Morgunblaðið - 16.07.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.07.1982, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLADID, FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ1982 Njáll Benediktsson í Garði - Sjötugur í dag, þann 16. júlí eru rétt 70 ár síöan hinn velþekkti athafnamaö- ur Njáll Benediktsson leit fyrst dágsins Ijós, sumarið 1912. Þá um haustið þann 8. september var hann skírður af Utskálaprestin- um, er þá var Séra Kristinn Daní- elsson, þar prestur og síðar próf- astur á árunum 1903 til 1916. Njáll var hann latinn heita, og mér vit- anlega sá fyrsti með því nafni í Garðinum, þar skírður og þar bú- andi, og hefur lengst af á sinni 70 ára ævi setið þar einn að nafni hins fræga spekings Njáls Þor- geirssonar bónda á Bergþórshvoli í Landeyjum. Foreldrar Njáls voru hjónin Hansína Maríe Karlsdóttir, fædd á Blönduósi 17. maí 1973, og Bene- dikt Sæmundsson fæddur í Vatna- garði í Garði, 5. febrúar 1870. Þau . giftust 1905 og bjuggu í Gerðum þegar Njáll fæddist. Faðir Han- sínu var þýskur, hann hét Karl Gottleb Sentíur. Foreldrar Bene- dikts, afi og amma Njáls, voru Sæmundur Einarsson, Arnasonar, bóndi fæddur í Prestshúsum, og hans kona Þórunn Valgerður Guð- mundsdóttir, Arnasonar, fædd í Litla-Hólmi í Leiru. Það verður ekki um hann Njál vin minn sagt, að hann sé neinn nýgræðingur að ættum Suður- nesjamanna, þar koma við sögu forfeður hans fyrir tveimur til þremur öldum, úr Höfnum, af Miðnesi, úr Garði og Njarðvíkum. Bændur, lausamenn, vinnuhjú, formenn, prestar og hreppstjórar, að ógleymdum konum þeirra og barnsmæðrum, áttu margir þeirra að lokinni ævi legstað í kirkju- görðum viðkomandið staða, og nokkrir áttu sína votu gröf skammt frá landsteinunum þar sem þeir áttu heima. Má þar til nefna Einar föður Sigmundar bónda í Krókskoti á Miðnesi, hann drukknaði á Góuþræl þann 17. febrúar 1756. Sigmundur í Krókskoti var faðir Guðrúnar Sig- mundsdóttur, konu Árna Þorgils- sonar, Halldórssonar frá Kal- mannstjörn í Höfnum. Guðrún og Árni bjuggu í Hákoti og í Stapa- koti í Innri-Njarðvíkurhverfinu á síðustu áratugum 18. aldar. Sonur þeirra var Einar fæddur 3. maí 1770, hann tók við búskap í Stapa- koti eftir foreldra sína, hans kona var Ólöf Guðmundsdóttir frá Minna-Núpi í Gnúpverjahreppi. Einar bóndi var vel efnaður og nefndur Einar ríki, var formaður á fjögurramanna fari, haustið 1804, er hann drukknaði í fiski- róðri ásamt Nikulási Snorrasyni bónda í Narfakoti og tveim vinnu- mðnnum þeirra. Var Einar þá á fertugsaldri. Voru hans örlög þau sömu og afa hans og nafna voru nærri hálfri öld áður. Þau Ólöf og Einar eignuðust einn son, hann hét Árni, fæddur í Stapakoti 16. október 1793. Eftir að Einar drukknaði bjó Ólöf ekkja í Stapakoti í nokkur ár með Árna son sinn. Þá skildi leiðir, Árni fór út í Leiru, og síðar út í Garð. Þar giftist hann rúmlega tvítugur að aldri, prestsdótturinni frá Hval- nesi og Útskálum, Valgerði dóttur séra Eiríks Guðmundssonar og maddömu Ingibjargar Sveinsdótt- ur. Valgerður kona Árna var fædd að Meðalfelli í Kjós. Séra Eiríkur Guðmundsson var Prestur á Hvalsnesi 1796, fékk Utskála 1811. Dó 16. maí 1812. Fyrstu búskaparárin bjuggu þau Árni -og Valgerður á Þór- oddsstöðum í Miðnesi, síðar í Móa- koti, en lengst af í Miðhúsum í Garði í 25 ár. Voru í hjónabandi í 46 ár. Árni var meðhreppstjóri Þorgeirs í Króki á árunum 1834 til 1840, var greindur maður og vel að sér, ekki ólipur maður. Árni dó 22. febrúar 1866 örvasa og blindur. Valgerður Eiríksdóttir kona Árna dó 15. október 1859, 70 ára. Þau eignuðust 4 bórn, eina dóttur og 3 syni er upp komust, þau voru Ólöf, Guðmundur, Einar og Sigurður, eru miklar ættir komnar frá þeim hjónum Arna og Valgerði, mestar í Garðinum og svo víðar um land. Einar var næst elstur þeirra barna og bar hann nafn afa síns Einars Árnasonar í Stapakoti. Hann var fæddur í Móakoti 1816. Svo að afmælismaðurinn, hann Njáll, hverfi ekki alveg úr sögunni vegna forfeðra sinna skal nú áfram halda á beinni línu til hans. Einar Arnason ólst upp hjá for- eldrum sínum. Giftist laust fyrir 1840, Guðrúnu Sigurðardóttur, að líkindum Jónssonar bónda á Þurá í Ölfusi. Þau fóru að búa á öðru býlinu í Miðhúsum, fluttu þaðan að Þóroddstöðum, síðan aftur að Miðhúsum. Þeirra börn voru Árni, Sæmundur (afi Njáls), fæddur 28. febrúar 1840, Guðmundur, Val- gerður og Ólöf. Sæmundur ólst upp hjá afa sínum og ömmu, Arna og Valgerði í Miðhúsum. Hjóna- band Einars og Guðrúnar varði í tæpa tvo áratugi. Guðrún dó á besta aldrí, skömmu fyrir 1860. Sæmundur Einarsson, afi Njáls, fór um það leyti að búa í Prests- húsum með Þórunni Valgerði Guðmundsdóttur bústýru sinni, er seinna varð kona hans. Þau giftust 1860. Þórunn var sem fyrr segir fædd á Litla-Hólmi í Leiru 24. ágúst 1841, dóttir hjona er þar bjuggu þá, Guðmundar Árnasonar og Sól- veigar Þorkelsdóttur. Þau fluttu þaðan að Hafurbjarnarstöðum á Miðnesi. Guðmundur, langafi Njáls, var formaður á áraskipi frá prestsetrinu Útskálum á vetrar- vertíðinni 1845. Skip hans fórst framan við Króksós í ofsaútsynn- ingsveðri og miklum stórsjávar- gangi, þann 12. febrúar 1845. Með Guðmundi fórust þrír heimamenn og einn aðkomumaður. Sólveig Þorkelsdóttir ekkja hans giftist skömmu síðar Snorra Halldórs- syni frá Varmadal í Mosfellssveit. Þau bjuggu á Þóroddsstöðum á Miðnesi. Frá Prestshúsum fluttu þau Sæmundur og Þórunn að Vatnagarði, þurrabúð (skammt frá Miðhúsum). Eins og áður segir fæddist Bendikt sonur þeirra hjóna (faðir Njáls) þar á heimili þann 5. febrú- ar 1870. Þá höfðu þau foreldrar Benedikts eignast Sigurð 9 ára, Jón Guðmund 6 ára og Jón 4 ára. Seinna á áttunda áratugnum eign- uðust þau Einar, Júlíus Kristinn og Sólveigu. Sæmundur Einarsson í Vatnagarði dó 17. mars 1889, 49 ára gamall. Jón var einn bræðra Benedikts Sæmundssonar, var hann 4 árum eldri en hann. Jón fór sem aðrir bræðurnir, ungur að róa út á sjó- inn til fiskveiða og eins til að- drátta varnings í kaupstaðina, er á þeim tímum fór að mestu leyti fram sjóleiðis. Þegar Jón Sæ- mundsson, föðurbróðir Njáls var tvítugur að aldri var hann í skipsrúmi hjá Magnúsi Magnús- syni, er var nefndur múrari (múrsmiður), kirkjubygginga- manni, þess er upp hlóð kirkjuna í Innri-Njarðvík og Hvalsneskirkju að rniklu leyti. Magnús hafði í marsmánuði á vertíðinni 1887 far- ið til Reykjavíkur á báti sínum í kaupstaðarferð. Hafði hann tvo háseta með sér, annar var Jón Sæmundsson í Vatnagarði, 20 ára gamall. Hinn hásetinn var Guð- mundur Guðmundsson, 26 ára vinnumaður frá Gerðum. Guð- mundur kom árið áður frá Hró- bjargarstöðum í Hnappadalssýslu, vinnumaður að Gerðum til Sveins bróður Magnúsar formanns. Magnús Magnússon formaður á bátnum var þá 45 ára gamall, átti heima í Garðsvika í Garði, reynd- ur sjómaður, bróðir Sveins Magn- ússonar bónda og trésmiðs í Gerð- um. Þann 20. mars fóru þeir félag- ar frá Reykjavík áleiðis heim til sín í Garðinn, segir ekki af ferðum þeirra fyrr en þeir eiga aðeins eft- ir að taka land í Garðinum. Það varð nú ekki þeirra að lenda lif- andi þar, þeir fórust allir í lend- ingu í Varaós. Um Magnús látinn segir séra Sigurður Br. Sívertsen prestur á Útskálum: Var sniðugur formaður, en ofurhugi. Benedikt Sæmundsson faðir Njáls var og sjómaður sem nær allir verkfærir karlmenn á Suður- nesjum á hans starfsárum. Bene- dikt fór sem margir aðrir á sumr- in til sjóróðra á Austfjörðum. Sumarið 1914 reri Benedikt frá Stöðvarfirði, þar veiktist hann af lungnabólgu og dó þann 16. júní, 44 ára gamall. Var jarðsettur þann 19. júní, að kirkjustaðnum Stöð í Stöðvarfirði. Þegar Bendikt deyr er Njáll sonur hans tæpra tveggja ára gamall, þá um haustið fer hann í fóstur að Holti í Garði, til hjón- anna Soffíu Magnúsdóttur og Ingimundar Jónssonar. Hjá þeim ólst Njáll upp og frá þeim fermd- ist hann á hvítasunnudag vorið 1926. Á því vori áttum við Njáll okkar fyrstu kynni og samveru- stundir, er við gengum til spurn- inga hjá prestinum á Útskálum, sem þá var séra Friðrik J. Rafnar þar prestur á árunum 1916 til 1927, síðar prestur og vígslubiskup á Akureyri. Á þeim tímum var það með sanni sagt að ganga til prestsins, engin farartæki voru önnur en fæturnir. Við tveir úr Innra- Njarðvíkurhverfinu gengum sam- an út að Útskálum til og frá, 6—7 tíma gangur á dag. Síðan í þá daga hafa kynni okkar Njáls og á seinni tímum, vinskapur haldist. Njall er í þeim, að ég held, fámennari mannflokki sem ekki gleymir kunningjum sínum þegar heilsa þeirra brestur. Hef ég þar til sanninda sagnir þeirra er þess hafa notið af hans hálfu, auk þess er ég sjálfur hef reynt af honum, mú mörg hin siðustu árin. Hann hringir af og til, ekki til að fá, heldur til að halda uppi mannleg- um samskiptum og tryggðarvin- skap og öðru hvoru kemur Njáll í heimssókn o'g þá færandi hendi, eins og hans er von og vísa, sem rausnar- og gæðamanns. Þau eru mörg hugtökin og hand- tökin sem hann Njáll Benedikts- son hefur lagt fram til gagns og þrifa í sinni byggð um dagana, nú í nokkuð meira en hálfa öld. Strax á barnsaldri fór Njáll að vinna, þau verk er geta hans leyfði og tií féllu á heimili hans og til lands og sjávar. Þegar aldur og kraftar leyfðu fór hann að vinna hjá ná- grönnum sínum, bæði á sjó og á landi, þeir voru allir þekktir fram- fara og sómamenn. Tvær vertíðir reri Njáll hjá hinum farsæla afla- manni Gísla Árna Eggertssyni frá Kothúsum. Einnig reri Njáll hjá Guðlaugi Eiríkssyni á Meiðarstöð- um. Sjómaður og útgerðarmaður var Njáll í Staðarhverfi í Grindavík á árunum 1932 til 1933, átti þá að- setur á Vindheímum þar í hverfi. Um það leyti keyptu þeir Njáll og Guðmundur Jónsson á Rafnkels- stöðum saman 1 '/2 tonna vörubíl, er Njáll keyrði. Sá bíll kostaði 18.000 krónur að viðbættum 600 krónum, er hús og pallur kostuðu á komin. Níu sumur var Njáll í vegavinnu hjá Jónasi Magnússyni bónda og vegavinnuverkstjóra í Stardal í Mosfellsveit. Um 1950 gerðist Njáll útgerðar- maður, fiskkaupandi og fiskverk- andi, var um árbil eigandi og með- eigandi Mótorbáta. Fiskkaupin og fiskverkunin var þó lengst af hans aðalstarfsemi í þau 25 ár er hann vann á þeim sviðum að sjávar- aflanum, og síðustu árin hafði hann frystihús til viðbótar. Njáll hafði oftast nokkuð starfsfólk, vann að, og stjórnaði sjálfur því sem með þurfti til starfseminnar. Og allt gekk vel hjá honum Njáli, traustur maður með traust vinnu- afl. Og þegar hann hætti sjálfur rekstri sinna atvinnufyrirtækja, tóku synir hans Baldvin og Karl, við starfseminni. Þeir hafa fetað vel í fótspor föðursins, fært út, aukið og endurbætt á nútíma vísu. Nú á allra síðustu tímum hefur Njáll vinur minn að eigin sögn teki það rólega, starfað við fisk- mat og litið inn hjá sonum sínum, á starfsemi þeirra. Njáll hefur unnið að ýmsum fé- lagsmálum til góðra þarfa í sínu byggðarlagi. Að fortíð hefur Njáli þótt vert að hyggja, honum þykir gott að minnast þess sem var, ekki síður en kynnast því sem nú er, vill geyma minningu genginna Garð- búa, er gistu þar allt annan heim og lifðu við allt önnur lífskjör en þeir sem þar búa nú. Á aðfangadag jola 1937, giftist Njáll Málfrði Baldvinsdóttur frá Sultholtshjáleigu í Villinga- holtshreppi, Arnessýslu, dóttur hjónanna Baldvins Jónassonar og Þóru Kjartansdóttur. Auk áður- nefndra sona eiga þau hjón eina dóttur, Þóru Sigríði. Málfríði hef ég kynnst að nokkru til sömu áttar og manni hennar að öllu góðu, og meina að þau hjón hafi átt og eigi enn gott saman að sælda á sinni hjónabandsævi. Með innilegu þakklæti vii ég á þessum tímaótum á ævi Njáls, þakka honum og þeim hjónum fyrir varanlegan vinskap. Óska þeim, fjölskyldu þeirra og Njáli, afmælismanninum, sérstaklega heilla og hamingju á 70 ára af- mæli hans. Njáll verður fjarri heimili sínu á afmælisdaginn. Guðmundur A. Finnbogason Fræösluþættir frá Geðhjálp: Um ósakhæft geð- sjúkt fólk á íslandi Grein þessi er skrifuð í tilefni af því að þrátt fyrir mikinn þrýsting heilbrigðisyfirvalda, er miklum erfiðleikum bundið að sjá geðsjúku fólki, er dæmt hef- ur verið í öryggisgæslu, fyrir sómasamlegri vist hér á landi. Eina hælið er þeim býðst er fangelsi. Iðulega berast neyðar- óp sjúklinga og aðstandenda, kvartanir lækna og lögreglu til landlæknisembættisins, ráðu- neyta og annarra aðila vegna að- búnaðar þessa fólks. Læknar eru yfirleitt samdóma um að þetta fólk sé mjóg sjúkt á geði og þarfnist því öðru fremur gæslu á góðu sjúkrahúsi. Þessir sjúkl- ingar þjást m.a. af eftirtöldum sjúkdómum: Ooklofa (schizoprenia) lleilarýrnun m.a. vegna drykkjuK.vki. I .tov illu < skapyeroar) (pHykopathia). (¦reindar.skorli. Án efa má þó veita þessum sjúklingum verulega hjálp, ef þeir fá meðferð hæfra lækna, sálfræðinga og annarra fag; manna á góðum sjúkradeildum. I fangelsum er andrúmsloftið ekki hið sama og á sjúkrahúsum, auk þess sem illmögulegt er að veita stöðuga og góða hjúkrun eða lækningu þar. Sumir þessara sjúklinga eru mjög illa á sig komnir og þurfa sífellda gæslu. I reynd er umönnun okkar fólgin i því að geyma þessa sjúklinga í fangelsum eða senda þá til ná- grannalanda með ærinni fyrir- höfn fyrir sjúklinga, vandamenn og þjóðfélagið. Norrænar ná- grannaþjóðir hafa skotið skjólshúsi yfir þetta fólk, en nú er í flest skjól fokið þar vegna skorts á vistrými. • Þetta er ritað m.a. af því að einn þessara sjúklinga er dvalist hefur á erlendu sjúkrahúsi, er álitinn hafa náð góðum bata, og er því oákað eftir að honum verði liuin vist á íslensku sjúkrahúsi. Læknar hans taka jafnframt fram að fangelsisvist geti haft örlagaríkar afleiðingar í för með sér fyrir sjúkling. íslensk yfirvöld hafa svarað bréfum sjúklings og lækna og hafa ekki annað að bjóða fram en vist í fangelsi. Heilbrigðisyf- irvöld í viðkomandi landi hafa skotið skjólshúsi yfir hann áfram er þeim varð kunnugt um valkosti. Mjóg sjúkt fólk, sem þjáist af líkamlegum sjúkdómum, er oft vistað á gjörgæsludeildum bestu sjúkrahúsa. Þessar deildir eru dýrar í rekstri, enda þarf þar bæði vel þjálfað hjúkrunarliö og flókin tæki til þess að annast þessa sjúklinga. Geðsjúklingar þeir, sem ég geri hér að umræðu- efni, má með sanni nefna gjör- gæslusjúklinga geðsjúkrahúsa. Vist þeirra í fangelsum er með öllu ósæmandi þjóð, sem býr við þann kost, er við gerum. í mann- úðarlegu og læknisfræðilegu til- liti er þessi meðferð ekki viðun- andi. A íslandi eru rúmlega 16 sjúkrarúm fyrir 1000 íbúa, eða fleiri en þekkist viða í Vestur- Evrópu, og læknafjöldi er einn á 560 íbúa. Fjöldi þessa ólánssama fólks er 1—2 á ári og er því vart hægt að bera við plássleysi. Eg legg því til að þessir sjúkl- ingar fái framvegis þá umönnun, er þeim ber, og að þeim verði und- anbragðalaust búinn siaður á geðdeildum eða þá í vei búnu hús- næði í nánum tengslum við þær. Nú hafa verið lagðar fram áætlanir um nýbygginar á fang- elsum. Því ber að fagna, en vita- skuld verður nokkurra ára bið þa- til þær byggingar sjá dags- ins ljós. Trúlega höfum við meiri þörf fyrir sjúkrahæli en fangelsi fyrir fólk það er dvelst í fangels- um okkar í dag. Ég tel mjög brýnt að nú þegar verði útvegað heppilegt hús fyrir ofannefnda sjúklinga. Olafur Ólafsson, landlæknir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.