Morgunblaðið - 12.09.1982, Síða 2

Morgunblaðið - 12.09.1982, Síða 2
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1982 ^„Listform, sem byggist á samvinnu“ Bandaríski leikstjórinn Sidney Lumet tekinn á löpp Mkhmel Cmíne í Demthtrmp. Innskotsmynd: Lumet rihfKrir sig við Cmine. emt Williams og Tony Turco í einu mtriðm lyndarinnar Prince of the City. Innakots- iynd: Lumet og kvikmyndmtðkummðnrínn Andrzej Bmrkowimk. Samlestur með þeim sem unnu að myndinni Prince of the City. Innskotsmynd: Sidney Lumet og Jay Presson Allen handritshöfund- ur til h«gri. Bandaríski leikstjórinn Sid- ney Lumet hefur oftlega haldið því fram að það sé enginn gald- ur að leikstýra kvikmyndum. „Málið er að ná sem mestu út úr hverjum þætti framleiðslunn- ar.“ Myndir Lumets eru unnar í hópvinnu og síðastliðin 25 ár, allt frá lofsverðri byrjun 1957 með myndinni Twelve Angry Men, til hinnar umtöluðu mynda Equus og Prince of the City, hef- ur Lumet komið á framfæri mörgum hæfileikaríkum at- vinnumönnum með hvers hjálp hann hefur komið sér upp af- skaplega virðingarverðum lista kvikmynda. Lumet hefur eytt mest af sínum leikstjórnarferli í ysi og þysi New York-borgar. í myndum eins og Serpico, Dog Day Afternoon, The Pawnbroker og Network notar hann borgina eins og hún sé eitt af hlutverkunum í myndunum, frek- ar en baksvið þeirra. Myndir hans fjalla oft um baráttu einstaklings- ins við persónulausar stofnanir og fyrirtaeki, ekki ósvipuð þeim, sem Lumet þykist sjá í Hollywood, en á þeim stað hefur Lumet næsta lítið álit. „Ég hefði sennilega aldrei getað gert myndir mínar í Holly- wood,“ segir Lumet. „Þar þjást menn enn mikið af stofnanabrag, sem gerir oft starfsemi þar klunnalega og þunga í vöfum. Persónulega vil ég ekki að ein- hverjir, sem ekki hafa unnið að kvikmynd sem ég er að gera, sjái neitt af henni á vinnslustigi og ég kæri mig ekki um álit frá neinum, sem ekki er að vinna að kvikmynd- inni. Önnur ástæða fyrir því að ég vinn ekki mínar myndir í Holly- wood er, má segja, söguleg. Margir af hæfileikaríkustu mönnunum sem nokkurn tíma unnu við kvikmyndagerð fóru til Hollywood án nokkurs ávinnings. Og þar sem ég er frekar viss um að ég eigi ekki eftir að verða betri en Orson Well- es eða Billy Wilder sé ég enga ástæðu til að reyna að verða það.“ Myndir Lumets hafa ætíð verið vel sóttar og það, meira en margt annað, hefur gert honum kleift að slíta sig frá Hollywood. En þrátt fyrir góða aðsókn á myndir hans, hafa gagnrýnendur ekki verið eins hressir með hann og áhorfendur. Einhverjir þeirra segja að Lumet hafi meira hæfileika til að túlka en skapa og þeir sömu segja að hann sé lítill höfundur. Lumet gnístir tönnum og augun bak við dökk sólgleraugun hvessast þegar minnst er á þetta við hann. „Fyrir mig er kvikmyndin sýn- ing, listform, sem byggist á sam- vinnu, nokkuð sem er ekki vinna eins manns.“ Hann viðurkennir ósjálfstæði sitt gagnvart leikurun- um og samstarfsmönnunum ekki síður en gagnvart ófyrirsjáanleg- um þáttum eins og veðrinu. „Ég held að galdurinn við leikstjórn liggi í þessu samspili." Tryggð Lumets við samstarfs- fólk sitt hefur gert það að verkum að margt þeirra vinnur með hon- um að fleiri en einni mynd. Það eru menn eins og kvikmyndatöku- maðurinn Oswald Morris (The Hill, Equus og The Wiz), klippar- inn Dede Allen (Serpico, Dog Day Afternoon og The Wiz), handrita- höfundurinn Frank Pierson (The Anderson Tapes og Dog Day Afternoon), tónskáldið Quincy Jones (The Anderson Tapes, The Deadly Affair og The Last of the Mobile Hot Shots), framleiðand- inn Burtt Harris, sem hefur fram- leitt flestar myndir Lumets frá 1965, leikmyndahönnuðurinn Tony Walton (The Seagull, Murder on the Orient Express, Equus og The Wiz), en hann hefur einnig unnið með Lumet við síðustu myndir hans, eins og Just Tell Me What You Want, sem ekki hlaut mjög góða dóma, Prince of the City og nú síðast Deathtrap. Lumet fæddist í Philadelphiu en ólst upp á götum New York- borgar. Sem strákur lék hann á jiddísku í gyðingaleikhúsi í borg- inni, þar sem faðir hans, Baruch Lumet, skrifaði, leikstýrði, fram- leiddi og lék. Sidney kom fyrst á Broadway 11 ára gamall og þá lék hann einnig á hvíta tjaldinu í fyrsta og eina sinnið á æfinni. Það var í kvikmyndinni One Third of a Nation. Meira lék hann ekki vegna þess, segir hann, að hann vildi ekki standa í því að afhjúpa sig fyrir framan hundruð ókunnugra áhorfenda á hverju kvöldi. “Ég vildi gera það í gegnum aðra,“ sagði hann einu sinni og bætti við. „Þegar ég afhjúpaði persónu á sviði nú eða á tjaldinu fannst mér ég vera að afhjúpa sjálfan mig um leið.“ 1947 stofnaði Lumet einn af fyrstu leikhópunum í New York sem starfræktur var utan Broad- way. Hann var leikstjóri hópsins í þrjú ár eða þangað til sjón- varpsstöð í borginni bauð honum starf, sem hann þáði. Hann var þar aðstoðarleikstjóri en vann sig fljótlega í áiit, þannig að áður en árið var á enda var hann farinn að stjórna sínum eigin þáttum. Á 10 árum gerði hann alls 250 þátta- seríur. En eins og þeir Arthur Penn, John Frankenheimer og Robert Mulligan, sem allir voru góðir sjónvarpsmenn, flutti hann sig yfir í kvikmyndirnar. Hann byrjaði vel á því sviði með mynd- inni Twelve Angry Men þar sem Henry Fonda lék aðalhlutverkið. Lumet var útnefndur til Óskars- verðlauna fyrir þá mynd og hann hlaut æðstu viðurkenningu, sem veitt eru leikstjóra í Bandaríkjun- um, The Directors Guild Award. Prince of the City segir frá Daniel nokkrum Ciello, en hann er félagi í lítilli klíku leynilögreglu- manna í New York, sem eru full- komlega sjálfráðir gerða sinna og heldur óspilltir af þeim sökum. Ciello, sem leikinn er af Treat Williams, fær sig fullsaddan af spillingu félaga sinna og finnst hann ekki geta gengið lengra. Svo hann fer að segja lögreglunni frá gerðum spilltra félaga sinna, sem margir eru góðir vinir hans. „Að mínu áliti,“ segir Lumet, „er þetta saga, sem er svolítið byggð upp á grískum harmleikjum. Fjallar um mann, sem hélt hann gæti ráðið við aðstæður, sem hann lendir í, en svo fer að aðstæðurnar ráða honum. Serpico er svolítið skyld þessari mynd en þær eru ólíkt unnar. Serpico var unnin mikið á upptökustöðunum á staðnum, improviseruð, en Prinsinn var unnin á mjög skipulagðan hátt, ramma fyrir ramma. Sú mynd er mjög færð í stílinn, en þó ekki of mikið, því hún verður að virka raunveruleg á fólk. Það er annars lítið um fólk í henni. Göturnar eru alltaf auðar. Himinninn sést nán- ast aldrei (aðeins í einu skoti). Veggirnir verða sífellt naktari og allt er dregið saman í höfuðatriði þangað til ekkert er eftir nema andlit. Á endanum stendur Ciello andspænis hafi andlita." Einn nánasti samstarfsmaður Lumets síðustu árin er Jay Press- on Allen. Hún er handritshöfund- ur Prinsins og Deathtrap og fleiri mynda Lumets. „Við vinnum með sama hraða,“ segir hún. „Hann er alltaf á hundraði, mjög tækni- legur, og hann veit hvað hann er að gera, og ef hann er í vafa er hann alltaf tilbúinn að læra, ólíkt mörgum stóru gömlu leikstjór- anna.“ Allen flutti snemma frá Texas, þar sem hún er fædd, til New York, en þar býr hún í dag. Hún hafði áhuga á að verða stjarna, þegar hún var yngri. „Ég hélt ég myndi verða eins og Ging- er Rogers en það tók mig 25 mín- útur sléttar að komast að því að ég átti ekki séns.“ Eins og Lumet hóf hún feril sinn fyrir alvöru við sjónvarp, þangað til hún skrifaði handritið að Marine, 1964. Leik- stjóri var Alfred Hitchock. „Hitch kenndi mér að skrifa handrit og ég mátti hafa mig alla við að læra það.“ Síðan hefur Allen unnið með hinum og þessum leikstjórum eins og George Cukor, Bob Fosse við Cabaret og Herbert Ross við Funny Lady. Hún fékk Óskar fyrir handritið að myndinni The Prime of Miss Jean Brodie. „Að búa Deathtrap undir kvikmyndun var auðvelt," segir hún. „Leikritið er mjög haganlega gert rétt eins og sagan. Ekkert má missa sín úr henni. Sé eitthvert atritið tekið út hrynur sagan. Leikritið gefur ekki mikið svigrúm til breytinga. Til samanburðar má geta þess að Prinsinn var tekin á 122 stöðum. Deathtrap var tekin á einum stað. Hún fjallar um glæpa- söguhöfund, sem er heldur að falla í áliti svo hann tekur upp á því að skipuleggja morð á einum af fyrrverandi nemendum sínum í þeim tilgangi að hrifsa til sín stór- góða sögu, sem þessi nemandi hef- ur skrifað. Lumet er ekki óvanur að færa sviðsverk í kvikmyndabúning. Það hefur hann gert við verk Tenness- ee Williams, The Fugitive Kind 1960, Peter Shaffers, Equus 1977, Tjekovs, The Seagull 1970, og Eug- ene O’Neills, Long Day’s Journey into Night. Það var lengi nauðað í mér út af því að ég færði þessi verk í kvikmyndabúning," segir Lumet. „Það er eins og gagnrýn- endur rugli saman kvikmyndahús- um og leikhúsum. Kvikmynd er kvikmynd vegna þess að kvik- myndatökuvélin getur sýnt það sem enginn annar miðill getur sýnt.“ Á endanum eru það hlutverkin og leikararnir, sem leika þau, sem draga Lumet út í að festa leikritin á filmu. „Andlitið er besta lands- lag, sem völ er á,“ segir Lumet. „Fyrir mig er það miklu meira landslag en nokkur fjallstindur eða grasbrekka." Meðal andlita, sem Lumet heldur upp á, er andlit Sean Connerys, A1 Pacinos, James Masons, Simone Signorets, Henry Fondas og Vanessa Redgraves. Með þeim hefur hann unnið oftar en einu sinni. „Ég hef ást á leikur- um. Þeir eru „fótgönguliðar" kvik- myndarinnar. Það eru þeir, sem fá allar skammirnar eða allt hrósið eftir þvi hvernig mynd er tekið, og það er ekkert auðvelt að standa í því. Mér skilst að það séu þeir sjálfir sem þeir afhjúpa hverju sinni og ég krefst aldrei neins af þeim sem ég er ekki tilbúinn að gera sjálfur. Auk þess myndi ég aldrei níðast á leikurum sem manneskjum. Heldur myndi ég sleppa atriðum en að kalla fram einhverja persónueiginleika þeirra án þess þeir viti af því. Margir stórkostlegir leikstjórar vinna þannig en ég gæti það ekki. Ef ég næ ekki þvi sem þarf með lagni er ég tilbúinn að sleppa því heldur en að nota pretti. „Mig langaði alltaf til að vinna með Sidney Lumet," segir Michael Caine, stjarnan í Deathtrap. „í mynd af þessu tagi gegnir leikar- inn veigamiklu hlutverki. Og þar sem slíkt er upp á pallborðið er eins gott að hafa leikstjóra eins og Lumet, sem er leikara-leikstjóri. Hann hefur fulla samúð með leik- aranum og leikarar eru númer eitt í myndum hans. Hann er ekki hlaupandi um allan daginn leit- andi að réttu sjónarhorni og stað- setningum og lætur leikarana eiga sig. Hann hefur þegar gert það allt áður en tökur hefjast. Geri þú eitthvað vitlaust heldur hann ekki yfir þér tveggja tíma reiðilestur. Hann býr yfir þeim eiginleika að leiðrétta þig með einni setningu. Fyrir mig er það stórkostleg leik- stjórn." Cristopher Reeve, mótleikari Canes, bætir við: „Lumet veit hvernig tala á við leikara ekkert síður en tæknimennina. Hann leikstýrir okkur leikurunum rétt eins og við séum í leikhúsi, við æfðum í tvær vikur fyrir tökur. Hann vinnur geysilega mikið und- irbúningsstarf og er alltaf til- búinn með allt þegar að því kemur að hann þarf að nota það. Hann er mjög nákvæmur á hvað hann vill fá fram en samt gefur hann leik- aranum svigrúm til að koma hon- um á óvart, með eigin framlagi. Ég get ekki ímyndað mér betri að- stöðu." „í Deathtrap, sem öll var tekin í gömlum upptökusal í New York, er lögð meðvituð áhersla á stíl- færslu, segir Lumet. í þeim efnum er hún arftaki Murder on the Orient Express, nema hvað nú göngum við aðeins lengra. Hlátur- inn, glitið og glansinn og hin ljúf- sáru tilfinningaátök. I fyrsta skiptið nota ég farða í myndum mínum til að undirstrika óraun- veruleikann." (Þýtt og endurs. — ai.)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.