Morgunblaðið - 11.07.1982, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.07.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JÚLÍ1982 67 Japanir auka herútgjöld Tókýó, 9. júlí. AP. JAPANSSTJÓRN hefur ákveðid að auka útgjöid til hernaðarmála á ár- inu 1983 um 7,346% frá því sem var- ið verður til þeirra mála á þessu ári. Að mati bandarískra stjórnvalda er aukningin ekki nægilega mikil til þess að Japanir geti vigbúist svo vel væri. Samkvæmt þessu munu útgjöld Japana vegna hernaðarmála verða 10,76 milljarðar dollara á næsta ári, en í ár verja þeir 10 milljörð- um dollara til þeirra hluta. Japan- ir hafa sett sér það mark að út- gjöld til varnarmála fari ekki fram úr einu prósenti af þjóðar- framleiðslu. Varnarmálaráðuneytið jap- anska sóttist eftir því að herút- gjöld yrðu aukin um 9,7%. Fjár- málaráðuneytið bauð upphaflega 6,9% hækkun, en síðar náðist málamiðlun um 7,346% hækkun. Formælendur fjármálaráðu- neytisins segja varnarmálin tekin sérstökum tökum að þessu sinni, mikið til vegna áskorana Banda- ríkjamanna, og að á sama tíma og þessi útgjöld væru aukin, væru aðrar stofnanir beðnar um að skera niður sem svaraði 5% af fjárlögum yfirstandandi árs vegna efnahagsiegra örðugleika Japana. Tchaikovsky-keppnin: Enginn hlaut gullið Moskva, 9. júlí. AP. BKKSKI píanóleikarinn Peter Don- ahoe, lenti í öðru sæti í Tchaik- ovsky-keppninni, ásamt sovétmann- inum Vladimir Ovchinikov, eftir að dómnefnd keppninnar hafði komist að þeirri niðurstöðu að enginn kepp- endanna verðskuldaði fyrsta sætið og gullið. „Ég hefði tekið alveg eins á mál- inu,“ sagði hinn 29 ára gamli Donahoe frá Manchester í Eng- landi. Dómnefndinni kom saman um að hann hefði leikið áberandi betur en aðrir í úrslitalotunni, en frumleg túlkun hans á tónverki eftir Liszt í undanúrslitunum hefði rýrt möguleika hans, þegar kom að úrslitunum. Þriðja sætið og bronsið hlaut Michie Koyama frá Japan, en sov- ésku píanóleikararnir, Dmitri Gaiduk og Kale Randalu, deildu fjórða sætinu. Rovena Arrieta frá Filippseyjum lenti í fimmta sæti, en þetta er í fyrsta skipti sem þjóð hennar sendir keppanda á Tchaik- ovsky-mótið. AUCIÝSINCASTOFA MYNDAMÓTA HF - VERSLUNARSTJÓRAR XTIR INNAR — Bananar Dole — Epli rauö extra fancy — Epli gul — Epli græn — Appelsinur — Outspan — Klementinur — Minlolas — Greip — Sítrónur — Ferskjur — Nektarinur — Plómur rauóar — Plómur gular — Vínber blá — Vínber græn — Melónur Hony Dew — Vatnsmelónur — Avocado — Kiwi — Kók- oshnetur. EGGERT KRISTJANSSON HF Sundagörðum 4, sími 85300 fyrir þá sem vilja vera svolitid Alfa Romeo verksmiðjumar hafa frá upphafi framleitt bfla sem þurft hafa að ganga í gegnum hinar erfiðustu raunir á kappakstursbrautum um allan heim. Hin fjölmörgu gullverðlaun sem Alfa Romeo hefur sótt á þessar brautir em ótvíræð sönnun þess að vei hefur til tekist. Við framleiðslu á fólksbflum fyrir almennan markað hafa verksmiðjurnar gætt þess fullkom- lega að viðhalda hinum ótrúlega góðu aksturs- eiginleikum kappakstursbflanna, kraftinum og öryggisbúnaði. Ennfremur vekur hin sérstæða og fallega ítalska teikning þessa bfls alls staðar verðskuldaða athygli. Verð aðeins frá kr. 131.702 Þú ert svolítið mikið „Spes“ ef þú ekur á Alfa Romeo JÖFUR HF. Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Sími 42600 ib

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.