Morgunblaðið - 11.07.1982, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.07.1982, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JÚLÍ 1982 59 Hún kom fram í íranska sjónvarpinu og kvaðst vera því sammála að 19 ára gamall sonur hennar ... væri tekinn af lífi. (Sjá: BLÓÐBAÐ) STJORNUN Undir smásjá austan tjalds Ungi maðurinn lcit í kringum sig á kránni, sem var krökk af fólki við bjórdrykkju. Frammistöðustúlkurnar olnboguðu sig áfram í gegnum þröng- ina með fullar bjórkrúsirnar og settu þær hvar sem þær komu auga á tómt glas án þess að um það væri beðið. „Þetta fólk hefur ekki trú á neinu," sagði ungi maðurinn. Ungi maðurinn er á þrítugsaldri og hann hefur brotið allar brýr að baki sér, lagt líf sitt í rúst með því einu að berjast fyrir þeim hugsjón- um, sem hann trúir á. Þrátt fyrir það þora fáir að styðja hann. Þess vegna er ungi maðurinn bitur. I fyrra var honum misþyrmt tvisvar sinnum af lögreglunni og nú vill hann komast á burt frá Tékkósló- vakíu. Hinir eldri og reyndari meðal andófsmannanna, sem kenna sig við mannréttindaskrána '77, þeir, sem hafa farið hægar og klókinda- lega í sakirnar, eru ekki eins sárir út í landsmenn sína. „í þeirra aug- um erum við eins og fótboltalið,“ sagði einn andófsmannanna. „Stundum eru þeir óánægðir með okkur og stundum klappa þeir okkur lof í lófa en í raun fylgja þeir okkur ekki.“ Tékkar játuðust fúslegar undir kommúnismann en aðrar þjóðir í Austur-Evrópu eftir síðari heims- styrjöld og frá 1968, að liðnu „Vor- inu í Prag“, hefur sá stöðugleiki, sem kenndur er við Brezhnev, ríkt þar óskorðaður. Það finnst mörg- um undarlegt þegar höfð er í huga pólitísk saga þjóðarinnar, menning hennar og verkkunnátta, sem á öðrum tíma og við aðrar aðstæður líktist mest því, sem gerðist í Aust- urríki. Það stjórnarfar, sem Rússar komu á í Tékkóslóvakíu 1968, minnir á önnur dapurleg atvik í sögu þjóðarinnar. Þá tíma þegar jesúítar drottnuðu yfir öllu and- legu lífi, vopnaðir þeim heilaga ásetningi Habsborgarkeisara að neyða hina lúthersku Tékka til nýrra siðaskipta. „Það dugir ekkert nema valdbeiting til að koma vit- inu fyrir Tékka," sagði biskup nokkur úr hópi jesúíta. Nú hafa kommúnistar tekið við af jesúítunum. Yfirheyrsla, bara orðið eitt getur skotið fólki skelk í bringu og eins og ungi maðurinn á kránni hafði komist að raun um, var tékkneska lögreglan harðhent- ari í fyrra en áður. Það eru þó ekki líkamsmeiðingar, sem fyrir henni vaka fyrst og fremst. Andólfsmenn tala gjarnan um „spyrjandann minn“ eins og einhver úr fjölskyld- unni og yfirheyrslan líkist oft and- legu einvígi þar sem „spyrjandinn" er jafnvel fremur að leita að hug- renningasyndum en raunveru- legum gerðum. Einu sinni í viku, einu sinni í mánuði, svo lengi sem þurfa þykir. Góði „spyrjandinn", eins og góði jesúítinn, hefur alltaf nógan tíma. Sumar yfirheyrslur eru bara „fyrirbyggjandi" eins og spyrjend- urnir segja, en ef menn láta sér ekki segjast og hverfa ekki frá villu síns vegar er engin miskunn hjá Magnúsi: Þá er mönnum bannað að vinna þau störf, sem þeir hafa menntun til, börn þeirra rekin úr skóla og stundum lagt að þeim að hverfa úr landi. Rithöfundurinn Ludvik Vaculik mætir í hverjum mánuði hjá spyrj- andanum sínum og á þessum fundi þeirra skiptast á alúðlegt viðmót og ógnanir, sem Kafka hefði átt auðvelt með að skilja. Spyrjandinn hefur komið í kaffi til Vaculiks og Vaculik hefur sýnt honum handrit, sem engu tékknesku útgáfufyrir- tæki leyfist að gefa út. Dag einn var hann svo beðinn um að tala um menntaskólakennara sína og kunn- ingja og að því búnu sögðust lög- reglumennirnir ekki telja, að hann hefþi nokkurn tíma verið í skólan- um. Ýfirheyrslurnar yfir Vaculik hafa það kannski að markmiði að stimpla hann „sníkjudýr" og neyða hann til að taka að sér eitthvert lítilfjörlegt starf. Vaculik getur ekki tekið út bækur sínar í Tékkó- slóvakíu og þess vegna yrði hann skjóta mönnum skelk í bringu. aðdraga fram lífið á þeim ritlaun- um, sem honum bærust að vestan. Yfirheyrslurnar eru þó bara „fyrir- byggjandi“ segja spyrjendur hans. Tékknesk stjórnvöld gera eink- um tvennt til að fólk sætti sig við ófrelsið. Annars vegar reyna þau að sjá til þess að fólk búi heldur betur en gerist og gengur í Aust- ur-Evrópu og hins vegar minna þau stöðugt á hinar slæmu afleiðingar syndsamlegs lífernis. Tékkar eru þolinmótt fólk og þess vegna mót- mæla þeir ekki eins og Pólverjar, þeir trúa ekki á kraftaverk þrátt fyrir alla ítroðslu jesúítanna. Sú skoðun er þó almenn, að „þetta kerfi sé ekki fyrir okkur" og það er þessi kennd, sem hvetur hinn fámenna hóp mótmælenda til að halda áfram að vera hrópandinn í eyðimörkinni. Á síðasta ári gáfu nokkrir þeirra út á laun þriggja binda verk, rit- gerðasafn til minningar um Masar- yk, síðasta lýðræðislega kjörna leiðtoga þjóðarinnar, þar sem nokkrir rithöfundar, sem enn eru í náðinni, lögðu sitt af mörkunum án þess að nafns væri getið. Lögreglan gekk af göflunum, kannski vegna þess að henni var komið í opna skjöldu, en þó er áreiðanlegt að sumir spyrjendanna hafi lesíð verkið líka. — MARK FRANKLAND. Tignarlegt land en harðbýlt og kannski von að menn skvetti í sig. — Myndin er frá Brattahlíð. MB— BLÓÐBAÐ Hinn skelfilegi hugar- heimur íransklerka muni brátt dvína. Móses Olsen fé- lagsmálaráðherra kveður stjórn- ina enn búast við því, að áfengis- neyzla verði um síðir minni en meðan á skömmtuninni stóð. Olsen segist vera bjartsýnn vegna þess að mikill munir sé á ástandinu nú og þegar áfengis- skömmtun hófst fyrir þremur ár- um. Árið 1979 komst á heima- stjórn í Grænlandi, eftir að landið hafði lotið danskri stjórn um ald- ir. — Menn eru staðráðnir í að byggja upp nýtt þjóðfélag á Græn- landi miðað við þær aðstæður, sem hér ríkja. Grænlendingar gera sér ljóst, að sú framtíð, sem þeir sjá fyrir sér, hlýtur að byggj- ast á því, hvernig þeir stjórna sínu eigin lífi, segir Móses Olsen. Philip Lauritzen tekur í sama streng, en hann er af dönsku þjóð- erni og upplýsingafulltrúi heima- stjórnarinnar á Grænlandi. Að hans *mati hafa Grænlendingar allskynsamlega afstöðu til áfeng- is, þegar á heildina er litið. Æðsti embættismaður Grænlendinga í heilbrigðismálum, Joergen Boegg- ild, tekur og undir þessa skoðun og staðhæfir, að á Grænlandi sé mjög fátítt að menn fái drykkjuæði og tíðni lifrar- og heilasjúkdóma af völdum áfengis sé mjög lág með þjóðinni. Lauritzen getur sér þess til, að áfengisskömmtunin hafi orsakað mikinn þrýsting, og nú hafi allar flóðgáttir opnast. — Það er eiginlega veizla hér núna, — segir hann. Snjórinn er bráðnaður, heldur hann áfram, og það er notalegt að sitja í sólinni og drekka bjór. En því miður virðast býsna margir Grænlendingar gera meira en það. Tölur um áfengisneyzlu á landinu öllu liggja ekki fyrir. En ef dæma má af neyzlunni í Nuuk, þar sem 10.000 íbúar kaupa 580.000 bjórflöskur á mánuði, virðist ástandið vera orðið svipað og árið 1978, áður en áfengis- skömmtunin hófst. RIIMT ár er nú síðan Bani-Sadr, fyrrum forseti frans, var rekinn úr embætti og þau boð látin út ganga, að allir óvinir klerkaveldisins skyldu upprættir. Asadollah Lajavardi, saksóknari byltingarstjórnarinnar, kunnur sem slátrarinn í Teheran, trúði þá kunningja sínum fyrir því, að drepa þyrfti allt að 30.000 mona- feqeen (hræsnara) til að bylting Khomeinis væri örugg í íran. Með því átti hann fyrst og fremst við Mojahedin-e-Khalq- hreyfinguna, sem eru skipulögð- ustu samtök íranskra stjórnar- andstæðinga og njóta mikils fylg- is. Nú, ári síðar, er þetta verk hálfnað, en talið er, að allt að Khomeini: byltingin hans krefst sífelldra blóðsúthell- inga. 15.000 manns úr hreyfingunni hafi verið líflátnir. Tölurnar segja sína sögu og drápsaðferðirnar gera það ekki síður en þær gefa heldur skelfilega mynd af hugarheimi ír- önsku klerkanna. í mótmælagöngu 500.000 stuðn- ingsmanna Mojahedin-hreyf- ingarinnar í júní á síðasta ári féllu 30 manns og fleiri særðust þegar byltingarverðir létu skot- hríðina dynja á fólkinu. Daginn eftir voru svo 15 „gagnbylt- ingarmenn" teknir af lífi fyrir þátttöku í göngunni, þar á meðal þrjár „óþekktar" unglingsstúlkur og þrír kunnir pólitískir fangar. Einn þeirra var íranska leikskáld- ið og rithöfundurinn Saaed Solt- anpoor. Þegar Gilani, yfirdómari í Te- heran, var spurður um áftökur á „ótilgreindu" fólki, sagði hann, að þeir væru að ekkert að vasast í nöfnum manna og öðrum einkenn- um. Þeir fengjust við vissar „per- sónur", sem hefður verið hand; teknar og færðar fyrir rétt. í þessu sama viðtali staðfesti hann, að 13,14 og 15 ára gamlir drengir og sttulkur hefðu verið handtekin og færð fyrir rétt. Áður og í öðru viðtali hafði hann sagt, að níu ára gömul stúlka væri nógu þroskuð til að bera ábyrgð á gerðum sínum og „skoðunum". í landinu hafa verið kveðnir upp dauðadómar fyrir það eitt að fólk hefur ekki viljað úthrópa ákveðnar skoðanir opinberlega. Þegar fólk hefur gerst sekt um guðsafneitun, hræsni eða önnur afbrot gegn „algóðum Allah" þyk- ir sjálfsagt að beita það hvers kyns harðræði. Khalkhali erki- klerkur, sem alræmdur varð á fyrstu dögum byltingarinnar fyrir miklar fjöldaaftökur, sagði eitt sinn, að ekki mætti gefa þeim mat að éta, sem dæmdur hefði verið til dauða, því að það væri ekki guðs vilji. Líkamlegar pyntingar eru næst- um alltaf viðhafðar. Fjörutíu þús- und fangar eru hafðir í fangelsum, sem geta með góðu móti aðeins rúmað einn sjötta þess fjölda, og sannleikurinn er sá, að með fjöldaaftökunum var oft einungis verið að rýma til fyrir fleiri. Þegar maður hefur verið dæmdur „óhreinn" er hann þar með orðinn eign saksóknarans og sviptur öll- um mannréttindum. Vegna þessa er heimilt að nauðga stúlkum í hópi fanganna og til að útvega blóð handa særð- um hermönnum eru þeir, sem dæmdir hafa verið til dauða, beinlínis tæmdir öllu blóði áður en þeir eru skotnir. Ekki má grafa hina „óhreinu" í venjulegum kirkjugörðum heldur eru þeir huslaðir á víðavangi án þess að lesið sé yfir þeim. Á fyrstu mánuðum klerka- stjórnarinnar var nákvæmlega skýrt frá fjölda líflátinna en þegar umheiminum var farið að ofbjóða morðæðið og Amnesty Interna- tional skýrði frá því, að á nokkr- um mánuðum hefðu fleiri verið teknir af lífi í íran en alls staðar annars staðar í heiminum, virtist hún fá nokkra bakþanka. Ardabili erkiklerkur, forseti hæstaréttar, vísaði þessum ásök- unum AI á bug og sagði, að þótt það sé „venja annars staðar að skýra frá einum tíunda þeirra, sem eru líflátnir, höfum við verið svo hreinskilnir að segja allan sannleikann". Seinna kom í ljós, að Ardabili var ekki bara að leið- rétta tölur AI því að uppfrá þessu var sagt frá æ færri aftökum. í raun hafði byltingarstjórnin tekið upp leynilegar aftökur og það í miklu stærri mæli en fyrr. Sú andlega úrkynjun, sem þess- ir glæpir hafa valdið meðal ír- önsku þjóðarinnar, er óskapleg. Khomeini hvetur hina trúuðu til að njósna um nágranna sína og yfirvöldin líta á það sem argasta guðleysi og fjandskap við Allah ef t.d. foreldrar harma örlög sona sinna og dætra, sem klerkunum hefur þóknast að fyrirkoma. Eng- inn má aumka sig yfir „óhreinan“ mann, því þá á hann reiði guðs yfir höfði sér. Tariq-ol-Islam heitir kona nokkur í borginni Isfahan. Hún kom fram í íranska sjónvarpinu og kvaðst vera því sammála að 19 ára garnall sonur hennar, guðsaf- neitarinn, væri tekinn af lífi. í sömu mund var sýnd mynd af syni hennar þar sem hann grét og bað fyrir lífi sínu. Tariq-ol-Islam varð strax eftirlæti og uppáhald hinna „trúuðu". Hún fékk áheyrn hjá Khomeini og var útnefnd „Móðir ársins" á mæðradeginum. — GHOLAM-HOSSEIN BAGHERZADEH

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.