Morgunblaðið - 16.07.1982, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.07.1982, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLADID, FÖSTUDAGUR 16. JULI 1982 EAGLEAIR EAGLEAIR EAGLEAIR Samnier timetabk H2 RfWMVIK-DUSSflJ>0«f-RfYKJ»VIK RfYKJ»VIK-»MSTfRO»*l-RfYKJÍVIK RfYKMVIK-ZURKH-RfYKUVIK Summer rimetatieK RIYKMVIK ÐUSSfUX«F-RfYKJ*VM( REYKMWK »*UTERD«lll-REYKJ*VIK REYKJ»VIK-ZURKH-REYKJ»VIK I p - ¦ -- j—. Summer timetahle K RfYKWVlK-DUSSflDORf-RfYIUAVW REYKJ*V1K-»*1STER0»M-REYKJAVIK REYKJ»VIK-ZURKH-REYKJ*VIK '¦¦»» ^EAGLEAIR ^EAGLEAIR &EAGLEAIR Arnarflugsmenn slíta barnsskónum Ef þú týnir áttunum í Ziirich og ert samt svo forsjáll að vera staddur á flugvellinum í þeirri ágætu borg, þá væri kannski reynandi fyrir þig að príla í snarheitum uppá nærstaddan stól og hrópa hástöfum á grænu stúlkuna. Hún er þarna iðulega á ferðinni á vegum Arnarflugs og á einmitt að greiða götu ís- lenskra ferðamanna sem eru sigldir í strand, eins og raunar starfssystir hennar í Amster- dam sem ber eins og Arnar- flugsstúlkan í Sviss hinn hvanngræna einkennisbúning félagsins. Forystumenn þess lögðu enda sérstaka áherslu á þjónustuþáttinn í utanlandsút- gerð Arnarflugs í samtölum sín- um við fréttamennina sem slóg- ust í förina á dögunum í jóm- frúrflugi félagsins til Ziirich, Diisseldorf og Amsterdam. Reynslan sýnir að íslenskir ferðalangar eru margir hverjir dálítið smeykir við að leggja í útlandið leiðsagnarlausir og leita þá skjóls og öryggis í bless- uðum hópferðunum þar sem þeir eru undir verndarvæng eldklárra fararstjóra sem sjá um að þeir halda ekki eins og kólfi væri skotið norður til Múrmansk þegar þeir ætluðu satt að segja suður til Mílanó. Grænklæddu stúlkurnar sem fyrr eru nefndar eru partur af þeirri yfirlýstu stefnu Arnar- flugsmanna að hjálpa íslenskum ferðalöngum að standa á eigin fótum á erlendri grund. Það er að vísu allsendis út í hött að hafa af því minnimátt- arkennd úti í Sviss þótt menn teljist ekki til þeirra innfæddu. í þessu landi sem telur á sjöundu milljón íbúa en er samt vel helmingi minna en ísland er nær fimmti hver maður af er- lendu bergi brotinn. Það er að auki alkunna að það er einn mikilvægasti þátturinn í þjóðar- búskap Svisslendinga að sýna erlendum ferðalöngum góðu hliðarnar á sér. Og víst er það að fáar þjóðir kunna þar betur til verka. Sæmilega verseraður ferða- maður veit auðvitað mætavel að hann þarf rýmri tíma en tvo þrjá daga til þess að komast til botns í ókunnu umhverfi. Vissar staðreyndir blasa þó tíðast við ef menn eru allsgáðir. Það fer að teljast til tíðinda illu heilli að mönnum finnist þeir vera sæmi- lega óhultir í erlendri borg eftir sólsetur að minnsta kosti, en ég fann ekki betur þarna úti í Ziir- ich en að sumarkvöldið væri jafn indælt og friðsamlegt og sólbjartur dagurinn. Þótt hún telji nær 400 þúsundir íbúa sýn- íst hún blessunarlega Iaus við þann leiðindalýð sem mengar umhverfið í langtum of mörgum borgum. Hún er. að auki falleg og velsældarleg og hreint með eindæmum snyrtileg. Ég hef ekki í annan tíma komist í jafn- mikinn vanda með pípuna mína. Að banka úr henni á götu í Ziir- ich hefði verið næstum eins ruddalegt og að berja úr henni á sinnepsgula gólfteppið í hótel- herberginu mínu. Jafnvel þar sem risakranar eru að hífa ný- byggingar uppúr laufskrúðinu með tilheyrandi brauki og bramli, þar er allt í röð og reglu, hver hlutur á sínum stað, rétt eins og ein af þessum bústnu og broshýru bændakonum sem maður sér á svissneskum póst- kortum hefði farið þar um með sópinn sinn. Það er alveg maka- laust hverju hægt er að áorka þar sem menn bera svolitla virð- ingu fyrir sjálfum sér og grönnum sínum og umhverfi sínu. Grát, ástkæra Austur- stræti. Það rann líka upp fyrir mér um það leyti sem ég var að kveðja staðinn að þrátt fyrir þó nokkra yfirferð og nokkurra stunda ráp um hjarta þessarar vingjarnlegu borgar hafði ég ekki í eitt einasta skipti gengið fram á lögregluþjón. Ég veit ekki hvar þeir geyma þá, nema hvað Hulduherinn sællar minn- ingar sem þeir skemmtu okkur með í sjónvarpinu var ekki ósýnilegri. Ég er ekki að gera því skóna að lögreglan sé útdauð á þessum slóðum; en þetta segir samt sína sögu ætla ég. Allar stássferðir af þessu tagi, þegar við íslendingar erum að hasla okkur völl á erlendum vettvangi eru eins og gefur að skilja ærið keimlíkar. Dauð- feimnar litlar stúlkur rétta fyrirfólki blómvendi, flagg- stangir blómstra þjóðfánum, virðulegir forystusauðir skipt- ast á virðulegum ávörpum, kampavínið freyðir og brauð- tertur þjóta um loftin á silfur- fötum, sparibros eru tekin fram og myndavélablossar lýsa upp reykjarkófið og síðast en ekki síst er upplýsingastreymið um tilgang þessa alls svo geigvæn- legt að jafnvel hörðustu frétta- menn vikna undir lokin. Það kann að vera barnalegt, en samt er ekki örgrannt um að maður sé dálítið upp með sér þegar við íslendingar erum að minna út.- lendinginn á tilveru okkar með strandhöggi af þessu tagi. Það var gert af myndarskap í þess- ari ferð með þá Arnarflugsmenn í broddi fylkingar. Ég sá heldur ekki betur en að íslandskynn- ingin sem efnt var til í Zúrich félli í góðan jarftveg, þar sem Pétur Eggerz sendiherra, sem þjónar bæði Vestur-Þýskalandi og Sviss, gegndi gestgjafahlut- verki. Svissnesku gestunum lá síður en svo einhver ósköpin á að yfirgefa samkvæmið, ungu og frjálsmannlegu landarnir sem sýndu íslensku ullarflíkurnar gerðu dúndrandi lukku og fjór- um íslenskum gæðingum var líka tekið með dynjandi lófataki þar sem þeir sýndu hvað í þeim bjó í skrúðgarðinum handan við Sihl-ána. Amsterdam hefur hrjúfara yfirbragð en Ziirich og ber það enda með sér að hún er verald- arvanari. Mér virtist við skjóta yfirferð að mannlífið væri skræpóttara þarna — ef svo mætti að orði komast. Það væri auðvitað út í bláinn í svona flýt- isspjalli að fara að skeggræða um síkin þeirra í Amsterdam svo að eitthvað sé nefnt; ég gæti rétt eins byrjað að masa um tréklossana og túlípanana og vindmyllurnar sem hvert heims- barn þykist vita að Hollend- ingar séu að drukkna í. Hitt má gjarna minna á að Amsterdam er vitanlega sögufræg borg og iðandi af lífi og að þar drjúpa Rembrandtar af hverju strái — ef svo mætti enn að orði komast. Þeim hjá Arnarflugi er líka í mun að vekja á því athygli að í þessari heimsborg stendur ferðalangurinn á þrepskildi Evrópu: hún er ein af lífæðum álfunnar og þaðan liggja vegir til allra átta í orðsins fyllstu merkingu. í jómfrúrreisunni á vit þeirra þriggja borga sem Arnarflugs- menn hafa nú sett inn á íslenska flugkortið, höfðu þeir Haukur Björnsson, stjórnarformaður fé- lagsins, og Gunnar Þorvaldsson, framkvæmdastjóri þess, einkum orð fyrir innanhúsmönnum. Er- indrekar Arnarflugs af ýmsu tagi heima og heiman voru líka að sjálfsögðu mættir til leiks, svosem eins og Halldór Sigurðs- son, sem er sölu- og markaðs- stjóri félagsins, Magnús Oddsson, sem er einskonar um- dæmisstjóri þess í Evrópu, og Stefán Halldórsson, sem stjórn- ar farbókunum og annast sam- skipti við erlend flugfélög og yf- irvöld; og svona til þess að menn væru í engum vafa um að þeir væru í góðum höndum þá var Arngrímur Jóhannsson, yfir- flugstjóri Arnarflugs og að auki einn af stjórnarmönnum þess, fyrir flugliðasveitinni. Menn tala stundum um „smit- andi bjartsýni", sem er klunna- legt orðalag, satt er það, en er samt varla svo syndsamlegt að ekki megi seilast til þess í neyð. Nú, þeir Arnarflugsmenn „smit- uðu" eiginlega alla hjörðina sem fylgdi þeim þennan áfanga, þá þeir luku við að slíta barnsskónum er mér næst að segja. Það er ekki langt um liðið síðan félag- ið lenti í „ókyrru lofti" mætti víst kalla það, og ugglaust á það enn eftir að kynnast mótbyr á leið sinni um loftin blá, en svei mér sem manni finnst ekki eftir kynnin sem það sé í góðum höndum. Steingrímur Her- mannsson samgönguráðherra, sem var oddviti þess opinbera í þessari ferð, hitti líklega nagl- ann á höfuðið þegar hann í ræðukorni vék að brautryðj- endastarfi Loftleiðamanna forð- um og Flugfélagsmanna og þótt- ist sjá nokkurn skyldleika með ungu mönnunum sem þá ruddu veginn og svo Arnarflugsmönn- um sem nú feta í fótspor þeirra. Það ég sá til þessara manna fannst mér eins og hugurinn bæri þá hálfa leið, og það er aldrei Iakara. Á heimleið var flugvélin sneisafull af þýskum hesta- mönnum sem stefndu að mér skildist á mótið á Vindheima- meium og nutu góðs af þeim dýrðardögum sem jómfrúarferðir eru. Þeir voru auðvitað aldeiiis dolfallnir þegar þeim var borið kampavín nánast jafnskjótt og þeir voru búnir að spenna beltin. Ég stóðst ekki mátið að stinga því að einum þeirra að svona væri þetta alltaf í íslenskum flugvélum. Ach so! æpti sá þýski eða eitthvað í þá veru. Það er von þú segir það, sagði é* - GJÁ Fjónr landar: Kristbjörg Eyvmdsdóttir og Hrönn Jónsdóttir, sem hér bera íslensku fánana, komu gagngert aö heiman til þess að taka þátt í sýningunni á íslensku gæðingunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.