Morgunblaðið - 04.04.1982, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. APRÍL 1982 65
Arnar Guðmundsson:
Almennt ganga
rannsóknir
nú hraðar
og náms- og kynningarferðum er-
lendis sem óhætt er að fullyrða að
lögreglumenn hafa haft mjög mik-
il not af.“
— Hvernig er starf rannsóknar-
lögreglumannsins?
„Þessari spurningu er mjög erf-
itt að svara. Ég held að mér sé
óhætt að segja að þetta sé mjög
krefjandi starf, ef ég skil það
hugtak rétt. Maður verður að gefa
sig að þessu óskiptur og af sam-
viskusemi. Maður verður að reyna
að rækta með sér þekkingu á
sálfræði og mannfræði ef svo má
segja. Það tekur oft mjög á fínu
taugarnar þegar verið er að glíma
við hin ýmsu viðfangsefni og
aldrei má rannsóknarlögreglu-
maður missa taumhald á skapi
sínu, vilji hann njóta trausts þess
sem hann á samskipti við.
Það er ekki hægt að neita því að
það er meira af neikvæðum mál-
um sem menn þurfa að fást við í
þessu starfi en í mörgum öðrum,
og það tekur oft á taugarnar að
koma á vettvang þar sem stór-
afbrot eð slys hafa skeð. Kannski
eru það þyngstu sporin fyrir lög-
reglumenn, þegar þarf að tilkynna
viðkomandi aðstandendum frá
sviplegu láti ættingja eða vinar.
Menn verða að þola ýmis óþæg-
indi í þessu starfi. Sannleikurinn
er sá að rannsóknarlögreglumaður
sem er trúr sínu starfi losnar illa
við það þótt vinnudagur sé að
kvöldi kominn. Þar við bætist að
hringt er í hann á hvaða tíma sól-
arhrings sem er og stundum hellt
úr skálum reiðinnar yfir hann og
haft í hótunum. Svo eru aðrir sem
hringja til að láta vita um eitt og
annað og líka eru til menn sem
finnst þeir verða að létta á
áhyggjum sínum og telja sig þá
þurfa að ræða málin við lögreglu-
menn. Þetta er ekki svo lítill þátt-
ur í starfinu og af minni reynslu í
lögreglunni, þá tel ég að rann-
sóknarlögreglumenn verði að sjá
af einhverjum tíma sínum í þess-
um tilgangi. Það er ákaflega mik-
ils virði að eignast ekki óvini í
þessu starfi."
Arnar Guðmundsson, lögfræðing-
ur, er deildarstjóri 3. deildar. Hann
kom til starfa hjá Rannsóknarlög-
reglu ríkisins árið 1978, var áður
fulltrúi dómara í sakadómi í ávana-
og fikniefnamálum.
„Meginrannsóknarsvið 3. deild-
ar er að fást við önnur lagabrot en
þau, sem koma fyrir 1. og 2. deild.
Þar kemur víða við í almennu
hegningarlögunum, skjalafals,
brunar, nauðgunarbrot og annars
konar skírlífisbrot og skemmdar-
verk, svo nokkuð sé talið. Jafn-
framt koma hingað sérrefsilaga-
brot, svo sem smygl, brot á fjar-
skipta- og útvarpslögum, dýra-
verndunarlögum, brot á lögum um
innflutning og skipan gjaldeyr-
ismála, verðlagsmál, svo dæmi séu
tekin," sagði Arnar.
„Jafnframt þessu fáumst við við
afbrot unglinga. Öll brot barna og
unglinga eru rannsökuð í 3. deild.
Þau eru oft ansi tímafrek og geta
verið umfangsmikil. Til að mynda
kom fram í fréttum fyrir skömmu,
að upp hefði komist um afbrota-
flokk 10 pilta á aldrinum 13—14
ára. Á aðeins tveimur vikum
frömdu þeir á milli 40 og 50 af-
brot. Afbrot unglinga eru iðulega
viðkvæm. Við vinnum að þessum
málum í samvinnu við félagsmála-
stofnanir.
Brunarannsóknir krefjast oft
mikillar vinnu og oft þarf að leita
sérfræðiaðstoðar. Við eigum gott
samstarf við Brunamálastofnun.
íkveikjur að yfirlögðu ráði eru al-
varleg brot samkvæmt hegn-
ingarlögunum og slík mál koma
upp öðru hvoru, en fæstir brunar
eru sem betur fer ásetningsverk.
Nauðganir eru ákaflega við-
kvæmur málaflokkur, því slík mál
snerta viðkomandi illa. En það
verður að segjast eins og er, að
margar kærur, sem hingað berast,
hafa ekki reynst á rökum reistar.
Við höfum verið svo lánsamir að
hafa lögreglukonur í starfi til að
annast yfirheyrslur yfir kyn-
systrum, sem kæra nauðgun því
eðlilega er konum ekki sama um
það við hverja þær ræða svo við-
kvæm mál. Eigi er hjá því komist
að yfirheyra kærendur í þessum
málum ítarlega og læknisskoðun
er nauðsynleg í framhaldi þar af.
Þungar refsingar liggja við nauðg-
unum og dæmi eru um alvarleg
brot á þessu sviði."
— Hvernig finnst þér RLR í
stakk búin til að fást við þau verk-
efni, sem í hlut stofnunarinnar
falla?
„Ég tel Rannsóknarlögreglu
ríkisins sæmilega í stakk búna til
að fást við þau verkefni sem
hingað koma. Við höfum verið
ágætiega heppnir með starfslið.
Hitt er svo, að hingað þarf fleiri
menn. Það er of mikið álag á þeim
mönnum sem hér starfa, enda
voru í upphafi hugmyndir uppi um
fleiri starfsmenn.
Þá hefur Hallvarður Einvarðs-
son lagt sig fram um að rannsókn-
arlögreglumönnum séu gefin
tækifæri til að sækja námskeið
hér heima og erlendis og hingað
hafa oft komið sérfræðingar og
miðlað af þekkingu sinni.“
— Nú koma inn á þitt borð ólík-
ustu mál, frá alvarlegum brotamál-
um til mjólkurmálsins fræga, svo
dæmi sé tekið. Telur þú að RLR hafi
of vítt starfssvið?
„Þjóðfélagið er í stöðugri þróun
og því skapast nýir málaflokkar.
Hlutverk RLR er að rannsaka
meiri háttar afbrot. Mjólkurmálið
er dæmi um mál, sem er ekki stór-
vægilegt sakamál, en um árabil
hafði verið deilt um hvort reglu-
gerðir hefðu verið brotnar. Loks
var mál þetta kært til RLR. Við
söfnuðum gögnum og málið var
sent ríkissaksóknara. Ekki kom tii
opinberrar málshöfðunar en
reglugerðarbreytingar munu hafa
átt sér stað.
Þá má nefna kærur frá Verð-
lagsstofnun vegna brota á verð-
stöðvunarákvæðum laga eða lög-
um um óréttmæta viðskiptahætti,
en slík mál koma hingað eftir að
verðlagsdómur var lagður niður."
— Hve margir rannsóknarlög-
reglumenn eru í deild 3?
„Hér eru sex rannsóknarlög-
reglumenn og það gefur auga leið,
að við erum of fáliðaðir. Þetta hef-
ur þær afleiðingar að mál verða
oft lengur í vinnslu en æskilegt
mætti telja. Hver rannsóknarlög-
reglumaður hefur of mörg mál á
sínum herðum."
— Hvert er hlutverk deildar-
Samkvæmt lögum um RLR
skulu deildarstjórar vera löglærð-
ir. Þeir annast úthlutun mála til
rannsóknarlögreglumanna og
leggja til ákveðinn rannsóknar-
farveg. Deildarstjórar fara yfir
skýrslur lögreglumanna og meta
hvaða aðgerðir séu nauðsynlegar.
Þá mæta deildarstjórar á dóm-
þingum og gera þar nauðsynlegar
kröfur til öflunar dómsúrskurða,
t.d. um gæsluvarðhald, handtöku,
húsleit eða geðrannsókn. Allt mið-
ar þetta að því að tryggja það að
mál fari þannig fullrannsökuð til
embættis ríkissaksóknara, að
hægt sé í framhaldi þar af að taka
afstöðu til opinberrar ákæru.
Með tilkomu RLR og þeim
breytingum sem þá urðu á réttar-
farslögum var stigið stórt skref í
þá átt, að skilja á milli lögreglu-
stjórnar og dómsvalds. Ég tel að
þessar lagabreytingar hafi fylli-
lega sannað gildi sitt og stað-
reyndir tala sínu máli. Ég tel að
rannsóknir gangi almennt hraðar
fyrir sig en áður var og rannsókn-
argögn séu nú aðgengilegri fyrir
ákæruvaldið en áður. Þá má nefna
þá staðreynd, að gæsluvarðhalds-
úrskurðum hefur farið fækkandi
og úrskurðartími hverju sinni
styttur verulega frá því sem áður
var.“
Arnar Guðmundsson
stjóra?
Tæknideild RLR:
„Betur búin tækjum en sam-
bærileg lögsagnarumdæmi
í nágrannalöndunuma
— rætt við Sævar Þ. Jóhannesson
Axel Helgason rannsóknarlög-
reglumaður stofnaöi árið 1945 vísi
að þeirri tæknideild, sem nú er til
húsa hjá RLR í Kópavogi og er búin
öllum helstu tækjum til hvers konar
rannsókna á mönnum og munum.
1945 var þetta eina tæknideildin,
sem þekktist á landinu og var þá
deild í Rannsóknarlögreglu Reykja-
víkur. Það var aðallega Ijósmyndun,
vettvangs- og fingrafararannsóknir,
sem Axel vann að, og iengst af var
hann einn meö deildina. En fljótlega
bættust við fleiri menn og nú eru
starfsmenn tæknideildar RLR fimm.
Axel hætti störfum við tæknideild-
ina í árslok 1956 og við tók Ragnar
Vignir, aðstoðary firlögreglu þjónn.
Það var 1957. 1. júli 1977 þegar
Rannsóknarlögregla ríkisins var
stofnuð varð tæknideildin ein af
fjórum deildum innan hennar.
Á upphafsárunum var tækni-
deildin til húsa að Fríkirkjuvegi
11, en flutti í stærra húsnæði í
Borgartúni 7, 1963. Það húsnæði
varð fljótlega allt of lítið fyrir
starfsemi deildarinnar svo það
varð mikii búbót að húsi RLR í
Kópavogi, þar sem húsnæði tækni-
deildarinnar er þrefalt stærra en
það var í Borgartúni. Tækjakostur
deildarinnar hefur stórum aukist
frá því sem áður var, en nýjasta og
fullkomnasta tækið' er saman-
burðarsmásjá, sem að sögn Sæ-
vars Þ. Jóhannessonar, lögreglu-
fulltrúa og yfirmanns tæknideild-
er meðal þeirra fullkomnustu
sinnar tegundar. Með henni er
m.a. unnt að gera samanburð á
byssukúlum og komast að því
hvort skotið hafi verið úr tiltek-
inni byssu eða ekki. í smásjánni,
sem stækkar 80-falt, er einnig
hægt að greina margs konar verk-
færaför o.fl. Við smásjána er
tengd myndavél og er hægt að
taka myndir í gegn um linsur
smásjárinnar.
Sævar, sem hóf störf hjá tækni-
deildinni árið 1963, sagði að það
hafi orðið mikil breyting til batn-
aðar á högum tæknideildarmanna
við stofnun RLR, en auk húsnæðis,
sem fékkst undir deiidina, var létt
af mönnum tímafreku starfi. Þeir
þurftu ekki lengur að taka myndir
og rannsaka hvert einasta um-
ferðarslys, sem varð á Reykjavík-
ursvæðinu. Ljósmyndun og rann-
sóknir umferðarslysa voru við
breytinguna 1977 færðar yfir til
lögreglustjóraembættisins í
Reykjavík.
„Tæknideildin," sagði Sævar,
„sér um öflun allra gagna á vett-
vangi, sem geta orðið til uppljóstr-
unar á afbroti eða slysi og þá
meina ég vinnuslysi, en á vett-
vangi er það mest tæknivinna sem
unnin er. Aðrir annast yfirheyrsl-
ur og vettvangslýsingu. Við tökum
myndir af staðnum og teiknum
hann upp, en myndir og teikn-
arinnar í fjarveru Ragnars Vi^nis, , ingfir.p^ ^afar^ n|ikilvægar t>af.sem
saksóknari og dómarar, sem við
sendum gögnin til, hafa engin tök
á að koma á vettvang."
í deildinni eru margar þar til
gerðar töskur, sem tæknideild-
armenn geta gripið með sér á
vettvang, en þær þurfa að geyma
hin ýmsu tæki og tól til að auð-
velda gagnasöfnun. í einni tösku
sem Sævar opnaði voru tæki og
efni til að finna út númer, sem
sorfin hafa verið af, til dæmis
byssu eða reiðhjóli. í annarri
tösku er ryksuga, sem nær upp
ögnum, sem mannlegt auga fær
ekki séð. Allt sem hún sýgur upp
sest í fína síu, sem síðan er unnt
að skoða í smásjá. I einni töskunni
eða boxi er tæki sem getur skorið
úr um hvort tiltekinn blettur, sem
finnst, sé blóðblettur eða ekki.
Enn annað tæki er til að rannsaka
púður, en með því er unnt að
ganga úr skugga um þáð hvort til-
tekinn einstaklingur hafi skotið úr
byssu, en alltaf vill eitthvað fest-
ast á þeim sem hleypir af og getur
tollað við hann lengi vel. Þá er í
enn einni töskunni tæki og efni,
sem notuð eru til að endurþekkja
lík, sem fundist hafa óþekkjanleg.
Og það eru margar fleiri töskur.
„Það er mjög handhægt að hafa
þessi tæki í töskum því hægt er að
fara með þær hvert á land sem
er,“ sagði Sævar. En á tæknideild-
inni er fleira, eins og góður
myndatökubúnaður og mynda-
stofa þar sem m.a. afbrotamenn
, eru myndaðir svo og ýmis gögn,
,l' 0£ xl Tfixjlo li irifpij ; rni ouíhú
Sævar Þ. Johannesson lögreglufulltrúi í „stúdíói" tæknideildar RLR.
sem notuð eru við rannsóknir. All-
ar myndir taka rannsóknarlög-
reglumennirnir sjálfir.
Sævar var á sínum tíma við
nám hjá Scotland Yard í Bretlandi
og hjá lögreglu New York-borgar.
Hver er helsti munurinn á tækni-
deildum þessara stofnana og
þeirrar sem er hér á landi?
„Að sjálfsögðu er þar allt
stærra í sniðum en munurinn er
aðallega sá, að hér verða starfs-
menn að vera meira alhliða, og
vera inni í öllu, en úti er allt miklu
sérhæfðara. Ein deild sér þar að-
eins um byssu- og byssukúlu-
rannsóknir, önnur deild tekur
ljósmyndir, þriðja deild sér um
fingrafararannsóknir og svo
framvegis. Hér þarf hver og einn
að geta unnið öll þessi störf.
En þetta er mjög áhugavert
starf sem unnið er hér í tækni-
deildinni og fjölbreytilegt og það
er ekki hægt að vinna það nema
maður hafi geysilegan áhuga á
því.
Eg held að það megi fullyrða að
þessi deild sé að mörgu leyti eins
vel þúin tækjum og þær sem eru í
151 ,x l J í) '< !?.»< 06 l:ú
sambærilegum lögsagnarumdæm-
um í nágrannalöndum okkar.
Hingað hafa lögreglumenn komið
í heimsóknir frá öðrum löndum
eins og Bretlandi, V-Þýskalandi og
Norðurlöndunum og þeir hafa ver-
ið sammála um það.“
í tæknideild RLR er miðstöð
þeirra fingrafara sem til eru af
einstaklingum 16 ára og eldri og
hafa verið uppvisir að afbrotum.
Aðspurður sagði Sævar að það
væru 5328 fingrafarasett. til í
tæknideildinni og væru þau af
fólki hvaðanæva að af landinu.
Með bættri vinnuaðstöðu og
aukningu tækjakosts hafa mögu-
leikarnir á því að ljúka tækni-
rannsóknum að fullu hérlendis
stóraukist, þótt enn sé nauðs.vn-
legt að senda ýmis sýni utan til
rannsókna. Það sem helst vantar
er sérfræðikunnátta við rithand-
arrannsóknir og þarf stundum að
senda skriftarsýnishorn utan
vegna rannsókna á skjalafölsun-
um. Rétt er og að geta þess að
starfsmenn RLR binda miklar
vonir við hina nýstofnuðu deild í
réttarlæknisfræði við rannsókn-
astofu Háskóla íslands.