Morgunblaðið - 30.06.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.06.1982, Blaðsíða 18
50 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ1982 Besta stúdíó- plata UFO á 10 ára löngum ferli Charlene: Að vonum himinlifandi með þennan skyndilega og óvænta frama eftir aö hafa sagt skilið við „bransann". „I’ve never been to me“ með Charlene: Sagan um met- sölulagið sem sló loks í gegn eftir fimm ár Eitt þeirra laga, sem verið hafa á „topp 10“ í Bandaríkj- unum undanfarið er söngurinn hennar Charlene „l’ve never been to me“. Lag þetta er þó síður en svo nýtt af nálínni en sagan að baki því er býsna merkileg. Söngkonan Charlene gekk á mála hjá Motown-plötufyrirtæk- inu í Bandaríkjunum fyrir einum átta árum. Hins vegar hætti hún ferli sínum sem söngkona fyrir tveimur árum og fannst ekki taka því aö standa í þessu stappi. Flutti hún til Englands, þar sem hún er fædd, og hefur búið þar frá því hún sneri heim aftur. Fyrir nokkrum vikum var hins vegar hringt í hana frá Banda- ríkjunum og henni sagt, aö lag- iö „l’ve never been to me“, sem hún tók upp á plötu fyrir langa löngu, væri komiö inn á lista í Bandaríkjunum og nærveru hennar til frekari kynningar á laginu væri eindregið óskaö. Það varö því úr aö Charlene vippaöi sér yfir sæinn og smellti sér til Ameríku. Lag þetta, sem hér um ræðir, var tekið upþ 1977 og þaö var Ron Miller, sem setti það saman. Segir Charlene að hún hafi strax orö- iö svo heilluð af laginu aö hún hafi bókstaflega oröið aö taka þaö upp. Þegar þaö kom út fyrir 5 árum tókst því að komast með naumindum inn á „toþþ 10“-listann. Fleiri listamenn s.s. Mary McGregor, Nancy Wilson og Randy Crawford settu þetta lag á þlötu hjá sér. Eftir upprunalegu Ameríku- dvölina gekk Charlene til liös viö sértrúarsöfnuö einn og sett- ist að í llford. Bjó hún þar í friöi og sþekt uns símtalið marg- umrædda barst. Þaö sem gerö- ist og olli öllu þessu fjaörafoki var, aö plötusnúöur einn í Tampa Bay í Florida tók aö leika þetta lag í þætti sínum. Bárust ótal fyrirspurnir um flytj- andann og það varö til að koma skriöunni af staö. Kenningin um litlu þúfuna og þunga hlassiö virðist því vera enn i fullu gildi. UFO/Mechanix: Fróðir menn segja aö víniö batni með aldrinum. Sjaldnast á þessi kenning viö um poppara heimsins en í þessu tilviki er engu aö síður svo. UFO er gömul og gróin hljómsveit, stofnuð fyrir um 10 árum. Frami flokksins var hins vegar ekki mikill framan af ferlinum, en það lagaðist snögg- lega þegar Michael nokkur Schenker gekk til liðs við hljómsveitina. Tók hún þá stakkaskiptum. Eftir brottför hans fyrir nokkrum árum var greinilegt að skarö hans ætlaöi aö verða vandfyllt. Paul Chapman tók stööu hans en á fyrstu plötunni geröi hann greini- lega í því aö stæla Schenker. Plat- an, No Place to Run, var hálfmátt- laus og svipaða sögu var aö segja um The Wild, the Willing and the Innocent, sem kom út í fyrra. Hún sýndi þó sþor í framfaraátt. Ein breyting haföi oröiö til viöbótar. Paul Raymond (sem þá gekk skömmu síðar til liös viö Michael Schenker Group) hætti og í hans stað kom maður að nafni Neil Carter. Meö þá Carter og Chapman inn- anborðs, auk kjarnans síunga Phil Mogg/ söngur, Pete Way/ bassi og Andy Parker/ trommur sendir UFO nú frá sér plötuna Mechanix, sem hefur allt til aö bera, sem góö þungarokks-/ bárujárnsrokkplata þarf til að bera. Mechanix er af- bragösgripur og það besta, sem UFO hefur sent frá sér, ef undan er skilin tónleikaplata, tvöföld, sem út kom fyrir fjórum árum. Þarf enda ekki lítið til aö komast aö hliö þeirrar. Þaö er ákaflega erfitt aö gera upp á milli laganna á Mechanix. Ekkert þeirra getur talist vera lé- legt og þaö er ekki svo lítiö hrós fyrir hljómsveit, sem búin er aö vera á fullu í hinum haröa heimi þunyarokksins í heilan áratug. Chapman hefur, þótt ótrúlegt kunni aö hljóma, náö aö fylla skarö Schenkers þótt ekki sé hann jafn blæbrigöarikur gítaristi og Schenker. Tríóiö rótgróna, Mogg, Way og Parker, standa sig frá- bærlega og vissulega hefur Mogg nokkra sérstööu á meöal söngvara þungarokksins. Erfitt er oröiö aö flokka UFO undir bárujárnsgengi eftir tilkomu hljómsveita á borö viö Saxon. Þaö breytir hins vegar ekki þeirri staöreynd aö Mechanix er hörkugóð plata. — SSv. ASIA/Asia: Miðlungstilþrif frá stórstjörnum Einhvern veginn er það nú svo að maöur bjóst viö stórbrotinni plötu af hálfu þeirra pilta í Asia. Sú varð þó ekki raunin á þegar fyrsta afsprengi þeirra leit dags- ins Ijós, heldur varð útkoman bandarískt rokk, eins dæmigert og það getur orðið. Meö menn eins og Carl Palmer, trommur, Steve Howe, gítar, John Wetton, bassi, og Geff Downes, Safnplata og syndayfirlýsing Goombay Dance Band- flokkurinn hefur notið mikillar hylli víða um heim fyrir létta og þægilega eynarlist í anda Bon- ey M. Nú mun vera á leiðinni safnplata með þessu ágæta fólki. Ber hún nafnið Tropical Dreams. Skúrkurinn JR Ewing (Larry Hagman), hefur sent frá sór tveggja laga plötu, sem mun senn verða fáanleg hérlendis. Ber hún nafníð My favourite Sins. Ekki þarf aö efa að hún verður keypt af mörgum, þótt ekki væri nema til að hoppa að- eins á henni og ná sér niöri á karlinum. hljómborð, heföi mátt halda aö út- koman yröi þrusugóð. Asia var enda iöulega nefnd fyrsta „súp- ergrúppan“ frá því Cream var og hét. En mikill er munurinn á þess- um tveimur flokkum. Cream lék framsækið rokk eins og þaö gerö- ist hvaö allra allra best á árunum 1966—’68, en Asia fellur í þá gryfju, aö ætla aö gera öllum til hæfis. Þaö tekst aö sjálfsögöu aldrei, en þeir sem hvaö best viö una eru hinir almennu poppunn- endur í Bandaríkjunum. Ekki er verra aö hafa þá meö sér því markaðurinn þar vestra er býsna stór. Þaö vantar ekki, aö allur flutn- ingur þessara manna er eins og hann gerist hvaö bestur. Því er ekki hægt aö saka þá um flumbru- gang í hljóðverinu, en frumleikan- um er hins vegar ekki fyrir aö fara. „In the Heat of the Moment" hefur náö talsverðum vinsældum enda dæmigert sem slíkt. Flest hinna laganna standa þessu ekk- ert aö baki og sem heild er þlatan fremur jöfn. Hætt er þó viö aö hún veröi ekki fórnarlamb ofspilunar á mínum plötuspilara. Ágæt til aö grípa til í partýum en ekki til þess aö hrista upp í huga hins almenna launþega. — SSv. Seldur undir Kanahattinn, en leynir á sér Aldo Nova vakti talsverða at- hygli undirritaðs strax er plötunni var rennt undir nálina. Fljótlega kom þó í Ijós að hann er seldur undir Kanahattinn eins og svo margir popparar í dag. Hins vegar sýnir hann við frekari hlustun til- þrif, sem lyfta honum vel upp úr hópi meðaljónsins í Ameríku. Ekki aðeins er Aldo Nova prýð- isgóður lagasmiður, heldur og er hann lipur gítarleikari og ágætlega fær fyrir framan hljóðnemann. Má í raun segja að hann sé einskonar Ted Nugent þeirra Kanadamanna þótt vissulega sé út í hött aö sumu leyti aö líkja þeim piltum saman, þar sem Nova er svona glansmyndaút- gáfa af hinum grófa Nugent. Þessi frumraun Nova hlýtur að teljast býsna góö. Auk framan- greinds eru allir textar eftir kappann sjálfan og aö auki sér hann um aö „pródúsera“ plötuna. Hann lætur ekki þar við sitja heldur leikur á bassa og hljómborð ef svo ber und- ir. Aöstoðarmenn hans á plötunni eru því ekki ýkja margir. Mest ber á þeim Michel Lachapelle, sem sér um trommuleik, og Michel Pelo, sem þenur bassann, þegar Nova er ekki sjálfur á feröinni. Þá koma tveir aðrir viö sögu, hvor í sínu laginu. Tónlistin hjá Nova er dæmigert amerískt „hardrock” með báru- járnstöktum inn á milli og allt niður í hugljúfar ballööur. Aldo Nova hlýtur að teljast það athyglisveröasta frá Kanada um nokkurt skeið. Þó fer hann síöur en svo ótroönar slóðir, en vinnubrögð hans eru á þann veg, aö hann á skilið aö honum sé veitt verðug athygli. Lögin eru flest hver mjög grípandi og eitt þeirra, „Fantasy“, hefur þeg- ar náö vinsældum. Fleiri ættu að hafa alla buröi til aö feta sömu slóö- ir. Ef við notuöum stjörnugjöf hór á Járnsíöunni fengi þessi diskur líkast til 4 slíkar af 5 mögulegum. — SSv. HSöngkonan Angie Gold. Angie Gold slær í gegn Fæstir veittu því athygli þegar söngkonan Angie Gold heimsótti ísland fyrir nokkru og söng m.a. í Glæsibæ. Fyrir stuttu rákumst við á helj- armikla auglýsingu í breska blaöinu Music Week. Voru þar heilar þrjár síður notaöar til aö auglýsa upp söngkonuna Angie Gold. Hún fékk nýverið silfurverölaun á Tónlistar- hátíðinni í Tókýó og eitt laga hennar siglir nú hraöbyri upp vinsældalist- ana í Ástralíu og henni er spáö frama í Bretlandi. poppfréttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.