Morgunblaðið - 11.07.1982, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.07.1982, Blaðsíða 12
60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JÚLl' 1982 Á afmæli foringjans: Björgvin P. Jónsson Vaðnesi - Sjötugur í sextugsafmæli krossberans og snillingsins Barða Friðrikssonar, þann 28. marz sl., las Jón Aðal- steinn í Orðabókinni upp kveðju frá pottflokknum í Laugardal og sagðist gera það skv. fyrirmælum frá „das Fiihrer". „Gvöð, kann hann ekki þýzku?" hvíslaði þá ein tindilfætt í salnum. Ó jú, þeir í hugvísindadeild á „Melakleppi" kunna slangur í þýzku. Orðabókar-Jón hefur hinsvegar ákveðið, að foringi flokksins skuli heita svo á þýzku, sjálfsagt til aðgreiningar frá öðr- um Fuhrer. Hinsvegar má á það benda, að eignarfallið af báðum þessum tignarheitum er eins: Des Fúhrers wohl! Því það er einmitt þetta sem gildir í dag: Es lebe das Fúhrer! Sæl! Foringinn, alias Björgvin af Grund og Vaðnesi, P. Jónsson til viðbótar, er nefnilega sjötugur í dag. Hann hefur um árabil gegnt hinu vandasama hlutverki með hinu „eiegantasta með söluskatti" (þetta er 4. stig lýsingarorða eins og þeir þekkja í laugunum) fram- ferði. Hefði Der Fuhrer haft eitthvað af ljúfmennsku og húmor Das Fúhrer, væri Der kannski bet- ur settur í dag en hann er, þó tæplega gæti hann orðið betur lið- inn af alþýðu og Das er. Var þó KÁPUR címfa psrm Skólavörðustíg 3 Reykjavík Sími: 25240 gengi Der bara þó nokkuð hér á árunum, að því Jón Aðalsteinn tjáir okkur. Fundir flokksins eru haldnir reglulega dag hvern í Laugardals- laug. Þaðan er ráðum þjóðfélags- ins ráðið að hluta, hversu mikið er ekki gefið upp, aðeins að það sé töluvert. Öllum athöfnum stýrir foringinn, auk þess sem hann skipuleggur excursjónir flokksins í nálægar sveitir. En slíkar menn- ingar- og útbreiðsluferðir eru farnar reglulega, enda jafnan mikil ábyrgð, sem hvílir á þeim, sem meira mega sín á andlega sviðinu, eins og útbreitt er í pott- inum. Ahrif menningarveitunnar hafa orðið heldur til góðs í vísiter- uðum sundstöðum, að því er virð- ist, heimamenn meira að segja farnir að útnefna foringja að fyrirmynd okkar. En tæplega lít- um við á þá, enn sem komið er, öðruvísi en tígulkónga í saman- burði við afmælisbarnið, sem er jú orðið gamalt firma i foringja- bransanum. Foringinn er innfæddur Reyk- víkingur og hefur staðið í verzlun- arstörfum alla sína tíð og mest við lífsins Laugaveg. Selt þar bæði sveskjur og sirs, þó hann telji allt- af, að „teygjusalan", og náttúrlega „söluskatturinn", hefji kaup- mennskuna upp í æðra veldi. En hin raffíneraða teygjusala er í því fólgin, að metrinn í teygjunni getur verið teygjanlegur og því ríkissjóði til framdráttar að fá svo „söluskatt ofan á“ sem allra mest. Enda flestar efnahagsráðstafanir í þá átt að teygja lopann sem mest og kallast það þá stjórnmál. En Björgvin ber velferð allra stjórnmálamanna mjög fyrir brjósti og þar með hag ríkisins, þó svo að „Gunnar minn“ sé jafnan efstur meðal jafninga hjá honum. Koma þeir og margir til þess að fá „víbrasjónir" hjá honum í laugun- um, sérdeilis fyrir kosningar. Bjarni Guðna, sást til (læmis mjög á ferli í laugunum, áður en honum skaut upp á stjörnuhimininn í pólitíkinni hér um árið. Nú er Bjarni aftur farinn að sjást oft í laugunum og halda sumir að það boði staðviðraslit í pólitíkinni. En Björgvin fullvissar okkur um, að ekkert gerist fyrr en „þeir Gunn- ar“ ákveði. Enda mun svo vera og getur Bjarni baðað sig rólegur uppá það. Þangað til mun foring- inn láta „kúsk“ sinn, bankastjór- ann, aka sér til daglegra skyldu- starfa og allt verður „under contr- ol“ og ailir „samningar í gildi“ hjá Benedikt, Þráinn heldur áfram að „telja niður" og Indriði að „hækka Rotterdammarkaðinn", en „lokun Háskólans" verður frestað um sinn fyrir Jón Aðalstein. Ekki er á mínu færi að rekja ætt og uppruna afmælisbarnsins, enda skiptir slíkt ekki máli þegar í hlut eiga menn sem eru í sjálfu sér stofnanir. Þó mun foringinn eiga bæði börn og buru og vera ham- ingjusamlega kvæntur Huldu G. Sigurðardóttur og búa í Goðheim- um 19 eins og sönnum Austur- bæing sæmir. Þangað ætlar flokk- urinn að fjölmenna í dag og votta foringjanum hollustu sína. Hafa þegar verið settir í það hinir fremstu menn af Alþingi og öðr- um valdaplönum þjóðfélagsins að yrkja Björgvini lofdrápur þrítugar og rista honum kefli góð. Er ekki að efa að þar verður skemmtan góð og „astróbíóradíófóní" í hverju horni. Fyrir hönd flokksins sendi ég hér með okkar beztu hamingju- óskir í tilefni dagsins til foringj- ans og fjölskyldu hans. Um leið þökkum við honum ljúfmennsku hans og allt kryddið í tilveru okkar, og óskum þess að við meg- um lengi njóta forystu hans og leiðsagnar. Hann lifi! Halidór Jónsson verkfr., (settur ritari pottflokksins). SHI mótmælir beitingu fjölda-^ takmarkana í HÍ EFTIRFARANDI ályktun var sam- þykkt á stúdentaráðsfundi þann 1. júlí sl.: „Stúdentaráð Háskóla íslands mótmælir harðlega beitingu fjöldatakmarkana í læknisfræði, tannlæknisfræði og sjúkraþjálfun. Beiting fjöldatakmarkana er veruleg skerðing á frelsi til náms og samrýmist ekki hlutverki há- skólans sem æðstu menntastofn- unar landsins. Fjöldatakmarkanir eru skamm- tímalausn sem aðeins veltir vandanum á undan sér og fjölda- takmarkanir í einni deild geta leitt af sér fjöldatakmarkanir í annarri deild. Stúdentaráð skorar á mennta- málayfirvöld að vinna að því eftir fremsta megni að leysa þann vanda sem notaður er sem réttlæt- ing fyrir fjöldatakmörkunum." Ódýru nuddpottarnir komnir frá Kaliforníu Vegna hagstæöra samninga getum viö boöiö fyrsta flokks akril-nuddpotta í garöinn, kjallarann eöa baöherbergið. Fáanleg hreinsitæki, neöanvatns Ijóskastarar og margskonar annar búnaöur. Nokkrum pottum óráðstafað. Gerið verðsamanburð. K. Auðunsson hf., Á. Óskarsson hf., Grensásvegi 8, Þverholti, Mosfellssveit, sími 86088. sími 66600.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.