Morgunblaðið - 04.04.1982, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 04.04.1982, Qupperneq 36
84 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. APRÍL 1982 CATERPILLAR SALA S tUÓNUSTA Caterpillar, Cat ogffleru skrásett vörumerki ±3 0 0 0 EI00000000 Til sölu Caterpillar DBC jarðýta árg. 1977 keyrð um 3500 til 4000 tíma. Beltabúnaður, smurð belti. Skór og belgir geta fylgt, með eða ásett. Vél í toppstandi. HEKLAHF Laugavegi 170-172 Sími 21240 IHI 0 0 0 t íslandi: Hagtala h.f. kynnir hugbúnaðarþjónustu, þá fyrstu sinnar tegundar. Boðið er upp á þrautreynd kerfi á sviði stjórnunar, bókhalds, áætlunargerðar og rekstrareftirlits í fyrirtækjum. Við leggjum áherslu á efftirfarandi: • Að vera óháðir einstökum tölvumerkjum. • Að hugbúnaður sé valinn á undan tölvubúnaði. • Að skilgreining á þörfum og kröfum til tölvulausnarinnar liggi fyrir strax í upphafi. 0 Að tölvukerfi sé valið með framtíðarmöguleika í huga. • Að veita fyrirtækjum alhliða ráðgjöf varðandi endanlega tölvulausn. • Að nýta sérþekkingu rekstrarráðgjafa Hagvangs h.f. Kerfin hafa nú þegar verið aðlöguð að eftirtöldum tölvutegundum: Radio Schack TRS 80, Model II North Star Horizon Commodore 8032 Lítið inn og aflið ykkur upplýsinga, við erum sannfærðir um að ferðin mun borga sig. HAGTALA H/F GRENSÁSVEGI 13 — 108 REYKJAVÍK — SÍMAR 81706 & 83666 Haraldur Einars- son - Minningarorð febrúar ■■■■■jjjHHEEMMHH Dáinn 2H. mars I9K2 Halli vinur okkar hjóna og daetra er allur, rétt rúmlega 45 ára, eftir erfiðan sjúkdóm sem ágerðist með degi hverjum í sl. 16 ár. Allan þennan tíma, og par ár- um betur, kynntumst við Halla, þannig var að hann hafði flutt í íbúð við hlið okkar og þar með byrjaði kunningsskapurinn. Við buðum hann velkominn, hann kinkaði kolli svo innilega hæ- versklega, eins og heimsborgara er siður. Halli var nokkrum árum eldri en dætur okkar og gegndi því oft húsbóndastörfum á heimilinu, ef við hjón brugðum okkur bæjar- leið. En skjótt skipast veður í lofti, fljótlega fór að bera á sjúkdómi sem byrjaði í fótum og ágerðist eins og áður er sagt og Halli end- aði í hjólastól meðan hann var nábúi okkar eða þar til Hátún 12 tók til starfa. Halli var einn af þeim fyrstu er flutti þar inn og dvaldi þar uns yfir lauk. Fyrst í stað eftir að sjúkdómur- inn byrjaði barðist Halli við sjálf- an sig og kvartaði ekki en ein- kennilegt þótti okkur, hvað hann aftók með öllu göngutúr í vinnuna, eða í sundlaugarnar, en hann var afbragðs sundmaður, en svona var Halli, bar höfuðið hátt, eitthvert mesta karlmenni sem við höfum þekkt, léttur í lund, listrænn í ballett og fylgdist hann náið með frama Helga Tómassonar en báðir voru þeir lærlingar í þeirri list- grein á svipuðum tíma og gladdist Halli innilega yfir ferli Helga og átti um hann stórt úrklippusafn. Snyrtimenni var Halli í hvívetna, smekkmaður á góða hljómlist og átti úrvals hljómplötur af sígild- um verkum. Hann hafði mjög fal- lega söngrödd sem dvínaði eftir að sjúkdómurinn ágerðist, blóma- skreytingarmaður af Guðs náð, sem hann lagði fyrir sig sem æfi- starf. Eftir að hann ílentist í Há- túninu, hlúði hann að blómunum af list og nærgætni. Halli var vel liðinn af öllurn og vitum við að starfsfólkið í Hátún- inu mat hann mikils og hann það, og var því þakklátur i hjarta sínu. Halli var sonur hjónanna Skúl- ínu Haraldsdóttur og Einars Guð- bjartssonar, að Efstasundi 6 hér í borg. Hvað Halli tók tilverunni með mikilli hugarró er aðdáunarvert, en það leiddi af sér þá staðreynd að hann kenndi öðrum að lifa hljóðlega og muna — maður líttu þér nær. Guð blessi kæran vin. Gróa og Gumbur Ein af hetjum hversdagslífsins, Haraldur vinur minn Einarsson, er allur og með honum er genginn maður er hafði til að bera karl- mennsku og æðruleysi í þeim mæli að næsta fátítt er. Kynni okkar Halla hófust fyrir u.þ.b. 17 árum er við urðum ná- grannar. Þá sem endranær geisl- aði Halli af lífsgleði og allt hans fas bæði til orðs og æðis slíkt að vart virtist maðurinn einhamur. Viðhorf Halla til mannlífsins voru öðrum til eftirbreytni og oft dáðist ég að honum fyrir skoðanir hans og sjónarmið til lífsins og tilver- unnar. Hann gerði sér fulla grein fyrir því að hið sanna gildismat til lífsins er ekki af hinum efnislega toga spunnið og allur hans lífsstíll í samræmi við það. Halli var list- 'rænn að eðlisfari og fagurkeri eins og störf hans báru vitni en hann lagði fyrir sig blómaskreytingar log var allt handbragð slíkt að auð- séð var að þar var listamaður á ferð. Ungur að árum lagði Halli fyrir sig listdans en sá ferill er undirrituðum ókunnur og verða sjálfsagt gerð skil af öðrum. Mannskepnan er í sjálfu sér undarlegur samsetningur og tor- skilinn oft á tíðum. Stundum stendur maður frammi fyrir því að þykja vænt um fólk, bláókunn- ugt fólk, en svo koma upp atvik þar sem maður tekur heilshugar undir með þeim er sagði: „Eftir því sem ég kynnist mönnunum betur, því vænna þykir mér um hundinn minn.“ Þegar staðið er frammi fyrir lífshlaupi Haralds Einarssonar, þá fyllist maður þakklæti, þakklæti fyrir að hafa átt þess kost að kynnast mann- eskju, orðið þeirrar gæfu aðnjót- andi að þekkja góðan dreng. Stundum heyrist því fleygt að all- ir séu góðir þegar þeir eru farnir og má kannski til sanns vegar færa, en þau fátæklegu orð er hér hafa sett verið á blað eru skrifuð af heilum huga, engin lofgerðar- rulla, enda slíkt ekki samboðið minningu Halla. Þau miklu veik- indi er hann varð fyrir staðfestu einmitt fyrir mér hvílíkur mann- kostamaður var á ferðinni, hvern- ig hann tók þeim örlögum sínum verður ekki betur lýst en sem hetj- uskap og karlmennsku. Ég hef þá bjargföstu trú að Haraldur þurfi ekki að kvíða heimkomunni, hafi hann hjartans þakkir okkar allra fyrir sinn stóra þátt til fegurra og betra mannlífs okkur hinum til handa. Ó.Á.Þ. Til moldar verður borinn á morgun vinur okkar, Haraldur Einarsson. Er við fréttum lát hans kom það okkur ekki á óvart eftir langvarandi veikindi hans. Hann hafði átt við lömunarveiki að stríða síðastliðin 12 ár. Má því segja að þetta hafi verið kærkom- in hvíld. Við kynntumst Halla er við unnum saman í einu af stærsta verslunarhúsi Reykjavíkur i þá daga, „Vesturveri", er hann vann í blómabúðinni „Rósinni". Hafði hann ætið yndi af blómum og lærði blómaskreytingar hjá hin- um hollenska meistara Ringel- berg. Þótti hann sérstaklega smekklegur og listrænn. Hans framtíðardraumur var að setja á stofn eigin verzlun að námi loknu, en ýmislegt kom í veg fyrir það. Árin fram að veikindum hans vann hann í blómabúðinni „Flóru“. Aðaláhugamál hans var dans af ýmsu tagi, þó sérstaklega ballett. Á hans yngri árum tók hann þátt í fjölda sýninga, m.a. í Þjóðleikhús- inu og skemmtistöðum víðs vegar um landið. Eins og áður var minnst var veikindi Halla lömun, og geta því flestir ímyndað sér hve erfitt hef- ur verið fyrir hann að sættast við orðinn hlut, er líkaminn hlýddi honum ekki lengur. Þrátt fyrir veikindi, var hann ávallt léttur í lund og húmorinn í lagi. Vafalaust hefur það veitt honum stuðning. Efst í huga okkar á þessari stundu eru þær ljúfu minningar um góðan vin. Vottum foreldrum og ættingj- um okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning hans. Vala og Jóhanna

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.