Morgunblaðið - 23.06.1982, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ1982
29
vel^akaíÍdi
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 10—12
FRÁ MÁNUDEGI
Ö TtL FÖSTUDAGS
væri að vera. Hlupu þá drengirnir
hlæjandi í burtu.
Hvolpinn varð að aflífa vegna
meiðslanna, en u.þ.b. tuttugu mínút-
um eftir grjótkast drengjanna birtist
lögreglan. Hafði hún um það stór orð
að ónæði væri af hundinum og hann
yrði tekinn og aflífaður, ef eigandi
hans gerði það ekki sjálfur.
Eigandinn, sem er kona, reyndi að
malda í móinn, en guðirnir í svörtu
einkennisbúningunum sögðu þá að
þeir nenntu ekki að hlusta á neitt
þras.
Það kaldhæðnislega við þetta allt
saman var þó það, að faðir annars
drengsins er stóð að grjótkastinu, var
sá er hringdi í lögregluna út af gelti
og ýlfri. Þetta vitnaðist í samtölum
eiganda hvolpsins og föðurins, en þá
sagði faðirinn m.a. að það hefði verið
ólán að drengjunum skyldi ekki hafa
tekist að drepa hann alveg, eins og
hann orðaði það.
Með vinsemd og virðingu,
Kðvald Marvelsson.
Ingibjörg Þorgeirsdóttir
skrifar:
„Orð í
tíma tölud“
Ég er víst ein af þeim pólitísku
litleysingjum, sem hafa gaman af
að líta í fleiri blöð en aðeins
eitthvað eitt sérstakt. Daglega
vitjar Morgunblaðið mín með
sinni ágætu Lesbók um helgar. Þá
kemur Dagblaðið iðulega í heim-
sókn og Tímann rekur oft á fjörur
mínar og stundum jafnvel Þjóð-
viljann og Alþýðublaðið. Auðvitað
verður það næsta fátt og smátt,
sem ég fæ innbyrt af því óendan-
lega orðastreymi, sem mér berst
þannig upp í hendurnar. Þó nóg til
þess að ég hefi komist að þeirri
niðurstöðu að auk almennra frétta
hafi þau öll sitthvað að segja
okkur um landsins gagn og nauð-
synjar, þjóðlíf og menningu — já,
ómenninguna einnig.
í Tímanum 19. þ.m. renndi ég
augunum yfir grein eftir Oddnýju
Guðmundsdóttur er nefnist
Matsmenn gegn „góðu fólki". Eins
og mörgum mun kunnugt er
Oddný enginn viðvaningur í að
halda um penna, hefur skrifað at-
hyglisverðar sögubækur, einnig
margar greinar í blöð, sem fyrst
og fremst fjalla um það efni, sem
henni er mest hugleikið, sem er
menning okkar ásamt okkar
dýrmætasta menningararfi, móð-
urmálinu. Bera hennar eigin skrif
glögg einkenni þessa lifandi
áhuga, bæði orðaforðinn, sem er
ríkur og rammíslenskur, og mál-
farið rökfast og tíðum hnitmiðað.
Þau sýna einnig að hún er djarfyrt
og hreinskilin og ódeig að segja
meiningu sína þegar í hlut á tísku-
verndað siðleysi og ómenning.
Leynir sér ekki að hún er alvöru-
kona. En hún á einnig skopskyn,
sem nægir til þess að gera skrif
hennar að skemmtilegu lesmáli.
Aðurnefnd grein í Tímanum ber
glögg einkenni alls þessa.
SÍMASKRÁNA
íMíöarkópu!
Símaskráin er allsstaðar nauðsynleg. En eftir nokkra
notkun vill hún verða snjáð. Stundum rifna blöð úr
og þá geta skapast vandræði. Forðum því.
Hlífðarkápan frá Múlalundi er lausnin.
Endist ár eftir ár og er ódýr í þokkabót. g
Hafið samband við sölumann.
Múlalundur
Hátúni 10 C. Símar 38400 og 38401 - 105 Reykjavík
AT.TTAF A FIMMTUDOGUM
BROSTU!
MYNDASÖGURNAR
MORGUN
Vikuskammtur af skellihlátri
Tölvuskólinn
Skipholti 1
sími 25400
Tölvunámskeið
Byrjendanámskeið
Námskeiðin standa yfir í 2 vikur. Kennt er 2 stundir á
dag virka daga. Kl. 17.30—19.30 eða 20.00—22.00.
Viö kennsluna eru notaöar míkrótölvur af algengustu
gerö. Námsefniö er allt á íslensku og ætlaö byrjendum
sem ekki hafa komið nálægt tölvum áöur.
Á námskeiöunum er kennt m.a.:
Grundvallaratriöi forritunarmálslns BASIC.
Fjailaö er um uppbyggingu tölva, notkunarsvið og eig-
inleika hinna ýmsu geröa tölva.
Kynning á tölvukerfum, hugbúnaöi og vétbúnaöi, sem
notuö eru viö rekstur fyrirtækja.
Innritun í síma 25400
Það er skemmtilegt tilfelli og
spáir vonandi góðu að greinin
hennar Oddnýjar skyldi koma í
Tímanum á sjálfan kvennadaginn,
19. júní. Og við hinar uppvaxandl
ungu konur, sem öðrum fremur er
ætlað að skapa heilbrigt lífsmat
og siðmenningu næstu framtíðar,
vil ég segja þetta: Látið ekki
heimskulega tískustrauma villa
um fyrir ykkur hvað sé heilbrigt,
fagurt, satt og gott og gangið ekki
framhjá greininni hennar Oddnýj-
ar í Tímanum 19. júní sl.
Sjálf færi ég Oddnýju mínar
bestu þakkir fyrir athyglisverða
grein og orð í tíma töluð.
SIG6A V/QGÁ 8 ‘{iLVimt