Morgunblaðið - 12.09.1982, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1982
57
1. grein
anna, en vestræn áhrif koma ekki
til sögunnar fyrr en með komu
Ferdinands Magellans árið 1521.
Fyrir hönd Spánarkonungs gerði
Magellan tilkall til eyjanna og á
óbyggðri eyju út af Samar mun
hann hafa haldið fyrstu kristnu
athöfnina. Eftir að hafa komið
fyrir krossi í hafnarborginni
Cebu, biðu Magellans og ýmissa
manna hans þau dapurlegu örlög
að innfæddir klufu þá í herðar
niður og segir ekki meira af ítök-
um Spánverja á Filippseyjum fyrr
en Miguel Lopes de Legazpi sté á
land um 40 árum síðar, vopnaður
Kristskrossi og sverði. Hann
skýrði eyjarnar Las Felipinas eft-
ir Filippusi II Spánarkóngi. Þessir
nýju höfðingjar komust fljótlega á
snoðir um að á eyjunum lifðu ótal
ættbálkar, sem höfðu sín eigin lög
og eigin menningu og voru ekki á
þeim buxunum að láta hvíta
manninn drottna yfir sér. Það tók
Miguel Lopes sjö ár að koma eyj-
unum undir Spánarkonung. Síðan
lágu eyjarnar undir Spán í 333 ár,
en margar tilraunir voru gerðar af
hálfu innfæddra til að reka
Spánverja af höndum sér. Banda-
ríkjamenn og Filippseyingar tóku
síðan höndum saman og árið 1898
sigraði George Dewey flotaforingi
spánska flotann á Manillaflóa. Þá
var gerður samningur um yfirráð
Bandarikjamanna á eyjunum, en
friður milli þeirra stóð ekki lengi.
Filippseyingar voru staðráðnir í
að fá frelsi og sjálfstæði, og án
frekari málalenginga er síðan ekki
fyrr en að loknu seinna stríði, að
eyjarnar fengu sjálfstæði sitt og
1946 tók fyrsti forseti lýðveldisins,
Manuel Roxas, við embætti.
Eins og alkunna er ríkir svoköll-
uð þingræðisstjórn á Filippseyjum
nú en það er ekki nema að nafninu
til, því að kalla má Marcos forseta
nánast einvald ásamt konu sinni
Imöldu.
í tehús eða
dýflissu hjá Imöldu?
Síðasta daginn sem ég var í
Manilla datt mér í hug, að eftir
það, sem ég hafði nú heyrt og séð
þessa fáu daga sem ég hafði verið
á svæðinu, gæti verið nógu fróð-
legt að fá viðtal við Marcos. Ég
spurðist fyrir um númerið í for-
setahöllinni á hótelinu. Fram að
þeim tíma höfðu allir sýnt mér af-
ar mikla kurteisi og elskusemi. En
númerið fékk ég og svo var byrjað
að hringja. Ég kynnti mig, blaða-
maður Morgunblaðið Reykjavík
Iceland, mætti ég fá að tala eitt
orð við forsetann? Eftir að ég
hafði endurtekið þessa runu svona
tíu-fimmtán sinnum kom kven-
maður í símann. Ég byrjaði á
sömu romsunni. En það var sem
sagt forsetafrúin sem var í síman-
um: Því var nú verr og miður.
Maðurinn hennar hafði farið á
spítala þá um daginn, sem betur
fer var það ekkert alvarlegt, væg
inflúensa. Mér skildist að þau
hefðu ekki fagnað öðru meira en
hitta blaðamann frá íslandi, en
það stóð bara svona á. Hún nefndi
ég gæti kannski komið í te daginn
eftir. Það er sjálfsagt fáránlegt að
segja frá því, en það hvarflaði ekki
að mér að láta breyta miðanum
mínum til að ég gæti farið í te.
Enda hef ég sennilega orðið smeyk
í aðra röndina. Það hefur áður
komið fyrir að gestir þeirra for-
setahjóna hafa horfið óforvarend-
is. Svo að ég bað bara að heilsa og
sagðist líta inn næst þegar ég væri
á ferðinni. Við kvöddumst svo með
virktum og auðvitað veit ég ekki
— af því ég þá ekki teboðið —
hvort ég var í raun að tala við
forsetafrúna eða einhvern undir-
sáta hennar.
Texti Jóhanna
Kristjónsdóttir
Þetta er mikilvæg spurning þegar leiðum til þess að
verðtryggja fé hefur fjölgað og hægt er að velja mis-
munandi ávöxtun.
Leiðin sem hentar þér gæti m.a. verið:
Verðtryggð spariskírteini Ríkissjóðs.
Verðtryggð veðskuldabréf.
Óverðtryggð veðskuldabréf.
Happdrættisskuldabréf Ríkissjóðs.
Við höfum víðtæka reynslu í verðbréfaviðskiptum
og fjármálalegri ráðgjöf og miðlum þeirri þekkingu
án endurgjalds.
Viljir þú ávaxta sparifé þitt munum við ráðleggja þér
hagkvæmustu ráðstöfun þess.
Verðbréfamarkaóur
Fjárfestingarfélagsins
Lækjargötu12 101 Reykjavik
lönaóarbankahúsinu Simi 28566
\fcrðbréfamarkaöur
Fjárfestingarfélagsins
GENGI VERÐBREFA 12. SEPTEMBER 1982
VERÐTRYGGD VEÐSKULDABRÉF
SPARISKÍRTEINI
RÍKISSJÓÐS:
Sölugengi
pr. kr. 100.-
1970 2. flokkur 8.357,24
1971 1. flokkur 7.353,72
1972 1. flokkur 6.375,25
1972 2. flokkur 5.400,95
1973 1. flokkur A 3.913,10
1973 2. flokkur 3.604,90
1974 1. flokkur 2.488,28
1975 1. flokkur 2.043,22
1975 2. flokkur 1.539,22
1976 1. flokkur 1.458,59
1976 2. flokkur 1.167,81
1977 1. flokkur 1.083,38
1977 2. flokkur 904,43 (0,03% afföll)
1978 1. flokkur 734,59 (0,37% afföll)
1978 2. flokkur 578,00 (0,67% afföll)
1979 1. flokkur 487,25 (0,98% afföll)
1979 2. flokkur 376,63 (1,35% afföll)
1980 1. flokkur 276,99 (1,74% afföll)
1980 2. flokkur 217,64 (2,09% afföll)
1981 1. flokkur 187,03 (3,85% afföll)
1981 2. flokkur 138,90 (4,65% afföll)
1982 1. flokkur 126,14 (0,41% afföll)
Meóalévöxtun ofangreindra flokka um-
fram verðtryggingu ar 3,7—5%.
VEÐSKULDABRÉF
ÓVERÐTRYGGÐ:
Sölugengi m.v. nafnvexti
(HLV)
12% 14% 16% 18% 20% 40%
1 ár 66 67 68 69 71 80
2 ár 55 56 57 59 61 74
3 ár 46 48 50 51 53 70
4 ár 40 42 44 46 48 67
5 ár 35 37 39 41 43 65
MEÐ LÁNSKJARAVÍSITÖLU:
Sölugengi nafn- Ávöxtun
m.v. vextir umtram
2 atb./ári (HLV) verötr.
1 ár 96,49 2%5 7%
2 ár 94,28 2% 7%
3 ár 92,96 2V4% 7%
4 ár 91,14 2V4% 7%
5 ár 90,59 3% 7%
6 ár 88,50 3% 7%%
7 ár 87,01 3% 7'/4%
8 ár 84,85 3% 7%%
9 ár 83,43 3% 7V4%
10 ár 80,40 3% 8%
15 ár 74,05 3% 8%
VERÐTRYGGÐ
HAPPDRÆTTISLÁN
RÍKISSJÓÐS
Sölugengi
pr. kr. 100.-
B — 1972 3,073,26
C — 1972 2.613,52
D — 1973 2.216,18
E — 1974 1.515,96
F — 1974 1.515,96
G — 1975 1.005.61
H — 1976 958,22
I — 1976 729,11
J — 1977 678,42
1. fl. — 1981 135,84
TÖKUM OFANSKRÁÐ VERÐBRÉF í UMBOÐSSÖLU
Veröbréfemarkaður
Fjárfestjngarfélagsins
LæKjargötu 12 ÍÖ1 Reykjavik
lönaðarbankahusirtu Simi 28566