Morgunblaðið - 16.07.1982, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.07.1982, Blaðsíða 29
MORGUNBLADID, FÖSTUDAGUR 16. JULI 1982 29 ÍTALINN Dino Zoff mun án efa verða skráður á spjöld sögunnar sem einn frægasti og besti knattspyrnu- markvörður sem uppi hefur verið. Liggja fyrir því margar ástæður, og mun minnst á nokkrar þeirra hér, í þessum greinarstúf. Zoff, sem er fertugur að aldri, hefur sjaldan verið betri en einmitt nú, og sýndi í HM-keppninni á Spáni, svo ekki verður um villst, að enn er langt þar til hann leggur skó sína og hanska á hilluna. Hann hefur leikið 106 landsleiki fyrir ítalíu, náöi þeim áfanga á Spáni, og slær væntanlega met Björns Nordquists áður en langt um iíður. Met Björns er 115 landsleikir fyrir Svíþjóð. Zoff hélt upp á 40 ára afmælis- dag sinn í febrúar á þessu ári, með 1—0 sigri Juventus á US Cagliari. Var það 530. leikur hans í 1. deild- inni ítölsku, og þar af hefur hann leikið 292 í röð. Aðeins einn leik- maður hefur leikið fleiri leiki en Zoff þar í landi, Silvio Piola, einn frægasti framherji ítala fyrr og síðar, sem lék 566 leiki. Það met fýkur þó sennilega á næsta keppn- istímabili ef svo fer sem horfir. Dino Zoff hóf feril sinn sem úti- leikmaður. Hann lék stöðu fram- herja, þrátt fyrir að stærsti draumur hans væri að leika í marki, en honum var alltaf sagt að hann væri of lítill til þess. Eitt sinn tók hann það svo nærri sér, að hann neitaði að taka þátt í leik, sat þess í stað fyrir utan völlinn og grét á meðan leikurinn stóð yf- ir. En um síðir sætti hann sig við að leika sem framherji, og á sínu fyrsta ári í unglingaliðinu varð hann markahæsti maður liðsins. Síðan gerðist það, að aðalmark- vörður liðsins varð fyrir meiðsl- um, og þá var ekki um annað að ræða en að leyfa Dino litla að spreyta sig í markinu. Hann greip þetta tækifæri feg- ins hendi og sýndi hvað í honum bjó. Fljótlega var honum boðið að koma og æfa hjá Juventus, sem hann og gerði. Hann fór þangað ásamt mörgum jafnöldrum sínum og voru þeir reyndir af Argentínu- manninum Renato Cesarini, sem leikið hafði með Juventus, en var nú orðinn aðalþjálfari unglinga- liðsins. En það var sama sagan og áður. „Komdu aftur, þegar þú verður orðinn stærri," sagði Renato og Zoff sneri heim í sárum. Tók hann þetta svo nærri sér að litlu munaði að hann hætti knattspyrnuiðkun. Þessi ákvörðun Renatos átti seinna eftir að reynast Juventus dýr, er þeir festu kaup á Zoff fyrir milljónir króna. Náungi sá sem boðið hafði Zoff til Juventus, Umberto Donda að nafni, var þjálfari liðsins sem hann var hjá áður, og hughreysti hann stráksa og fékk hann til að fara í prufu hjá Inter. Peppino Meazza, miðherji ít- alska liðsins sem varð heims- meistari 1934 og 1938, var þjálfari Inter. Hann bar virðingu fyrir Donda, og áliti hans á Zoff, en vildi samt ekki taka við honum. Mörgum árum seinna, er þeir hittust, spurði Meazza hvað hefði orðið af stráknum sem hann hefði komið með til sín hér um árið. „Svo sem ekkert, annað en að hann er nú landsliðsmarkvörður," sagði Donda og var hinn hróðug- asti. Eftir reynslutímann lijá Inter kom Donda Zoff til Udinse, og lék hann sinn fyrsta leik fyrir liðið 19 ára gamall. Var það í september 1961 og tapaðist leikurinn 5—2. Seinna á keppnistímabilinu léku Dino og félagar við Juventus í Torino. Er liðin gengu inn á völl- inn, tók dómarinn eftir því að Zoff var í svartri treyju, og heimtaði að hann skipti, þar sem treyja hans væri of lík búningi Juventus. Nú voru góð ráð dýr. Liðið hafði að- eins eina markmannspeysu með í förinni og varð því Juventus að lána Zoff peysu. Lék hann þá í fyrsta skipti í peysu með hinni gylltu stjörnu og merkinu fræga, rauðu, grænu og hvítu að lit. Stjörnuna mega lið hafa í búningum sínum, sem unnið hafa 10 meistaratitla á Italíu, og merkið góða táknar að liðið hafi orðið meistari síðasta keppnis- tímabil. Síðan hefur Zoff að sjálf- sögðu margoft leikið í peysu sem þessari. Öllum á óvart sigraði Udense stórliðið Juventus í þessari viður- eign þeirra. Þrátt fyrir það féll liðið niður í 2. deild í lok tímabils- ins, og varð þá að selja Zoff. Fór hann til Mantova, og tók Hér gengur Zoff af velli eftir einn af mörgum landsleikjum sínum. Þeir eru nú orðnir 106, og verða að öllum líkindum nokkuð fleiri áður en yfir líkur. Zoff segist ekkert vera á því að hætta, „fyrst 45 ára gamlir menn geta flogið til tunglsins, hlýt ég að geta verið í marki landsliðsins í fimm ár enn," segir hann. þar við stöðu William Negri, landsliðsmarkvarðarins. Hann var þó fljótur að fá áhangendur liðsins til að gleyma Negri, því á fyrsta keppnistímabilinu voru aðeins skoruð hjá honum 25 mörk í 27 leikjum. í lok tímabilsins 1966/'67 hafði hann aftur áhrif á gengi Juventus. Inter og Juventus börðust um meistaratitilinn, og átti fyrr- nefnda liðið eftir leik gegn Mant- ova. Zoff lék hreint yfirnáttúru- lega vel í leiknum og sigraði lið hans með einu marki gegn engu. Juventus sigraði í síðasta leik sín- um og skaust þar með upp fyrir Inter og tryggði sér meistaratitil- inn. Nú urðu stórlið landsins skyndi- lega ólm að ná í Zoff, og það var Napoli sem hreppti hnossið fyrir andvirði rúmlega fjögurra millj- óna ísl. króna. Hann lék með Nap- olí í fimm ár og var geysilega vin- sæll meðal áhangenda liðsins. Hlaut hann viðurnefnið „Engill- inn fljúgandi", og ekki að ástaðu- lausu, þar sem hann stóð sig af- bragðsvel. Hann lék 143 leiki fyrir liðið, og tímabilið 1970/'71 náði hann þeim frábæra árangri, að einungis 17 mörk voru skoruð hjá honum í 30 leikjum. Árið eftir rættist loksins stóri draumur Dinos. Juventus 'keypti karlinn, þá þrítugan að aldri, fyrir helmingi meira en Napoli hafði borgað fyrir hann fimm árum áð- ur. Með Juventus hefur hann leikið við mjög góðan orðstír í 10 ár, og er ekki farinn að hugsa um að hætta. Dino Zoff lék sinn fyrsta lands- leik 20. apríl 1968, er ítalir sigruðu Búlgaríu 2—0 í Napoli. Síðan hef- ur hann leikið rúmlega 100 lands- leiki eins og áður kom fram, og hefur hann lýst því yfir, að hann sé tilbúinn að leika í 4—5 ár í viðbót með liðinu. Evrópukeppnin er eftir tvö ár og HM aftur eftir fjögur, þannig að ekki er útilokað að hann verði með, er Italirnir reyna að verja heimsmeistaratitil sinn. Hann hefur nú þegar leikið í fjórum úrslitakeppnum HM. í Mexíkó 1970, V-Þýskalandi 1974, Argentínu 1978 og nú á Spáni. Yrði það einstæður árangur, ef hann léki með í fimmta sinn eftir fjögur ár. Lengsti tími sem Zoff hefur „haldið hreinu" í ítölsku deildinni eru 903 mínútur í röð, eða sem svarar til 10 leikja. Hann getur þó státað af enn lengri markalausum tíma með landsliðinu, því frá 20. september 1972, er ítalir léku við Júgóslavíu, þar til í HM í Þýska- landi 1974, er þeir sigruðu Haiti 3—1, var ekki skorað hjá honum í 1143 mínútur. Allir sjá, að það er frábær árangur og segir meira en mörg orð um gæði markmannsins. Með 40 ár að baki stendur Dino Zoff á hátindi ferils síns sem heimsmeistari í knattspyrnu. Hann er ákveðinn að halda lands- liðssætinu enn um sinn, og segir: „Þegar 45 ára gamlir geta ferðast til tunglsins og til baka, hlýt ég að geta leikið með landsliðinu í fimm ár til viðbótar. Mér hefur aldrei flogið í hug að hætta." I»ýtt og endursagt — SH. Enrico Bearzot faðmar ítalíuforseta, Sandro Pertini, að sér eftir úrslitaleik HM um síðustu helgi. Báðir eru þeir miklir pípureykingamenn, og færði forsetinn Bearzot pípu sina að gjöf eftir leikinn, í þakklætisskyni fyrir sigurinn. Bearzot hefur nú ákveðið að þjálfa landsliðið áfram. Itölsku leikmennirnir fá 10 milljónir ísl. króna í ýmis verðlaun NÚ, fjórum dögum eftir að heims- meistarakeppninni í knattspyrnu lauk, eru fagnaðarlætin á ítalíu fyrst að ganga niður. ítalska sjónvarpið hefur alla vikunna verið að sýna þætti úr leikjum ítalíu í keppninni. Það er eins og fólk fái aldrei nóg af þessu sögðu forráðamenn sjónvarps- ins þar í landi. Dagbiöðin eru enn yfirfull af myndum frá keppninni og allt sem máli skiptir er rakið. ítölsku leikmennirnir fengu konunglegar móttökur þegar þeir komu heim. Forseti ítalíu, Bertini, og forsætis- ráðherrann, Spandolini, buðu leik- mönnum og þjálfara til mikillar veislu í forsetahöllinni. Þar voru leikmönnum færðar gjafir og þakkir fyrir frammistöðu sína. Þegar veislu- höldunum í Róm var lokið hélt hver leikmaður til síns heima og þar var aftur tekið á móti hverjum og einum með pomp og pragt. Enginn fékk þó betri móttökur en Bruno Conti sem býr rétt utan við Rómaborg og leikur með Roma FC. Hann var gerður að heiðursborgara, færðar stórkostleg- ar gjafir og allir íbúar bæjarins voru boðnir í mikla útiveislu sem haldin var honum til heiðurs. Þá var upplýst að frægur stórift- juhöldur á Italíu hefði ákveðið að láta stórar upphæðir renna til leikmanna fyrir frammistöðuna. Talið er að þegar öll kurl eru kom- in til grafar þá muni hver leik- maður í ítalska liðinu fá sem nem- ur 10 milljónum íslenskum krón- um fyrir sinn hlut í keppninni. Já hvorki meira né minna. Eru það auglýsingapeningar, peningar frá iðjuhöldum, bónus frá ítalska knattspyrnusambandinu ofl. Það þarf engan að undra þó að leik- menn leggi sig alla fram þegar þá rennur grun í hversu miklir pen- ingar eru í boði fyrir að sigra í heimsmeistarakeppninni. Það var til dæmis upplýst að leikmenn V—Þýskalands áttu að fá 60 þúsund mörk fyrir það eitt að verða heimsmeistarar. Það eru um 350 þúsund íslenskar krónur. En titillinn rann úr greipum þeirra og þeir fengu mun minni upphæð enda náðu þeir aðeins í silfurverðlaunin. En það eru ekki aðeins bónuspeningar sem skipta máli. Það skiptir oft mestu máli fyrir leikmennina að vera nógu mikið í sviðsljósinu. Verða þekkt- ir. Skapa sér nafn. Þá er slegist um að fá þá í auglýsingar. Og þar eru miklir peningar í boði. Sagt hefur verið frá því að Breitner fékk 150 þúsund þýsk mörk fyrir að raka af sér hluta af skegginu og nota vissan rakspíra á eftir. Rummenigge fær milljónir króna fyrir að auglýsa vissa filmutegund í myndavélar svo og eina vissa tegund af myndavél. Þeir sem framleiða íþróttavörur keppast um að gera samning við alla frægustu kappana og greiða þeim offjár fyrir. Já það er til mikils að vinna á knattspyrnuvell- inum. Það eru jú allir á eftir því að reyna að græða sem mesta pen- inga, til þess að geta tryggt sér og sínum örugga framtíð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.