Morgunblaðið - 16.07.1982, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.07.1982, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLADID, FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 1982 Millisvæðamót í skák hafið HIÐ fyrsta af þfemur millisvæða- móiiim í skák hófst fyrr í vikunni í Las 1'alma.s á Kanaríeyjum. Þar keppa fjórtán skákmei.starar um tvö sæti í næstu áskorendakeppni sem Enskt met í Ermar- sundssundi I)over. hngiandi, 15. júlí. AP ÁTJÁN ára gamall enskur piltur setti í dag nýtt met er hann synti yfir Ermasund frá Frakklandi til Dover, á átta klukkustundum og fimmtíu og tveimur mínútum. Hann bætti fyrra met sem Englendingur átti á bessari leið um 43 mínútur. Það var sett 1964. Charlesworth var hinn hressasti er hann lauk sundinu og læknir sagði að hann væri Ijómandi vel á sig kominn. Sá sem hefur synt yfir Erma- sund á stytztum tíma er Penny Dean frá Kaliforníu, sem synti frá Englandi yfir til Cap Gris-Nez í Frakklandi. Það var 29. júlí 1978 og synti hún á sjö klukkustundum og 40 mínútum. Fyrsti maðurinn sem synti yfir Ermasund var Matthew Webb, það var 1875 og tók sundið hann 21 klst. og 45 mínútur. hefst á næsta ári. Hin tvö milli svæöamótin fara fram í Toluca í Mexíkó í ágúst og í Moskvu í sept- ember. Keppendur á mótinu í Las Palmas eru þessir, taldir upp sam- kvæmt töfluröð: 1. Browne, Bandaríkjunum, 2. Pinter, Ung- verjalandi, 3. Ribli, Ungverja- landi, 4. Bouaziz, Túnis, 5. Suba, Rúmeníu, 6. Karlsson, Svíþjóð, 7. Tukmakov, Sovétríkjunum, 8. Petrosjan, Sovétríkjunum, 9. Larsen, Danmörku, 10. Smyslov, Sovétríkjunum, 11. Psakhis, Sov- étríkjunum, 12. Mestel, Englandi, 13. Sunye, Brazilíu, 14. Timman, Hollandi. I fyrstu umferð urðu úrslit þessi: Browne — Timman 0—1, Pinter Sunye, biðskák, Ribli — Mestel 'h—'h, Bouaziz — Psakhis 'k — 'h, Suba — Smyslov, biðskák, Karlsson — Larsen 0—1 og síðast en ekki sízt Tukmakov — Petrosj- an 1—0. Síðastnefndu úrslitin voru þau sem mest komu á óvart í fyrstu umferðinni, því Petrosjan tapar sárasjaldan skákum. Þá vakti at- hygli að nýjasta stjarna Sovét- manna Lev Psakhis, sem orðið hefur Sovétmeistari tvö ár í röð tókst ekki að yfirbuga stigalægsta þátttakandann, Bouaziz frá Túnis. Að sögn sérfræðinga þykja þeir Timman og Larsen, sem unnu báð- ir í fyrstu umferð, líklegastir til að komast áfram. Danmörk á öðrum end- anum á afmæli Ankers ANKER Jörgensen forsætisráð- herra Danmerkur varð sextugur 13. júlí, eins og frá hefur verið skýrt og í tilefni þess héldu landar hans honum veglega veizlu frá því snemma um morguninn og langt fram á kvöld. Arla afmælisdagsins var hann vakinn með söng og lúðra- blæstri, rauður slökkviliðsbíll ók með sírenum að heimili hans og slökkviliðsmenn buðu upp á einn gráan í morgunsárið. Fjöldi manns hafði safnast að heimili Jörgensen-hjóna og síðan voru ýmsir fulltrúar samtaka og ein- staklinga að streyma til þeirra fram eftir degi með gjafir og góðar óskir. Síðan var efnt til kaffiboðs í Folkets hus, sem danska alþýðusambandið á og komu þangað vinir og kunningj- ar, samstarfsmenn og pólitískir andstæðingar, fulltrúar frá borgarhverfinu Kristjaníu og stálu senunni að sögn danskra blaða vegna frumlegra gjafa sem þeir drógu upp úr pússi sínu og skenktu Anker. Ein stúlka úr Kristjaníu-hópnum hafði samið sérstakt lag tileinkað Anker og söng það hástöfum: „Til ham- ingju með afmælið og lífið. Það gleður okkur að þú skyldir fæð- ast" var viðlagið og tóku allir hressilega undir. Síðan héldu forsætisráðherrahjónin veglega móttöku í samkvæmissölum for- sætisráðuneytisins og um kvöld- ið fóru þau á Sirkusrevíuna, þar sem tvær danspíur enduðu með því að leiða Anker upp á svið SINDRA STALHR Fyrirliggjandi í birgðastöð Efnispípur ooOooooooQQq Fjölmargir sverleikar og þykktir. Borgartúni 31 sími 27222 SINDRA STALHR Fyrirliggjandi i birgðastöð ÁLPLÖTUR (ALMg3) Sæ- og seltuþolnar. Hálfhart efni í þykktum frá 0,8 mm — 6,0 mm. Plötustæroir 1250 mm x 2500 mm. Borgartúni31 sími 27222 Landvinningum Hollendinga á hendur Ægi konungi ætlar seint að Ijúka og nú eru þeir með á prjónunum að minnka Norðursjóinn eilítið með því að þurrka upp flóa við ósa Scheldt-árinnar. Þessir brimbrjótar eru hluti af stíflugarðin- um, allt að 55 metra háir og vega vafalaust einhver lifandis ósköp. Nærðist á hundamjólk Manila, Filippserjar, 15. júlí. AF. ÞRIGGJA ára gamall vannærft- ur drengur hefur nærst á mjólk úr spena tíkur ásaml hvolpi hennar, kom fram í dagblaöi í Manila í dag. Blaðið segir einnig að drengurinn, sem kemur frá fá- tæku heimili, hafi nýlega verið hleypt heim af spítala þar sem hann var í meðferð vegna van- næringar, hafi einnig tekið upp ýmsa hundasiði svo sem að gelta, bíta og klóra, þegar hann reiðist. „Á 26 ára starfs- ferli mínum hef ég aldrei áður komist í kynni við barn sem sýgur hundamjólk," sagði læknir sem fékk drenginn í hendur til lækninga. Læknir þessi lagði barnið inn á spítala í apríl sl. vegna vannæringar, en hann fór það- an fyrir tveimur vikum, er tal- ið var að líkamlegt ástand hans væri komið í samt lag eftir vannæringuna. „Þessi drengur er fullkomlega heil- brigður, svo mikið er víst," sagði læknirinn, en tók fram að hann væri nú á eftir jafn- öldrum sínum hvað snertir líkamlegan og andlegan þroska vegna vannæringar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.