Morgunblaðið - 11.07.1982, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 11.07.1982, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JÚLÍ 1982 55 John Glenn. Myndin var tekin 1974 þegar hann greindi frá því að hann ætladi að bjóða sig fram sem öldungadeildarþingmann fyrir Ohio. Hann sigraði í þeim kosningum og var endurkjörinn 1980 með miklum yfirburðum þrátt fyrir sigur Reagans á sama tíma / forsetakosningunum. Á þessu verður Mondale að ráða bót á næstu mánuðum, segja skoð- anakönnuðirnir. Fylgi Glenns kemur á óvart Fylgi John Glenns, fyrrum geimfara og nú öldungadeildar- þingmanns, hefur einnig vakið furðu manna. Hann hefur ekki á bak við sig neina skipulagða starf- semi innan Demókrataflokksins eins og Mondale og Kennedy, enga fjölmiðlasérfræðinga og enga ræðusemjara. Hann nýtur þess hins vegar, segir Peter Hart, að í augum milljóna manna er hann fulltrúi þess, sem „lengi hefur verið talið gott og gilt í bandarísku samfélagi". Glenn er ekki alltaf sammála þeim Kennedy og Mondale í helstu málunum. Hann er andvígur stöðv- un kjarnorkuvopnaframleiðslunn- ar og hann styður smíði Bl-sprengjuflugvélarinnar og stórra flugmóðurskipa. Varnar- og utanríkismál, vísindi og tækni eru hans eftirlætismál en þegar hann víkur talinu að öðru virðast ræður hans stundum vera sem bergmál af málflutningi Mondales, að því er sumir segja. Eitt er þó í fari Glenns, sem fólk virðist kunna vel að meta. Honum fylgir einhver eðlislæg gleði og allt að því barnsleg einlægni. Það, sem hann segir stundum um land sitt og þjóð, hljómaði meira en lítið undarlega úr munni þeirra Kenn- edys og Mondales en þegar Glenn er annars vegar virðist ekkert eðli- legra. Enn er auðvitað of snemmt að spá um hvort Glenn tekst að minnka bilið milli sín og hinna tveggja en hann hefur þó á því nokkra möguleika og það skiptir mestu máli. Ólafsvaka i i Færeyjum 29,—30. júlí, ferö til Færeyja 27. júlí, skoðunarferðir. » Ferðaskrií stoian arandi Lirtiargfttu to. Sími 17445.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.