Morgunblaðið - 20.08.1982, Page 6
34
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1982
Hvað á ég að gefa
hundinum
mínum að borða?
h-M'lptTl
Varla er gefiö út þaö blaö eöa tímarit hér
á landi og erlendis, aö ekki sé fjallaö all
ítarlega um mat og matarvenjur manna, en
lítið er rætt um fæöu hunda, enda þótt
hundurinn sé og hafi veriö tryggur lífsföru-
nautur mannsins frá örófi alda. Okkur
fannst því ekki úr vegi aö ræöa hér örlitiö
um fóörun hunda og birta hér kafla úr bók-
inni Fjárhundurinn, sem gefin er út af Bún-
aöarfélagi íslands og gerum viö þaö hér
meö leyfi Búnaöarfélagsins.
í bók John Holmes segir meöal annars
um þessa hluti:
„í mörgum þeirra bóka, sem gefnar hafa
verið út um uppeldi hvolpa og fóörun
hunda, hafa veriö gefin upp flókin fóörun-
arkort og fullyröingar í sumum þessara
bóka eru nógar til aö fæla fólk frá því aö
ala upp hvolp. Þaö sést þó á því hversu
margir hundar alast Uþp og eru heilbrigöir
fram á gamals aldur viö slæm ytri skilyrði,
aö hundurinn er eitt auöveldasta dýrið,
sem hægt er aö ala upp. Á hinn bóginn er
ekki nokkur vafi á því, aö hundar, sem hafa
lotið í lægra haldi fyrir veikindum, heföu
komist yfir þau, ef þeir heföu veriö betur
haldnir.
Hundurinn er ekki kominn nærri eins
langt frá forfeörum sínum, villihundunum,
eins og margir halda. Þetta á ekki síöur viö
um meltingarfæri hans en skapgerö. Af
þessari ástæöu er besta fæöa hunda hrátt
ágætar upplýsingar þeim sem vilja fræðast um eðli
hundsins og hvernig best er að venja hann
Hér fjallar hundaþjálfarinn John
Holmes um það hvernig hann fóðrar
hunda sína og eflaust eru ekki allir á
sama máli og Holmes í þessum efnum
Margar bækur hafa verið skrifaðar um uppeldi og fóðrun hunda, enda
ekki vanþörf á. í nútíma þjóðfélagi, þar sem hundaeign í þéttbýli hefur
aukist mjög, hefur þörfin á bókum sem þessum oröiö sífellt meiri. Hér
á landi hafa verið gefnar út tvær bækur um þetta efni á íslensku, önnur
heitir Hundurinn minn, og er eftir Englendinginn Mark Watson, sem er
Islendingum að góðu kunnur. Hin heitir Fjárhundurinn, eða „The Farm-
kjöt. Fyrir löngu var aöalfæöa hunda, sem
aldir voru upp á hundaeldisstöðvum í Bret-
landi og víöar, kex, þurrt brauö og tvíbök-
ur. Á þessum tíma var litið svo á aö tann-
tökuæöi hjá hvolpum og taugaveiklun hjá
fullorönum hundum væru óhjákvæmileg.
Svo kom stríöiö meö öllu sem því fylgdi og
fólk varö aö nota matarleifar og ýmsan
úrgang, og hvaö annað sem féll til, handa
hundum. Og þaö furöulega geröist hjá
mjörgum hundauppalendum aö stórlega
dró úr taugaveiklun. Rannsóknarmenn
tóku líka eftir þessari breytingu og sýnt
hefur veriö fram á það síðar, aö hveiti-
brauö getur beinlínis orsakaö taugaveikl-
Það er furöulegt á þessum upplýstu tím-
um, aö margt fólk heldur að hrátt kjöt geri
hundinn grimman og geri þaö meðal ann-
ars aö verkum aö hann leggist á fé. Einu
sinni trúöi ég þessu sjálfur, en sé nú aö
þetta er eins og hver önnur firra. í því nær
öllum tilvikum þar sem
hundar leggjast á fé,
stafar þaö af þörf fyrir
náttúrulega fæöu
hjá hundum, sem aldir
eru á fæöi, sem
ekkert kjöt er í. Fólk,
sem heldur aö hundar
þess leggist á fé, ef þeir
fá hrátt kjöt, hvetur þá
eingöngu til þess aö fara
út aö leita sér að kjöti
meö því að gefa þeim ekki
kjöt aö éta.
er’s Dog“ á frummáli, og er eftir John Holmes, sem er þekktur
hundaþjálfari í Bretlandi. Gefa báðar þessar bækur
íslensku öræfin heilla
áskjá - smmismm
Ferðalög
Sveinn Guðjónsson
Fyrir okkur nútímamenn eru íslensku öræfin vettvangur
heillandi ferðalaga þótt forfeðrum okkar hafi vafalaust
staðið fremur ógn af þeim en aðdáun. Þeir gátu heldur
ekki leyft sér þann munað að ferðast á milli landshluta í
þægilegum farartækjum heldur urðu að láta sér nægja
„þarfasta þjóninn“ sem oft gat orðið full hastur á
ógreiðfærum fjallvegunum. Nú eru helstu fjallvegir
landsins greiðfærir að sumarlagi og menn geta jafnvel
ferðast um þá á sínum eigin bifreiöum þótt slík ferð
jafnist tæplega á við skipulagöa ferð á fullkomnum
fjallabíl í fylgd kunnugs leiösögumanns. Feröaskrifstofa
Guðmundar Jónassonar hefur um árabil annast skipu-
lagðar ferðir um íslensku öræfin og þótt ef til vill sé
orðiö fullseint að vekja athygli á ferðum þessum á þessu
sumri getum viö þó bent á eina sem enn er ófarin, en
það er ferö sem nefnd er „Askja-Sprengisandur“. Ferð
þessi verður farin hinn 23. ágúst nk. og er hér um að
ræöa 12 daga tjaldferö.
UM ÖRÆFAFERÐIR
GUÐMUNDAR
JÓNASSONAR
Guömundur Jónasson hóf
akstur bifreiða fyrir meira en 50
árum og snemma vaknaöi áhugi
hans á öræfaferðum, um slóöir,
sem enginn haföi fariö áöur. Taka
steina úr götu, finna vöö á fall-
vötn og heppilegasta vegarstæö-
ið yfir holt og hæðir öræfanna, —
allt eru þetta dæmigerö verk
brautryöjandans.
Feröaskrifstofa Guömundar
Jónassonar á í dag 20 Mercedes
Benz-farþegabíla af ýmsum
stærðum og ennfremur 7 eldhús-
bíla og einn snjóbíl, en í ferðum
fyrirtækisins er matreiðslufólk
sem framreiöir allan mat úr eld-
húsbílunum. Þá hefur fyrirtækiö á
sínum snærum þaulvana leið-
sögumenn og bílstjóra sem eru
öllum hnútum kunnugir í feröum
sem þessum.
I öræfaferöunum er alltaf
eitthvaö markvert aö sjá og
Á heimleiöinni veröur m.a. komið að Qaysi.
skoöa, — staöir, sem ókunnugir
vegfarendur aka oft framhjá án
viökomu. i þessum ferðum er gist
í tjöldum, sem látin eru í té af
feröaskrifstofunni þótt auövitaö
geti fólk tekiö meö sér eigiö tjald
ef þeir óska þess. Feröast er í
þægilegum langferöabifreiöum
útbúnum til öræfaferöa meö
talstöö og góöu miðstöðvar- og
hátalarakerfi. Máltíöum er þannig
hagaö aö morgunveröur er hvern
dag milli klukkan 8 og 9, hafra-
grautur, súrmjólk, te, kaffi, brauö
og kex meö áleggi. Hádegisverö-
ur er á tímabilinu 1—2, kaffi, te,
smurt brauð og kökur. Heitur
kvöldveröur er framreiddur í
náttstaö.
í ferðum sem þessum er nauö-
synlegt aö hafa meö hlýjan fatn-
aö, góða gönguskó og vaöstígvól
ásamt léttum fatnaöi. Og auövit-
aö má ekki gleyma snyrtiáhöld-
um, sundfatnaöi, svefnpoka og
dýnu. Hægt er að fá leigöa
svefnpoka og vindsængur. Verö
á þessari ferö er 5.040 krónur.
FERÐATILHÖGUN
Lagt er af staö frá Reykjavík
mánudaginn 23. ágúst klukkan
10 árdegis. Þann dag er ekið yfir
Mosfellsheiði á Þingvöll. Þaöan
um Kaldadal aö Húsafelli um
Reykholt norður Holtavöröuheiöi
í Staöarskála. Daginn eftir er ekið
frá Staöarskála um Víöidal,
Vatnsdal, Blönduós yfir Vatns-
skarö í Skagafjörö. Komiö viö í
Glaumbæ og þaöan ekiö til Akur-
eyrar.
Á miðvikudaginn er lagt upp
frá Akureyri undir hádegi, yfir
Vaölaheiöi til Húsavíkur um
Tjörnes í Hljóöakletta þar sem
gist veröur um nóttina. Á fimmtu-
daginn veröur ekiö frá Hljóöa-
klettum í Ásbyrgi aö Dettifossi og
þaöan inn í Heröubreiöarlindir.
Daginn eftir veröur ekiö inn aö
Öskju og gengiö aö Öskjuvatni.