Morgunblaðið - 20.08.1982, Síða 11
HVAD ER AÐ GERAST UM HELGINA?
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1982 39
Tónleikar í
Norræna húsinu
Sunnudaginn 22. ágúst kl. 17.00
veröa haldnir tónleikar í Norræna
húsinu. Flytjendur eru: Staffan
Larson, fiöla; Chrichan Larson,
selló, og Anna Guöný Guömunds-
dóttir, píanó. Flutt veröa verk eftir
Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Hans
Eklund, Brahms og Beethoven.
Bræöurnir Larson eru fæddir t
Stokkhólmi og hlutu menntun sína
þar fyrst viö Tónlistarháskólann.
Þeir héldu áfram námi utanlands,
Chrichan í París og Sviss, en Staff-
an í London. Kennarar Chrichans
hafa veriö G. Gröndahl, P. Boufil,
R. Flachot og M. Rostropovitj, en
Staffan naut leiösagnar M. Pariki-
an og W. Pleeth í London.
Anna Guöný hefur lokiö þriggja
ára námi viö Guildhall School of
Music and Drama í London þar
sem kennarar hennar voru James
Gibb og Gordon Back. Hún hlaut
post-graduate diploma í kamm-
ermúsík síöasta vor.
„Eyeless in Gaza“
meö tónleika
í Tjarnarbíói
Hér á landi er staddur dúettinn
„Eyeless in Gaza". Hann er skipaö-
ur þeim Martyn Bates og Peter
Becker. Þeir munu halda tónleika f
Tjarnarbtoi, sunnudaginn 22. ág-
úst nk. Á hljómleikunum kemur
einnig fram hljómsveitin Fan Hout-
ens Kókó. Forsala aögöngumiöa
er í Fálkanum, Laugavegi, og f
Stuöi og Gramminu, Vesturgötu.
Þátttakendur á
Zukofsky-námskeiði:
Flytja 5. sinfóníu
Mahlers í
Háskólabíói
Nú stendur yfir sjötta Zukofsky-
námskeiöiö á vegum Tónlistar-
skólans í Reykjavík.
Laugardaginn 21. ágúst veröa
aörir hljómsveitartónleikar nám-
skeiðsins haldnir. Þá verður flutt í
fyrsta skipti hér á landi sinfónía nr.
5 eftir Gustav Mahler. Um 100
manns munu taka þátt f þessum
tónleikum, og tekur verkið 75 mín-
útur í flutningi.
Flestir þátttakendur á nám-
skeiöinu eru fslenskir, en auk þess
hafa um 20 manns komið erlendis
frá. Þátttakendur eru á aldrinum
frá 12 ára.
Þessi óvenjustóra hljómsveit
hefur æft sex tíma á dag í Haga-
skóla til undirbúnings þessum tón-
leikum, og mun árangurinn koma i
Ijós laugardaginn 21. ágúst kl.
14.00 í Háskólabíói. Aögangur er
ókeypis og öllum heimill.
Fyrirhugaöir eru ennfremur
tvennir kammertónleikar í næstu
viku og lokahljómsveitartónleikar
veröa laugardaginn 28. ágúst kl.
14.00 í Háskólabfói þar sem m.a.
verður flutt, í fyrsta skipti hér á
landi, Vorblót eftir Igor Stravinsky.
Útivistarferðir
um helgina
Tvær helgarferöir eru hjá Útivist
um helgina. Er brottför í þær báð-
ar í kvöld kl. 20 (föstudag). Fariö
veröur í Þórsmörk og gist í nýja
Útivistarskálanum í Básum. Farnar
veröa gönguferöir um Mörkina og
á laugardagskvöldiö veröur hefö-
bundin Útivistarkvöldvaka. Komið
er til baka um kvöldmatarleytið á
sunnudag. Hin helgarferöin er á
nýjar og minna þekktar slóöir. Þaö
er svæöiö upp með Þjórsá vestan-
veröri innaf Þjórsárdal og nefnist
Gljúfurleit. Þar eru tilkomumiklir
fossar í Þjórsánni t.d. Gljúfurleit-
arfoss og Dynkur. Einnig eru þarna
gróöursælir hvammar, blóma-
brekkur og berjalautir. Gist veröur
í nýlegu húsi f Gljúfurleitinni. A
sunnudag eru tvær dagsferöir. Kl.
8.00 er ferö í Þórsmörk. Stansaö
verður góöa stund í Mörkinni og
hún skoöuö. Þessi ferö er tilvalin
fyrir þá sem ekki hafa tfma til aö
dvelja heila helgi í Þórsmörk. Kl.
13 er ferö á Selatanga, en þaö er
gamall útróörastaöur vestan viö
Krfsuvík. Þar eru merkar fornminj-
ar t.d fiskabyrgi, refagildrur og
verbúðir. Ennfremur eru hjá Sela-
töngum klettaborgir miklar sem
minna á Dimmuborgir viö Mývatn.
Brottför í feröirnar er frá BSÍ, vest-
anmegin.
Ferðaleikhúsið:
Sýningar fyrir
erlenda ferðamenn
Um helgina veröur Feröaieik-
húsið meö sýningar sínar á Light
Nights á Fríkirkjuvegi 11. Sýnt er
fjögur kvöld vikunnar, þ.e. fimmtu-
dags-, föstudags-, laugardags- og
sunnudagskvöld. Hefjast sýningar
kl. 21.
Efniö er einkum sótt í íslenskar
þjóösögur, en er mestmegnis flutt
á ensku. Meðal efnis eru þjóösög-
ur af huldufólki, tröllum og draug-
um, gamlar gamanfrásagnir og
einnig er lesiö úr Egils sögu.
Skyggnur af verkum íslenskra höf-
unda eru sýndar og leikin íslensk
tónlist af hljómplötum. Kristín G.
Magnúss flytur allt talað efni.
Sýnir í Eden
í Hveragerði
Ray Cartwright, sem er af ensk-
um ættum, heldur málverkasýn-
ingu i Eden í Hverageröi dagana
19.—31. ágúst. Er þetta fyrsta
einkasyning Rays, en hann tók
þátt í samsýningu í Eden í fyrra. Nú
sýnir hann 12 olíumálverk og 18
„scraberboard".
Sýna í
Nýlistasafninu
Föstudaginn 20. ágúst opna þeir
Þór Vigfússon og Birgir Andrésson
sýningu í Nýiistasafninu, Vatnsstíg
3b. Sýningin er opin daglega frá kl.
18 til 22. En henni lýkur á sunnu-
dagskvöldiö 29. ágúst.
Báöir hafa tekiö þátt í samsýn-
ingum og haldiö einkasýningar
hérna heima og í útlöndum.
Orgelverk eftir
J.S. Bach í
Skálholtskirkju
Á „Sumartónleikum í Skál-
holtskirkju” um næstu helgi mun
Orthulf Prunner flytja þætti úr
Klavierúbung III eftir J.S. Bach.
Dr. Orthulf Prunner er organisti
viö Háteigskirkju í Reykjavík. Hann
hefur haldiö fjölda tónleika á und-
anförnum árum hér og erlendis,
m.a. lék hann nú í sumar ofan-
greint verk í St. Gallen-dómkirkju í
Sviss og í Heidelberg i Þýskalandi,
en þar hélt hann einnig orgeltón-
leika á síöastliönu ári.
Tónleikarnir veröa laugardag og
sunnudag kl. 15 og er aögangur
ókeypis. Veitingasala er í Lýöhá-
skólanum að loknum tónleikum.
Messað er í Skálholtskirkju sunnu-
dag kl. 14.
LAUGARDAGINN 28. AGUST
i ÞEYR GRÝLURNAR BARA-FLOKKL'RfNN
j TAPPI TÍKARRASS LOLA VONBRIGÐIQ4L
j REFLEX STOCKFIKU) BIG NOSE BAND DE
i THORVALDSENSTRIÓ BAND PLRRKL'R
j PILLMKK EKH PUNGO & DAISY KOS
i BANDÓDIRFR 1BBBIARMR
i PRUMUVAGNINN O.fL. O.FL. O.FL ALLT Í
i ALLTU.Þ.B. 85HUÓMLISTAMENN
HEPPtNN GESTUR FÆR
GLÆSILEGA STEREOSAMSTÆÐU
AB GJÓF FRÁ HUÓMTÆKJ A-
VERSLUN STEINA SKÚLAGÖTU il
FRAKL. 14.00 TIL 23.30
FORSALA MIÐA ER t VERSLUNUM FÁLKANS
KARNABÆ, GALLERYOG í VERSLUNINNI
STUÐ SÓNGKERFIFRA ELECTRO A OICE-iBI
HUÓÐMAÐUR VERÐUR GUNNAR SMÁRl
FR. & KYNMR YTRDLR HAUVARÐUR
E, ÞÓRSSON NÆGAR PIZZUR Á STAÐNUM
STANSLAUST ROKK í # V2 KLl’KKUSTUND
MIÐAVERÐ ER 209 KR.