Morgunblaðið - 16.07.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.07.1982, Blaðsíða 1
 155. tbl. 69. árg. FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Herlögin nauð- synleg til að hindra innrás — segir Jaruzelski, leiðtogi pólskra kommúnista \ arsjá. New York, 15. júlí. AP. WOJCIECH Jaruzelski, hershöfðingi og mestur ráðamanna í Pól- landi, segir í viðtali við pólska tímaritið Parade, að herlögin í landinu hafi verið nauðsynleg til að koma í veg fyrir jnnrás í landið, en segir hins vegar ekki hvaðan Pólverjum stafaði sú hætta. Einnig sakar hann Bandaríkjastjórn um að hafa með refsiaðgerðunum þrýst Pólverjum fastar upp í fangið á Sovétmönnum en ella væri raunin á. í viðtalinu við Parade ver Jaruzelski setningu herlaganna og segir, að þau hafi verið skárri kosturinn af tveimur 111— um því að þjóðin hafi verið á barmi borgarastyrjaldar og átt yfir höfði sér innrás erlends ríkis. Jaruzelski vildi í viðtalinu ekki láta hafa beint eftir sér, en fram kemur þó, að herlögin muni ekki verða afnumin í bráð heldur dregið smám saman úr þeim, að Lech Walesa og aðrir helstu framámenn Samstöðu verði ekki látnir lausir á næst- unni, „enda gæti það haft skelfilegar afleiðingar í för með sér", og að Jaruzelski er „afar bitur í garð vestrænna þjóða, einkum Bandaríkjamanna" vegna efnahagsþvingananna. Segir hann, að lífskjör lands- manna hafi versnað um 23% frá árinu 1980 og að skerðingin verði líklega komin í 30% áður en árið er á enda. Miðstjórn pólska kommún- istaflokksins kom í dag saman til tveggja daga fundar þar sem æskulýðurinn í landinu verður helsta umræðuefnið. Fyrirlitn- ing ungs fólks á kommúnista- flokknum veldur ráðamönnum áhyggjum og í Trybuna Ludu, málgagni flokksins, er vitnað til orða Jaruzelski þar sem hann skorar á fullorðið fólk að leita „félagsskapar" við ung- dóminn, sem skilji ekki, að stuðningur hans við Samstöðu „er ógnun við sjálfan grundvöll ríkisins". íran — írak: Loftárásir á borgir og bæi Hvorir um sig segjast hafa hrundið sókn hinna Chang Young-Ja, eiginkona Lee Chol-Hui, sem áður var einn af æðstu yfirmönnum suður-kóresku leyni- þjónustunnar, sést hér flutt í böndum í réttarsal í Seoul sl. miðvikudag, en hún er ein af sakborningum i gífurlegu fjárdráttar- og fjársvikamáli. Eiginmaður hennar og aðrir, sem við sögu koma, eru sagðir hafa dregið sér allt að einum milljarði dollara, á ellefta milljarð íslenskra króna. ai>. Sophia Loren boðaði í gær blaðamenn í Róm á sinn fund og tilkynnti þeim, að nú væri hún aftur á för- um frá föðurlandinu. Kvað hún ástæðuna vera þá, að hætt hefði verið við kvikmynd, sem hún ætlaði að leika í. Hún tók skýrt fram, að 17 daga vist í ítölsku fangelsi ætti þar engan hlut að máli, sagðist vera búin að jafna sig á henni og jafnvel farin að brosa á nýjan leik. AP Aröbum ber skylda til að taka við skæruliðum Nikósíu, Kýpur, 15. jútí. AP. ÍRANIR lýstu því yfir í dag, að her þeirra héldi velli á írösku landi og mæltu því í mót, að írökum hefði tekist að hrekja þá aftur austur yfir landamærin. frakar segjast hafa gert loftárásir á efnahagslega mik- iivæga staði í Vestur-íran og valdið þar miklu tjóni. Fréttum ber sem sagt ekki saman en Ijóst er, að hart hefur verið barist i dag. í tilkynningu írönsku herstjórn- arinnar segir, að „aumingjalegri gagnsókn" Iraka hafi verið hrund- ið eftir mikið hergagnatjón þeirra og harðar loftárásir íranskra flugvéla. Hinir síðarnefndu segj- ast hins vegar hafa hreinsað írak af írönskum hermönnum eftir að hafa króað þá af á litlu svæði við landamærin. Hvorug þjóðin leyfir erlendum fréttamönnum að fylgj- ast með gangi mála á vígvellinum og af þeim sökum er erfitt að meta sannleiksgildi frétta þaðan. írakar sögðu í dag, að Sýrlend- ingar hefðu aukið viðbúnað sinn á landamærum ríkjanna samtímis innrás írana. Sýrlendingar hafa stutt írani í Persaflóastríðinu og lengi hefur veriðgrunnt á því góða með þeim og Irökum. Stjórnir flestra Arabaríkja horfa með ugg á þróun mála og óttast vaxandi ókyrrð í löndum sínum ef ofstæk- isfull stefna Khomeinis á eftir að reynast sigursæl. í dag sökuðu Saudi-Arabar írani um samstarf við zíonista, ísraela, og sögðu að innrásin í írak væri beinlínis gerð til að draga athygli manna frá ástandinu í Líbanon. Wa.shington, Beirut, 15. júli. Al'. TALSMAÐUR Bandaríkjastjórnar sagði í dag, að Arabaríkjunum bæri skylda til að skjóta skjólshúsi yfir hermenn Frelsisfylkingar Palestínu- manna. sem nú væru í herkví og gætu litla björg sér veitt í Vestur- Beirut Athygli vekur orðið „her- menn" en skæruliðar hafa þeir jafn- an verið nefndir hingað til. Fundi með leiðtogum PLO var frestað í dag vegna veikinda Eliasar Sarkis, forseta Líbanons, og var haft eftir yfirmanni öryggismála PLO-samtak- anna, að nú ykjust stöðugt líkurnar á „blóðugu uppgjöri" á götum Beirut-borgar. „Nú er kominn tími til fyrir Arabaþjóðirnar að leysa þetta mál," sagði Dean Fischer, tals- maður bandaríska utanríkisráðu- — segir tals- maður Banda- ríkjastjórnar neytisins, en hingað til hefur ekk- ert Arabaríkjanna boðist til að veita liðsmönnum PLO viðtöku. Fischer sagði einnig, að PLO hefði fallist „í grundvallaratriðum" á að fara frá Beirut og er það í fyrsta sinn, sem Bandaríkjastjórn skýrir opinberlega frá slíku samkomu- lagi. Salah Khalaf, einn af leiðtogum PLO, sagði í dag útvarpsstöðinni „Rödd Palestínu", að þrátt fyrir endalausar samningaviðræður væru langmestar líkur á „blóðugu uppgjöri" á götum Beirut-borgar og að Palestínumenn myndu berj- ast þar til yfir lyki, jafnvel með hnefana eina að vopni. Fundi, sem vera átti í dag með líbönskum, bandarískum og pal- estínskum samningamönnum, var frestað vegna veikinda Sarkisar, forseta, en gert er ráð fyrir að hann verði haldinn á morgun, föstudag. I morgun kom til átaka milli ísraela og Palestínumanna við flugvöllinn í Beirut og í dag hafa ísraelskar orrustuflugvélar steypt sér yfir borgina með mikl- um gný en án þess að kasta niður sprengjum. Engar mútur til Brandts — segja forráðamenn Flicks-fyrirtækisins Bonn, 15. júli. AP. FORRÁÐAMENN vestur-þýska stórfyrirtækisins Friedrich Flicks segja í bréfi, sem þeir hafa sent saksóknaranum i Bonn, að Willy Brandt, formaður Jafnaðarmannaflokksins, hafi enga peninga þegið fri fyrirtæk- inu. Var þetta haft eftir talsmanni fyrirtækisins í dag en eins og fram hefur komið í fréttum eru Brandt og 40 aðrir frammámenn í vestur-þýskum stjórnmálum grunaðir um að hafa veitt viðtöku fé frá fyrirtækinu í kosningasjóð gegn skattaívilnunum. Fyrr í mánuðinum skýrði viku- ritið Der Spiegel svo fra, að nafn Brandts og 40 annarra stjórn- málamanna væri á „mútulista", sem fundist hefði á skrifstofum Flicks-fyrirtækisins í Dússeldorf en það er grunað um að hafa ver- ið mjög örlátt á fé í kosninga- sjóði flokkanna gegn tilhliðrun- arsemi í skattheimtunni. Eftir listanum að dæma átti Brandt að hafa tekið við þremur greiðsl- um, samtals að upphæð tæpar 800.000 ísl. kr. Brandt hefur harðlega neitað þessum ásökun- um. Þrír ráðherrar í stjórn Helm- ut Schmidts, flokksbróður Brandts, eru bendlaðir við þess- ar mútur, sem Der Spiegel segir, að séu „líklega mesta spill- ingarmál" í vestur-þýskri sögu. Rannsóknin beinist að meintum skattsvikum einstaklinga, fyrir- tækja og pólitískra flokka, 700 mál alls, og er reynt að komast að því hvort mútum hafi verið beitt í þessu skyni. Talsmaður saksóknarans í Bonn hefur skýrt frá því, að rannsóknin sé mjög umfangs- mikil, en ekki viljað staðfesta að Brandt komi þar við sögu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.