Morgunblaðið - 25.06.1982, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 25.06.1982, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 1982 49 fclk í fréttum Lífíð brosir aftur við Birni Borg og Mariönu konu hans + Síðasta ár var erfitt ár fyrir tennisstjörnuna Björn Borg og Maríönu konu hans. Björn tapaði í Wimbledon- og Flushing Meadow- keppnununuog Maríana var mikið veik af nýrnasteinum. I nóvember var hún svo skor- in upp í Stokkhólmi og gekk uppskurðurinn mjög vel. Maríana fékk aftur heilsu sína og Björn Borg tók aftur gleði sína. Björn er nú bjartsýnn á framtíðina og hefur í hyggju að vinna aftur sína fyrri stöðu í tennisheim- inum. Þau segjast nú stefna að því að eignast barn. Björn og Maríana hala aldrei veriö ástfangnari. Langarí kvikmynda- leik aftur Grace, furstynja af Mónakó, vill fara að leika í kvikmyndum aftur, það eina sem heldur aft- ur af henni er að hún er hrædd um að það gæti haft slæm áhrif á dætur hennar, Karólínu og Stefaníu. Þótt hún hafi verið furstynja af Mónakó í u.þ.b. 25 ár, þá hefur Grace aldrei getað fyllilega losnaö við kvikmynda- bakteríuna úr blóðinu. Og þótt að Karólína prinsessa virðist nú vera að róast er Stefanía prinsessa, yngri dóttir Grace, orðin ennþá villtari en Karó- lína nokkurn tíma var og Grace er hrædd um, að ef hún myndi dvelja langdvölum í burtu frá dætrum sínum þá myndi hún missa þau áhrif sem hún hefur á þær. Síðastliðið ár lék Grace prinsessa sjálfa sig í sjón- varpsleikriti um blómahátíðina í Mónakó og er það í fyrsta sinn sem hún leikur í kvikmynd síð- an hún varð furstynja af Món- akó. Náinn vinur Grace furst- ynju segir, að Grace hafi sóst eftir að leika sjálfa sig í þessari kvikmynd og síðan leyft með Grace furstynja af Mónakó. Prinsessa Stefanía er órólegri. glöðu geði að myndin væri seld til Bandaríkjanna. Hún bíður nú í ofvæni eftir því hvaða mót- tökur myndin fær þar og hún vonast eftir því að geta hafið aftur kvikmyndaleik í fram- haldi af þessari mynd. En aöaláhyggjuefni Grace í þessu sambandi eru dætur hennar. Hún veit vel að þær eru báðar veikar fyrir kvik- myndaheiminum. Karólína er á kafi í ástarævintýri með syni Ingrid Bergmann, Roberto Rosselini, og Stefanía og Paul Belmondo, sonur Jean Paul Belmondo, eru óaðskiljanleg. Grace reynir af fremsta megni að koma í veg fyrir vináttu þeirra Stefaníu og Paul Bel- mondo og hún er hrædd um að ef hún færi að leika í kvik- myndum myndi það hafa þau áhrif að Stefanía sleppti gjör- samlega fram af sér beislinu. Stefanía hefur valdið móður sinni miklu hugarangri upp á síðkastið. Hún var rekin úr mjög fínum einkaskóla fyrir stúlkur í París, eftir að hafa aðeins verið þar í tvo daga, sök- um slæmrar hegðunar. Hún stundar diskótekin í París, drekkur mikinn bjór, keyrir um á mótorhjóli og gengur oft um með útvarp á fullu á götum úti. Karólína aftur á móti virðist vera að róast og Grace er að vona að hún giftist Roberto Rosselini og lifi rólegu fjöl- skyldulífi í Mónakó eftir það. Grace er líka hrædd um að ef hún fari að leika í kvikmyndum aftur muni það eyðileggja fyrir Karólínu, sem reynir nú af fremsta megni að draga sig út úr sviðsljósinu. GEísiP FLYMO GLE-S Fljúgandi furðuhlutur eða hvað? 1. Flymo GLE-S er lauflétt loftpúðasláttuvél búin 1400w rafmótor (fæst einnig með bensínmótor). 2. Flymo GLE-S slær í allar áttir undir þinni stjóm, jafnt hávaxið gras sem lágvaxið, blautt eða þurrt. 3. Flymo GLE-S slær kanta og toppa milli garðhellnanna eins og ekkert sé og smýgur undir runna og tré án þess að skiJja eftir sig sár. 4. Flymo GLE-S er jafn auðveld í garðinum eins og ryksuga innan dyra því hún er með rafmagnstengingu sem hægt er að fram- lengja. 5. Flymo GLE-S er öflugasta rafmagnssláttuvélin á markaðnum. 6. Flymo GLE-S tekur sama og ekkert pláss í geymslunni því þú leggur handfangið alveg saman. 7. Flymo GLE-S hefur marga fleiri kostir.Líttu inn í verslun okkar að Nýbýlavegi 6 og kynntu þér þá. SÉRTILBOÐ Við tökum gaznla Flymo sláttuvól sem 20% greiðslu upp í nýja Flymo GLE-S 1400 w sláttuvél. FLYMO - Er það nokkur spurning? /V^<S BYGGINGAVÖRUVERZLUN byko KÓPAVOGS SF NÝBÝLAVEGI 6 SÍMI 41000 EFÞAÐER FRÉTT- NÆMTÞÁER ÞAÐÍ MORGUNBLAÐENU AUGLYSINGA- SÍMINN ER: 22480

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.