Morgunblaðið - 30.06.1982, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.06.1982, Blaðsíða 16
48 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ1982 Fyrir einu ári var haft á orði, að við samninga- umleitanir gaetí reynst hættulegt að taka einn málaflokk út úr og einblína á hann. Þá voru tengsl lykilorðið. Sam- kvæmt þeim skilningi yrði eftirlit með vopnaframleiðslu að fylgja í kjölfar aukins hernaðarmáttar, og það haft stöðugt víðfeðmara. Fundir æðstu manna stórveldanna skyldu vandlega undirbúnir og Sovétmönnum veitt viss viður- kenning fyrir sýnda hófsemi í utanríkisstefnu sinni. Öllum þessum grundvallaratrið- um hefur nú verið kastað fyrir róða, úr því að samningaumleitun- um æðstu manna stórveldanna var fram haldið, á meðan fyrstu frelsisneistarnir í Póllandi voru kæfðir. Sérhver ríkisstjórn lærir vitan- iega af reynslunni, en með því að taka svo hvatvíslega kúvendingu í utanríkisstefnu sinni, sérstaklega mitt í viðkvæmum deilumálum, eykur stjórnin líkurnar á að vera álitin felmtri slegin, grefur þannig undan trausti sínu erlendis og dregur um leið kjarkinn úr vel- unnurum sinum heima fyrir. Vert er að benda á, að margt í pólitískum röksemdafærslum Reagan-stjórnarinnar framan af, var að ýmsu leyti vissrar athygli vert. Það er ofur auðvelt að gera lítið úr tengslum milli málaflokka — að sýna fram á, að ekkert muni nokkurn tíma gerast, ef allt er lát- ið tengjast hvað öðru. En listin við að skapa sérstakan stjórnstil er sú, að bera skynbragð á blæbrigði. Ef Sovétmönnum er látið hald- ast uppi að taka einstaka þætti samningaumleitana út úr — svo sem eftirlit með vopnaframleiðslu til dæmis — án tillits til fram- gangsmáta þeirra á alþjóðavett- vangi, þá er verið að leggja þeim tæki upp í hendurnar til að hafa stjórn á þeirri spennu, sem þeir sjálfir eru valdir að, og þeim yrði þannig veitt einskonar aflausn fyrir árásargirni sína. Þeir sem hafa trú á þýðingu við- ræðna milli austurs og vesturs ættu alveg sérstaklega að gæta þess, að venjuleg stjórnmálaleg samskipti fari ekki að taka á sig mynd sálfræðilegra hernaðar- átaka, heldur að viðræður fari fram í einlægni og að skuldbind- ingar séu gagnvirkar. Slökunarstefna er ekki það sama og undanlátsstefna. Sú póli- tíska stefna, sem hefur friðsam- lega sambúð ríkja að markmiði, má ekki sigla í strand vegna ósveigjanleika annars aðilans. Ég álít, að það hefði, þegar allt kemur til alls, verið mjög hallkvæmt fyrir frekari samningaumleitanir milli Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna, ef Bandaríkin hefðu þegar í upphafi ófremdarástandsins í Póllandi, lýst yfir frestun á öllum frekari samningaviðræðum hátt- settra embættismanna við full- trúa Sovétríkjanna, þar til herlög hefðu verið numin úr gildi í Pól- landi, leiðtogum hinnar pólsku Samstöðu sleppt úr haldi og her- foringjarnir hafið viðræður við pólska kirkjuleiðtoga og við hin frjálsu verkalýðssamtök í ein- hverri mynd. Bandaríkjastjórn hefur stund- um haldið uppi harðri og tvíræðri stefnu í samskiptum sínum við Austur-Evrópu á tímum, sem hafa talist fremur átakalitlir í alþjóða stjórnmálum. Á hinn bóginn hefur stjórn okkar, að því er virðist, stundum verið einum um of áköf í að leita eftir samkomulagi ein- mitt, þegar andstæðingar okkar hafa beinlínis skorað okkur á hólm. Ef þessari afstöðu til utan- ríkismála væri snúið alveg við, myndi það efla friðarhorfur að miklum mun. Ástæðurnar til þess, að málum er svo komið eins og reyndin er núna, er hægt að rekja mörg ár aftur í tímann. Reagan forseti og hjálparlið hans tóku það orðspor að erfðum, að Bandaríkjastjórn væri helzti gjörn á kúvendingar í utanríkispólitík sinni, án þess að ráðgast nægilega áður við banda- menn sína, og einnig að til upp- Reagan forseti á fundi með öryggisráðgjöfum sínum. HENRY A. KISSINGER: Samhæfða steftiu fyrst og fremst þota gæti komið innan forystuliðs Bandaríkjanna, svo og í pólitískri stefnumörkun þeirra. Þetta er að miklu leyti skýring- in á því, hvers vegna ríki Evrópu flýta sér orðið hægt við að fylgja pólitísku fordæmi Ameríku. Én hver svo sem ástæðan fyrir þessu reyndist, þegar öll kurl eru komin til grafar, þá ættu bandarísk stjórnvöld núna að gripa tækifær- ið, som óheillaástandið í Póllandi býður upp á, til að læra af því, til þess að endurskoða allan sinn pólitíska framgangsmáta og skilgreina markmið sín að nýju. Að því er Atlantshafsbandalag- ið varðar, virðist mér eftirfarandi verkefni krefjast skjótari úrlausn- ar en öll önnur. 1. Öryggishugtak Aðalvandkvæðin á samskiptum okkar Bandaríkjamanna við bandamenn okkar, svo sem ber- lega hafa komið í ljós í hinni póli- tísku kreppu Póllands, snerta ekki svo mjög tilhögun þessara sam- skipta, heldur tengjast þessi vand- kvæði hinum mjög svo mismun- andi grundvallarsjónarmiðum — það er ekki svo að skilja, að innan Atlantshafsbandalagsins séu ekki höfð nægileg samráð, heldur fremur hitt, að við erum nokkuð óvissir um sjálfan tilgang þess að bera saman bækur okkar innan bandalagsins. Bandalagið skortir með öllu fræðilega stefnumörkun varðandi öryggismál, þar sem á raunsæan hátt væri tekið tillit til vaxandi birgða kjarnorkuvopna, bæði í Austur-Evrópu og á Vesturlönd- um, svo og til þeirrar aukningar, sem orðið hefur á hernaðarmætti Sovétríkjanna í hefðbundnum vopnabúnaði. Áður fyrr fólu hernaðarbanda- lög í sér samstilltan styrk, en Atl- antshafsbandalaginu hefur hins vegar allt of lengi verið beitt eins og Bandaríkjamenn einir ættu að ábyrgjast kjarnorkuvopnamátt bandalagsins. Þetta heldur svona áfram, enda þótt þær ógnir, sem hljóta að leiða af kjarnorkustríði, hafi nú þegar valdið straumhvörf- um í skoðunum manna á styrjald- arrekstri. Frá örófi alda hefur uppgjöf verið álitin verri kostur en vopnað viðnám, en hörmulegar afleiðingar kjarnorkustríðs hafa snúið áliti manna á þessum hug- myndaferli algjörlega við. í þeirra augum virðist ekkert vera verra en hið brennandi víti kjarnorku- styrjaldar. Afleiðing þessa er sambland af hlutleysistefnu og friðarhreyf- ingu: Álitið er, að Ameríka eigi einskis annars úrkosta en að verja Evrópu, en Evrópubúar telja á hinn bóginn, að þeir taki enga áhættu við að hafa i frammi póli- tískt andóf gegn Bandaríkjunum. Reyndar verður það að teljast rökrétt afleiðing pólitískra kenni- setninga Evrópumanna varðandi kjarnorkustyrjöld að viðhafa sinnuleysi í varnarmálum og veita um leið ráðstöfunum Bandaríkja- manna mótspyrnu eins og til dæmis þegar staðsetja átti kjarn- orkueldflaugar á evrópskri grund. Þetta mun fyrr eða síðar leiða til stórkostlegs voða. Ef við erum staðráðin í að komast hjá kjarn- orkustyrjöld, en óskum þó ekki eftir að gefast upp fyrir hinum miskunnarlausa mótaðila, þá verður Atlantshafsbandalagið að efla þann herstyrk sinn, sem bú- inn er hefðbundnum vopnum. Annarra kosta er ekki völ. En beggja vegna Atlantshafsins er engin ráðgerð þar að lútandi sjá- anleg. 2. Samskipti austurs og vesturs Atburðirnir í Póllandi eru mikil þolraun fyrir samskipti austurs og vesturs, og það ekki einvörðungu vegna hins hrottalega brots á Helsinki-samkomulaginu. Það er framar öllu vegna þess, hversu ljóslega þessir atburðir sýna okkur þær hugmyndir, sem Sovét- menn gera sér um öryggismál sín. Það má kalla eðlilegt, að Sovétrík- in leitist við að tryggja öryggi sitt gegn fjandsamlegri hernaðarógn- un í löndum, er liggja að ríki þeirra; en það er allt annað mál, þegar þetta öryggi er látið jafn- gilda þeim rétti að koma upp heilu belti af leppríkjum umhverfis Sovétríkin, leppríki sem verða, er á það reynir, að þola Sovétvaldinu þann yfirgang að koma á laggirn- ar algjörri einræðisstjórn yfir þjóðum, sem eru slíku stjórnarfari andsnúnar að yfirgnæfandi meiri- hluta. Við getum að vissu marki skilið herfræðileg sjónarmið Sovétríkj- anna; hins vegar hljótum við að hamla gegn þeirri kröfu Moskvu- valdsins, að þeir hafi rétt á stöð- ugri íhlutun í málefni nágranna- ríkja sinna. Alveg sérstaklega for- kastanlegt er það fáránlega yfir- varp, að Rauði herinn sé eins kon- ar trygging fyrir því, að hin sögu- lega þróun geti ekki snúist við; — að einmitt Rauði herinn sé sjálf meginstoð þeirrar reglu, að það sem sé orðið kommúnískt yfir- ráðasvæði hljóti að verða til eilífð- ar, en það sem á hinn bóginn lúti ekki kommúnistum, sé þeim frjálst athafnasvæði til mold- vörpustarfsemi eða til enn verri athafna. 3. Markmið samn- ingaumleitana við Sovétríkin Spurningin um það, hvort leita beri eftir samkomulagi við and- stæðinga okkar eða ekki, er því miður orðin deiluefni og upp- spretta misklíðar ríkja á milli inn- an bandalagsins. Þetta veikir stöðu okkar í fjórum atriðum. Á tímum, sem teljast fremur frið- samlegir í heimpólitíkinni gefst Sovétríkjunum kostur á að koma fram á sjónarsviðið sem friðar- postuli. Þegar við svo að lokum göngum að samningaborðinu, lítur það út eins og Bandaríkjamenn geri það vegna þrýstings bæði frá bandamönnum sínum og frá Sov- étríkjunum, fremur en af eigin frumkvæði. Til þess að vekja bona fides (traust og tiltrú) á okkar málstað, látum við Bandaríkja- menn freistast til að taka afstöðu til ýmissa mála, sem eftir á virð- ast svo vera (og eru stundum) í algjörri mótsetningu hvað við annað; en þetta vekur aftur efa- semdir um röggsemi okkar í ákvörðunum. Og þegar við höfum á annað borð hafið viðræðurnar, tekur sjálf afstaðan til samninga- umleitananna að fá á sig þann svip, að umleitanirnar séu í sjálfu sér aðalmarkmiðið, sama um hvað þær í rauninni snúist. Það verður að koma á jafnvægi milli málsvarnar okkar og bar- áttuaðferða. Við þörfnumst póli- tískrar stefnuskrár, sem forðar okkur frá að lenda í þeirri sjálf- heldu að leggja baráttuna fyrir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.