Morgunblaðið - 04.04.1982, Side 35

Morgunblaðið - 04.04.1982, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. APRÍL 1982 83 Margrét Þorvarðardótt- ir Öxnevad — Minning Fædd 8. febrúar 1893. Dáin 27. júlí 1981. Mér er í barnsminni, hefi verið 6—7 ára, er ung stúlka kom í heimsókn á æskuheimili mitt að Hlíð. Mér þótti hún falleg og vel klædd í peysufötum og minnist þess að mamma sagði í hlýlegum róm: „Hérna er hún Magga á Hamarsheiði." Móðir mín var hrifn af þessari fallegu stúlku, sem komin var gestur, og ég var það líka, stelpa 12 árum yngri en Magga. Næst sá ég hana á Stóra-Núpi nokkrum árum síðar, þegar ég var 12 ára. Hún var þá prófdómari á vorprófinu 1918. Margrét var þá gift kona í Stavanger í Noregi, en í heimsókn á Hamarsheiði, æsku- heimili sínu. Margrét Þorvarðardóttir Öxne- vad var fædd 8. febrúar 1893. For- eldrar hennar voru Þorbjörg Guð- mundsdóttir í Þjórsárholti, af Skipholtsætt, og Þorvarður Guð- mundsson, hreppstjóri í Litlu- Sandvík í Flóa. Ung fór hún í fóst- ur að Hamarsheiði í Gnúpverja- hreppi til gáfaðra merkishjóna, Sandvík og fleiri á næstu árum leiddu til vináttu og bréfaskrifta okkar á milli og sumarið 1979 heimsótti ég hana í Stavanger. Það var ógleymanleg vikudvöl hjá henni og hennar fólki sem allt bar mig á höndum sér. Þessa daga var eingöngu íslenska töluð í hennar húsi og íslensku bækurnar teknar út úr bókaskápnum stóra sem huldi heilan vegg í annarri stof- unni hennar. I bókaskáp þeim kenndi margra grasa: Þar voru góðar bókmenntir og íslensk úr- valsrit að fornu og nýju að ógleymdum góðskáldum okkar, sem ortu hvað best á 19. öld og fram á þá 20. Ég komst að því að Margrét kunni Þyrna utanbókar og oft voru á vörum hennar ljóð Stein- gríms, Matthíasar, Hannesar Haf- stein og Bjarna Thor. Mér hefir sagt gamall sveitungi hennar úr Gnúpverjahreppi, að hún hafi ver- ið talin best ritfær af þeim sem skrifuðu í blað ungmennafélagsins árin 1911—1913. Þegar börn henn- ar voru ung, sagði hún þeim sögur úr íslenskum fornbókmenntum, íslenskar álfasögur og ævintýri og um leið undirstrikaði hún að hún væri íslensk. Margrét sagði mér, að hún hefði verið ánægð með hlutskipti sitt í lífinu. Hún elskaði bæði Island og Noreg. Það var reisn yfir allri hennar framkomu. Gáfuð mennta- kona er gengin. Börnin hennar létu syngja íslenska þjóðsönginn við gröf hennar. Minning hennar lifir. Ég óska aðstandendum hennar öllum blessunar. Aldís Pálsdóttir LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — Sími 81960 + Innilegar þakkir fyrir auösýnda vinsemd og samúö viö fráfall og jaröarför konu minnar, móöur, tengdamóöur og ömmu, RAGNHILDAR KR. BJÖRNSSON. Björn G. Björnsson, Erla Siguröardóttir, Óskar Sigurösson, Sóley Sigurjónsdóttir, Ágústa Sigurðardóttir, Úlfar Sigurösson og barnabörn. + Þökkum innilega allan þann hlýhug og samúö sem okkur var sýnd viö andlát og útför UNNAR BJARNADÓTTUR, íþróttakennara, Espigeröi 2, Jóna Elfa Jónsdóttir, Grétar Tryggvason, Brynjólfur Jónsson, Sigríóur Guömundsdóttir Kristín Halldórsdóttir og systkini hinnar látnu. Jóhönnu Bjarnadóttur og Erlend- ar Loftssonar. Á þessu menningarheimili ólst hún upp fram yfir tvítugsaldurinn ásamt Þorbjörgu Erlendsdóttur. Áttu þær fóstursystur vel saman, báðar fyrir skáldskap í bundnu og óbundnu máli og skarpgreindar. Margrét þráði að menntast og með aðstoð fósturforeldranna sat hún einn vetur í Menntaskólanum í Reykjavík. Þótt hún fengi gott próf úr fyrsta bekk menntaskól- ans gat hún ekki haldið lengra á námsbrautinni vegna fjárskorts. Hún var sömu lögum háð og fjöldi ungs fólks hér á landi á öðrum og þriðja tug aldarinnar, þótt náms- hæfileikar væru fyrir hendi. Til að víkka sjóndeildarhring- inn lagði hún leið sína til Stavang- er í Noregi. Þar komst hún í það vel borgaða vinnu að hún sat einn vetur í verslunarskóla. Þá kom að því að hún giftist 1915 Jörgen Joh- an Öxnevad, málarameistara í Stavanger. Var það hennar ham- ingja, því þau hjón áttu sameigin- legan áhuga á lestri góðra bóka og stóðu saman í því að láta börn sín eiga góða æsku og undirbúa þau undir lífið. Þau eignuðust 9 börn, 6 syni og 3 dætur. Einn son misstu þau kornungan, annan misstu þau í sjóinn á stríðsárunum 17 ára. Hét hann Thorvard. Rasmus dó tæpu ári á undan móður sinni. Þau höfðu haldið heimili saman í mörg ár, en hann var ógiftur og barn- laus. Fjögur börn Margrétar eru búsett í Stafanger og einn sonur býr í Bandaríkjunum. Öll eru þau systkin gift, eiga falleg og rík- mannleg heimili og vegnar vel með mökum sínum og vel gefnum börnum. Yngsta dóttir Margrétar, Jóhanna Margrét, er gift Erlendi Jóhannssyni, bónda á Hamars- heiði í Gnúpverjahreppi. Eiga þau 3 dætur: Þorbjörgu Évu, Vigdísi og Margréti. Þau Margrét og Jörgen komu sér upp rúmgóðu einbýlishúsi á meðan börnin voru ung, og var þar bústaður Margrétar þar til hún fór á spítalann. Jörgen dó 27. október 1948, en Margrét veiktist á jóladag 1980 og lá 7 mánuði á sjúkrahúsi þar til hún lést 27. júlí 1981. Sumarið 1947 kom Margrét til íslands í heimsókn, hafði ekki stigið fæti á landið í 28 ár. Mig langaði að sjá hana aftur og gerði henni boð að finna mig og frænd- fólkið. Ég var þá orðin búsett í Litlu-Sandvík, gift frænda henn- ar, Lýði Guðmundssyni. Þessi heimsókn hennar til okkar að

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.