Morgunblaðið - 16.07.1982, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 16.07.1982, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ1982 Millisvæðamót í skák hafið Fulltrúar úr Kristjaníuhverfinu fiuttu frumsamið lag og Ijóð. Danmörk á öðrum end- anum á afmæli Ankers Hli) fvrsta af þrcmur millisvæða- mótum í skák hófst fvrr í vikunni í Las Palmas á Kanaríeyjum. I»ar keppa fjórtán skákmeistarar um tvö sæti í næstu áskorendakeppni sem Enskt met í Ermar- sundssundi Dover, Knglandi, 15. júlí. AP ÁTJÁN ára gamall enskur piltur setti í dag nýtt met er hann synti yfir Krma.sund frá Frakklandi til Dover, á átta klukkustundum og fimmtíu og tveimur mínútum. Hann bætti fyrra met sem Englendingur átti á þessari leið um 43 mínútur. Það var sett 1964. Charlesworth var hinn hressasti er hann lauk sundinu og læknir sagði að hann væri ljómandi vel á sig kominn. Sá sem hefur synt yfir Erma- sund á stytztum tíma er Penny Dean frá Kaliforníu, sem synti frá Englandi yfir til Cap Gris-Nez í Frakklandi. Það var 29. júlí 1978 og synti hún á sjö klukkustundum og 40 mínútum. Fyrsti maðurinn sem synti yfir Ermasund var Matthew Webb, það var 1875 og tók sundið hann 21 klst. og 45 mínútur. hefst á næsta ári. Hin tvö milli- svæðamótin fara fram i Toluca i Mexíkó í ágúst og i Moskvu i sept- ember. Keppendur á mótinu í Las Palmas eru þessir, taldir upp sam- kvæmt töfluröð: 1. Browne, Bandaríkjunum, 2. Pinter, Ung- verjalandi, 3. Ribli, Ungverja- landi, 4. Bouaziz, Túnis, 5. Suba, Rúmeníu, 6. Karlsson, Svíþjóð, 7. Tukmakov, Sovétríkjunum, 8. Petrosjan, Sovétríkjunum, 9. Larsen, Danmörku, 10. Smyslov, Sovétríkjunum, 11. Psakhis, Sov- étríkjunum, 12. Mestel, Englandi, 13. Sunye, Brazilíu, 14. Timman, Hollandi. í fyrstu umferð urðu úrslit þessi: Browne — Timman 0—1, Pinter Sunye, biðskák, Ribli — Mestel 'h — 'h, Bouaziz — Psakhis 'h — 'h, Suba — Smyslov, biðskák, Karlsson — Larsen 0—1 og síðast en ekki sízt Tukmakov — Petrosj- an 1—0. Síöastnefndu úrslitin voru þau sem mest komu á óvart í fyrstu umferðinni, því Petrosjan tapar sárasjaldan skákum. Þá vakti at- hygli að nýjasta stjarna Sovét- manna Lev Psakhis, sem orðið hefur Sovétmeistari tvö ár í röð tókst ekki að yfirbuga stigalægsta þátttakandann, Bouaziz frá Túnis. Að sögn sérfræðinga þykja þeir Timman og Larsen, sem unnu báð- ir í fyrstu umferð, líklegastir til að komast áfram. ANKER Jörgensen forsætisráð- herra Danmerkur varð sextugur 13. júlí, eins og frá hefur verið skýrt og í tilefni þess héldu landar hans honum veglega veizlu frá því snemma um morguninn og langt fram á kvöld. Árla afmælisdagsins var hann vakinn með söng og lúðra- blæstri, rauður slökkviliðsbíll ók með sírenum að heimili hans og slökkviliðsmenn buðu upp á einn gráan í morgunsárið. Fjöldi manns hafði safnast að heimili Jörgensen-hjóna og siðan voru ýmsir fulltrúar samtaka og ein- staklinga að streyma til þeirra fram eftir degi með gjafir og góðar óskir. Síðan var efnt til kaffiboðs í Folkets hus, sem danska alþýðusambandið á og komu þangað vinir og kunningj- ar, samstarfsmenn og pólitískir andstæðingar, fulltrúar frá borgarhverfinu Kristjaníu og stálu senunni að sögn danskra , blaða vegna frumlegra gjafa sem þeir drógu upp úr pússi sínu og skenktu Anker. Ein stúlka úr Kristjaníu-hópnum hafði samið sérstakt lag tileinkað Anker og söng það hástöfum: „Til ham- ingju með afmælið og lífið. Það gleður okkur að þú skyldir fæð- ast“ var viðlagið og tóku allir hressilega undir. Siðan héldu forsætisráðherrahjónin veglega móttöku í samkvæmissölum for- sætisráðuneytisins og um kvöld- ið fóru þau á Sirkusrevíuna, þar sem tvær danspíur enduðu með því að leiða Anker upp á svið SINDRA STALHR Fyrirliggjandi i birgðastöð Efnispípur ooO°oo° ^ °OOo Fjölmargir sverleikar og þykktir. Borgartúni 31 sími27222 SINDRA STALHF Fyrirliggjandi i birgðastöð ÁLPLÖTUR (ALMg3) Sæ- og seltuþolnar. Hálfhart efni í þykktum frá 0,8 mm — 6,0 mm. Plötustærðir 1250 mm x 2500 mm. Borgartúni31 sími27222 Landvinningum Hollendinga á hendur Ægi konungi ætlar seint að Ijúka og nú eru þeir með á prjónunum að minnka Norðursjóinn eilítið með því að þurrka upp flóa við ósa Scheldt-árinnar. Þessir brimbrjótar eru hluti af stíflugarðin- um, allt að 55 metra háir og vega vafalaust einhver lifandis ósköp. Nærðist á hundamjólk Manila, Kilippseyjar, 15. júlí. AP. ÞRIGGJA ára gamall vannærð- ur drengur hefur nærst á mjólk úr spena tíkur ásamt hvolpi hennar, kom fram í dagblaði í Manila í dag. Blaðið segir einnig að drengurinn, sem kemur frá fá- tæku heimili, hafi nýlega verið hleypt heim af spítala þar sem hann var í meðferð vegna van- næringar, hafi einnig tekið upp ýmsa hundasiði svo sem að gelta, bíta pg klóra, þegar hann reiðist. „Á 26 ára starfs- ferli mínum hef ég aldrei áður komist í kynni við barn sem sýgur hundamjólk," sagði læknir sem fékk drenginn í hendur til lækninga. Læknir þessi lagði barnið inn á spítala í apríl sl. vegna vannæringar, en hann fór það- an fyrir tveimur vikum, er tal- ið var að líkamlegt ástand hans væri komið í samt lag eftir vannæringuna. „Þessi drengur er fullkomlega heil- brigður, svo mikið er víst,“ sagði læknirinn, en tók fram að hann væri nú á eftir jafn- öldrum sínum hvað snertir líkamlegan og andlegan þroska vegna vannæringar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.