Morgunblaðið - 11.07.1982, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.07.1982, Blaðsíða 20
68 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JÚLÍ1982 St. Ixtui.s, borgin við Miswiss- ippi-fljótið sem Gateway-boginn, meistaraverk flnnska arkitektsins Eero Saarinen, gn«fir yfir, hefur ávallt seitt framsýnt og dugandi fólk til sin. Atvinnuleysi og erfið- leikar hrjá borgina í dag en „The Spirit of St. Louis“, eins og Charl- es Lindbergh nefndi fyrstu vélina sem hann fiaug yfir Atlantshafið, lifir enn. Borgin er ekki lengur fjórða stærsta borg Bandaríkj- anna, eins og hún var um aldamót- in siðustu, en höfuðstöðvar flug- vélaframleiðendanna McDonnel-Douglas eru þar og stærsta bjórframleiðslufyrirtæki landsins, Anheuser-Busch, er í bænum. St. Louis byggðist hratt upp um miðja síðustu öld. Hún var hliðið til vesturríkjanna því auð- veldasta leiðin vestur var með- fram Missouri-ánni sem fellur í Mississippi rétt norðan við St. Louis. Hvítu frumbyggjendur vestursins komu fljótandi á flek- um niður Illinois-ána, sem einn- 4g fellur í Mississippi rétt við St. Louis. Gufubátar stórfljótsins sigldu milli St. Louis og New Orleans. Skinnakaupmenn voru fyrstir til að hefja verslun í borginni, en verslun og skinn- framleiðsla ýmiss konar blómg- aðist ört og ekki var þess lengi að bíða að St. Louis yrði brugg- höfuðborg landsins. Lestarteinar í austur- og vest- urátt tengdust þegar Eads-brúin yfir Mississippi var opnuð við hátíðlega athöfn í borginni 4. júlí 1874. Á heimssýningunni sem haldin var í St. Louis 1904 var fyrst seldur rjómaís í Banda- ríkjunum og framtíðin brosti við bæjarbúum. En samgöngutæki þróuðust ört og mikilvægi ánna sem borgin stendur við minnkaði svo hún óx ekki og dafnaði eins hratt og á síðustu öld og er nú 15. stærsta borg Bandaríkjanna. Tvær óiíkar ástæður heyrast nefndar fyrir því hvers vegna St. Louis dróst aftur úr öðrum borg- um. Talsmaður McDonnell- Douglas sagði að bankastjórar og athafnamenn borgarinnar hefðu verið of íhaldssamir til að byggja upp og hefja nýjar fram- kvæmdir. „Ekki ein einasta ný- bygging var reist í miðborginni á árunum milli 1920 og 1959," sagði hann. „Afkomendur þeirra sem byggðu þessa borg kusu heldur að njóta afrakstursins af afrekum foreldranna en fjár- festa í nýjum framkvæmdum." James McDonnell var einn af fáum sem hættu sér út á hálan ís og opnaði framleiðslufyrirtæki 1939. Hann vonaðist til að geta lifað af eftirspurn eftir flugvéla- teikningum, pörtum og viðgerð- um. Fyrsta árið var erfitt en brátt gekk betur. Árið 1967 sam- einuðust fyrirtækin McDonnell og Douglas í Kaliforníu. Fyrir- tækið framleiðir nú t.d. DC 10- breiðþoturnar, F-orustuvélar og geimskip. Hin ástæðan fyrir afturför St. Louis er rakin til í Chicago. Ákvörðun yfirvalda þar er kennt um. Það var á sínum tíma vandamál í Chicago að áin sem rennur í gegnum borgina og var notuð sem skolpræsi féll í Michigan-vatnið sem borgin St. Louis séð úr Gateway-boganum. Busch-leikvangurinn sést til vinstri. Mjndir: >b Gateway-boginn er hæsta minnis- merki Bandaríkjanna og gnæfir yf- ir St. Louis. stendur við og borgarbúar sóttu drykkjarvatn sitt í. Borgaryfir- völd ákváðu að byggja stíflu til að skilja þetta tvennt að og breyta farvegi Chicago-árinnar. Ibúar Suður-IIlinois og Missouri sem sóttu drykkjarvatn sitt í 111- inois-ána og Chicago-áin átti að falla i, mótmæltu harðlega. En áður en dómstólar gátu kveðið upp dóm í málinu höfðu Chicago-búar sprengt fyrir stífl- unni og sendu nágrönnum sínum fyrir sunnan kveðju sína. Þeir sem heimsækja St. Louis í dag og líta lífið í kringum sig gætu haldið að borgin sé dauð úr öllum æðum og fæstir vildu búa þar. En það er ekki rétt. Endur- nýjun gamalla hverfa hefur haf- ist og matstaðir og smáverslanir eru að lifna við þar sem áður voru hlerar fyrir gluggum. Á hæðinni, eins og ítalska hverfið er kallað, eru lítil og snyrtileg hús og biðraðir við matstaði, jafnvel á miðvikudagskvöldum. Hætt er við að borgin missi Goldenrod „show“-báturinn stendur vió Eads-brúna á Missis- sippi. elsta, stærsta og siðasta „show“-bátinn á Mississippi- fljótinu suður til New Orleans innan skamms, en hún kemst væntanlega yfir það sem annaö. Goldenrod-báturinn hefur staðið í áratugi við Eads-brúna og verið stolt borgarinnar. Skáldsagan og leikritið „Showboat" eftir Edna Ferber gerðist um borð í bátn- um. Engin hætta er á að borgin missi annað stolt sitt sem er baseball-klúbburinn Cardinals. Þeir eru nú efstir í „austur- þjóðardeildinni" (Eastern Nat- ional League). Anheuser-Busch bjórfyrirtækið, sem framleiðir Budweiser, Busch og Michalobe, á Busch-leikvanginn sem er heimavöllur Cardinals og liðið sjálft. „Anheuser byggði ekki leik- vanginn," sagði Harold Gibbons, verkalýðsleiðtogi í borginni, „þeir keyptu hann. Annars eru Anheuser-bræðurnir ágætir, peningarnir hafa ekki spillt þeim.“ Anheuser-bræðurnir voru ekki í borginni til að segja álit sitt á borgarmálum eða base- ball-liðinu, en Jerry Tucker hjá verkalýðsfélagi starfsmanna í bílaiðnaði tók í sama streng og Gibbons. „Anheuser-fjölskyldan hefur ávallt borið hag borgar- innar fyrir brjósti. Kannski vegna þess að enginn myndi kaup bjór af fólki, sem óorð hefði á sér. McDonnel-Douglas selur ekki framleiðslu sína hér í bænum svo umhyggja yfir- manna þar fyrir borginni er öllu yfirborðskenndari." Hugmyndafræðingar hafa einnig látið ljós sitt skína í St. Louis. Barry Commoner, um- hverfismálafræðingur og forsetaframbjóðandi vinstri- manna 1980, bjó lengi vel í borg- inni. Kynferðisstofnun Masters og Johnson er við Washing- ton-háskólann, annan háskóla borgarinnar. Nú síðast hefur friðarhreyfingin í Bandaríkjun- um undir stjórn Randall Kehlers komið höfuðstöðvum hreyfingar- innar fyrir í St. Louis. Caron Fierke, talsmaður hreyfingar- innar, sagði að yfirveguð ákvör- ðun hefði verið tekin um stað- setningu höfuðstöðvanna. „Þetta var róttækt borg í gamla daga og það lfir mikið af þeim anda enn,“ sagði hún, „þótt borgin sé á yfirborðinu íhalds- söm og fastmótuð. Friðarhreyf- ingin hefði aldrei náð svona langt ef við hefðum verið stað- sett á austur- eða vesturströnd- inni. Við hefðum þá strax fengið vinstristimpil á okkur og ekki fengið fólk úr báðum flokkum til liðs við okkur." Götunöfn í miðborg St. Louis eru hin sömu og í Philadelphiu og arkitektúr miðborganna er mjög svipaður. En St. Louis á það sameiginlegt með friðar- hreyfingunni að hún væri ekki það sem hún er í dag, ef hún hefði verið á austurströndinni, hún væri þá aðeins önnur Phila- delphia eða Baltimore. Hún væri kannski stærri en hún er í dag, en færi á mis við slétturnar allt í kringum Mississippi-fljótið og fegurð Gateway-bogans. ab.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.