Morgunblaðið - 30.06.1982, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 30.06.1982, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1982 37 ÁR ALDRAÐRA — ÞÓRIR S. GUÐBERGSSON VERND — VIRKNI — VELLIÐAN Aldraðir og atvinna Maður nokkur á níræðisaldri var eitt sinn spurður að því í einu af dagblöðum Reykjavíkur hvað hefði haft mest áhrif á hann á efri árum. Hann svaraði: „Mesta áfallið sem ég hef fengið á ævinni var þegar ég varð að hætta að vinna og hafði bókstaf- lega ekkert að gera.“ Margir geta sjálfsagt tekið í sama streng og þessi aldni mað- ur. En þó fer það gjarnan eftir efnum og aðstæðum hverju sinni hversu erfitt það reynist fólki að „hætta að vinna". Sumum er sagt upp með litlum fyrirvara og eru þá lítt undir það búnir, aðrir fá smám saman að minnka við sig vinnu eftir þreki og löngun og enn aðrir hafa aðstöðu til þess að dunda sér heima við eftir að launavinnu lýkur og þá jafn- vei við verkefni sem þeir hafa lengi þráð að geta helgað sig. Þannig verður þessi breyting misjöfn eftir aðstæðum og ein- staklingum. Margir aldraðir stunda launavinnu utan heimilis í ýtarlegri og greinargóðri könnun, sem Jón Björnsson, sál- fræðingur, gerði fyrir Félags- málaráð Reykjavíkur á árunum 1974—75 um atvinnumál aldr- aðra kom í ljós að margir al- draðir stunda launavinnu utan heimilis, jafnvel á háum aldri. Könnunin leiddi m.a. í ljós, að í aldursflokknum 60—69 ára stunduðu 74% vinnu, í aldurs- flokknum 70—79 ára stunduðu 28% vinnu, í aldursflokknum 80 ára og eldri stunduðu 18% vinnu. Þrátt fyrir þá staðreynd, að ellilífeyrismörk hérlendis eru hærri en víðast hvar annars staðar í nágrannalöndum okkar er atvinnuþátttaka aldraðra mun meiri hérlendis en þar. í ofannefndri könnun kom einnig í ljós að það heyrir frem- ur til undantekningar ef fólk hættir alveg vinnu um 67 ára aldur þrátt fyrir þá staðreynd að heilsa margra er brostin miklu Margir aldraðir hætta launavinnu af illri nauðsyn fyrr. Þá ritar Jón Björnsson í timarit um sveitarstjórnarmál: „Þá kom það fram í áðurnefndri könnun að flestir virðast hætta að stunda launavinnu af „illri nauðsyn" en ekki samkvæmt eig- in ósk. Eldra fólk heldur i vinn- una dauðahaldi af ýmsum ástæðum. Bætur almannatrygginga duga ekki til lífsframfæris nema við bestu aðstæður svo margt eldra fólk er beinlínis nauðbeygt til þess að halda í nokkrar vinnutekjur. Tekjuskattur knýr marga til þess að halda áfram vinnu. Ýmsar félagslegar og sálrænar ástæður eru þó síst léttvægari en hinar fjárhags- legu. Eldra fólki, sem vissulega er af mjög vinnusamri kynslóð, sem lítið hefur þekkt til tóm- stunda, finnst að drjúgur hluti manngildisins felist í þvi að geta séð fyrir sér sjálfur og vera ekki upp á aðra kominn. Margir ótt- ast einangrunina þegar látið er af vinnu o.s.frv., sakna vinnu- félaganna, tilbreytingarinnar og þeirrar lífsfyllingar sem vinnan gaf.“ Á efri árum eiga margir þess engan kost að skipta um vinnu eða að endurhæfa sig til nýrrar. Verða nefndir hér fáeinir þættir, sem lítill gaumur hefur verið gefinn hér á landi fram til þessa og styðjast við áðurnefnda könn- un: 1. Auðvelda þarf öldruðum að skipta um vinnu og taka að sér verkefni sem krefjast ekki eins mikillar snerpu og álags sem fyrr. 2. Gera þarf öldruðum kleift að minnka við sig vinnu smám saman með sameiginlegu átaki atvinnurekenda, sveitarfélaga og yfirvalda. 3- Leggja þarf áherslu á endurmenntun og endurhæfingu á fullorðinsárum. 4. Minni munur þyrfti að vera á lífeyri frá Tryggingarstofnun ríkisins og raunverulegum at- vinnutekjum og meiri sveigjan- leiki í töku lífeyris. 5. Hefja þarf markvisst starf að undirbúningi elliáranna með útgáfu rita, bæklinga, nám- skeiða og hvers kyns upplýs- ingastarfsemi. rai^TTsm BETA ER BETRA afjcct *mc nmu« M ! ! M ! TDAYS/ 1PROORAM coutn* EE:30 VIOEO CASSETTE RECOROER VBS-7500 4 —-r >**•> ^ «na «n> •« -—— rrmzx 'U ccc Verð VBS-7000 12.800- VBS -7500 14.450- VBS -9000 18.350- Beta ra LAGMULA 7 REYKJAVÍK SÍMI 85333 SJÓNVARPSBÚDIN m BETA MYNDBANDALEIGAN | Barónstig 3, við hliðina á Hafnarbíó Opnar næstu daga. Geysilegt úrval af 1. flokks efni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.