Morgunblaðið - 04.04.1982, Blaðsíða 20
68
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. APRÍL 1982
VERÍ>LD
RÉTTARFAR
Bætur
fyrir mey-
dóminn
„Sjáðu nú til, ég held að hann
hafi dregið dóttur mína á tálar og
nú hefur „lobolan" hennar (brúð-
arverðið) lækkað til muna. Hann
verður að borga mér bætur.“ Sá,
sem þannig talaði, frekar veiklu-
legur, svartur maður í krumpuð-
um samfestingi, beindi máli sínu
til þriggja ungra svertingja, sem
sátu á bekk í herberginu, sem
notað var fyrir réttarsal.
„Er þetta rétt?“ spurði einn
mannanna á bekknum og sneri
sér að 18 ára gömlum dreng í hin-
um enda herbergisins. „Já, við
sváfum saman, ég veit ég þarf að
borga." Stúlkan, sem við sögu
kemur, falleg 16 ára hnáta í
sparifötunum sínum, lætur sem
ekkert sé um að vera, enda ekki
við hana rætt, en miðaldra kona í
sínu besta skarti, stendur upp í
áhorfendahópnum og lætur tií sín
heyra: „Þetta var svona, það var á
allra vitorði."
„Jæja, ef við erum öll sammála,
þá dæmist rétt vera að þú borgir
í bætur 700 kr. á mánuði næstu
fjóra mánuðina." Faðirinn, dóttir
hans og strákurinn skrifa undir
til samþykkis og ganga síðan út
úr réttarsalnum mestu mátar.
Næsta mál er tekið fyrir. Mað-
ur nokkur játar að hafa lagst með
konu annars manns og fellst á að
borga kokkálnum tæpar 1700 kr. í
bætur. Manni, sem vill skilja við
unga konu sína, er sagt að borga
föður hennar tafarlaust það, sem
eftir stendur af brúðarverðinu, og
framfleyta henni og barni þeirra
meðan málið er til umfjöllunar
fyrir æðri dómi.
Svona ganga málin fyrir sig
hjá nýju dómstólunum í Zimba-
bwe, en þeir voru leiddir í lög í
nóvember 1981 og látnir koma í
staðinn fyrir það réttarkerfi, sem
ríkti í landinu á meðan hvítir
menn stjórnuðu því. Nú eru forn-
ar venjur hafðar í heiðri og tillit
tekið til þeirra fyrir öllum þrem-
ur dómsstigunum, í þorpinu,
sveitinni og í héraði. í málum er
raunar ýmist dæmt eftir evrópsk-
um lögum eða ættbáikalögum, en
það fer ekki eftir kynþætti við-
komandi eins og áður, heldur eft-
ir því hvaða lífsmáta hann hefur
tamið sér.
Reyndin er að vísu sú, að svert-
ingjar eru oftast nær dæmdir eft-
ir lögum ættbálkanna og hvítir
menn eftir evrópsku lögunum, en
þó ekki alltaf. Svertingjar, sem
hafa tekið upp vestræna siði, geta
beðið um að vera dæmdir eftir
lögum hvítra manna og eins má
dæma hvíta menn eftir lögum
ættbálkanna, ef þeir hafa gerst
brotlegir við afrískar venjur, t.d.
samrekkt svartri konu, sem ekki
er kona þeirra.
„Hvítir menn hafa stundum
orðið æfir yfir þessu," segir
dómsmálaráðherrann brosandi.
„Jafnvel þeir, sem hjálpuðu til við
nýju lagasetninguna, segja, að
þeir hafi aldrei ætlast til þess, að
hvítir menn yrðu að lúta lögum
ættbálkanna." Hann glottir
meinfýsinn á svip. „Kannski þeir
hafi ekki ætlast til þess, en það
gerðum við.“
Það, sem er einkum eftirtekt-
arvert við þessa nýju dómstóla,
er hvað þar er allt laust við laga-
flækjur. Við lægri dómsstigin fá
„dómararnir" aðeins sex mánaða
stranga þjálfun og enga próf-
gráðu að henni lokinni og þessir
leikmenn hafa í öndvegi þá
gömlu, afrísku reglu, að best sé
að menn séu sáttir, hafa skömm á
þeim skilningi vestrænna laga, að
sá „fái allt", sem hefur lagabók-
stafinn sín megin. Þvert á móti er
þeim uppálagt að beita áhrifum
sínum í þá átt, að fólk taki vin-
samlegt samkomulag fram yfir
málaferli.
Afrísku dómstólarnir eiga þó
við sín vandamál að glíma.
Zimbabwe stendur á krossgötum
nýs og gamals tíma og fornir sið-
ir stangast stundum á við þá iifn-
aðarhætti, sem unga kynslóðin
vill temja sér. Þetta á ekki síst
við um afstöðuna til kvenna.
Það er gömul venja í Zimbabwe
að líta á konur sem undirmáls-
manneskjur, sem ekki mega tala
máli sínu heldur verða að gera
það fyrir milligöngu karlmanns.
Nú vilja margar afrískar konur
ekki una þessu lengur og krefjast
þess að fá að reka sitt mál sjálf-
ar, til mikils hugarangurs fyrir
ættingja þeirra. Breyttar hug-
myndir um stöðu konunnar hafa
einnig valdið miklu álagi á
dómstólana og er ástæðan sú, að
æ fleiri láta iönd og leið þá gömlu
venju, að konur séu hreinar meyj-
ar þegar þær giftast. Bótakröfum
fyrir misstan meydóm hefur af
þessum sökum fjölgað svo mjög,
að þær eru nú um 90% allra
mála, en voru aðeins 20% fyrir 10
árum.
— GILLIAN GUNN
FÉLAGSTIOINDI
Brennur
sá sem
borgar ekki
Kvrir skömmu missti maður
nokkur í Kaliforníu hús sitt i
eldsvoða. Slikt þykir að öllu jöfnu
ekki í frásögur færandi þar
vestra, en þessi atburður þótti þó
nokkrum tíöindum sæta, því að
brunaverðir hefðu getað komið i
veg fyrir að svona illa færi. Þeir
höfðust þó ekki að, á þeirri for-
sendu, að húseigandinn hefði
ekki borgað félagsgjöld! Hér var
nefnilega um að ræða félagsskap
er sinnti aðeins þjónustu við fé-
lagsmenn, en um það vissi maður-
inn ekki hót. Hvorki hann né
kona hans voru læs né skrifandi
og höfðu því enga hugmynd um
reglugerðir brunavarðafélagsins.
Félagsskapurinn heitir Britt
Volunteer Fire Department, en
maðurinn Lee Roy Hamilton.
Ilann skýrði svo frá, að enginn
hefði látið sig vita, að félagið
sinnti aðeins um að slökkva eld
hjá þeim félögum, er greitt hefðu
brunavarnargjöld. Þeir stóðu fyrir
framan og hlógu og fóru svo i
burt, sagði hann. Þeir báðu mig
aldrei um að ganga félagið, hélt
hann áfram. Hins vegar hef ég oft
styrkt það með því að kaupa af
ivi pylsur og kjúklingarétti, og
svo koma þeir svona fram við
mig.
Brunaverðir i félaginu segjast
hafa verið kvaddir á vettvang,
K’gar kviknaði í húsi Hamiltons.
Þeir hafi ákveðið að slökkva ekki
eldinn, þegar í Ijós kom, að hús-
eigandinn var ekki félagsmaður.
Þá hafi þeir kvatt til annað
slökkvilið, er þjónaði öllum er til
K‘ss leituðu. Þegar það kom á
vettvang, stóð hús Hamiltons hins
vegar í Ijósum logum, en þó tókst
að bjarga bílskúr, þar sem hann
starfrækti bílaverkstæði.
Hamilton hefst nú viö í bílnum
sínum. Kona hans var nýlega
skorin upp við krabbameini og er
væntanleg heim frá sjúkrahúsinu
innan tíðar. Ilamilton segir, að
>að verði að finna einhvern stað
fyrir hana. Kinhvers staðar þarf
hún að geta hallað höfði að
kodda, segir hann, en ég á ekki i
nokkurt hús að venda.
(LOS ANGELES TIMES)
i
Veldi hvíta mannsins hetur varad of lengL — Myndin er tekin í Tbule.
ESKIMÓABYGGÐIR
Samstaða
á norðurslóðum
Eskimóarnir, sem byggja hin norðlægu svæði jarðarinnar, eru
byrjaðir að sýna merki um mótþróa eftir aldalanga auðsveipni við
hvíta manninn.
Þeir hafa bundizt nýjum samtökum til að berjast fyrir málstað
sínum og hafa borið fram nýjar pólitískar og fjárhagslegar kröfur
við aðkomumennina úr suðri, og hyggjast að auki beita áhrifum
sínum í vaxandi mæli til varnar viðkvæmri náttúru heimskauta-
svæðanna.
„Við höfum látið aðkomumenn segja okkur fyrir verkum í okkar
eigin landi allt of lengi," segir Hans-Pavia Rosing, eskimói frá
Grænlandi, „og nú erum við staðráðnir í því að vernda landssvæði
okkar og hafsvæði og binda örlög okkar þeim“.
Rosing er formaður Inuit-samtaka heimsskautasvæðanna, en
það eru nýleg mannréttindasamtök þjóðarbrotanna á Grænlandi,
og í Alaska og norðurhluta Kanada. Þetta fólk vill fremur nota
orðið inuit en eskimói, en á þeirra eigin máli merkir það fólk.
Samtökin stefna að því að sameina eskimóana í sameiginlegri
baráttu gegn aðsteðjandi hættum og þau hafa haldið ráðstefnur á
Grænlandi og í Alaska.
Nú í vor hyggst Rosing halda til höfuðborgar Kanada, Ottawa,
til að leggjast gegn fyrirhugaðri tilraun með flutning á jarðgasi
frá norðurhluta landsins í sérstaklega styrktum risaskipum, sem
eiga að vera fær um að brjóta sér leið í gegn um ísinn sem verður
á leið þeirra.
„Þessi áætlun felur í sér hrikalega áhættu fyrir umhverfi
okkar," segir Rosing, „og stefnir í voða menningu, lífsstíl og af-
komu Inuit-þjóðarinnar."
Heimsskautasvæði norðursins eru einstaklega viðkvæm fyrir
hvers konar ytri áhrifum á náttúruna og má þar til nefna sem
dæmi hvernig freðmýrarnar hafa þiðnað af heitum leiðslum og
mengun vatns, sem ekki skolast burtu eins og gerist sunnar, held-
ur frýs á ný. Samtök Rosings líta á það sem höfuðverkefni sitt að
berjast gegn áhættum af þessu tagi, en þær hafa stórlega aukizt
vegna þeirrar gífurlegu áherzlu sem lögð er á olíuleit og leit að
hvers konar málmum.
„Þegar allt kemur til alls er það aðeins lítill hluti mannkyns,
Inuit-þjóðin, sem hefur getað í aldanna rás búið í jafnvægi við
náttúruna," segir Rosing. „Erum við reiðubúin að láta fáein fyrir-
tæki raska þessu jafnvægi?"
Það eru um það bil eitt hundrað þúsund manns í heiminum, sem
líta á sig sem eskimóa, þótt margir þeirra teljist til ættbálka, sem
blandast hafa Evrópubúum í tímanna rás. Um 40 þúsund búa á
Grænlandi, sem er eina landið, þar sem Inuit-þjóðin er í meiri-
hluta. Eskimóarnir í Alaska, sem eru álíka fjölmennir, hafa ekki
sömu stjórnmálalegu áhrif, en þeir hafa mikið fé milli handa sem
þeir fengu í bætur fyrir nýtingu á landi þeirra í samræmi við
sáttmálann fratl971.
Eskimóarnir í Kanada, sem eru fámennari, hafa hvorki pólitísk
áhrif né fjármuni, og Græniendingar og Alaska-eskimóarnir líta á
þá sem kúgaða. Fjórða landið, þar sem eskimóar eru allfjölmennir,
er Sovétríkin, en forystumenn Inuit-samtakanna viðurkenna, að
þeim leyfist ekki að hafa nein raunveruleg samskipti við þá.
— WILLIAM BORDERS
•H1 ~T7T7T7
TTTI-Mili
•r
T