú sérð. í allri myndlist er einhver abstrakt grundvöllur.“ Hjörleifur virðir fyrir sér myndir sínar. Hann segist skilja þær öðruvísi á sýningu en á trön- um. Hann segir: „Það er ólíkur ferill sem þessar myndir eiga. Yf- irleitt er langur aðdragandi að myndum hjá mér, en sumar mála sig allt að því sjálfar. Maður stendur við trönurnar í guðs- grænni náttúrunni og skyndilega finnur maður tóninn, maður er að gera rétt og finnur það í hverri taug, þá málar maður í kapp við tímann til að missa ekki tóninn og allt í einu stendur maður frammi fyrir mynd sem á aðeins eftir að snurfusa lítillega. En aðrar mynd- ir þarf maður að berjast við eins og skrattann sjálfan. Maður er í þann veginn að setja upp sýningu og fram á elleftu stundu er maður að glíma við mynd og er hundóánægður með hana, slær svo til í einhverju ósjálfræði og grípur hana með sér á sýninguna og kemur henni þar fyrir uppá von og óvon, veit eigin- lega ekki hvort hún hæfir eða ekki og svo reynist hún kannski hin besta mynd þegar á hólminn kem- ur. Stundum setur maður mynd á sýningu sem maður hefur beinlín- is lagt fæð á og horfir illilega til hennar þar sem hún hangir á veggnum innan um aðrar myndir og stingur í stúf — en svo koma kollegar þinir og klappa á öxlina á þér og segja: „Þetta er bara þín besta mynd.““ Myndir Hjörleifs eru þægilegar ásýndum og reita engan til reiði. En maðurinn er pólitískur — þó hann láti sér hægt í sínu dagfari — af hverju rífur hann ekki kjaft í sínum myndum? „Ég kæri mig ekki um slíkt, seg- ir hann og hnyklar brýrnar. Ég vil ekki koma öðru til skila en því sem landið hefur að bjóða okkur. Við getum orðað það svo, að ég sé að reyna að lýsa minni eigin tilfinn- ingu gagnvart náttúruöflunum. Ég er hins vegar ekki á móti því að menn flytji boðskap í myndlist, ef þeir á annað borð ráða við það. Það gera bara svo sárafáir. Ég er fyrst og fremst málari, en ég get haft ákveðnar skoðanir á þjóðfé- lagsmálum fyrir því. Ég er hrædd- ur, skal ég segja þér, við þetta fólk sem stjórnar heiminum. Ég dreg enga dul á að ég er hræddur við þá menn. Beinlínis skelkaður að menn skuli ekki byggja upp í stað þess að rífa niður. Ég vil ekki fara útí neinar pólitískar orðræður hér, en ég held að flestir geti verið mér sammála um það. Og þó það sé ekki pólitík í mínum myndum, þá vona ég að þessi mannlega þjáning birtist j)ar með einum eða öðrum hætti. Ég vona það. Allar myndir sem lifa, hafa í sér þján- ingu.“ Hjörleifur gerist nú þungbrýnn og heimsþjáningin skín útúr and- liti hans. Það er sami belgingurinn í veðr- inu, segi ég. „Já,“ segir Hjörleifur. Er það ekki skárra í Noregi? „Já og nei. Tíðarfar við Lófóten er ekki ósvipað og hér, umhleyp- ingasamt. En það er stilltara við Oslófjörðinn og mildara." Og sumrin góð? „Já, sumrin eru góð.“ Þú sérð aldrei eftir að hafa söðl- að um? „Nei, ég sé aldrei eftir því að hafa flutt til Noregs með allt mitt hafurtask. Það er hollt að snúa við blaðinu annað veifið. Ég þekki ekki heimþrá. Og ég hef hugsað mér að hafa þennan háttinn á, að koma heim og sýna þegar ég er tilbúinn til þess, þeir hafa nóg með sitt, Norðmenn." J.F.Á. HAFA Qassic réttingar Útsölustaðir: Atlabúöin, Akureyri. Málningarþjónustan, Akranesi. Ljónið, ísafirði. Valberg, Ólafsfirði. Húsiö, Stykkishólmi. Har. Johansen, Seyðisfirði. Brimnes, Vestmannaeyjum. Sambandið byggingar- vörudeild Reykjavík. Kaupfél. Borgfirðinga, Borgarnesi. Kaupfél. Þingeyinga, Húsavík. Kask, Hornafirði. Kaupfél. Fram, Neskaupstaö. Kaupfél. Skagfiröinga, Sauðárkróki. VALD. POULSENI SUDURLANDSBRAUT10 sími 86499 15% afsláttur Egilsstaðir: Kynning norrænna málefna K^ilsstöðum, 30. mars. HJALMAR Ólafsson, formaður Nor- ræna félagsins á íslandi, var hér á ferð um síðastliðna helgi. Kn eins og kunn- ugt er opnaði Norræna félagið síðast- liðið haust sérstaka upplýsingaskrif- stofu hér á Egilsstöðum með tilstyrk frá Norðurlandaráði. Hlutverk þessar- ar skrifstofu er hvers konar upplýs- ingamiðlun um norræn málefni og er þjónustusvæði hennar milli Hafnar í Hornafirði og Húsavíkur. í vetur hafa verið skipulagðar fyrirlestraferðir í skóla og klúbba á svæðinu. Þetta er fjórða ferð Hjálm- ars hingað austur í vetur til fyrir- lestra og á hann enn eftir ófarnar 2—3 ferðir skv. áætlun. Að sögn Hjálmars er áætlað að upplýsingaskrifstofan starfi hér- lendis til ársins 1984; á Egilsstöðum til 1. sept. 1983 — en verði þá e.t.v. flutt til Vesturlands — ef fjárveiting fæst ekki fyrir annarri upplýs- ingaskrifstofu hérlendis fyrir þann tíma. Forstöðumaður skrifstofunnar á Egilsstöðum er Elisabet Svavars- dóttir, félagsráðgjafi, en hún er á meðfylgjandi mynd ásamt Hjálmari Ólafssyni formanni Norræna félags- ins. Ólafur. EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.