Morgunblaðið - 20.08.1982, Síða 12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. AGUST 1982
SJONVARP
DAGANA
21
27
/8
■■i
mm
■■■I
L4UG4RD4GUR
21. ágúst
17.00 íþróttir.
l'msjónarmaður: Bjarni Felix-
son.
19.00 Hlé.
19.45 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 Löður. 67. þáttur.
Bandariskur gamanmynda-
flokkur.
Þýðandi: Ellert Sigurbjörnsson.
21.00 Blágrashátið í Water-
looþorpi.
Tónlistarþáttur frá landsmóti
blágrasunnenda i Waterloo-
þorpi í New Jersey í Banda-
ríkjunum sumarið 1981.
Blágras (Bluegrass) er sérstök
gerð bandarískrar sveita- og
þjóðlagatónlistar sem ættuð er
frá Kentucky þótt rætur hennar
megi rekja víðar.
Sjónvarpið sýnir síðar nokkra
þætti með hljómsveitum sem
skemmtu á hátíðinni.
Þýðandi: Veturliði Guðnason.
21.45 Börn Philadelphíu.
(The Young Philadelphians).
Bandarísk bíómynd frá árinu
1959. Leikstjóri: Vincent
Sherman.
Aðalhlutverk: Paul Newman,
Barbara Rush, Alexis Smith og
Brian Keith.
Móðir söguhetjunnar, Anthony
Lawrence, giftist auðmanni til
að komast í hóp broddborgar-
anna í Philadelphíu. Eftir
skyndilegt fráfall eiginmanns-
ins neita ættingjar hans að við-
urkenna þau mæðginin og telja
vafa leika á um faðerni drengs-
ins. En Anthony ryður sér sjálf-
ur braut, enda hvetur móðir
hans hann óspart, og verður
mikilsmetinn lögfræðingur. En
þar með er ekki öll sagan sögð.
Þýðandi: Dóra Hafsteinsdóttir.
00.00 Dagskrárlok.
SUNNUD4GUR
22. ágúst
18.00 Sunnudagshugvekja.
Séra Gísli Brynjólfsson flytur.
18.10 Skólastúlkurnar sem hurfu.
Bresk ævintýramynd handa
börnum gerð eftir sögu Edith
Nesbits með öllum þeim tækni-
brögðum sem nútíminn ræður
yfir.
Sagan segir frá auralitlum
kóngi og drottningu i ríki sínu
sem eiga sér sex dætur. En
gamanið fer að grána þegar
kóngsdæturnar hverfa allar
með tölu af völdum galdra og
gjörninga.
Þýðandi: Ragna Ragnars.
19.20 Náttúran er eins og ævin-
týri. 2. þáttur.
Náttúran býr yfir ótal undrum
fyrir augu og eyru barna sem
fullorðinna.
Þýðandi: Jóhanna Jóhannsdótt-
ir. Þulur: Björg Árnadóttir.
(Nordvision — Norska sjón-
varpið).
Sjónvarp kl. 20.40 á þriðjudagskvöld:
■Tónlist í
Kína eftir
tíma Maós“
Á dagskrá sjónvarps kl.
20.40 á þriðjudagskvöldið er
„Tónlist í Kína eftir tíma Ma-
ós“, ferðasaga snillingsins
og hljómsveitarstjórans
Vladimirs Askenazy til Kína.
Askenazy stjórnar fílharm-
óníuhljómsveit í Shanghai,
leikur prelúdíur eftir Chopin
fyrir gestgjafa sína og spyr
þá spjörunum úr um líf og
list í Kína. M.a. ræðir Asken-
azy við tónlistarmenn sem
urðu illa úti á tímum menn-
ingarbyltingarinnar.
19.45 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 Sjónvarp næstu viku.
Umsjónarmaður: Magnús
Bjarnfreðsson.
20.50 Knut Hamsun, nóbelsskáld
og landráðamaður.
Knut Hamsun (1859—1952) var
dáðasti rithöfundur Norðmanna
á fyrstu áratugum aldarinnar.
Árið 1920 hlaut hann bók-
menntaverðlaun Nóbels fyrir
„Heiður
að veði“
Á dagskrá sjónvarps kl. 21.00 á
laugardagskvöldiö er ný bandarísk
sjónvarpsmynd, „Heiður að veði“.
Meö aðalhlutverk fara Ben Gazz-
ara, Paul Sorvino og Robert
Vaughn. Þýðandi er Kristmann
Eiðsson.
Myndin segir frá spillingu í lög-
regluliði New York-borgar,
eiturlyfjabraski og baráttu tveggja
heiðarlegra lögreglumanna við
þessi öfl.
Vladimir Askenazy
verk sín, sera mörg eru tslend-
ingum að góðu kunn.
En þegar Þjóðverjar hernámu
Noreg í apríl árið 1940 vakti
Hamsun reiði landa sinna er
hann hvatti þá til að hætta
gagnslausri mótspyrnu.
Var nóbelsskáldið nasisti og
landráðamaður? Um það fjallar
þessi sænska heimildarmynd
sem sýnd verður í tveimur hlut-
um, sá síðari sunnudaginn 29.
ágúst.
Þýðandi: Jóhanna Jóhannsdótt-
ir. Þulur: Hallmar Sigurðsson.
(Nordvision — Sænska sjón-
varpið).
21.30 Jóhann Kristófer.
Þriðji hluti.
Sjónvarpsmyndaflokkur í níu
þáttum gerður eftir samnefndri
sögu Romain Rollands.
Efni 2. þáttar:
Eftir að faðir Jóhanns Kristó-
fers deyr flyst fjölskyldan til
annars þorps. Jóhann Kristófer
leikur nú á fiðlu í hljómsveit
stórhertogans. Hann verður
ástfanginn af dóttur nábúa
þeirra mæðginanna en stúlkan
deyr án þess að hann hafi játað
henni ást sína.
Þetta áfall verður honum hvatn-
ing til tónsmíða en eftir annað
áfall hneigist Jóhann Kristófer
til drykkju uns frændi hans fær
talið hann á að leita heldur
huggunar í tónlistinni.
Þýðandi: Sigfús Daðason.
22.20 Evert, Evert.
Sænskur sjónvarpsþáttur í
minningu mesta vísnasöngvara
East of Eden
Bandaríkjamenn hafa
nýlega gert sjónvarps-
myndaflokk eftir sögu
John Steinbecks, East of
Eden, eða Austan Edens,
o-g fá íslendingar bráö-
lega aö berja hann aug-
um, því sjónvarpið hefur
keypt hann til sýninga.
Er í bígerö að hafa þætt-
ina á miðvikudögum og
veröur fyrsti þátturinn
sýndur 15. september
eða þegar Babelshús,
læknaþættirnir sænsku,
hafa runnið sitt skeið á
enda.
Þættirnir East of Eden eru
ekki nema þrír að tölu, en
hver um sig er óhemju lang-
ur. Þannig er fyrsti þátturinn
um 140 mínútur aö lengd,
næsti 90 mínútur og sá síö-
asti aftur 140 rnínútur. Er
þetta í raun sjö tíma
dagskrá, en er sem betur fer
skipt niöur í aöeins þrjá
þætti í staðinn fyrir kannski
sjö eöa jafnvel átta.
Steinbeck skrifaöi söguna
East of Eden 1952 og naut
hún þegar fádæma vin-
sælda. Sagan er stórverk,
sem nær yfir þrjár kynslóöir
og spannar sögusviöiö þvert
yfir Noröur-Ameríku. Hún
fjallar aö mestu um tvo
bræöur, þá Adam og Charl-
es Trask. Þeir lenda í and-
stöðu hver viö annan vegna
ráðríks föður. Inn í líf þeirra
kemur svo Cathy, gullfalleg,
töfrandi kona, en sakleysis-
legt yfirbragö dylur hiö illa
eöli hennar. Hún dregur
menn á tálar og veigrar ekki
fyrir sér að myröa til að ná
fram sínum frekar tvíræöu
markmiöum. Hún gjörbreytir
lífi þeirra bræðra að eilífu.
Sagan flyst til Kaliforníu
þar sem Adam og Cathy
koma sér fyrir í „Eden“ í hin-
um frjósömu hlíðum Salinas
Valley. Cathy heldur ekki aft-
ur af sér og lendir á braut
syndarinnar og Adam veröur
niöurbrotinn maöur. Líf
barna þeirra tveggja, hins
-
Æmm&RmÍsM
saklausa Arons og dula
Cals, sogast inn í hringiðu
þessa hildarleiks milli góös
og ills.
Vitanlega er engin leiö að
gera sögunni góö skil í svo
stuttum pistli sem þessum,
en enginn ætti aö veröa verri
þó hann horföi á þessa
þætti. Þeir eru eflaust góöir.
Þessi saga Steinbecks hefur
veriö kvikmynduð, eins og
mörg fleiri verka hans. Aðal-
hlutverkiö í kvikmyndinni lék
goðiö James Dean, sem
fórst sviplega i umferöarslysi
á unga aldri.
í sjónvarpsmyndaflokki
þessum leika margir frægir
leikarar, Timothy Bottoms
leikur Adam og Jane Sey-
mour leikur Cathy. Bottoms
hefur leikið í mörgum
bandarískum kvikmyndum
eins og The Last Picture
Show, Rollercoaster og
Hurricane, en hann er líka
frægur fyrir leik sinn í sjón-
varpi. Warren Oates, sem nú
er nýlátinn, leikur Cyrus, föö-
ur bræðranna, Lloyd Bridges
leikur stórt hlutverk og Anne
Baxter einnig. Leikstjóri er
Harvey Hart.
— ai.
Svía, Evert Taube, sem lést
fyrir fimm árum.
Þýðandi: Þrándur Thoroddsen.
(Nordvison — Sænska sjón-
varpið).
23.15 Dagskrárlok.
AÍN4UD4GUR
23. ágúst
19.45 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.35 Tommi og Jenni
20.40 íþróttir
Umsjón: Bjarni Felixson
21.15 íþaka — Stærsta safn ís-
lenskra fræða í Vesturheimi.
Bókasafnið í íþöku við Cornell-
háskóla í New York-fylki hefur
að geyma 33.000 bindi íslenskra
bóka. Daniel Willard Fiske,
prófessor og fslandsvinur, var
stofnandi þessa safns.
Halldór Hermannsson var lengi
bókavörður þar en nú gegnir
Vilhjálmur Bjarnar því starfí.
Helgi Pétursson fréttamaður
ræðir við Vilhjálm og hann sýn-
ir ýmsar raerkar bækur og
handrit, það elsta skinnhandrit
af Jónsbók frá 15. öld.
21.15 Framabrautin
Finnskt sjónvarpsleikrit um
sveitafjölskyldu á krossgötum.
Sonurinn hefur strokið úr her-
þjónustu og dóttirin gerst fata-
fella. Gamli og nýi tíminn, sveit-
in og borgin eru þær andstæður
sem mætast í atburðarásinni.
Þýðandi: Borgþór Kjærnested.
(Nordvision — Finnska sjón-
varpið)
23.10 Dagskrárlok
ÞRIÐJUDKGUR
24. ágúst
19.45 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.35 Bangsinn Paddington
20. þáttur. Teiknimynd ætluð
börnum.
Þýðandi: Þrándur Thoroddsen.
Sögumaður: Margrét Helga Jó-
hannsdóttir.
20.40 Tónlist í Kína eftir tíma Ma-
ós
Ferðasaga píanósnillingsins og
hljómsveitarstjórans Vladirairs
Ashkenazys til Kína.
Ashkenazy stjórnar fíl-
harmóníuhljómsveit í Shanghai,
leikur prelúdíur eftir Chopin
fyrir gestgjafa sína og spyr þá
Sjónvarp kl. 21.25 á mánudaginn:
„Framabrautin"
Á dagskrá sjónvarps kl.
21.25 er „Framabrautin",
finnskt sjónvarpsleikrit um
sveitafjölskyldu á kross-
götum. Myndin fjallar um
hverníg fólk leitast vió að
láta drauma sína rætast og
hvernig slík „eftirsókn eftir
vindi" endar oft á tíðum.
Sonurinn í fjölskyldunni
hefur strokið úr herþjón-
ustu og dóttirin gerst fata-
fella. Togstreitan í mynd-
inni er á milli tveggja
ólíkra lífsmáta og það ér
faðirinn í fjölskyldunni
sem stendur fyrir gamla
tímann.
Úr finnska sjónvarpsleikrítinu
„Framabrautin".
mmrn
spjörunum úr um líf og list í
Kína.
Þýðandi: Jón Þórarinsson.
21.45 Derrick
4. þáttur. Veisla um borð.
Fyrirtæki nokkurt heldur ársh-
átíð úti á skemmtisnekkju. Þeg-
ar komið er að landi vantar
einn gestanna.
Þýðandi: Veturliði Guðnason.
22.45 Dagskrárlok
AUÐNIKUDKGUR
25. ágúst
19.45 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.35 Meistarinn Shearing
Breskur tónlistarþáttur með
blinda píanóleikaranum og
hljómsveitarstjóranum George
Shearing, sem er þekktur fyrir
fjölhæfni sína og fágaðan jassl-
eik.
21.10 Babelshús
4. hluti.
Efni 3. hluta: Priraus fær að
fara heim. Gustav Nyström og
Martina eiga nótt saman eftir
stúdentaveislu. Hardy og Pirjo
slíta samvistum. Primus fær
gallsteinakast og er fluttur á
Enskedespítala. Drykkja Bernts
er farin að há honum í starfí.
Þýðandi: Dóra Hafsteinsdóttir.
21.50 Árið 1981 frá öðrum sjón-
arhóli
Síðari hluti.
í seinni hluta bresku myndar-
innar um ástand og horfur með-
al alþýðu í heiminum árið 1981
beinist athyglin að vandamálum
þróunarlanda, atvinnuleysi,
misskiptingu auðsins og þeim
verðmætum sem ekki verða
keypt fyrir fé.
Þýðandi: Jón O. Edwald.
22.50 Dagskrárlok
FÖSTUDNGUR
27. ágúst
19.45 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.40 Á döfínni
Þáttur um listir og menningar-
viðburði.
Umsjónarmaður: Karl Sig-
tryggsson. Kynnir: Birna
Hrólfsdóttir.
20.45 Slegið á strengi
Hljómsveitin „The Blues
Band“ með söngvaranum Paul
Jones skemmtir með blústónlist
á veitingastöðum í Lundúnum.
Þýðandi: Kristrún Þórðardóttir.
21.15 Meirihlutinn siðprúði
(The Moral Majority)
Breski sjónvarpsmaðurinn Dav-
id Frost ræðir við forvígismenn
„Siðprúða meirihlutans“ og
helstu andstæðinga hans.
Meirihlutinn siðprúði er
íhaldssöm umvöndunarhreyfíng
sem fer nú eins og eldur í sinu
um Bandaríkin. Með Biblíuna
að vopni fordæma forustumenn
hennar frjálslyndi og lausung á
öllum sviðum, skipuleggja
bóka- og hljómplötubrennur og
bannfæra sjónvarpsþætti og
stjórnmálamenn.
Þýðandi: Bogi Arnar Finnboga-
son.
22.10 Dagbók hugstola húsmóður
(Diary of a Mad Housewife)
Bandarísk bíómynd frá 1970.
Leikstjóri: Frank Perry.
Aðalhlutverk: Carrie Snodgress,
Richard Benjamin og Frank
Langella.
Tina er heimavinnandi húsmóð-
ir með tvær ungar dætur. Jón-
athan, maöur hennar, er metn-
aðargjarn lögfræðingur sem
stundar samkvæmislífíð og
lífsgæðakapphlaupið fastar en
Tinu likar og veldur það erjum i
hjónabandinu.
Þýðandi: Heba Júliusdóttir.
23.30 Dagskrárlok
i jr
m
m
o w
CfQ O
ro
cr c/)
W. </>
ajv —.
***T"
O: 2.
cro 3
c ”
rt> 2-
5’ 7T
5. -•
W CfQ
- g
— Q-
f? '<
2 £
= C
0: "t
7T
§ 3
- ité.
: i %
M i
9*3 ’
liW