Morgunblaðið - 11.07.1982, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.07.1982, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JÚLÍ1982 51 Hér, i Julianeháb — Qarqortoq, taka íslendingarnir þátt í hátíðarhöldunum. Mvndin er tekin úr lofti )Tir miðbæinn. Bæjarstjóri í Julianeháb er Henrik Lund, sem á námsárum sínum var m.a. við íslenskunám við Háskóla íslands. Taka 150 Islendingar >átt í landnáms- íátíð Grænlendinga? Efnt til sýninga í Rvík í haust Samtal við Hjálmar Ólafsson formann Norræna félagsins Norrænafélagið hér er nú um það bil að Ijúka margháttuðum undir- búningi hópferðar íslcndinga á (Jra-nlandsgrund til þátttöku i há- tíðahöldunum í tilefni af 1000 ára landnámi Eiriks rauða — land- námshátíð, sem haldin verður í Vestri byggð í byrjun ágústmánaðar næstkomandi. Er að því stefnt að í íslendingahópnum verði allt að 150 manns, sagði Hjálmar Olafsson, formaður Norrænafélagsins, í sam- tali við Mbl. nú fyrir helgina. Ekki verður því við komið að allur hópurinn fari héðan samtím- is og fara 30—40 manna hópar dagana 26. júlí og til 30. júlí, til Narssarssuaqflugvallar. Með hverjum hinna fjögurra hópa verður einn fararstjóri. Hver hóp- ur mun hafa 14 daga viðdvöl í Grænlandi. Gerð hefur verið ferðaáætlun fyrir ferðalangana, en þeir eiga að hafa með sér að heiman svefnpoka og dýnu. Meðan Hjálmar Ólafsson formaður Nor- rænafélagsins hér. á ferðalaginu stendur í Grænlandi verður yfirleitt búið í skólum í bæjum þeim sem gist verður í. Þegar eftir komuna til Grænlands verður farið frá flugvellinum til Brattahlíðar og ekki farið þaðan fyrr en næsta dag og þá haldið til Narssaq og síðan til Julianeháb. landnámshátíðin. Hápunktur hennar verður dagana 5. og 6. ág- úst. Allir Islendingarnir verða saman komnir í Julianeháb þann fimmta. Meðal gesta Grænlend- inga á landnámshátíðinni verða auk Vigdísar Finnbogadóttur, for- seta íslands, Margrét Danadrottn- ing, Haraldur krónprins Norð- manna og landstjórinn í Kanada. Næsta dag er gert ráð fyrir að ís- lendingahópurinn sláist í för með hátíöargestum öllum og fari til kirkju. Messað verður í hinum fornu kirkjurústum í Hvalsey, en þar mun formaður Landsráðs Grænlendinga, sr. Jonathan Moz- feldt, forsætisráðherra Græn- lands, flytja hátíðarguðsþjónustu undir berum himni í tóftum hinn- ar gömlu kirkju. Ferðaáætlun Islendinganna, sem Ferðafélagið í Julíaneháb hefur gert, er eðlilega við það mið- uð að þátttakendur hafi af henni sem mesta ánægju og gagn. Reynt verður að koma sem víðast við þar sem saga eða náttúra segir ferða- manninum frá. Má t.d. nefna það að í námunda við Julianeháb eru forvitnilegir staðir, sem hægt er að komast til fótgangandi. Báts- ferðir eru til nokkurra smá- byggða. Undir lok dvalarinnar verður siglt til hins forna bisk- upsseturs í Görðum og gist þar. Næsta dag gengið yfir eyðið til It- illeq í Eiríksfirði og farið á bát til Narssarssuaq. Gist þar á hóteli síðustu nóttina. Eins og sagt var hér í upphafi er að því stefnt að í Islendingahópn- um verði alls um 150 manns. Hef- ur Ferðafélagið í Julianeháb ekki fyrr tekið á móti svo fjölmennum ferðamannahópi. Lögð hefur verið áhersla á að halda kostnaði í lág- marki. — Vegna forfalla, sagði Hjálmar, — geta nokkrir komist með, snúið sér þá til skrifstofu Norrænafélagsins í Norræna hús- inu, en það má ekki dragast mikið úr þessu. í þessu samtali við Hjálmar Ólafsson kom fram, að Islendingar munu og eiga hlut að þeim sýningum, sem verða haldn- ar í sambandi við landnáms- hátíðina. Stofnun Árna Magnús- sonar á Islandi hefur undirbúið sýningu og lánað Grænlendingum handrit og annað sýningarefni sem bregður ljósi á sögu Islend- inga á Grænlandi. Er hér um að ræða framkvæmd tillögu frá Grænlandsnefndinni, sem forsæt- isráðherra skipaði í aprílmánuði sl. Ennfremur verður sett upp „Sýningin um íslenska hestinn", sem verið hefur í Árbæjarsafni. Þá hefur Grænlandsnefndin lagt til, að héðan frá íslandi verði sendur til Grænlands fræðimaður til fyrirlestrahalds í skólum og víðar. Dr. Ólafur Halldórsson mun takast þessa fyrirlestraferð á hendur og fer hann með haustinu og verður um tvær vikur í ferð- inni, sagði Hjálmar. Frá Grænlandsnefndinni er einnig komin sú hugmynd, sem hrinda á í framkvæmd í október eða nóvember og skoða má sem beint framhald af Grænlands- kynningunni í Norræna húsinu í vetur er leið og vor. Það er að hér í Reykjavík, trúlega í Norræna húsinu, verði settar upp tvær af afmælissýningum þeim, sem verða í sumar á Grænlandi og danska þjóðminjasafnið setur upp þar. — Þessar sýningar eru um búsetu norrænna manna á Grænlandi. — Er svo ráð fyrir gert að forsætis- ráðherra Grænlands, Jonathan Mozfeldt, opni þessar sýningar sagði Hjálmar Ólafsson formaður Norrænafélagsins. 27. júlí — 3 vikur — 12 sæti laus Komdu meö til í þægindin og fjörið VID AUSTURVOLL URVAL W URVÖLL SÍMI26900 Sýning á örtölvum fyrir kennslu Miðvikudaginn 14. júlí nk. kl. 13.00—16.00 heldur Reiknistofnun Háskólans sýningu á örtölvubúnaði í húsakynnum rafmagnsverkfræðiskorar, stofum 148—151 á jarðhæð 2. áfanga verkfræði- og raunvisindadeildar, Hjarðarhaga 4. Til sýnis verða allflestar gerðir örtölva, sem eru til sölu hér á landi og sem þykja henta til kennslu og annarrar tölvunotkunar í skólum. Kennarar og aðrir, sem áhuga hafa á örtölvum og notkun þeirra í kennslu, eru hvattir til að notfæra sér þetta tækifæri til að skoða tækin og kynnast þeim af eigin raun. Reiknistofnun Háskólans. Sjálfvirkur símsvari 16780 Upplýsingar um skipaferðir allan sólarhringinn. Nú höfum við tekið i notkun sjálfvirkan símsvara sem veitir upplýsingar allan sólarhringinn um ferðir skipa og beina síma fyrirtækisins utan venjulegs skrifstofutíma Sími á skrifstofu 21160 HAFSKIP HF. Símsvari allan sólarhringinn 16780

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.