Morgunblaðið - 04.04.1982, Page 46
94
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. APRÍL 1982
arskráin fengi ekki gæðastimpil
herforingjanna, hún verður einnig
að hljóta samþykki í þjóðar-
atkvæðagreiðslu. Ef henni er
hafnað af öðrum tveggja þessara
aðila, yrðu þeir fimmtán vísu
menn sem vinna að gerð hennar
að setjast á ný á rökstóla og það
þýddi, að frestað yrði kosningum,
a.m.k. til vors 1984, þar sem
óhugsandi er að halda kosningar í
Tyrklandi að vetrarlagi. Meiri-
hluti Austur-Anatolíu er þá sam-
bandslaus við aðra landshluta
vegna snjóa.
En í sjónmáli er þó, að Tyrkir
snúi aftur til lýðræðis og margir
velta því fyrir sér, hvað felast
muni í ákvæðum hennar. Stjórn-
arskrárnefndin er undir forsæti
Orhan Aldikacti, virts prófessors.
Flestir stjórnmálafréttaritarar
telja, að þjóðhöfðingi landsins
muni fá mun meiri völd en fyrir-
rennarar hans, að minnsta kosti ef
og þegar einhvers konar neyðar-
ástand kemur upp í landinu. Og að
herinn muni verða hafður meira
til ráðuneytis en nú.
Margir álíta, að Evren hers-
höfðingi verði fyrsti forseti skv.
þessum nýja stíl (hvernig forseta-
kjör fer fram, er enn óákveðið), en
deildar meiningar eru um þetta
efni. Sumir spá, að hann muni
kjósa að stíga virðulega af vett-
vangi eftir að hafa þjónað landi
sínu vel og dyggilega á erfiðum
tímum.
Stjórnarskrárnefndin hefur við
margan vanda að glíma í starfi
sínu og sá er þeirra mestur að
reyna að tryggja að ekki komi öll
gömlu vandamálin upp á nýjan
leik. Oft hefur það verið svo í lið-
inni tíð, að hávaðasamir smá-
flokkar öfgamanna hafa haft lyk-
ilaðstöðu í stjórn landsins vegna
þess að samsteypustjórnir hafa
orðið að treysta á stuðning þeirra
og orðið að ganga á stundum
býsna langt til að sá stuðningur
héldist.
Ný kosningalög í kjölfar nýrrar
stjórnarskrár kynnu að verða í
ætt við kosningalög Vestur-Þjóð-
verja, þar sem flokkur þarf að
hljóta tíu prósent heildaratkvæða
til að koma manni á þing. En auð-
vitað eru allar vangaveltur um
störf nefndarinnar mjög óljósar
og margir menntamenn og rithöf-
undar og blaðamenn óttast, að
hinu væntanlega lýðræðisfyrir-
komulagi verði mjög strangar
skorður settar. Alíti herforingj-
arnir það bráðnauðsynlegt til þess
að þeir geti dregið sig í hlé og
allaðhaldssöm stjórnarskrá gæti
ein tryggt að herinn yrði ekki að
koma til skjalanna eina ferðina
enn.
Þrátt fyrir að Evren er augljós-
lega staðráðinn i að endurreisa
lýðræðisfyrirkomulag í Tyrklandi,
íliííil
Nú er liðið hálft annað ár síðan tyrkneski
herinn tók völdin af vanmáttugri stjórn
Suleyman Demirels. Á þessum tíma hefur
herforingjastjórninni tekizt að uppræta
hryðjuverk og koma á lögum og reglu að
nýju. Efnahagslíf landsins, sem var í rústum,
er að byrja að hjarna við og tímasett hefur
verið hvenær kosningar fara fram til að kjósa
nýtt þing. En þetta hefur ekki unnizt þrauta-
laust, einkum og sér í lagi hefur það verið á
kostnað mannréttinda. Brezka blaðið Times
gaf út sér blað á dögunum um Tyrkland og
hafa blaðamenn þar kannað málið frá ýmsum
hliðum. Grein þessi er byggð á útgáfu
svo og öðrum tiltækum heimildum greinar
höfundar.
Hvort sem mönnum líkar
það betur eða verr og þrátt
fyrir mikinn þrýsting, sem
stjórnin hefur sætt, benda öíl sól-
armerki til þess að Kenan Evren
og fimm manna herstjórn hans
ætli að halda öllum stjórnartaum-
um Tyrklands í hendi sér, að
minnsta kosti hálft annað ár til
viðbótar. Allar herforingjastjórn-
ir, hvort sem þær sitja í Tyrklandi
eða Póllandi eða annars staðar,
eru ósamrímanlegar vestrænum
meginreglum, að ekki sé nú
minnzt á rithöfunda og mennta-
menn í Tyrklandi sjálfu. En væru
Tyrkir leiddir að kjörborðinu nú
og látnir greiða atkvæði um hvort
þeir vildu hafa herforingjastjórn-
ina við völd, þangað til hún hefði
lokið ætlunarverki sínu, ellegar
snúa aftur til borgaralegrar
stjórnar, er nokkuð víst, að meiri-
hluti þeirra myndi greiða atkvæði
með herforingjastjórninni.
Kjarni málsins er, að þessa 18
mánuði, sem þeir hafa setið að
völdum, hafa herforingjarnir
komið ótrúlega miklu til leiðar,
ekki aðeins bundið endi á hryðju-
verkaölduna sem skall á almenn-
ingi mörgum sinnum daglega,
heldur einnig og kannski ekki sízt
í að reisa við efnahag landsins,
sem var í þvílíku öngþveiti að
engu var líkt. Mannréttindamálin
(nú er taiið, að um 25 þúsund
manns sitji í fangelsi) og fréttir
um pyntingar vekja miklu meira
uppnám utan Tyrklands en innan,
hinn rétti og slétti Tyrki tekur
satt bezt að segja fjarska létt
fréttum um ofbeldi við fanga,
hvort sem herforingjastjórn er við
völd eða ekki.
En væru sem sagt haldnar kosn-
ingar nú meðal 45 milljóna íbúa
Tyrklands um vinsældir herfor-
ingjanna, eru töluvert skiptar
skoðanir á því hvað þeir myndu fá
mikinn meirihluta. Ilhan Oztrak
prófessor, einn ráðherranna, sagði
í viðtali við Peter Hopkirk, blaða-
mann Times, að yfir níutíu pró-
sent þjóðarinnar myndu greiða at-
kvæði með því að herforingja-
stjórnin sæti unz hún hefði lokið
ætlunarverki sínu. Aftur á móti
sagði reyndur vestrænn diplómat,
að líklega myndu 75 prósent vera
nær lagi. Þekktur tyrkneskur
blaðamaður, sem ekki vildi láta
nafns getið, sagði aftur á móti, að
hann teldi að hveitibrauðsdagar
herforingjastjórnarinnar væru
...og Tyrkir þjappa sér æ betur saman ad baki þeim
hátt dregizt inn í deilurnar. Fólk
með hófsamar stjórnmálaskoðanir
varð að taka afstöðu með ann-
aðhvort vinstri eða hægri, en eiga
annars á hættu beggja bræði og
hefnd. Meira að segja innan lög-
reglu og opinberra starfsmanna
gætti þessarar skiptingar milli
senn á enda. „Fólk var yfirkomið
af þakklæti og létti þegar þeir
gripu í taumana og þurrkuðu upp
hryðjuverkastarfsemina. En al-
menningur hefur ekki langt
minni. Nú er fólk farið að muldra.
Það dæmir stjórnina rétt eins og
hverja aðra sem setið hefur við
stjórn hálft kjörtímabilið."
vinstri og hægri fylkinga. Margir
Tyrkir óttuðust, að landið stefndi
að valdaráni nýfasískra afla.
Það eina sem gæti komið í veg
fyrir að kosningar yrðu haustið
1983 — því að flestir eru sann-
færðir um að Evren vilji halda
heit sitt — er, að nýja stjórn-
Frá Istanbul, við höfnina.
Hugrökk, róleg
og þrjósk þjóð
Allar bollaleggingar 'um þjóð-
aratkvæði um setu ríkis-
stjórnarinnar eru í sjálfu
sér út í bláinn, því að það er alveg
ljóst, að Evren hershöfðingi hefur
ekki nokkur áform á prjónunum
um að kanna vinsældir sínar í
Tyrklandi (jafnvel þótt niðurstað-
an kynni að verða til þess að draga
niður í andstæðingum hans á
Vesturlöndum) fremur en Jaruz-
elski í Póllandi.
En þar með lýkur og því sem
hliðstætt má telja með Tyrklandi
og Póllandi, Jaruzelski hrifsaði
völdin þegar Pólverjar voru að
njóta smáræðis af pólitísku frelsi,
en þegar Evren kom til skjalanna
í Tyrklandi, voru skotárásir,
sprengingar og hryðjuverk dagleg-
ur viðburður og raunar meira en
það, undir lokin er talið að um 20
manns hafi látið lífið á hverjum
degi, ýmist vinstri eða hægri öfga-
menn.
Það er margra mat, að nánast
hver maður hafi á einn eða annan
Herforingjarnir
sæta sífellt
meiri gagnrýni