Morgunblaðið - 16.07.1982, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.07.1982, Blaðsíða 32
Síminn á afgreiöslunni er 83033 Jtlorgimulnoift ytov&tmbUfoib Sími á ritstjórn og skrifstofu: 10100 FÖSTUDAGUR 16. JULÍ 1982 Suðureyri Bjóða hreppnum húsin til sölu „VII) HÓFUM boðið hús okkar til sölu scm verkamannabústaði en hreppsnefndin heldur samt áfram Féll fram af svölum á 4. hæð I»Af) SLYS varð við Æsufell í Breiðholti að maður féll fram af svölum á fjórðu hæð og slasaðist al varlega. Maðurinn var fluttur á gjörgæzlu- deild Borgarspítalans og var hann þá meðvitundarlaus. Er Morgun- blaðið fór í prentun í gær var hvorki kunnugt um tildrög slyssins né voru meiðsli mannsins fullkönnuð. áformum sinum um byggingu raðh- úsanna, þrátt fyrir gjörbreyttar ao- stæður," segir Oskar Sigurðsson, lögreglumaður á Isafirði, áður trésmiöur á Suðureyri, í samtali við Mbl., en hann er eigandi eins þeirra húsa, sem nú eru til sölu á Suður- eyri. í samtalinu segir Óskar, að í haust eigi að hefja byggingu sjö verkamannabústaða í raðhúsum á Suðureyri, „þó það liggi ljóst fyrir að húsnæðismarkaðurinn sé mett- ur, þar sem fólksfækkun hefur orðið og næg hús til sölu. Sjá viðtöl við Óskar og Guð- laug Arnaldsson í miðopnu. Haukur Benediktsson, framkværndastjóri Borgarspítalans: Neyðarástand ríkir vegna skorts á hjúkr unarfræðingum — fráleitl að ráðuneytiö skuli ekki hafa tekið á þessu fyrr „ÞAÐ EK Ijóst að hér á landi er um alvarlegan skort á hjúkrunarfræo- ingum að ræða. Ég hef ekki orðið var við að þeir sæki neitt frekar í starf eftir að samið var við þá í vor og vegna þessa skorts rikir nánast neyðarástand á Borgarspítalanum. I»að vantar nú hjúkrunarfræðinga í um 20 stöður og vegna þess hefur ein deild eða hátt í 40 rúm verið algjörlega lokuð un nokkurn tima og stafar það ekki eingöngu af sumar- leyfum. Auk þessa vantar svo hjúkr- unarfræðinga á nær allar deildir spítalans eins og er," sagði Haukur Benediktsson, framkvæmdastjóri Borgarspítalans, í samtali við Morg- unblaðið í gær. Aðspurður um það hvað til ráða væri sagði Haukur, að fyrir mörg- um árum hefði átt að fjölga fólki í námi, það hefði verið meira og minna lokað fyrir fólki, sem hefði viljað læra þetta. Þessi þróun hefði fyrir löngu verið ljós og á hana bent, en ekki farið eftir því og þetta væri að hefna sín grimmilega núna. Engar lausnir væru til, sem gætu leyst vandann á nægilega skömmum tíma, þann- ig að þetta neyðarástand myndi eflaust vara nokkuð lengi enn. „Það er forkastanlegt að ekki skuli hafa haldizt í hendur í upp- byggingu heilbrigðiskerfisins, bygging stofnana og fjölgun hjúkrunarfræðinga. Það ættu ekki að vera neinir annmarkar á því að ganga þá námsbraut frekar en aðrar. Það er alveg fráleitt að það ráðuneyti, sem stjórnar þessu, skuli ekki hafa tekið á þessu löngu fyrr, en þess í stað látið blekkjast af hugmyndum um hundruðir hjúkrunarfræðinga, sem heima sætu vegna lágra launa. Það hefur komið í ljós að framboð á hjúkr- unarfræðingum hefur ekki farið vaxandi, þrátt fyrir miklar launa- hækkanir í vor," sagði Haukur Benediktsson. MorgunblaAiA.' Kmgnar Aielsson. Slapp lítt meiddur úr brotlendingu FLUGMAÐUR svifnugvélar slapp með minni háttar meiðsli er hann brotlenti svifflugu sinni við bæinn Læk í Holtahreppi í gær. Flugmað- urinn tók þátt í íslandsmótinu í svifflugi, sem nú stendur yfir á Hellu. Svifflugan er skemmd, en ekki talin ónýt. Svifflugan brotlenti er hún átti ófarna 16 kílómetra til Hellu úr þríhyrningsflugi frá Hellu um Búrfellsvirkjun og Torfastaði í Biskupstungum. Tókst flug- manninum ekki að ná inn á ný- rækt við bæinn Læk er hann var að missa hæð á bakaleiðinni, og lenti á ósléttu svæði skammt frá Læk. Stöðvaðist svifflugan á skurðbarmi. I lendingunni brotnaði vinstri vængur svifflugunnar, sem var af gerðinni K-8B, og einnig vattst upp á búk flugunnar. Flugmaðurinn steig óstuddur út úr flugunni en kvartaði undan bakverkjum. Var hann fluttur í Borgarsjúkrahúsið í Reykjavík, en reyndist lítt meiddur. Svifflugan bar einkennisstaf- ina TF-SAR og var í eigu Svif- flugfélags íslands. Sjá nánar um svif flugmótið á miðopnu. Reykjavíkurborg — ríkið — háskólinn: Viðræður um hluta Keldna- lands sem byggingasvæði BORGARSTJÓRN samþykkti á fundi sínum í gærkveldi skipulagsforsögn og að gert verði deiliskipulag að næsta byggingasvæði borgarinnar við Grafar- vog. í umræðum um máiið kom það fram hjá Davíð Oddssyni borgarstjóra, að óformlegar viðræður hefðu farið fram á milli borgaryfirvalda annarsvegar og Háskólans og forsætisráðherra hinsvegar, um að borgin fengi hluta af Keldnalandi til bygginga. Einnig kom fram hjá Davíð að áætlað væri að á Grafarvogssvæðinu yrði um 2.000 lóðum úthlutað. Að samþykktinni í borgarstjórn stóðu borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins, en á móti voru fulltrúar Alþýðubandalags og Kvennafram- boðs. Fulltrúar Framsóknarflokks og fulltrúi Alþýðuflokks sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. I umræðum kom m.a. fram hjá minnihlutanum að mál þetta hefði litla umfjöllun fengið og ekki væri faglega staðið að afgreiðslu þess. J. málsins, ekki á efnishlið þess. Lagt var til að málinu yrði vísað til Borgarskipulags, en sú tillaga var felld. Kristján Benediktsson borgarfulltrúi Framsóknarflokks- ins sagðist þó ekki gagnrýna, að sjálfstæðismenn gengju rösklega til verks. Davíð Oddsson borgarstjóri sagði að ekki hefði komið fram gagnrýni á annað en formhlið „Grundvallaratriði að fækka skuttogurunum — segir Þórður Fridjónsson formadur efnahagsnefndar ríkisstjórnarinnar „JAFNHLIÐA því að veitt verður einhver hugsanleg aðlögunaraðstoð til togaraflotans, þarf að ganga frá framtíðarrekstrargrundvelli fyrir fiskiskipaflotann. Það þarf að taka afstöðu til hversu mörg fiskiskip við eigum að gera út i landinu og um leið að hyggja að fleiri atriðum, eins og afkomu og aflahorfum," sagði Þórður Friðjónsson formaður efna- hagsnefndar rikisstjórnarinnar þeg- ar Morgunblaðið ræddi við hann í gær. Þórður starfaði með „Storm- sveitinni" svokölluðu, sem gerði tillögur til ríkisstjórnarinnar um lausn á rekstrarvanda togaraflot- ans. Þórður var ekki sammála nefndarmönnum að öllu leyti. Ti) dæmis skrifaði hann aðeins undir greinargerðina, sem fylgdi tiilögu- gerðinni, og með fyrirvara um að byggja þyrfti tillögugerð um að- gerðir í sjávarútvegs- og fiskveiði- málum á víðari grunni, en grein- argerðin gaf til kynna. „Þegar rætt er um framtíðar- afkomu fiskiskipaflotans, þá þurf- um við að geta gengið útfrá ákveðnum forsendum um hve mik- inn afla við eigum möguleika á að veiða á ári hverju. Það þýðir ekki að halda áfram sífelldri stækkun fiskiskipaflotans við núverandi ástand. Ég held að það sé grund- vallaratriði að fækka skuttogur- unum eitthvað, í því skyni að veita þeim skipum, sem eftir eru sæmi- lega afkomumöguleika. Því er ekki hægt að slíta í sundur þau atriði, sem nú er við að glíma, annarsveg- ar það skammtímavandamál, sem við glímum við nú og hinsvegar frambúðarvanda. Hann verður að leysa um leið," sagði Þórður Frið- jónsson að lokum. Hann sagði að tillögur sjálfstæð- ismanna þyrftu engum að koma á óvart og nauðsynlegt væri að bregðast hart við í skipulagsmál- um, því lóðaskortur væri yfirvof- andi. Hins vegar kæmi það vinstri flokkunum greinilega a óvart að menn létu hendur standa fram úr ermum. Eins og fram hefur komið í Mbl. á að úthluta Vi hluta lóða á Graf- arvogssvæðinu næsta vor, og sam- kvæmt skipulagsforsögn eiga 55% lóða á svæðinu að vera undir ein- býlishús, 30% undir raðhús og 15% undir íbúðir í fjölbýli. Blikksmið- ir felldu FÉLAG blikksmiða felldi heildar- kjarasamninga ASÍ og VSÍ og VMSS á fundi sínum siðastliðinn miðviku- dag. Féllu atkvæði þannig að með voru 2, 8 á móti og 11 sátu hjá. Atkvæðagreiðslu um samningana hafði áður verið frestað. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins munu samningarnir hafa verið felldir vegna þess, að félags- menn töldu sig ekki geta samið um skerðingu á launum sínum. Þá hefur það einnig haft mikil áhrif á félaga að blikksmiðir vinna mikið við byggingaiðnaðinn og telja þeir sig ekki geta unnið samhliða upp- mælingarmönnum við húsbygg- ingar á helmingi lægri launum en þeir, en með sömu afköstum. Félag blikksmiða mun nú íhuga stöðu sína, en ekki er ljóst hvert næsta skrefið verður samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.