Morgunblaðið - 12.09.1982, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1982
51
Fyrirlestur um þjóöa-
réttarstöðu Grænlands
Það sem af er þessu ári hafa
Grænland og Grænlendingar verið
mikið í fréttum hér á landi.
Ástæður til þessa eru margar.
Sameiginleg saga tengir þessa
þjóð við þá íslensku alveg sér-
staklega. Einnig eiga þessar þjóðir
brýn sameiginleg hagsmunamál
að því er tekur til nýtingu nátt-
úruauðlinda.
Minna má á að nú í vetur voru
fluttir margir lærðir fyrirlestrar á
vegum Norræna félagsins um ým-
is efni sem vörðuðu Grænland. Nú
í sumar var efnt til hátíðarhalda í
Grænlandi í tilefni af því að 1000
ár eru liðin frá landnámi nor-
rænna manna þar. Til hátíðar-
haldanna var stofnað af Græn-
lendingum sjálfum.
Forseti íslands tók þátt i þeim
hátíðarhöldum ásamt fjölda ís-
lendinga sem komnir voru til
Grænlands gagngert í því skyni að
taka þátt í þeim og kynnast landi
og þjóð. Aðeins þetta skal nefnt
hér en þess verður þó víða vart að
áhugi Islendinga á Grænlandi og
málefnum þess hefur farið ört
vaxandi að undanförnu og það er
skoðun undirritaðs að sá áhugi sé
gagnkvæmur.
En hver er hin pólitíska staða í
Grænlandi nú, hver er staða þess í
samfélagi þjóðanna og hver er lík-
leg þróun Grænlandsmála á næstu
árum eða áratugum? Svör við slík-
um spurningum eru forvitnileg og
þýðingarmikil. Er erfitt að gefa
fullnægjandi svör í öllum tilvik-
um.
Flestum er í minni að Græn-
lendingar fengu heimastjórn með
heimastjórnarlögunum fyrir
Grænland frá 1978. Að lokinni
ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu
á Grænlandi, þar sem um 70%
fastra íbúa landsins samþykktu
lögin, var ákveðin gildistaka
þeirra í janúar 1979. Þrátt fyrir
þetta er Grænland hluti danska
ríkisins. Danska stjórnarskráin
gildir áfram á Grænlandi og
heimastjórnin hefur aðeins fengið
framselda málaflokka sem ein-
göngu varða Grænland en ekki
ríkisheildina.
Fyrstu kosningar til Lands-
þingsins grænlenska fóru fram í
apríl 1979. Aðalstjórnmálaflokk-
arnir eru tveir, þ.e. Siumut-
flokkurinn sem fékk um 47% at-
kvæða í þessum kosningum, Jon-
atan Motzfelt veitir þessum flokki
forystu, og Atassut-flokkurinn
sem fékk um 42% atkvæða. Fyrr-
nefndi flokkurinn er róttækari í
sjálfstjórnarmálum. Tveir aðrir
flokkar komu fram og fengu þeir
um 5% atkvæða hvor.
Sem stendur eru átök um nýt-
ingu náttúruauðæfa í Grænlandi
og í því sambandi er úrsögn
Grænlands úr Efnahagsbandalagi
Evrópu ofarlega á baugi. í ráðgef-
andi þjóðaratkvæðagreiðslu um
það mál nú í febrúar 1982 á Græn-
landi var samþykkt með naumum
meirihluta að ganga úr bandalag-
inu. Hér vega þungt þeir hags-
munir Grænlendinga að fá að ráða
sjálfir yfir náttúruauðlindum sín-
um í hafinu umhverfis landið en á
hinn bóginn er hætt við að ýmsir
styrkir og fyrirgreiðslur sem
bandalagið veitir nú Græn-
lendingum falli niður við úrsögn
úr bandalaginu.
Grænland er stórt land, meira
en 20 sinnum stærra en ísland.
Landið er erfitt yfirferðar og á
margan hátt harðbýlt. Aðeins 300
km skilja að ísland og Grænland
þar sem styst er. íbúafjöldi þess er
um 50 þúsund, þar af um 10 þús-
und Danir. Náttúruauðæfi Græn-
lands eru hins vegar mikil. Allar
framangreindar staðreyndir
hljóta að vera sérstaklega áhuga-
verðar hér á landi.
Hinn 12. febrúar sl. varði Guð-
mundur S. Alfreðsson þjóðréttar-
fræðingur doktorsritgerð um rétt-
arstöðu Grænlands við lagadeild
Harvard-háskóla í Bandaríkjun-
um. Ritið kallast Grænland og
rétturinn til sjálfsákvörðunar út á
við (Greenland and the Right to
External Self-Determination).
Guðmundur lauk kandidatsprófi
frá Háskóla íslands vorið 1975 og
meistaraprófi í samanburðar-
lögfræði og þjóðarétti frá laga-
deild New York-háskóla vorið
1976. Guðmundur hefur auk þess
stundað framhaldsnám í þjóðar-
étti við Max Planck Institut í
Heidelberg í Þýzkalandi og við
lagadeild Kaupmannahafnarhá-
skóla.
land skiptist i 4 aðalkafla. Hinn
fyrsti fjallar um alþjóðlegar rétt-
arreglur um afnám nýlendu-
stjórnar. Inntak þessara reglna er
skýrgreint og því haldið fram á
grundvelli hefðbundinna réttar-
heimilda, þ.e. milliríkjasamninga
og venjuréttar sem hafa hlotið
staðfesiingu Alþjóðadómstólsins
að nýlenduþjóðir hafi öðlast ótví-
ræðan sjálfsákvörðunarrétt. í
næstu þremur köflum færir Guð-
mundur að því rök, að Grænlend-
samskiptum sínum við Danmörku
og önnur ríki. í öðrum kafla er
þannig lýst landnámi ínúskra
manna og norrænna manna á
Grænlandi, með aðaláherslu á
nýlendustórn Dana á 19. og fyrri
hluta 20. aldar. í þriðja kafla er
bent á fjölmargra annmarka á
þeim aðferðum, sem danska ríkið
beitti við stjórnskipunarlega inn-
limun Grænlands árið 1953 og það
ítarlega kannað, hvort ályktun
allsherjarþings Sameinuðu þjóð-
anna frá haustinu 1954, þar sem
sameiningin var samþykkt, hafi
haft bindandi réttaráhrif. í fjórða
kafla er borið saman nútíma þjóð-
skipulag á Grænlandi og í Dan-
mörku, ekki hvað síst með hina
svokölluðu innlimun í huga, og
stuðst við leiðbeiningar í ályktun-
um allsherjarþingsins, sem draga
fram helstu nýlendueinkenni á
sviðum félacrs-. efnahaes-. stiórn-
ritsins eru niðurstöður höfundar
dregnar saman, taldir upp helstu
framtíðarvalkostir Grænlendinga
og bent á kosti og galla hinna
ýmsu möguleika.
Ekki er unnt að rekja nánar efni
þessarar ritgerðar hér nú. Hins
vegar skal á það bent að Guð-
mundur er staddur hér á landi um
þessar mundir og hefur fallist á að
halda fyrirlestur á vegum laga-
deildar Háskóla íslands, Lög-
mannafélags íslands og Dómara-
félags Reykjavíkur sem ber nafnið
Réttarstaða Grænlands. Verða þá
reifuð og rædd mörg þau vanda-
mál sem hér hefur verið vikið að.
Fyrirlestur þessi verður haldinn í
Lögbergi, húsi lagadeildar, há-
skólanum þriðjudaginn 14. septc
ember nk. og hefst hann kl. 17.15.
Öllum er heimil fundarsókn.
Ritgerð Guðmundar um Græn-
þess kost að njóta þessara reglna í
arfars- og stjórnmála. I lokakafla
Stefin Már Stefánsson,
forseti lagadeildar Háskóla íslands.
IHUNDRAÐAR
1882 leit fyrsta Peugeot reiðhjólið dagsins Ijós. Alla tíð síðan hefur Cycles Peugeot kappkostað
að hafa bestu hjólin á markaðinum, enda eru Peugeot hjólin oft kölluð „Rolls Royce.“ reiðhjólanna.
í tilefni 100 ára afmælisins bjóða frönsku Peugeot verksmiðjurnar og Örninn upp á sérstök
afmælisreiðhjól á tilboðsverði, sem erótrúlega lágt fyrirþessa gæðagripi.
PH8 FN: lOgírakarlmannsreiðhjól og PH18 FN: 10gírakvenreiðhjól eru með lokuð-
um skálabremsum, standara, Ijósabúnaði o.fl. o.fl. Þrjár stærðir, breið dekk. Litur:
Perluhvítt. Þessi reiðhjól eru samsett úr meir en 1530 hlutum og eru þeir nákvæmlega
athugaðir 942 sinnum á ýmsum framleiðslustigum. Meir en 200 heildarprófanir eru
gerðar á hráefnisgæðum.tæknibúnaði.notkunarþoliog ryðvörn á þessum hjólum.
Verð kr. 4.137.00 miðað við 20% afmælisafslátt.
Greiðsluskilmálar. 10 ára ábyrgð á stelli og framgaffli. Okeypis eftirstilling
Gerið samanburð á verði og gæðum áður en þið kaupið hjól.
Sérverslun i meira
en hálfa öld
# _ _ Reiðhjólaverslunin
ORNINNP
1 Spítalastíg 8 við Óðinstorg S=14661