Morgunblaðið - 23.06.1982, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR
135. tbl. 69. árg.
MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1982
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
IATA-fundur í Genf:
Búizt við hækkuð-
um fargjöldum
yfir N-Atlantshaf
(ienf, 22. júní. Al\
FULLTRÚAR frá rúmlega 20
flugfélögum, sem fljúga á flug-
leiðinni yfir Norður-Atlantshaf,
komu saman til fjögurra daga
fundar á vegum alþjóðasam-
bands flugfélaga, IATA, í Genf
í dag. Almennt er búizt viö því
að á fundinum verði ákveðin
hækkun á vetrarfargjöldum yf-
ir Norður-Atlantshafið miðað
við síðasta vetur. John Brind-
ley talsmaður IATA sagði að
næsta öruggt væri að fargjöld
yrðu hærri á flugleiðinni á
komandi vetri en sl. vetur, en
hins vegar vissi enginn enn þá
hve mikil hækkunin yrði.
I febrúar sl. ákváðu
IATA-flugfélögin að hækka
sumarfargjöldin á Norður-
Atlantshafsflugleiðinni um
7—10%. Ekki er búizt við að
niðurstaða náist á fundinum
fyrr en á föstudag.
Að sögn Brindleys er ein
ástæða þess, að þörf er fyrir
hærri fargjöld sú, að elds-
London:
Verkfall í
neðanjarðar-
lestunum
London, 22. júní. Al\
Starfsmenn neðanjarðarlest-
anna í London lögðu að mestu
niður vinnu í dag, annan daginn í
röð, með þeim afleiðingum að
fjöldi manns sem daglega notar
lestirnar komst ekki leiðar sinn-
ar og gífurlegt umferðaröng-
þveiti myndaðist í borginni.
Að sögn talsmanns stjórnar
lestanna var aðeins haldið uppi
nokkurn veginn eðlilegri þjón-
ustu á einni leið lestanna, en
aðrar ferðir lágu ýmist niðri
eða voru farnar með mjög
óreglulegu millibili.
neytiskostnaður flugfélaga
hefur farið hækkandi með
auknum styrk Bandaríkja-
dollars miðað við Evrópu-
gjaldmiðla. Einnig hafa hinir
háu vextir í Bandaríkjunum
gert flugfélögunum erfitt
fyrir.
Akvarðanir IATA-fundar-
ins þurfa staðfestingu ríkis-
stjórna heimalanda flugfé-
laganna áður en þær taka
gildi.
Líbanon:
HAMINGJUSAMIR FORELDRAR — Díana prinsessa og Karl ríkisarfi Breta brosa blítt við
nýfæddum syni þeirra um leið og þau halda með hvítvoðunginn til hinna nýju heimkynna hans í
Kensington-höll. Prinsinn litli var ekki eins sólarhrings gamall þegar móðir hans og hann fóru heim af
spítalanum. Sjá „Sonurinn verður ekki jafn eyrnastór og ég“ á bls. 14.
Samið um vopnahlé eftir
mjög snarpa bardaga í gær
Heirul, Tel Aviv, Vt ashinglon, 22. júní. Al\
HART var barizt í nágrenni Beirut fratnan af degi í dag en síðari hluta
dags féllust ísraelsmenn á að gera vopnahlé fyrir tilmæli Philips Habibs,
sérlegs sendimanns Bandaríkjastjórnar í Miðausturlandadeilunni. Af
hálfu ísraelsmanna var sett það skilyrði fyrir vopnahléinu að Sýrlend-
ingar legðu einnig niður vopn sín.
Israelskar sprengjuþotur
gerðu í morgun harða hríð að
bækistöðvum Palestínumanna í
Vestur-Beirut í fyrsta sinn í
rúma viku. Að sögn líbanskra
yfirvalda og talsmanna Palest-
ínumanna var einnig hart barizt
í fjöllunum austan við borgina.
Alþjóðaflugvöllurinn í Beirut er
talinn háfa orðið fyrir skemmd-
um í loftárásum Israelsmanna.
Að sögn líbanska útvarpsins
gerðu ísraelsk herskip einnig
árásir á íbúðarhverfi í Beirut.
Mikið öryggisleysi er nú ríkj-
andi í Beirut, löggæzla er lítil
sem engin en vopnaðir hópar
óeinkennisklæddra manna eru á
ferð í borginni. Tveir menn biðu
bana og fjórir særðust þegar
sprengja sprakk í bíl nærri
Verdun-torgi í Beirut.
Áður en vopnahléð hófst í
kvöld gerðu ísraelskar skrið-
drekasveitir ítrekaðar tilraunir
til að ná á sitt vald um það bil 30
kílómetra kafla þjóðvegarins
milli Beirut og Damaskus í Sýr-
landi. Urðu mjög harðir bardag-
ar skammt austan við Beirut.
Sýrlenzkir hermenn og „sjálf-
boðaliðar" frá íran voru til
varnar við þjóðveginn. Er þetta
í fyrsta sinn sem liðsmennirnir
frá íran lenda í bardaga við
ísraelska herinn í Líbanon.
í tilkynningu stjórnarinnar í
Damaskus í dag sagði að Sýr-
lendingar myndu ekki draga
herafla sinn frá Líbanon fyrr en
Israelsmenn væru þaðan á burt
með allt sitt herlið og þá því
aðeins að rétt yfirvöld í Líbanon
óskuðu þess.
í viðræðum sem Menachem
Begin forsætisráðherra ísraels
Reynaldo Bignone verður
næsti forseti Argentínu
Borgaralegri stjórn komið á 1984?
Hucno.s Airc.s, 22. júní. AP.
ARGENTÍNSKI landherinn hefur krafizt þess að Reynaldo Bignone fvrrum
hershöfðingi verði næsti forseti landsins, að því er heimildir í Bucnos Aires
hermdu í dag. Sjóhcrinn hefur með hangandi hendi ákveðið að styðja
Bignone, en flugherinn hefur lýst fullri andstöðu við hann.
Að sögn heimildarmanna féllst
fulltrúi sjóhersins í herforingja-
stjórninni aðeins á kröfu land-
hersins til þess að koma í veg fyrir
algera stjórnarfarslega upplausn í
landinu. Sjóherinn mun hins veg-
ar fara að dæmi flughersins og
hætta afskiptum af stjórn lands-
ins og eftirláta hana alveg yfir-
mönnum landhersins.
Herforingjastjórnin í Buenos
Aires gaf í dag út tilkynningu þess
efnis, að borgaralegri stjórn yrði
komið á í landinu á nýjan leik á
árinu 1984. Er talið að með þessari
yfirlýsingu hafi yfirmenn land-
hersins komið nokkuð til móts við
sjóher og flugher, en yfirmenn þar
hafa verið talsmenn þess að flýta
frjálsum kosningum í landinu.
átti við Haig utanríkisráðherra
Bandaríkjanna í dag létu báðir
aðilar í ljós þá von að finna
megi langtímalausn á vanda-
málunum í Líbanon sem m.a.
fæli í sér að bæði Sýrlendingar
og ísraelsmenn drægju heri sína
til baka. Á fundi með frétta-
mönnum að viðræðunum lokn-
um sagðist Haig vongóður um
að eitthvað „jákvætt gerðist al-
veg á næstunni". Ekki kom fram
hver væri ástæða bjartsýni
utanríkisráðherrans.
Skotið á bandarísk
herskip við Víetnam
U ashiniílon, 22. júní. Al\
SKOTIÐ var á þrjú bandarísk
herskip á alþjóðlegri siglingaleið
utan við landhelgi Víetnams sl.
sunnudagskvöld, að því er banda-
ríski sjóherinn upplýsti í kvöld. Að
sögn talsmanns sjóhersins voru það
víetnamskir fiskihátar sem skutu á
skipin, þar sem þau voru á reglu-
bundinni siglingu frá Thailandi til
Filippseyja.
Að sögn talsmannsins höfðu
bandarísku herskipin ekki áreitt
víetnömsku bátana, þegar á þau
var hafin skothríð úr vélbyssum.
Eitt bandarísku skipanna, tund-
urspillirinn Turner Joy, sem kom
við sögu við upphaf átakanna í
Víetnam, varð fyrir skotum. Einn
Úrslit á
HM í gær
PRÍK leikir fóru fram í riðlakeppni
HM í ga>r. l'rslit urðu sem hér segir:
1. riðill:
Pólland — Perú 5—1
3. riðill:
Belgía — IJngverjaland 1—1
6. riðill:
Skotland — Sovétríkin 2—2
Þessi úrslit hafa í för með sér, að
Pólland, Belgía og Sovétríkin hafa
tryggt sér sæti i milliriðlum. í dag
fara fram leikir Ítalíu og Kamerún,
Argentínu og E1 Salvador og loks
Brasilíu og Nýja Sjálands.
maður um borð særðist, en þó ekki
alvarlega. Skothríðinni var svarað
með því að skotið var úr vélbyssu
fyrir ofan víetnömsku skipin og
var þá látið af skothríðinni.
Eftir að hafa greint nöfn og ein-
kenni fiskibátanna, héldu banda-
rísku skipin áfram siglingu sinni
til Filippseyja.
Þetta er í fyrsta skipti, sem
bandarísk skip verða fyrir skot-
árás við Suðaustur-Asíu síðan
ráðizt var á flutningaskipið Maya-
gues 1975.
Anderson og
Karpov efstir
SVÍNN Llf Anderson og Sovétmad-
urinn Anatoly Karpov urðu jafnir og
efstir á alþjóðlega skákmótinu í Tór-
ínó en því lauk í gær. Anderson
gerði jafntefli við Júgóslavann Lju-
bojevic, en Karpov þurfti lítið fyrir
sínum sigri að hafa; Robert Hiibner
er farinn frá Tórínó og Karpov var
dæmdur sigur í skákinni. Þeir Boris
Spassky og Lajos Portisch sömdu
um jafntefli í sinni skák.
Lokastaðan í mótinu varð:
1.— 2. Anderson, Karpov 7 v.
3.— 4. Ljubojevic og Portisch 6‘/4
v., Spassky 6 v.og Kavalek 5% v.
og Hiibner 3'/z v. Hann hlaut þá í
fyrri umferð mótsins og var eftir
þá umferð efstur ásamt Anderson.