Morgunblaðið - 23.06.1982, Blaðsíða 32
Síminn á afgreiðslunni er
83033
JXltJTjjamX>Iíiíiií>
Sími á ritstjórn og skrifstofu:
10100
\ JXlor£unliIaíní>
MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1982
Sovéskur aðstoðarráðherra kemur í næstu viku:
Sovétmenn vílja almennan
efiiahagssamning við Island
Aðeins er byrjað að slá austur
undir Eyjafjöllum og stutt í það að
menn byrji heyskapinn í Kjósinni og
í Mosfellssveit, sagði Jónas Jóns-
son, búnaðarmálastjóri, við Mbl. i
gær. Á þessari mynd er Guðrún
Egilsdóttir, Holtsseli í Hrafnagils-
hreppi, að spá í fyrstu nýslægjuna í
gær, en sláttur er nú almennt að
hefjast í Mið-Eyjafirði.
I.jósm. Mbl.: Sv.P.
— annars „þróist og aukist“
viðskipti landanna ekki
SOVÉSKI aðstoðarutanríkisviðskiptaráóherrann, Manzhulo, kemur
hingað til lands í næstu viku. Er ætlunin að undirrita almennan
efnahags- eða efnahagssamvinnusamning milli Islands og Sovétríkj-
anna, á meðan ráðherrann dvelst hér. Sögðu Sovétmenn, að það
myndi spilla fyrir því, að verslunarviðskipti landanna „þróuðust og
ykjust", ef þessi samningur yrði ekki gerður. Hefur 1‘órhallur As-
geirsson, ráðuneytisstjóri í viðskiptaráðuneytinu, eindregið mælt
með gerð samningsins og fengið til þess samþykki Tómasar Arna-
sonar, viðskiptaráðherra, og Olafs Jóhannessonar, utanríkisráð-
herra.
Þegar Morgunblaðið bar þessa
frétt undir Tómas Árnason, við-
skiptaráðherra, í gær, sagðist
hann vilja láta hafa það eitt eftir
sér, að þessi væntanlegi samning-
ur sé svipaður og Vestur-
Evrópuþjóðir, þar á meðal Norð-
urlönd, hafi haft við Sovétríkin
um árabil.
1953 var gerður viðskipta- og
greiðslusamningur milli Islands
og Sovétríkjanna og á grundvelli
hans hafa viðskipti iandanna ver-
ið stunduð síðan. Með sérstakri
bókun við þennan samning frá 31.
Anker Jörgen-
sen til Islands
Anker Jörgensen, forsætis-
ráðherra Dana, kemur í heim-
sókn til íslands dagana 23. —
26. ágúst n.k.
október 1975 var ákveðið, að allar
greiðslur samkvæmt honum
skyldu fara fram í frjáisum skipt-
anlegum gjaldeyri. Og 11. sept-
ember 1980 var enn gerð bókun við
samjiinginn frá 1953 um gagn-
kvæma vöruafgreiðslu frá íslandi
og Sovétríkjunum á árunun 1981
til 1985. Sá samningur sem Sov-
étmenn vilja nú gera er annars
eðlis en samningurinn frá 1953.
Hann er almennt orðaður og fjall-
ar um efnahagssamvinnu milli
fyrirtækja og stofnana í Sovét-
ríkjunum og á Islandi en ekki
verslunarviðskipti. Hann á að
gilda í 5 ár en er uppsegjanlegur.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins var Tómas Árnason,
viðskiptaráðherra, því upphaflega
andvígur, að efnahagssamningur-
inn yrði gerður en skipti síðan um
skoðun. Þegar samningsdrögin
voru send utanríkisráðuneytinu
neitaði Ólafur Jóhannesson i
fyrstu að ljá þeim lið sitt, en mun
síðar hafa snúist hugur.
Haraldur Kröyer.-sendiherra ís-
lands í Moskvu, var fyrir tæpum
tveimur vikum kallaður til við-
ræðna í sovéska utanríkisvið-
skiptaráðuneytinu. Var honum
gefið ótvírætt til kynna af sovésk-
um embættismönnum, að það
myndi spilla fyrir því, að viðskipti
þjóðanna „þróuðust og ykjust", ef
Islendingar samþykktu ekki
samninginn um efnahagssam-
vinnu. Þá gerði sendiherra Sovét-
ríkjanna á íslandi, Mikhail N.
Streltsov, sér sérstaka ferð í utan-
ríkisráðuneytið við Hverfisgötu 5g
ræddi við utanríkisráðherra Ólaf
Jóhannesson í tilefni af málaleit-
an Sovétstjórnarinnar.
Flugleiðir fara í mál við McDonald Douglas og American Airlines:
KreQast 678 millj-
óna kr. skaðabóta
vegna kyrrsetningar á DC-10 þotu félagsins á árinu 1979
FLUGLEIÐIR hafa höfðað mál
gegn McDonald I)ouglas-flug-
vélaverksmiðjunum og banda-
ríska flugfélaginu American Air-
lines, vegna þess tjóns sem félag-
ið varð fyrir, þegar DC-10 þota
þess var kyrrsett á sínum tima í
kjölfar þess, að vél sömu tegund-
ar frá bandaríska flugfélaginu
fórst við flugvöllinn í Chicago.
Flugleiðir gera kröfu um 60 millj-
Olíuskuldir útgerðarinnar um 200 millj. kr.:
Utgerðir í vanskilum verða
að greiða olíuna við pöntun
ÞEIR útgerðaraðilar, sem eru i van-
skilum við olíufélögin fá nú ekki
olíu afgreidda á skip sin, nema því
aðeins að þeir staðgreiði olíuna við
pöntun og greiði um leið áfallna van-
skilavexti af fyrri skuld. Olíufélögin
skrifuðu bréf til þeirra útgerðarað-
ila, sem eru í vanskilum, fyrir um
það bil 10 dögum og var þá skýrt frá
þessari ákvörðun félaganna. Oliu-
skuldir útgerðarinnar eru nú geysi-
háar og einn af viðmælendum Morg-
unblaðsins sagði i gærkvöldi, að þær
væru vart undir 200 milljónum
króna að meðtöldum þeim vanskila-
lánum, sem var skuldbreytt fyrir
rúmlega tveimur mánuðum.
í marz mánuði var byrjað að
skuldbreyta olíuskuldum margra
útgerðarfyrirtækja í fimm ára
lán. Að sögn talsmanns eins olíu-
félagsins, þá eru kjör á þessum
lánum það óhagstæð, að það er lít-
ið betra að skulda þau en að vera í
vanskilum við olíufélögin sjálf.
Bankarnir tóku vissan þátt í þess-
ari skuldbreytingu, en henni er
háttað þannig, að oliufélögin voru
látin ganga í sjálfskuldarábyrgð á
lánum viðskiptavina sinna, sem
þýðir að ef einhver útgerðarfyrir-
tæki borga ekki af þessum 5 ára
lánum, þá falia þau á olíufélögin.
Samkvæmt þeim upplýsingum,
sem Morgunblaðið hefur aflað sér,
þá voru útistandandi skuldir olíu-
félaganna orðnar það háar, að þær
voru að sliga starfsemi félaganna.
Viðmælandi Morgunblaðsins
sagði, að þess bæri að geta að olíu-
félögin hefðu ekki enn fengið þá
álagningarhækkun, sem þau
þyrftu, eða aðeins um helming
verðbólgu síðastliðins árs. Það
væri því ljóst, að olían ætti enn
eftir að hækka eitthvað á næst-
unni, bæði sökum þessa og vegna
stöðugs gengissigs.
ón dollara skaðabætur, eða sem
næst 678 milljónum íslenzkra
króna.
— Málið er þannig vaxið, að
við höfðum haft samvinnu við
Samband Evrópuflugfélaga um
málið, en það hefur ekkert
gengið. Auk þess höfðum við
nokkra sérstöðu, þar sem við
vorum með vélina skráða í
Bandaríkjunum. Það var því
tekin ákvörðun um að fara einir
í mál við þessa aðila, sagði Sig-
urður Helgason, forstjóri Flug-
leiða, í samtali við Mbl.
— Orsökin fyrir þessu er sú,
að afbrigðilegar aðferðir höfðu
verið notaðar við viðhald á
þessum vélum af American
Airlines, með vitund McDonald
Douglas. Það er síðan sannað,
að þessar afbrigðilegu aðferðir
Jeiddu til umrædds slyss á árinu
1979. Við fáum því ekki annað
séð en að þessir aðilar beri
ábyrgð á því mikla tjóni, sem
við urðum fyrir á sínum tíma,
sagði Sigurður Helgason enn-
fremur.
Það kom ennfremur fram hjá
Sigurði Helgasyni, að Flugleiðir
bera engan kostnað vegna þess-
arar málshöfðunar. — Samn-
ingarnir við lögmennina eru
þannig, að þeir fá aðeins
greiðslur, ef árangur verður af
málflutningnum. Spurningin er
því fyrst og fremst, að fá þá til
að taka málið að sér, sagði Sig-
urður Helgason ennfremur.
Flestir togarar farnir til veiða
ÞEIR artilar, sem sjávarútvegsráðhcrra fól aft gera tillögur um nýjan rekstrar-
grundvöll togaranna halda annan fund sinn í dag með samstarfsaðilum. Flestir
þeir togarar, sem lágu hundnir við bryggju sökum taprekstursins eru nú farnir á
ný til veiða.
Togarar ísbjarnarins fóru út í fyrrakvöld, Viðey, togari Hraðfrystistöðvar-
innar í Reykjavík, fór út í gær og sömuleiðis einn af togurum Bæjarútgerðar
Hafnarfjarðar. Hins vegar er með öllu óvíst hvenær tveir togarar Hrað-
frystihússins í Keflavík fara til veiða, en Dagstjarnan, togari Sjöstjörnunnar
h.f. er enn bundinn við bryggju vegna biiunar.
Forráðamenn togararanna, sem sendir voru til veiða í gær og í fyrradag,
segja, að ef ekki verði búið að gera einhverjar ráðstafanir, þegar skipin komi
til hafnar, geti þau ekki haldið á ný til veiða.
Enn eru um 800 manns atvinnulaus á Suðurnesjum og í Reykjavík og má
búast við, að þetta fólk fái ekki vinnu á ný fyrr en eftir um það bil vikutíma,
en þá eru togararnir væntanlegir til hafnar með afla.