Morgunblaðið - 16.07.1982, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.07.1982, Blaðsíða 11
MORGUNBLADID, FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ1982 11 Á útleiö: Axel Sölvi Axelsson flugmaöur, Baldur Schröder flugvirki, Arngrímur Jóhannsson yfirflugstjóri, Stefán Bjarna- son yfirflugvétatjóri og Guömundur Magnússon flugstjóri. Spjall: Staingrfmur Harmannaaon ræöir við dr. Max Jaisli, yfir- mann iætlunarflugsdeildar flugmálastjórnar Sviss. Edda Guö- mundsdóttir, kona Staingrfma, í bakgrunninum. Móttaka: Haukur Biörnaaon atjórnarformaöur Arnarflugs og dr. Georg Wiederkehr, ræoismaöur okkar í ZUrich, bera saman bækur sínar. A áfangastaö: Fjórar af flugfreyjunum sex sem tóku þátt í jómfrúarferöinni. Frá vinstri: Guörún Haröardóttir, María Björk Wendel, Inga Jónsdóttir og Margrót Sigfúsdóttir. Stjórn Félags smábátaeigenda um framlengingu grásleppuveiða: Verndunarsjónarmiðum varpað fyrir borð með framlengingu veiðanna STJOKN Félags smábátaeig- enda hefur sent sjávarútvegs- ráðuneytinu bréf þar sem fram- lenging veiðiheimildar fyrir grásleppu er gagnrýnd. I bréfinu segir að með þessu sé verndun- arsjónarmiðum fyrir borð varp- að. Bréfið er svohljóðandi: „Stjórnin í Félagi smábáta- eigenda í Reykjavík lýsir undrun sinni á framlengingu á veiðiheimild fyrir grásleppu. Sjávarútvegsráðuneytinu ætti að vera vel kunnugt um hinn alvarlega aflabrest nú á grásleppunni. Engar rann- sóknir liggja fyrir, er skýra hvað veldur. Sé um ofveiði að ræða, er heimild til aukinnar veiði alröng ákvörðun og stórhættuleg. Einnig ríkir enn slæmt ástand á markaðnum fyrir grásleppuhrognin og aukin veiði viðheldur sölu- tregðunni. Svo er að sjá sem verndun- arsjónarmið, er grá- sleppukarlar hafa stutt, sé nú varpað fyrir borð með fram- lengingu á veiðunum. Stjórn félagsins er kunnugt um, að mjög margir grá- sleppuveiðimenn eru eindregið á móti aukinni veiði nú eins og á stendur, og benda á, að engin umræða eða samráð hefur ver- ið við þá höfð." Klassískar dragtirqg stakir jakkar Stundum er bestað klæðast eftirsinni eigin tilfinningu 5varb pekm Skólavöróustíg3 Reykjavik Símh25240

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.