Morgunblaðið - 16.07.1982, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.07.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLADID, FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 1982 19 Umferðarráð: Strangar reglur verði settar um akstursíþróttir „Umferðarráð telur nauðsynlegt, að um akstursíþróttir, þar á meðal rallkeppni, gildi strangar reglur, er framfylgt sé vel og vandlega af hálfu allra hlutaðeigandi, þátttakenda, þeirra sem fyrir keppni standa og yfirvalda. Við framkvæmd alla skuli þess jafnan gætt að öryggi þátttak- enda, áhorfenda og annarra sé eigi stefnt í hættu", segir í samþykkt, Páfagauk- ur tapaðist BLÁR páfagaukur tapaðist í gær frá Fýlshólum í Efra-Breiðholti. Páfagaukurinn, sem er mjóg spakur, slapp út um glugga um há- degisbilið í gær og hefur ekki sézt til hans síðan. Finnandi er vin- samlegast beðinn að hringja í síma 77577. sem Morgunblaðinu hefur borist frá Umferðarráði. Umferðarráð telur að fyllsta að- gát skuli höfð við veitingu heim- ilda til aksturskeppni á vegum. Telur umferðarráð að eigi skuli veita undanþágu frá reglum um hámarkshraða nema að viðeigandi öryggisráðstafanir séu jafnframt gerðar, þ.á m. um lokun vega fyrir annarri umferð, enda sé þess þá gætt að slík lokun valdi eigi öðrum vegfarendum verulegum óþægind- um, segir ennfremur. Að lokum segir í samþykkt Um- ferðarráðs, að það telji það sitt meginhlutverk að vinna að góðum akstursháttum, virðingu fyrir um- ferðarreglum og auknu umferðar- öryggi. Umferðarráð leggur því ríka áherslu á, að þessi sjónarmið séu jafnan höfð að leiðarljósi við framkvæmd akstursíþrótta og alla umfjöllun um þær. Nýi Garður endurnýjaður Góður aíli Vestfjarða- togara í júnímánuði AFLI togara frá Vestfjörðum var al- mennt góður í júnímánuði sl. og var uppistaðan í afla þeirra þorskur. Hjá bátunum var hins vegar lítið um að vera. Aðeins einn bátur var byrjaður grálúðuveiðar með línu og aflaði vel og minni bátar voru að byrja með handfæri. Heiði á Langanesi NIDJAR Lárusar Helgasonar og Arnþrúðar Sæmundsdóttur halda niðjamót að Heiði á Langanesi, dag- ana 30. júlí til 1. ágúst í tilefni ald- arafmælis Lárusar, sem var 22. apríl sl. Væntanlegir þátttakendur hafi samband við Baldvin Arason eða Sæmund Gunnólfsson. — Fréttatilkynning. í yfirliti um sjósókn og afla- brögð í Vestfirðingafjórðungi, sem ísafjarðarskrifstofa Fiskifélags íslands hefur tekið saman, kemur fram, að heildaraflinn í mánuðin- um var 7.967 lestir, en var 9.079 lestir í sama mánuði í fyrra. Árs- aflinn er þá orðinn 44.932 lestir, en var orðinn 51.791 lest á sama tíma í fvrra. Svipuð þátttaka er nú í úthafs- rækjuveiðunum og var í fyrra. Voru 16 bátar byrjaðir veiðar í lok mánaðarins og öfluðu þeir 223 lestar í mánuðinum, en í fyrra var júníaflinn 252 lestir. Aflahæsti Vestfjarðatogarinn í júnímánuði var Páll Pálsson frá Hnífsdal með 636,3 lestir í 5 veiði- ferðum. NÚ standa yfir gagngerar endurbæt- ur á Nýja Garði, einum af stúdenta- görðum Háskóla íslands. Innrétting hússins verður að öllu leyti endur- nýjuð og einnig verður gert við húsið utanvert, en húsið var byggt árid 1942 til 43. Áætlaður kostnaður við viðgerðina innan húss er tæpar 5 milljónir króna. Leiðrétting MORGUNBLADINU hefur borizt eftirfarandi leiðrétting frá skattstofu Norðurlandsumdæmis eystra; Leiðrétting við frétt í Morgun- blaðinu 14. júlí 1982 um hæstu skattgreiðendur á Norðurlandi eystra. Vilhelm Þorsteinsson hefur óskað leiðréttingar. Heildargjöld hans 1981 voru krónur 147.784,00, en ekki krónur 175.724,00. Um er að ræða leiðréttingu, sem að óútskýrðum orsókum hefur ekki komizt inn í skattskrá. Vilhelm fellur því úr hópi 10 hæstu gjaldenda í Norðurlands- umdæmi eystra, en inn kemur Baldur Jónsson, Goðabyggð 9, Ak- ureyri, með heildargjöld krónur 179.955,00, þar af tekjuskatt krón- ur 127.340,00. Vegna mistaka skat.tst.ofu féll nafn hans niður í upphaflegri frétt. Að sögn Sigurðar Skagfjörð, framkvæmdastjóra Félagsstofn- unar stúdenta, verður á þessu sumri endurnýjuð öll innrétting hússins, gerð verða ný og stærri eldhús en áður hefa verið, hrein- lætis- og þvottaaðstaða endurnýj- uð, gerðar setustofur á hverri hæð auk sameiginlegs viðverusals í kjallara og ljósmyndakompu og innréttingar og hurðir í herbergj- um endurnýjaðar. Þá verða þær breytingar, að nú verða sjö tvöföld herbergi fyrir barnlaust sambýlis- fólk í námi á garðinum og gengið verður frá kjallara hússins og fyrstu hæð þannig að fatlaðir eigi þar greiðan aðgang. Þá verður byggt skýli við aðalinngang húss- ins og sett tvöfalt gler í alla glugga. Áætlað var að þessum breytingunum yrði lokið 20. sept- ember, en líkur eru á að það geti dregizt. Þá sagði Sigurður, að þetta væru viðamiklar breytingar, enda ekki nema von þar sem viðhald hefði verið vanrækt frá því bygg- ingu hússins var lokið 1943. Því hefði verkið verið svo fjárfrekt að ekki hefði verið unnt að vinna það nema með framlagi úr ríkissjóði. Síðan yrði stefnt að því að leiga á stúdentagörðunum yrði miðuð við, að fé fengist til eðlilegs viðhalds þeirra. Vatnssalerni Kemisk vatnssalerni fyrir sumarbústaði, hjólhýsi og báta. Atlas hf Ármúla 7. - Sími 26755. I'ósthólf 493 - Riykjavík. REKORD • í TBL Það dylst engum að Opel Rekord er lúxus- bíll. Hvar sem á hann er litið, hvar sem í honum er setið og hvert sem honum er ekið þá er ekkert sem hægt er útá að setja. Opel Rekord er rúmgóður, þægilegur og eins öruggur og hugsast getur. Aflmikill, en neyslugrannur og endingin er slík að við endursölu er bíllinn sem nýr. Vekur Opel áhuga þinn? Reiðubúinn í reynsluakstur? Hringdu og pantaðu tima.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.