Morgunblaðið - 30.06.1982, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.06.1982, Blaðsíða 14
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ1982 Unglingareglu- og stórstúkuþing Hilmar Jónsson endurkjörinn stórtemplar l'nglingaroglu- og Stórstúkuþing var haldið dagana 10.—13. júní. A Unglingaregluþinginu var kynnt Cræðsluverkefni sem Unglingareglan gefur út um ifengi og önnur vímu- efni fyrir tíu ára nemendur í grunnskólum landsins. Nú er starfandi 31 barnastúka á landinu með 2500 félögum. Stór- gæslumaður Ilnglingareglunnar var endurkjörinn Kristinn Vilhjálmsson, en aðrir i stjórn eru: Sigrún Oddsdóttir, Arnfinnur Arnfinnsson, Árni Norðfjörð og Karl Helgason. Á Stórstúkuþinginu kom fram mikil ánægja með samstarf 35 fé- laga og stofnana að áfengisvörn- um, en þetta samstarf hefur verið nefnt „Átak gegn áfengi og öðrum fíkniefnum" og hófst árið 1980. Menntamálaráðherra, Ingvar Gíslason, þakkaði á þinginu Góð- templarareglunni mikil og góð störf í þágu uppeldis- og menning- armála í landinu. 1984 verður Góðtemplarareglan á Islandi hundrað ára og af því tilefni verður haldin hér alþjóðleg menningarráðstefna IOGT. Á þinginu var Hilmar Jónsson endurkjörinn stórtemplar, en aðr- ir í framkvæmdanefnd eru: stór- kanslari: séra Björn Jónsson; stór- varatemplar: Bryndís Þórarins- dóttir; stórritari: Sigurgeir Þor- grímsson; stórgjaldkeri: Arn- finnur Arnfinnsson; stórgæslu- maður unglingastarfs: Kristinn Vilhjálmsson; stórgæslumaður ungmennastarfs: Guðlaugur Sig- mundsson; stórkapelán: Guðbjörg Sigvaldadóttir; stórgæslumaður löggjafarstarfs: Olafur Jónsson; stórfræðslustjóri: Björn Eiríks- son; stórfregnritari: Árni Valur Viggósson; og fyrrverandi stór- templar: Sveinn Kristjánsson. Meðal þeirra tillagna, sem sam- þykktar voru, má nefna: 1. Stórstúkuþing 1982 vekur enn á ný athygli á áskorun um áfeng- ismál sem Alþjóðaheilbrigð- isstofnun SÞ (WHO) beinir til aðildarþjóðanna. Þar er bent á nauðsyn þess að setja reglur er dregið geti úr heildarneyslu áfengis, svo sem að fækka dreifingarstöðum áfengis og halda áfengisverði háu, auk þess að beita innflutningshöml- um. Heitir þingið á stjórnvöld að taka þessa ábendingu til greina. 2. Þingið er mótfallið því að sífellt skuli fjölgað áfengisútsölum og vínveitingaleyfum. 3. Þingið leggur áherslu á að kom- ið verði á skipulegri kennslu fyrir væntanlega presta, lækna, félagsráðgjafa og kennara í æðri menntastofnunum sem geri þá færa um að leiðbeina öðrum um hættu af neyslu vímuefna. Norólenskir fulltrúar á Unglingaregluþingi. 4. Stórstúkuþingið leggur áherslu á gildi bindindisstarfs meðal barna og unglinga og vekur at- hygli á að barnastúkur hafa sérstöðu og eru einar um skipu- lagt viðnám gegn tóbaks- reykingum og vímuefnaneyslu meðal barna. Væntir þingið þess að almenningur muni á næstu tímum vakna til liðsinnis við bindindisstarfið meðal barna og unglinga á ýmsan hátt. Jafnframt því er áhersla lögð á samræmt æskulýðsstarf bindindishreyfingarinnar. Nokkrir fulltrúar i llnglingaregluþingi. Sigrún Oddsdóttir tekur vió verólaunum frá Kristni Vilhjálmssyni stórgæslu- manni fyrir barnastúkuna Sióaemd í GaróL Vió háboróió: Sr. Björn Jónsson frá Akranesi, Hilmar Jónsson frá Kefiavík og Kristinn Vilhjálmsson frá Reykjavík. Eí skal rasa um ráð fram Tilbreytingin og skemmtunin er ólíkt meiri sé fjárhagurinn traustur heima fyrir. Pjónusta ráðgjafans í Útvegsbankanum stendur ö41um viðskiptamönnum hans til boða; og hún veitist þeim ókeypis. Æ"'' w Nánari upplýsingar á öllum afgreiðslustöðum bankans ÚWEGSBANKINN Einmitt bankinn fyrir þig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.