Morgunblaðið - 11.07.1982, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.07.1982, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JULI1982 73 Staðurinn er vel þekktur af íslendingum ViA rákumsl á þessa auglýsingu í danska blaðinu Berlingske Tidende nú fvrir skömmu og höfðum samband við Hauk Morthens söngvara sem skemmtir þessa dagana á skemmti- staAnum „Vin og ()lgod“ í Kaup- mannahöfn. Ilaukur sagAi, að sér hefði verið boðið að koma þarna fram. Hann kvaðst hafa verið þarna í rúma viku og að sér likaði alveg prýðilega. Klúhhurinn vsri opinn til kl. 02.00 og hann kami fram ásamt hljómsveit hússins 5 sinnum á kvöldi í 15 mínút- ur, i hvert skipti. Haukur sagðist flytja blönduð lög, danska slagara, íslensk lög og ýmis vinsæl lög, sem allir þekktu. Fólk vildi heyra eitthvað, sem það þekkti og gæti tekið undir. Staður- inn væri vel þekktur af íslendingum og fjölmenntu þeir oft. Á fimmtu- dagskvöldið hefði t.d. komið 20 manna hópur frá Vestmannaeyjum, og hefði ekki borið á öðru, en allir skemmtu sér vel. Það væri einnig mikið um að ferðaskrifstofur víðs- vegar að, sendu hópa, t.d. frá S-Am- eríku, Noregi, Frakklandi og víðar. Þegar Haukur var spurður að því, hvort honum líkaði betur að skemmta á íslandi eða í Danmörku svaraði hann: „Mér finnst gott að VIN&eiCOH ^ islondsK ^ fœsteoptrceden Fral.til 15. juli Sangeren Houkur Morthens kommer fra Reykjavik pá vej til Amerikaturné. tsiands svar pfi Poul Bundgaard. SKIndcrsode W * Tlf. 13 Z625 koma fram, bæði heima og erlendis. Fólk skemmtir sér allsstaðar mjög svipað.“ Við spurðum Hauk, hvort það væri rétt, sem stæði í auglýs- ingunni, að hann væri svar okkar Islendinga við Poul Bundgaard þeirra Dana. „Ég veit ekkert um þennan Poul Bundgaard, því miður. Ég held, að hann sé leikari. Ætli þeir hafi ekki sett þetta inn í aug- lýsinguna, til að segja eitthvað." Aðspurður kvaðst Haukur koma heim hinn 17. júlí, en leggja af stað til Ameríku ásamt hljómsveit sinni, hinn 26. júlí. „Við munum fyrst koma fram í Toronto í Kanada, komum síðan fram vítt og breitt um Bandaríkin og endum ferðina í Seattle." Að lokum kvaðst Haukur vona, að landinn kæmi í heimsókn á „Vin og Ölgod" meðan hann væri að skemmta þar. „ísraelsmenn lokaöri en um leið tryggari“ Hjörtur Magni Jóhannsson guð- fræðinemi í Háskóla íslands, dvaldi á vegum sænsku þjóðkirkj- unnar, við nám í ísrael í vetur. í stuttu spjalli við blaðið sagði hann: „Ég fékk styrk frá sænsku þjóðkirkjunni, til að fara til ísrael. Skólinn var í Jerúsalem og þar lagði ég stund á gyðingleg fræði, bókmenntir gyðinga og einnig tók- um við fyrir sögu gyðinga út frá kristilegu sjónarhorni." Hann sagði, að í sama skóla hefðu verið nokkrir prestar frá 3. heiminum og 2 svíar auk sín. Allur aðbúnaður hefði verið mjög góður, sænska þjóðkirkjan ætti nýuppgert hús í Jerúsalem, sem væri að sínu mati fallegasta húsið í borginni. Hann sagði að þeim hefði verið boðið uppá að ferðast um landið, og þeir hefðu einnig þegið matarboð hjá æðsta stjórnanda borgarinnar Ram- alla, en hún væri helsta borgin á vesturbakkanum. Um samskipti ísraelsmanna og araba sagði Hjörtur, að þau gengju vel á yfirborðinu, en undir niðri fyndi maður mikla biturð. Um þjóðirn- ar, sem hann kynntist, sagði hann, að ísraelsmenn væru ólík- ir íslendingum að því leyti, að þeir drykkju mun minna, þeir væru með heitt suðurlandablóð í æðum og gætu því frekar skemmt sér án áfengis. ísraels- mennirnir væru lokaðri, en um leið tryggari heldur en arabarn- ir, sem væru fremur yfirborðs- kenndir. Félagarnir sterku ÞGIR hittust nýlega á Laugardalsvellinum félagarnir sterku, Hreinn lialldórsson og Óskar Jak- obsson, er Hreinn brá sér á Laugardalsvöllinn til að horfa á vin sinn og félaga keppa. Hreinn er nýkominn heim af sjúkrahúsi, þar sem hann gekkst undir uppskurð á baki vegna meiðsla. Af þeim ástæðum er óvíst hvort við eigum eftir að sjá hann kasta kúlunni framar. Þess má geta í lokin, að Hreinn og Óskar eru einu íslendingarnir, sem hafa kastað kúlunni yfir 20 metra. I»að yljar manni óneitanlega alltaf um hjartaræturnar, þegar maður sér myndir af smáfólki, sem er ánægt með lífið og tilveruna. Þessi skemmtilega mynd var tekin á einum barnaleikvelli borgarinn- ar, þegar brúðuvagninn hafði þar viðkomu, nú um daginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.