Morgunblaðið - 30.06.1982, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.06.1982, Blaðsíða 10
4 2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. JUNÍ 1982 Líffræðileg skilyrði S sköpunargáfunnar I Eftir Árna Blandon Eins og við vitum eru heilahvel- in í okkur tvö. Milli þeirra er miðl- unarstöð (corpus callossum) sem er ek. símstök eða boðleið milli heilahvelanna. I u.þ.b. heila öld hafa menn vit- að að vinstra heilahvelið sér um málfærni mannsins. En það er ekki fyrr en á tveim síðustu ára- tugum sem mönnum hefur tekist að skilja hvernig heilahvelin skipta með sér verkum. Upp úr 1960 gerðu Roger Sperry (sálfræðingur, nóbelsverðl. 1981) og nemendur hans hinar sögulegu tilraunir, sem kallaðar hafa verið split-brain (heilaklofa-) tilraunir. Þá eru rofin tengslin milli heila- hvelanna. Þá kemur í ljós að hvort heilahvei um sig hefur sína sér- hæfðu starfsemi: Heilahvelin „hugsa“ á ólíkan hátt. Vinstra heilahvelið hugsar með orðum, hægra heilahvelið í ek. tilfinn- ingabundnum myndum. Vinstri heilinn sér um málið og rökhugs- unina, hægri heilinn greinir mun á andlitum og hjálpar til við að raða pússluspilum, sem vinstri heilinn gæti alls ekki ráðið við. Upp úr 1940 var farið að tíðka það að lækna flogaveikt fólk með þvi að skera á boðleiðina milli heilahvelanna. Þetta gerir það að verkum að heilahvelin geta ekki talað saman og starfa þvi sjálf- stætt og óháð hvort öðru. Hægra hvelið er stundum kallað mállausa hvelið, þar sem málinu er stjórnað úr vinstra hvelinu og ef hægra hvelið vill tjá sig í orðum verður það að láta vinstra hvelið túlka sig, og vinstra hvelinu er í lófa lagið að ritskoða hvað sem er, sem kemur úr hægra heilahvelinu. Ekki er ólíkt að það geri það mjög oft því gildismat þessara tveggja heilahvela er ákaflega ólíkt. Ef heilaklofinn sjúklingur þreifar á hlut með vinstri hendinni sem hann sér ekki, og hann er spurður að því hvaða hlutur þetta hafi ver- ið, getur hann ekki svarað því. En hann getur bent á hlutinn með vinstri hendinni, ef hann sér hann meðal annara hluta: Hægri heil- inn stjórnar vinstri hendinni, er í beinu sambandi við hana, en getur ekki tjáð sig með orðum. Undirmeðvitundin Tilgáta er uppi um það að hægra heilahvelið sé e.t.v. undir- meðvitundin. Freud kallaði drauma „hina konunglegu leið að undirmeðvitundinni". Draumar hafa mörg einkenni sem svipar til þeirra fyrirbrigða sem finnast í hægra heilahvelinu. Drauma er oft erfitt að tjá með orðum, þeir eru af tilfinningalegum toga, full- ir af myndrænu efni, oft er ekki til í þeim rökræn tímaröð. Þegar á nóttina líður gerast draumarnir rökfastari líkt og vinstra heila- hvelið sé búið að ritskoða rugling- inn úr hægra heilahvelinu, svipað og George Orwell gerði í skáld- sögu sinni 1984, þar sem búið var að nema öll gagnrýnisorð úr mál- inu svo þjóðfélagsþegnarnir gætu ekki gagnrýnt þjóðfélagið. Sú geðveila sem kölluð hefur verið geðklofi lýsir sér í veiklun í vinstra heilahvelinu. Engu er lík- ara en ritskoðunarstarfsemi vinstri heilans (á hægri heilann) bili og draumkenndar myndir vill- ist yfir í vinstri heilann um há- bjartan daginn og takist að láta hann tala án nokkurrar gagnrýni. Og þetta gerist í vöku, ekki í svefni. Stundum hefur verið sagt að hinn geðveiki lifi það sem hinn heilbrigða dreymir. Sköpunargáfan Mozart lýsir starfsemi undir- meðvitundar sinnar í frægu bréfi: Þegar mér lídur vel og er i gódu skapi, eda þegar ég er í ökutúr eöa á gönguferð eflir góða máltíð eða á nóttunni þegar ég get ekki sofið, ryðjast hugsanir inn í huga minn eins fyrirhafnarlítið og hugsast getur. Hvaðan og hvemig koma þær? Ég veit það elcki, ég get ekki kallað þær fram. Ég held þeim hugmyndum eflir i höfði mínu sem mér finnst gam- an að, og raula þær; a.m.k. hefur fólk sagt mér að ég geri það. Þeg- ar ég er búinn að fá temað, kem- ur önnur laglína, sem tengist þeirri fyrstu eftir þörfum verks- ins í heilxL kontrapunkturinn, hlutur hvers hljóðfæris og öll þessi laglínubrot mynda að lok- um verkið í heild. Síðan skrifaði Mozart oft verkið beint á blað eftir þessum tón- myndum úr höfði sér. Stundum fékk hann konu sína til að lesa fyrir sig á meðan, þá væntanlega til þess að slæva vinstra heilahvel- ið, svo það truflaði ekki flauminn úr hægra heilahvelinu. Uppgötvunin á lögmáli Arki- medesar er eitt frægasta innsæis- leiftur sögunnar. Skjólstæðingur Arkimedesar hafði fengið gullkór- ónu að gjöf, en grunaði að hún væri þynnt með silfri. Hann bað Arkimedes að komast að því hvort svo gæti verið. Arkimedes vissi að hann gæti sagt til um það hvort kórónan væri úr skíra gulli út frá þyngd hennar, ef hann gæti aðeins mælt rúmmál kórónunnar. Þar sem hann nú var að velta þessu fyrir sér og settist ofan í baðið sitt eins og svo oft áður, sá hann vatnsborðið stíga meir og meir í baðinu eftir því sem hann seig neðar í baðið, eins og hann hafði „Þegar rætt er um líf- fræðilegar orsakir ein- hvers fyrirbrigöis er gjarnan getiö um félags- legar orsakir einnig. Ef næg örvun í umhverfinu er ekki fyrir hendi, nær persónuleikinn ekki að þroskast eins og hann hefur líffræðilega möguleika á.“ oft tekið eftir áður. En þá kvikn- aði á perunni hjá A. og hann sá að þarna var einmitt komin lausnin á vanda hans. Rúmmál vatnsins sem steig, var hið sama og rúmm- ál líkamans sem fór ofan í vatnið. Hann varð svo æstur við þessa uppgötvun að hann hoppaði upp úr baðinu og hljóp um göturnar hrópandi: Eureka (ég hef fundið það). Síðan hafa slíkar hugljómanir oft verið kallaður Eureka. Sköpunarferlið virðist því vera þannig: Hægri heilinn skapar, ef hann fær til þess frið fyrir gagn- rýni vinstri heilans. Sá vinstri hefur tilhneigingu til að drepa allt í fæðingu af því honum finnst hugmyndir hægri heilans vera svo fáránlegar. Þegar hægri heilinn hefur svo fengið frið til að skapa í ró og næði, kemur vinstri heilinn til skjalanna og velur (á rökrænan hátt) bestu lausnirnar. Kúnstin við sköpunina felst í því að láta vinstri heilann ekki fara að skipta sér af neinu, alltof snemma. Franska skáldið Valéry orðaði þetta þannig: „Það þarf tvo til að skapa: Annar býr til samstæður, hinn velur.“ Persónuleiki heilahvelanna I líffræðilegum geðklofa breyt- ist persónuleikinn eftir því hvort heilasvæðið ræður. Annar hluti líkamans er þá dofinn. 1955 var rannsökuð 24 ára örvhent kona. Þegar vinstri heili hennar réði, var hún .. ósjálfstæð, undirgefin, feimin, hlédrœg, viðmótsþýð og hlýð- in... Hún sýndi vinsemd á var- færinn hátt, leitaði eftir hlýju og viðurkenningu starfsfólksins sem hún hafði ofl blótað í sand og ösku. Orðnotkun var varfærin og nákvæm, árásargimi ekki til og hún minntist ekki á kynlif (hún) hræddist allt tal um kynlif og sérhver hugsun um þau mál framkallaði hjá henni hræðslu og sektarkennd, ótta við útskúf- un, kvíða, þunglyndi og skömm. Sterkt áreiti gat snúið hlutun- um við þannig að hægra heilahvel- ið varð þá virkt. Þá var hún: Hugleiðingar á þjóðhátíð Eftir Árna Helgason Guð í hjarta, guð í stafni gefur fararheill. Þannig kveður þjóðskáldið okkar Steingrímur og þetta er reynsla aldanna. Engin verðmæti jafnast á við það að „eiga Jesúm, einkavin í hverri þraut". Og vissu- lega er það satt þótt menn eignist öll auðæfi jarðarinnar, gefa þau aldrei þann frið sem trúin á guð og hans handleiðslu gefur hverjum manni. Ég held að flestir ef ekki allir séu sammála um að lífinu sé ekki lokið þótt jarðvistin endi. Það er svo margt sem bendir til þess. Líf vort er skóli fyrir æðra starf og til þess þarf að safna þeim verðmætum sem varanlegust eru og þau býður Kristur okkur ókeyp- is. Þetta kemur mér í hug þegar ég TVEIR fólksbílar af Allegro- og Subaru-gerð eru gjörónýt- ir, eftir að sá síðarnefnd' ók aftan á hinn á Suðurlands- vegi á móts við Ölfusborgir um klukkan 18 á mánudag. Kona, sem ók Allegro-bílnum, sé hvernig menn verja dýrmætum tíma í þjark um hærri laun, sem þó hverfa í aukna skatta og geng- isfeliingu sem er óhjákvæmileg þegar beðið er um meira en landið okkar getur veitt. En á það er ekki horft. Mörg verkföllin höfum við lifað og séð árangur þeirra eða hitt þó heldur. Allir hafa tapað og kannski mest andlega talað. Eng- inn komið ríkari út úr þeim átök- um nema síður sé. Og um leið hef- ir óréttlætið vaxið. Góður og gegn þjóðfélagsborgari fullyrti í ræðu nú fyrir skömmu að innan ASÍ og BSRB væri í dag eitthvert hið mesta launamisrétti sem þekkst hefði og færu vaxandi og það væri nær á þeim heimilum að huga að hvort ekki væri hægt að bæta þar úr heldur en bæta við átökum þjóðinni til skaða og skammar. Það hlýtur að mega minnka bilið milli lágra og hárra launa og þá myndu ýmsir kveinstafir þagna. og þrjú börn, sem voru með henni í bílnum, voru flutt í Sjúkraskýlið í Hveragerði til at- hugunar. Konan reyndist eitt- hvað meidd, en börnin voru að- eins með minniháttar skrámur. Ungir menn, sem voru í Subaru- bílnum sluppu að heita má ómeiddir. Ég þarf að fá meiri laun, segja margir. Til hvers? spyrja aðrir. Eyðsla fóiks í dag sem er í há- marki, bæði skaðleg og eins óþörf, sýnir að það er enginn vandi fyrir flesta að vera þjóðhollir, minnka óhóflegar kröfur og fara betur með það sem fengið er, enda segir máltækið að það sé minni vandi að afla fjár en gæta þess. En það er nú eitthvað annað en þetta sé á döfinni. Menn heimta hærri laun án tillits til hvort hægt sé að greiða þau eða ekki. Sömu menn standa svo agndofa þegar þeir eiga svo að greiða öðrum það sem þeir hafa sjálfir krafist. Menn heimta af ríkinu meira og meira, en gera allt sem þeir geta til að koma sér hjá sköttum til ríkisins. Ríkisstarfsmenn heimta hærri laun og segja að á almennum vinnumarkaði sé betur borgað. En hví fara þeir þá ekki á þennan al- menna vinnumarkað? Hann er kannski ekki eins tryggur og hjá ríkinu? í dag er margt misnotað og ekki síst þegar um aukna fjár- muni er að ræða. Þau er skrýtileg sum vottorðin sem þá koma á markaðinn. Við erum að biðja um betra þjóðfélag. Hvað viljum við sjálfir gera til að fá það. Við biðj- um um betri stjórn um leið og okkur dettur ekki í hug að láta að stjórn. Þrýstihópunum fjölgar og heimtufrekjan vex. Það þarf sterk bein til að þola góða daga og ef til vill sérstaka stjórn til að hafa hemil á þeim fjölda sem aldrei getur látið aðra segja sér fyrir verkum eins og það er orðað. Með öllum þessum kröfum, já og mörg- um óþarfa kröfum erum við ef til 2 fólksbílar ónýt- ir eftir árekstur Árni Helgason vill á hraðri leið inn í þá tíma sem við fengum nóg af fyrir 40—50 ár- um og bjóða upp á atvinnuleysi og annað böl sem getur bæði orðið okkur og afkomendum dýrt. Við getum ekki gefið út víxla á fram- tíðina trekk í trekk. Það kemur að skuldadögum. Og stærst er sú spurning sem við skulum reyna að svara: Líður okkur betur í öllu þessu óhófi, flýti og stressi? Erum við heilbrigðari á sál og líkama? Erum við ekki friðvana þótt við söfnum glysi og glingri? Vinur minn keypti sér um daginn dýran stól. Hann kom með hann heim og sá gamli var tekinn í burtu. í gær hitti ég þennan vin minn aftur. Þá var stóllinn ekki eins mikils virði og þegar hann sá hann í búðar- glugganum og gamla stólsins var saknað. Það skyldi líka tekið með í dæminu. Ef við eigum að eignast betra land og betri framtíð, verðum við að leggja sjálf eitthvað af mörk- um. Það er ekki nóg að syngja: „Ég vil elska mitt land“ við hátíðleg tækifæri. Nei, það á að hljóma hvern dag raunverulega og af hjartans lyst. En getum við annað en sungið hjáróma meðan við svo að segja gerum ekkert til að sporna mót óheillaþróun þeirri, verðbólgunni, sem allir eru sam- mála um að geri þjóðinni mestu bölvun. Við getum allt ef við vilj- um. Við verðum að breyta þeim hugsunarhætti sem nú ríkir, skilja að við eigum gott land sem við verðum að verja og gera betra, skilja að við verðum að efla sam- tök til betri þjóðfélagshátta, og skilja að sá, sem í gæfu og gengi vill búa, á guð sinn og land sitt skal trúa. Þetta eru augljós sann- indi. Stjórn allra tíma fer eftir því hversu ötul þjóðin er að veita henni lið. Auðvitað þarf hún að- hald eins og annað, en hún þarf meiri meðbyr hvers einstaklings til góðra og gagnlegra átaka. Við getum gert gott land betra, gert þjóðlífið fegurra, með því að glæða með þjóðinni fagrar dyggð- ir, fordæma allt sem er ljótt og feyskið. Margar hendur vinna létt verk. Gerum við okkar til að bæta og auðga líf landsmanna að dyggðum og því sem að gagni má verða, þá munum við geta sungið af hjart- ans lyst og heilum huga: Ég vil elska mitt land.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.