Morgunblaðið - 11.07.1982, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.07.1982, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JÚLÍ 1982 61 Áttræðisafmæli: Anna Oddsdóttir frá Stykkishólmi Þegar ég, öldruð kona á elli- heimili, hugsa um liðið líf mitt, finnst mér eins og ég lesi sögu, sem margir hafa samið með mér. I dag er samband mitt við Önnu Oddsdóttur aðallega helgað henni. Hún er fædd í Stykkishólmi 12. júlí 1902. Foreldrar hennar voru merkis- og sæmdarhjónin Guðrún Hallgrímsdóttir og Oddur Valent- ínusson. Hún var yndisleg móðir og hús- freyja, öll hennar störf mótuðu heimilið, þá var ekki siður að gift- ar konur störfuðu á öðrum vett- vangi. Oddur var sjómaður, reri til fiskveiða, á litlum bátum út á Breiðafjörð, „sótti björg í bú“. Síð- ar var hann hafnsögumaður. Hann vísaði skipunum í höfn í Hólminum. Öll sín verk leysti þessi góði, trausti sjósóknari af hendi með dugnaði og árvekni. Þannig hafa sjómennirnir okkar verið í margar aldir, og eru enn. og Sigurður fluttust til Reykjavík- ur, ásamt börnum sínum. Hjónin fóru að vinna og börnin í skóla að menntast. Nokkrum árum síðar var eiginmaðurinn — faðirinn kallaður með litlum fyrirvara, til lands ódauðleikans. „Enginn deilir við dómarann." Sigurðar yndislega eiginkona, var hetja í þeirri stóru sorg. Hún á sín 6 góðu börn, sem alltaf hafa staðið með henni á dögum ham- ingju og á þungbærum hryggð- arstundum. Þau munu aldrei bregðast sinni fórnfúsu móður — það er hennar líf — og þeirra mesta gleði. Anna starfaði mörg ár sem matráðskona hjá stóru fyrirtæki hér. Hún ávann sér þar traust og vináttu allra. Hún hætti ekki að vinna fyrr en heilsa hennar tók að bila. Nú býr hún í sinni eigin íbúð í Stóragerði 16. Fallegu vönduðu húsgögnin, sem hjónin áttu á heimili sínu í Hólminum, prýða nú þetta heimili hennar. Anna tekur á móti vandamönnum og vinum með bros á vör, og hjartans gleði og orðum sem verma og græða. Oft hugsa ég um 30 árin, sem ég var kennari í Hólminum. Allir auðsýndu mér vináttu, það var mér ólýsanleg hamingja, sem ég get aldrei fullþakkað. Ég lofa og blessa Önnu Oddsdóttur fyrir hennar órjúfandi tryggð og vin- áttu, sem ég hef notið í marga ára- tugi. Á þessum afmælisdegi bið ég Guð að gefa henni bjarta og blíða ævidaga, sem verði eins og feg- urstu vorkvöld í Stykkishólmi. Sesselja Konráðsdóttir Anna ólst upp hjá foreldrum sínum, ásamt 5 systkinum. Þau hafa verið dugandi og mik- ilsvirtir þjóðfélagsþegnar. Anna var 13 ára þegar vinátta okkar hófst. Hún var þá hjálparstúlka í Ögri við Stykkishólm, en ég á Hofstöðum í Helgafellssveit. Sam- göngur voru tíðar milli fólksins á þessum bæum. Anna var oft send með boð. Hennar prúða og fallega framkoma var henni meðfædd. Nokkrum árum síðar vorum við báðar kaupakonur í Bjarnarhöfn, ekki spillti það sumar okkar vin- áttu. Haustið 1919 hófst starf mitt sem kennari við Barnaskóla Stykkishólms. Ég var flestum ókunnug þar, en var svo lánsöm að fá leigða stofu hjá Guðrúnu og Oddi. Hjá þessari góðu fjölskyldu leið mér undur vel. Nokkrum árum seinna giftist Anna Sigurði Steinþórssyni kaup- félagsstjóra. Hann var ágætis maður, bæði sem heimilisfaðir og stjórnandi í stóru fyrirtæki. Hjón- in tóku í fóstur tvær systurdætur Önnu og eignuðust 4 börn. Heimili þeirra var með afbrigðum vandað og fallegt. Sterkasti og dýrmætasti þáttur hjá þeim og börnum þeirra var kærleikurinn. Börnin komu í barnaskólann hvert af öðru, og báru með sér ágætt uppeldi. Það hefur verið þeim dásamlegt, vega- nesti á lífsleiðinni. Störf þeirra sanna hæfileika og starfsorku, mörgum til gleði og gagns. Anna öll ráð á hendí? Eða gætu nokkur holl ráð á fjárhagssviðinu bætt um betur? Ráögjafinn í Útvegsbankaniim Pjónusta ráðgjafans í Útvegsbankanum stendur öllum viðskiptamönnum hans til boða, og hún veitist beim ó Nánari upplýsingar á öllum afgreiðslustöðum bankans. ÚTVECSBANKINN Einmitt bankinn fyrir þig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.