Morgunblaðið - 11.07.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.07.1982, Blaðsíða 18
66 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JÚLÍ1982 EINB'ÖI I HOI.TI „Ég tek æði í vörina,“ seg- ir Páll, en það er eiginlega hans eini munaður. Hann er einn í Holti, hvorki með hund né hest. Bílpróf hef- ur hann ekki og blöð fær hann engin. mjög hrifinn af þeirri ögun sem þarna var. En svo kom stríðið. Ég hef séð myndir af herferðinni gegn gyðingum. Það er hryllilegt til þess að hugsa hvernig farið var með þá. Mannkynið verður að láta sér þann djöfulgang að kenningu verða. Samt er ég helst á því að hryðjuverkum hafi ekki fækkað svo mjög síðan Hitler stjórnaði Þýskalandi." — En hvað um stjórnmálin hér heima á þessum tíma? „Ég sótti stjórnmálafundi mik- ið. Aðallega var það nú til að hlusta eftir því hvernig menn komu orðum að hugsun sinni. í þessu tilliti sakna ég Ólafs Thors og Bjarna Ben., en mest þó Gísla heitins Sveinssonar því hann er mesti ræðuskörungur sem hér hef- ur verið. Hann bar af. Þá get ég nefnt þér Jón Kjartansson sem var andskoti sniðugur ræðumaður. Jón var ekta maður, alltaf í jafn- vægi og vildi ekki skreyta sig með neinu, þó oft hefði hann ærna ástæðu til. En það voru ekki allir skýrmæltir. Sumir voru stirð- mæltir, en það kom nú bara til af því að þeir voru sljóir að hugsa.“ — Hvað með kvenfólk og kvennapóiitík? Nú sækja konurn- ar á í pólitíkinni. „Ég er nú helst á þvi að kvenfólk eigi ekki að bianda sér í þau mál. Málæðið á þeim hefur nú alltaf verið til vandræða. Annars líst mér vel á bresku frúna, svona sem kvenmann, þú skilur. Sjáðu til, strákur. Kvenfólkið hefur nefni- lega einn kost sem við karlmenn- irnir getum illa verið án. Þess vegna fyrirgefst þeim nú ýmis vitleysa, blessuðum." — Þú verður nú einhvers staðar skammaður fyrir þetta. „Nú, þær geta þá bara komið hingað í Holt og rætt málið við mig,“ segir Páll og hefur sýnilega ekki mikinn áhuga á að vera ný- tískulegur í skoðunum fremur en heimilishaldi. Hann tekur neftób- ak í vörina og reykir vindla við hátíðleg tækifæri. Sígarettur seg- ist hann hins vegar aldrei hafa keypt. Hann þiggur þó hjá okkur nokkrar Salem-sígarettur og er mest undrandi á mentol-bragðinu sem hann finnur. Honum finnst það gott en á erfitt með að setja það í samband við tóbaksvöru. En svona er nútíminn. Neftóbak er hans eini munaður. Eftir að hann hætti venjulegum búskap notar hann ellistyrkinn til að fjármagna þau kaup. Gæti trúad að hér væri átt við pútnahús „Ég get verið stjórnvöldum þakklátur fyrir þessa peninga- sendingu, sem ég sæki reglulega til hans Stefáns Þormars í Búnað- arbankanum í Vík. Og ekki spillir að við Stefán erum ekta kunningj- ar. Hann er með fjörugustu og skemmtilegustu mönnum sem hingað hafa kornið." Eldamennskan í Holti er einföld í sniðum. Fyrir utan kaffi og nef- tóbak nærist Páll einkum á kjöti, eða „keti“ eins og hann kallar það. Við spjöllum iítillega um mállýsk- ur við Pál. „Já, ykkur Reykvíkingum þykir víst fínt að kalla ketið „kjöt“ og einstaka pjattaður maður hér í sveit hefur tekið þetta upp eftir ykkur. Menn sækja ýmis nýyrði að sjávarsíðunni. Frá ykkur hafa borist alls kyns nýyrði, svo sem tíkó, kattó og púkó, en þessi orð eru víst öll notuð um skringilegt háttalag manna.“ — En hvað með diskó, hefur þú heyrt það? „Nei, ekki minnist ég þess. Aft- ur á móti er þó nokkuð síðan ég heyrði orðið diskótek.“ — Og hvað er það? „Ja, ég hef nú ekki sett mig mjög inní það mál. Hins vegar gæti ég trúað að hér væri átt við einhvers konar pútnahús, svona eins og þau gera sig í Austurlönd- um.“ Líklega myndi unga fólkið segja að Páll í Holti væri allt annað en „diskó“, enda gerir hann varla kröfu til þeirrar nafngiftar sér til handa. Fáir staðir eru ólíkari diskóteki en bærinn í Holti. Þeir sem ala manninn í diskótekum ættu líklega ekki í minni erfiðleik- um með að gera sér grein fyrir kyrrðinni hjá Páli, en hann að gera sér grein fyrir skarkala diskólífsins. Hvorir fara á mis við meira í lífinu, Páll eða diskótekar- arnir, verður ekki dæmt um hér, en hitt er ljóst að ekki kvartar Páll. Hann kveðst fá alla þá tón- list sem hann þarfnast hjá félög- um sínum, útvarpi og sjónvarpi, allt frá Stefáni Islandi til Paul McCartney, en báðir eru þessir snillingar í talsverðu uppáhaldi hjá Holtsbóndanum. Eftir dauðann hitti ég móður mína og sveitungana Páll segir okkur að sér þyki ómetanlegt að fá séð út í hinn stóra heim með því einu að kveikja á sjónvarpinu. En nægir sú heimssýn? Langar hann ekki sjálfan út? „Ekki held ég það. Ég er ánægð- ur með lífið hér og auk þess geri ég mér ekki vel grein fyrir því hvað þar er að sjá. En það er aldrei að vita hvað ég gerði ef það væri eitthvað í mér, þú skilur." — Gerir þú þér einhvern daga- mun á hátíðisdögum, til dæmis jólum? „Ég elda mér jafnan hangiket á jólum. Það er allt og sumt, því ég „Nei, ég er ekki einmana, strákar mínir. Hvernig á ég að vera einmana með bæði útvarp og sjónvarp?" er einn. Hingað koma öngvir og sjá mig, þannig að ég er ekkert að standa í því að skipta um föt. Þetta var allt öðruvísi hér áður þegar það var mikið af fólki og skepnum hér. Það er styttra síðan skepnurnar fóru. Mér þótti nú alltaf svolítið vænt um þær. Hér hef ég búið alla tíð og hef ekki önnur áform en að vera hér þetta litla sem eftir er þar til yfir lýkur með mig. Ég er trúaður maður og geri ráð fyrir framhaldsiífi þegar búið er með allt hér. Þótt mig langi ekki til að deyja, hræðist ég það ekki heldur. Eftir dauðann kem ég til með að hitta aftur móð- ur mína og sveitungana hinum rnegin." MOTOFIOLA\ MICOM 100 SSB-bílatalstöðin Mikíl langdrægni — skýrt tal — sendíorka 100 wött — hristi- prófuö — varahlutir og fullkomnustu mælitæki — til viögeröa og þjónustu — til afgreiöslu strax. KRISTINN GUNNARSSON & C0. Grandagaröi 7, Reykjavík Símar: 26677 og 21811. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.