Morgunblaðið - 12.09.1982, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.09.1982, Blaðsíða 4
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1982 I Asgeir Sigurvinsson: nNú er aö duga eða drepast“ • Ásgeir Sigurvinsson og eig- inkona hans, Ásta Guð- mundsdóttir. Þau hafa komið sér vel fyrir í einu af úthverfum Stuttgart og þaöan er Ásgeir um þaö bil 10 mínútur að keyra á œfingar. Fáir knattspyrnumenn hafa veriö jafnmikið í sviösljósinu í vestur-þýsku knattspyrnunni eins og Ásgeir Sigurvinsson. Eftir fjóra leiki í „Bundeslig- unni“ er liö hans Stuttgart í efsta sæti og hefur leikið mjög vel. Knattspyrnusérfræöingum ber saman um að liö Stuttgart hafi ekki sýnt af sér jafn góöa knattspyrnu um langt árabil, og spá liöinu góöu tímabili. Ein ástæöan fyrir velgengni Stuttgarts-liðsins er góö frammistaöa Asgeirs. Þegar Ásgeir var keyptur til liðsins var honum ætluö lykilstaöa í liðinu. Hann á ásamt félögum sínum aö hefja Stuttgart-liöiö til vegs og virðingar á nýjan leik. Segja má, aö hlutverk Ásgeirs sé tvíþætt í liöinu. Annars vegar aö stjórna leik liösins og hins vegar aö vera aöalskytta þess. Ásgeir býr yfir gífurlegum skotkrafti og hafa blöö í V-Þýska- landi sagt, aö þaö væri eins og hann væri meö dýnamít í fótunum, slíkur er skotkraftur hans. Ásgeir Sigurvinsson er óþarft aö kynna fyrir lesendum, þar sem hann er einn þekktasti íþrótta- maöur íslands fyrr og síðar. En ekki er fjarri lagi aö ætla aö Ásgeir sé nú aö komast á hátind ferils síns sem knattspyrnumaöur. Ásgeir hefur veriö afar óheppinn síöasta ár, og átt viö þrálát meiðsli aö stríöa, en þrátt fyrir þaö, hefur hann ekki látiö bugast og eflst ef eitthvað er. m-'Wr BeimFC Bayern Munchen »»B er m«i#t auf der Bank, beim VfB S tuttgart soN or zum Spielmacher werden. Foto: Baumann • Ásgeir í búningi þess frssgi félags Bayern MUnchen an meö því liði lék Ásgeir á s(ð- asta keppnistímabili. Og þrátt fyrir góöa frammistööu meö liðinu þegar hann lék með, varð hann að saatta sig við aö vera meira og minna á varamannabekknum. Nú blómstrar Ásgeir hins vegar hjá hinu nýja liði sínu Stuttgarl • Atvinnuknattspyrna er haröur skóli og leikmenn verða oft fyrir slæmum meiöslum. Aö undanförnu hefur Ásgeir átt viö slæm meiðsli að stríða og þarf aö öllum líkindum aö láta skera sig upp. Ásgeir var á dögunum innt ur eftir velgengni sinni í síöustu leikjum sínum meö Stuttgart, var hann að venju mjög hógvær og vildi ekki gera mikiö úr eigin af- rekum. En var aö sjálfsögöu ánægöur með aö liöinu gengi vel. Þegar hann var spurður hver væri helsta ástæðan fyrir góöu gengi, sagði hann: — Þaö er nú fyrst og fremst sterk liösheild sem skapar þenn- an góöa árangur. Þaö kom mór nokkuö á óvart þegar óg fór aö leika meö liöi Stuttgart, hversu góö samvinna er á milli leik- manna í liöinu. Þar spila allir fyrir liðið, en ekki fyrir sjálfan sig eins og oft vill nú verða. Þá á þjálfari okkar, Helmut Benthaus, stóran þátt í því hversu vel hefur geng- iö. — Hér í V-Þýskalandi hefur velgengni liösins veriö slegiö mjög upp í blööum. En það getur verið hættulegt aö vera aö spá okkur velgengni eftir aöeins fjóra leiki í deildarkeppninni. Þaö er nefnilega oft stutt á milli þess aö vel gangi og aö allt gangi á afturfótunum í knattspyrnunni. i hverju liggur helsti styrk- leiki Stuttgart-liösins? — Styrkleikinn liggur fyrst og fremst í góðri vörn og sterku miöjuspili. Þá vinna leikmenn af- ar vel saman og leika af mikilli skynsemi. Hverju þakkar þú þessa góöu frammistööu sem þú hefur sýnt með liðinu nú í upphafi keppn- istímabilsins? — Því er nú fyrst og fremst að þakka, aö óg hef æft óhemjuvel og mikiö. Fyrir utan fastar æf- ingar hjá félaginu hef ég stundaö séræfingar af miklu kappi. Og ég er ekki frá því að ég hafi aldrei verið í betri æfingu en einmitt um þessar mundir. Enda geröi óg mór alveg grein fyrir því, aö þegar ég byrjaði hjá Stuttgart, var ekki um annaö aö ræöa hjá mér, en aö duga eða drepast. Ég varö bókstaflega aö standa mig vel. Annars heföi ég dottiö niður. Mig var fariö aö hungra í aö leika knattspyrnu þegar keppn- istímabiliö hófst. Og þetta hefur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.