Morgunblaðið - 23.06.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.06.1982, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1982 22_______________ Katrín Eyjólfs- dóttir — Minning Fædd 18. janúar 1891 Dáin 14. júní 1982 I dag er til moldar borin frá Fossvogskapellu Katrín Eyjólfs- dóttir, er andaðist á Elliheimilinu Grund 14. júní sl., 91 árs að aldri. Hún var fædd 18. janúar 1891 að Kirkjubóli í Hvítársíðu í Borgar- firði. Foreldrar hennar voru Guð- rún Brynjólfsdóttir frá Selalæk á Rangárvöllum og Eyjólfur And- résson frá Syðra-Langholti í Hrunamannahreppi. Foreldrar hennar fluttu ungir að árum upp í Borgarfjörð og hófu búskap á Kirkjubóli og eignuðust þau 5 börn. Eftir nokkurra ára búsetu á Kirkjubóli urðu foreldrar hennar að bregða búi vegna mikillar fá- tæktar og fara í húsmennsku, eins og það var kallað í þá daga, og fór Katrín að Hraunsási í Hálsasveit og dvaldi hún þar fram á ungl- ingsár. Um tvítugt fór hún í vist í Borg- arnesi til Ragnhildar og Jóns Björnssonar frá Svarfhóli, en það var umsvifamikið heimili á þeim tíma, þar sem Jón var bæði kaup- maður og póstmeistari. Þar lærði Katrín þá siðu sem allar ungar stúlkur vildu læra en fáar áttu kost á. Hún sagði mér það sjálf, að þar hefði hún lært það sem hefði komið sér hvað best á lífsleiðinni, stjórnsemi og aga. Eftir nokkur ár í Borgarnesi fór Katrín til Halldórs Vilhjálmsson- ar, skólastjóra Bændaskólans á Hvanneyri. Hún sagði mér eitt sinn frá dvöl sinni á Hvanneyri. Það kom glampi í augun, svipur hennar varð óráðin.„ Já, skólastjórahjónin voru góðar manneskjur, það get ég sagt þér, hann viidi að skólasveinar héldu sér að námi, hann var strangur og siðavandur. Það voru skemmtileg ár á Hvanneyri, því máttu trúa.“ Á Hvanneyri voru fyrstu þræðir í framtíðarvefnum ofnir. Þar sat á skólabekk ungur glæsilegur ey- firskur bóndasonur, Jón Ingi- marsson, er nam allar greinar bú- fræðinnar af svo miklu kappi, að hann tók hæsta próf sem tekið hafði verið frá Hvanneyrarskóla frá byrjun. Það met stóð í mörg ár eftir áð hann fór þaðan. Kynni Katrínar og Jóns Ingimarssonar á Hvanneyri varð sá hornsteinn sem líf þeirra, starf og framtíð grund- vallaðist á í gegnum áranna rás. Frá Hvanneyri fór Katrín að Síðumúla og var þar um tíma hjá Andrési bróður sínum, er þar bjó, en hann er nú einn eftir af þeim systkinum, 96 ára að aldri. Katrín og Jón voru gefin saman í hjónaband 16. nóvember 1919 og voru fyrsta veturinn í Reykjavík. Vorið 1920 flytja þau að Keldum í Mosfellssveit og hefja þar bú- skap. Það hefur vafalaust verið erfitt fyrir ung og eignalaus hjón að byrja bú sitt 1920. Engar vinnuvélar, aðeins orfið og ljárinn. Það hefur því mikið reynt á ráð- deild og stjórnsemi húsmóðurinn- ar á Keldum á þessum fyrstu búskaparárum. Á Keldum bjuggu þau í 5 ár og þar fæddust 4 elstu börn þeirra. Árið 1925 fluttu þau að Breið- holti og keypti Jón síðar hluta af jörðinni og var þá náð langþráðu takmarki sem þau höfðu sett sér við upphaf búskapar. 3 börn eign- uðust þau í Breiðholti og voru þá börnin orðin 7. Móðir Katrínar var hjá þeim þar til hún andaðist og ennfremur var Brynjólfur, bróðir Katrínar, hjá þeim í mörg ár, en hann hafði misst heilsuna ungur. Auk þess var oft hjá þeim vinnu- fólk ailt árið og var því heimilið stórt og engin nútíma þægindi. Var því í mörgu að snúast fyrir húsmóðurina. Þau hófu mikið ræktunarstarf á jörðinni og stækkuðu túnið mikið. Nú er risin mikil byggð á landareign jarðar- innar Breiðholts, en það eru öll Breiðholtshverfin. Árið 1936 selja þau sinn hluta í jörðinni og kaupa hús í Klepps- holti. Þar mun hafa ráðið mestu um að geta sett börnin í skóla. Þeim hjónum tókst með framsýni og dugnaði að koma öllum börnum sínum til mennta. Börn þeirra eru: Eyjólfur, kvæntur Guðrúnu Guðgeirsdóttur, Rannveig, gift Bergmundi Guð- laugssyni, Guðrún, ekkja Hinriks Haraldssonar, Ingimar Guðmund- ur, kvæntur Ester Eyjólfsdóttur, Aðalsteinn Valdimar, kvæntur Báru Vigfúsdóttur, Tómas, kvænt- ur Maggý Jóhannsdóttur og Svandís, gift Reymond Witch og eru þau búsett í London. Afkom- endur þeirra eru milli 50 og 60. Er þau fluttu frá Breiðholti gerðist Jón starfsmaður Grænmetisverslunar ríkisins og keyrði fyrstu árin út kartöflur í verslanir á hestvagni. Síðar gerð- ist hann starfsmaður Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins og starf- aði þar til dauðadags. 1940 keyptu þau íbúð á Spítala- stíg 5 og bjuggu þar til ársins 1964. 8. janúar það ár andaðist Jón, 69 ára að aldri, eftir 44 ára sambúð sem aldrei bar skugga á. Um það leyti fór Katrín að vinna raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar Fyrirtæki til sölu Til sölu Flutningafyrirtækiö Steinar og Jó- hann, Borgarnesi. Fyrirtækiö er í fullum rekstri. Eignir eru Scania 82, yfirbyggður árg. 1981, Scania 141, yfirbyggöur árg. 1978, aft- anívagn, yfirbyggður 10 tonna. Einnig fylgir leigusamningur á afgreiðsluhúsnæði í Borg- arnesi og stöðvarpláss hjá Vöruflutninga- miðstöðinni í Reykjavík. Allar nánari uppl. hjá Helga V. Jónssyni hrl., Suðurlandsbraut 18, síma 86533 og eftir kl. 5 í síma 50311. Q! ÚTBOÐ Tilboð óskast í frágang lóða ásamt smíði og uppsetningu leiktækja og girðinga vegna dagheimila við Bólstaðarhlíð og Bústaöar- veg. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri að Fríkirkjuvegi 3, gegn 3.000 kr. skilatrygg- ingu. Tilboð verða opnuð á sama staö fimmtudag- inn 1. júlí næstkomandi, kl. 14 eftir hádegi. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi ð — Simi 25800 Tilboð — útboð Tilboð óskast í lóðaframkvæmdir í Selja- hverfi, verkið fellst í: Viögerð á grasi, girð- ingu, merkingu á bílastæöum. Verklýsing liggur frammi hjá samtökum hús- félaga verkamannabústaða í Seljahverfi. Haf- steini Guðmundssyni, Stífluseli 12 og Reyni Jóhannessyni, Stífluseli 14. Tilboð sendist augld. Mbl. fyrir 5. júlí 1982 merkt: „L — 3126“. Réttur áskilinn til aö taka hvaöa tilboði sem er eöa hafna öllum. Framhaldsaöalfundur verður haldinn miövikudaginn 23. júní kl. 20.30 í Sjálfstæöishúsinu, Hamraborg 1. Dagskra: 1. Venjuleg aöalfundarstörf. 2. Tillaga stjórnar um inntökugjald. 3. Önnur mál. Stjórnln. fyggung, Kópavogi tilboö — útboö tilkynningar Söluskattur Viöurlög falla á söluskatt fyrir maímánuð 1982, hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 25. þ.m. Viöurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 2%, en síðan eru viöurlögin 4% til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. júlí. Fjármálaráðuneytið, 18. júní 1982. Hafnarfjörður — lóðaumsóknir Lóðum verður úthlutað á næstunni á Hval- eyrarholti. Um er aö ræöa lóðir fyrir raðhús, tvíbýlishús og parhús og veröa þær bygg- ingarhæfar í ágúst nk. Nánari uppl. veitir skrifstofa bæjarverkfræð- ings, Strandgötu 6. Umsóknum skal skilað á sama stað á eyðublööum sem þar fast, eigi síðar en 5. júlí nk. Bæjarverkfræöingur. bílar Mjög lítið ekinn Mercedes Beenz torfærubifreið til sölu. Bifreiðin er með dieselmótor, aflstýri, loftbremsum, loftbremsuúrtaki, bæöi að aft- an og framan, dekkjastærð 1400x20. Tilvalin bifreiö fyrir ferðaklúbba, verktaka í línuvinnu og í allan erfiðan akstur og vinnu. Upplýsingar veittar í vinnutíma í síma 82710 og utan vinnutíma í 14191. bátar — skip Bátur til sölu Höfum til sölu 26 lesta eikarbát, byggðan 1976 með 270 hestafla GM diselvél. Báturinn er vel búinn tækjum og til afhendingar fljót- lega. SKIP& FASTEIGNIR SKULAGOTU 63 - -S* 21735 & 21955 heimasími 36361. húsnæöi i boöi Iðnaðar- og verslunar- húsnæði til leigu í Skeifunni 9. Húsnæðið er 500 fm salur sem skipta má í smærri einingar. Lofthæö er 5,5 til 6 metrar og auðvelt að setja milligólf í hluta húsnæöisins, t.d. fyrir skrifstofur og lagera. Stór aðkeyrsluhurð og góðir sýn- ingargluggar. Næg bílastæði. Upplýsingar í síma 31880 á daginn og 39289 á kvöldin. til sölu Utgerðarmenn, skipasmíðastöðvar Til sölu i ágúst: 1. Alfa diesel 440 hö tvigengisvél, 4ra strokka meö skrúfuás og skrúfu og framlengingu fyrir spil. 2. Lister-ljósavél, 36 hö, 3 strokka. 3. Rafall, 10 kw, meó spennustilli, 110 volt. 4. Alternator, 16 kw, með spennustilli. 110 volt. 5. Nýr blásari í vélarúm. Mótor 110 volt. 6. Frystibúnað fyrir matvælafrysti og kæli. Mótor 110 volt. 7. Lágþrýstitogspil, 7 tonna línuspil, 2,5 tonna bómusvingari og dæla. 8. Ljóskastarl, 1500 w, 2ja ára. 9. 110 volta mótorar. 10. Ýmsar dælur. 11. Radar, Atlas 65,64 mílur.. 12. Loran, Nort star 4000. 13. Sjálfstýring, Robertson. 14. Simrad-örbylgjutalstöö. 15. SSB-talstöð, 200 w, Sailor. Ný. 16. Hleðslutæki, 110 volt, 24 volt, nýtt. 17. Rafmagnsofnar, 110volt. 18. Hvalbakur úr áli af 110 tonna bátl. 19. Mastur úr áli. 20. Atlas-dýptarmælir með fisksjá. 21. Simrad-astik, litiö. 22. Ankeri. 23. Olíueldavél. 24. Reknetahristari. Véltak. 25. Vinnuljós. 26. Kompás. 27. Stýrisvél. Þetta er til sölu allt í einu lagi eöa hvert stykki fyrir sig. Upplýsingar í sima 33235 og 97-8136. Geymiö auglýsinguna. Það er aldrei aö vita hvenær eitthvaö vantar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.