Morgunblaðið - 16.07.1982, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.07.1982, Blaðsíða 17
MORGUNBLADID, FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ1982 17 u eftir ið Leif kílómetra frá Hellu. íslandsmótið í svifflugi er haldið á tveggja ára fresti, og dveljast fjöl- skyldur og aðstoðarmenn keppenda í tjaldbúð innan flugvallarsvæðisins á Hellu allan mótstímann. Litlar flugvélar leggja leið sína til Hellu mótsdagana, og svo mikill er áhug- inn, að flugstjórar Flugleiða í inn- anlandsfluginu, sem margir hverjir byrjuðu sinn flugferil í sviffluginu, kalla Hellu gjarnan upp og spyrja um stöðuna er þeir fljúga milli staða. Suourevri: Gunnlaugur B. Arnaldsson rafvirki: Margir flytja burt vegna óöryggis í atvinnumálum „ÞAÐ var í byrjun janúar síðastlið- inn, strax eftir að nýju eigendurnir (SÍS) tóku formlega við rekstrinum á togaranum, að vélstjórinn var sendur til mín til að segja mér, að ég sæi ekki lengur um viðhaldið á tog- aranum." Það er Guðlaugur B. Arn- aldsson, sem til skamms tíma var sjálfstæður rafvirkjameistari á Suð- ureyri, sá eini á staðnum, sem í sam- tali við Morgunblaðið segir frá þvi, hvers vegna hann fer að flytjast frá Suðureyri. „Ég hef, allt frá því togarinn var keyptur hingað, séð um við- haldið á honum, fyrst sem starfs- maður Fiskiðjunnar Freyju hf., sem er stærsti eigandi togarans, og síðan eftir að ég byrjaði sjálf- stætt, var mér falin vinnan áfram. Ég sá mína sæng upp reidda, því að viðhaldið á togaranum hafði verið mitt stærsta verkefni og þegar mér var sagt upp þessu verkefni, minnkuðu atvinnumögu- leikarnir það mikið, að við hjónin tókum þá ákvörðun að flytjast í burtu og reyna fyrir okkur annars staðar. Auglýstum við húsið til sölu. Konan mín er héðan og við höfum búið hér síðan 1966. Seinna var ég síðan kallaður fyrir stjórnendur fyrirtækisins og sagt, að starfsmenn Fiskiðjunnar ætluðu að annast mín störf sjálfir, en mér var boðinn tveggja mánaða aðlögunartími, sem ég afþakkaði, enda var ég búinn að fara með mitt dót í land og taka ákvörðun um að flytjast í burtu. Næstu mánuði notaði ég síðan til að ljúka þeim smáverkefnum, sem ég hafði tekið að mér og í lok mars fór ég síðan að vinna sem rafvirki á ísa- firði. Fyrir nokkrum árum keypti ég tveggja hæða einbýlishús á Suður- eyri. Hvor hæð er 130 fermetrar en ég var með verkstæði á neðri hæðinni. Ég auglýsti það strax í byrjun janúar en húsið er enn óselt. Aðeins einn maður hefur sýnt því áhuga, en það kom ekkert út úr því. Ég setti á húsið 1,1 til 1,2 milljónir króna, en brunabóta- matið var þá um 1,5 milljónir. Brunabótamatið nú, mun vera 1,8 til 1,9 milljónir króna. Þetta er að sjálfsögðu ákaflega bagalegt fyrir okkur, því allt fjármagn er bundið í þessu húsi og meðan við getum ekki selt það, er ekki hægt að kaupa annars staðar. Við eigum tvö börn á skólaskyldualdri og skólarnir fara að byrja. Eitt er víst, að við erum ákveðin í að fara og krakkarnir byrja ekki í skólan- um hérna á Suðureyri í haust. En hvar við lendum, það er óljóst enn. Almennt um þennan stað og ástandið má segja, að það er ekki atvinnuleysi heldur óöryggi í at- vinnumálum m.a. vegna eigenda- skipta á stærsta atvinnutækinu, sem er þess valdandi að margir ætla að flytjast héðan. Því má einnig bæta við, að Suðureyri er einn kaldasti staður landsins, en samt búum við við eitt hæsta orkuverð landsins. Símakostnaður hér er miklu hærri en annars staðar, eins og könnun sem gerð var í fyrra sýnir. Fólk hér þarf að hafa þriðjungi meiri tekjur en fólk á Suðurlandi, t.d. til að hafa það jafn gott og það. Félagslíf er einn- ig orðið mjög lítið. Þorpið er mjög einangrað og vetur, eins og síð- astliðinn vetur þegar snjórinn kom í byrjun september og var fram í júní, hefur mikil áhrif á fólkið." Óskar Sigurðsson trésmiður: Enginn kaupir húsin okkar meðan verkamannabústaðir eiga að rísa í haust „OKKUR sem eigum hér hús til sölu finnst það óréttlátt og skjóta skökku við þegar nota á almannafé til að byggja íbúðir hér, þegar fyrir liggur, að við þurfum að negla fyrir glugg- ana á okkar húsum," segir Oskar Sigurðsson í samtali við Morgun- blaðið. Óskar er trésmiður og var með eigið trésmiðaverkstæði á Suð- ureyri þangað til í fyrrasumar, að hann réð sig til starfa í lögreglunni á ísafirði þar sem hann starfar nú. Óskar, sem er Hafnfirðingur, hef- ur búið á Suðureyri i 10 ár og er með finim manna fjölskyldu. Óskar hefur verið að byggja tveggja hæða einbýl- ishús um 140 fermetra hvor hæð og var hann með trésmíðaverkstæði á neðri hæðinni. Þar standa vélarnar reyndar enn. Húsið er ekki fullklár- að, en raetið til brunabóta á um 1,5 milljón krónur. Óskar segir: „Síðan ég auglýsti húsið til sólu í febrúar síðastliðnum hefur enginn sýnt ihuga á kaupum á því. Allir hugsan- legir kaupendur sækja um raðhúsin, sem á að fara að byggja sem verka- mannabústaði. Ég sit því uppi með sumarbústað upp á tvær hæðir að verðmæti eitthvað á aðra milljón króna, og starfa i öðru sveitarfélagi þar sem ég verð að leigja því ég get ekki keypt mér íbúð á meðan húsið er óselt." Aðspurður um ástæður þess, að hann ákvað að flytja, segir Óskar Sigurðsson: „Ég hef starfað hér á Suðureyri í aukavinnu. I fyrra- sumar ákvað ég að skipta um vinnu og gerast lögreglumaður í fullu starfi og flutti þess vegna til ísafjarðar. Ég tel ekki, að fólk sé að flytjast frá Suðureyri vegna at- vinnuleysis, þó að hægt sé að kenna atvinnuástandinu um það að miklu leyti. Þar á ég við að atvinnulíf á Suðureyri er mjög einhæft og vilji fólk breyta um at- vinnu er ekki um annað að ræða en að flytjast búferlum. Þannig er um mig og eftir því sem ég veit best um fleira fólk. Ég veit ekki betur en að í þeirri atvinnugrein, sem ég stundaði séu næg verkefni. Hitt er svo annað mál, að eigenda- skiptin á aðalatvinnufyrirtæki staðarins hafa sjálfsagt haft í för með sér ýmsar breytingar á hög- um manna og virðist svo sem einkaframtakið eigi í mikilli vök að verjast hér eftir þessar breyt- ingar eins og nýleg dæmi sýna." „Ástæðuna fyrir sölutregðu á húsum á Suðureyri tel ég eiga aðra sögu. Til skamms tíma var hér mikill hörgull á húsnæði og seldust hús og íbúðir yfirleitt jafnóðum og þau komu í sölu. Á undanförnum árum hafa verið byggð tvö fjölbýlishús með sam- tals 16 íbúðum samkvæmt svoköll- uðu leigu- og söluíbúðahverfi á vegum Húsnæðismálastofnunar ríkisins. Og nú í haust á að hefja byggingu sjö verkamannabústaða í raðhúsum, þó það liggi ljóst fyrir að húsnæðismarkaðurinn sé mett- ur, þar sem fólksfækkun hefur orðið og næg hús til sölu. Þessar félagslegu byggingar í svo miklum mæli hafa að mínu mati haft í för með sér neikvæðar afleiðingar. Nú er svo komið, að einstaklingar láta sér ekki detta í hug að basla í mörg ár við að byggja eigin hús- næði eins og menn hafa verið að gera í áratugi, því það er miklu auðveldara að kaupa tilbúnar íbúðir í verkamannabústöðum þar sem viðkomandi þarf einungis að greiða 10% af kaupverðinu út og fær það sem eftir er lánað til 42 ára. Og ef að því kemur, að fólk vilji flytja búferlum hefur sveitar- félagið kaupskyldu samkvæmt lögum. Svo virðist. sem hver sem er eigi kost á að kaupa íbúð sam- kvæmt þessu kerfi, sem ætlað er láglaunafólki. Nú orðið dettur því engum í hug að byggja upp á eigin spýtur þegar þeir fá aðeins lánað brot miðað við hina og verða að brúa bilið með vaxtaaukalánum. Bygging þessara íbúða hefur og verið með þeim hætti, að aðkomu- menn hafa komið á staðinn og byggt þ*r á skömmum tíma og síðan farið aftur þannig að ansi lítið hefur orðið eftir í byggðar- laginu. Uppbygging á þjónustu- iðnaði hefur því engin verið á staðnum. Hafa ráðamenn lítinn skilning haft^áað gera heima- mönnum kleiftað taka að sér ýmis stærri verk. Því má að lokum bæta við að við höfum boðið hús okkar til sölu sem verkamannabústaði en hreppsnefndin heldur samt áfram áformum sínum um bygg- ingu raðhúsanna þrátt fyrir gjör- breyttar aðstæður."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.