Morgunblaðið - 12.09.1982, Page 13

Morgunblaðið - 12.09.1982, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1982 61 „leikaðferð* þegar skipti um sól- ista, oft svo miklu munaði. Líkja mætti leik þeirra við veg sem lá um mjög fjölbreytilegt landslag, en var alls staðar jafn greiðfær sólistunum, svo þeir gátu brunað að vild eða staldrað við einhvers staðar og virt fyrir sér útsýnið. Eftir hlé spilaði sveitin lag Grolnicks „Four Chords", sem ekki reyndist jafn einfalt og nafn- ið gefur til kynna. Þetta lag ásamt því næsta, lyfti stemmningunni í Montmartre sennilega hæst þetta kvöld, hvað varðar spennu og sveiflu. Hitt lagið var spennu- þrunginn blús eftir Brecker, sem hét „Take a Walk“. Þessi tvö lög ásamt „The Aleph" eftir Mainieri, er öll að finna á nýlegri hljóm- leikaplötu STEPS, sem tekin var upp í New York og heitir „Para- dox“. Á eftir blús Breckers kom hins vegar tónlistarlegur hápunktur kvöldsins, en það var lag eftir Ma- inieri, sem hann nefndi „Song to Seth“. Lag þetta lék hann einn framan af, en síðan læddist Groln- ick inn í það. Um leik Mainieris í þessu sólónúmeri sínu er það að segja, að hann hreif áheyrendur fljótlega með sér í ævintýralega ferð út í geiminn og aftur til baka með yfirveguðum og lagrænum leik sínum, þar sem m.a. brá fyrir afskaplega fallegri tilvitnun í gamla lagið „Lover Man“. Ekki fór hjá því að undirrituðum yrði hugsað til annarra víbrafónleik- ara, en það var ekki með söknuði. Það var þó ljóst, að Mainieri stendur nær Milt Jackson í meló- dískri leit sinni að tóninum hreina, heldur en nótnaþeytinum snjalla Gary Burton. Þess má geta, að tíðindamaður Down Beat sem skrifaði um ný- afstaðna hljómleika STEPS í Bandaríkjunum, minntist sér- staklega á einleik Mainieris, svo upplifunin í Montmartre hefur ekki verið nein tilviljun. í lok hljómleikanna komu fleiri sólónúmer meðlimanna og síðan fylgdi eitt aukalag og langvinnt en árangurslaust klapp salargesta. Þessum tónleikum, sem af mörg- um voru taldir hápunktur hátíðar- innar, var lokið. Allt á fullu ekkert gerist Jazzgítar-virtúósinn Joe Pass og kollegi hans á bassa, Niels-Henn- ing 0rsted Pedersen, léku dúó þrjú kvöld í Slukefter í Tivoli. Ég varð vitni að miðkvöldinu. Það hófst með löngum einleik Pass. Það var sýning fremur en hljómleikar. Ymislegt var snoturt, allt stór- kostlega vel gert, en fátt skemmti- legt. Einhver sagði: Passé. Gömlu lögin í kippu: „We’Il Be Together Again“, „Ain’t Misbehaving", j „You Leave Me Breathless" og loks kynnti Pass „... a Blues with a Bridge, in G“. Það var nú það. Webster hefði fengið innilokun- arkennd. Eftir nokkurt hlé kom NH0P til liðs við skallajazzarann og hleypti auknu fjöri og nýju blóði í ein fjögur lög. „Stella by Starlight", „Corcovado" (á sjötíu og átta snúningum), „Sometime Ago“ og „01eo“ (á rúmlega sjötíu og átta). NH0P gaf Pass ekkert eftir á sprettinum og spilaði áberandi fallega á kafla í „Sometime Ago“. Fleira gerðist ekki. Annað hlé. Síðan Pass aftur einn. „The Touch of Your Lips“, syrpa úr vinsælum lögum eftir Jobim og „Here’s That Rainy Day“, en þar tókst snillingnum að- eins að hemja sig og staldra við og búa til tónlist. Annars var það áberandi hve öll einleikslögin urðu lík hvert öðru. Kvað meira að segja svo rammt að þessu, að Pass ruglaði þeim sjálfur saman og lék sama lagið tvisvar. Ekki man ég hvert þeirra það var, held ég þó að það hafi verið „You Leave Me Breathless". Heldur þótti mér þetta klaufalegt, því eitt er víst að ekki var mikið nýtt á ferðinni í seinni umferð Pass um þetta lag. Loks léku félagarnir svo saman á ný fáein lög og enduðu á „Donna Lee“ á gersamlega yfirnáttúru- legum hraða, þar sem allt var á fullu, en ekkert gerðist í tónlist- inni. Hefði eins getað verið þögul kvikmynd. Pass er auðvitað séní og spilar einn á við heilt tríó, bassalínu, hljóma og laglínu þar ofan á, allt í senn. En eitt get ég ekki sagt um leik hans og það er að hann sé skemmtilegur. Má ég þá heldur biðja um venjulegan mann með sál, eins og Philip Catherine eða Jim Hall, en sá síðarnefndi velti einmitt Pass úr fyrsta sætinu í gagnrýnendakosningunum í Down Beat nýverið. Var kominn tími til. Kvöldinu bjargað á La Fontaine Að loknum leik Pass og NH0P lagði ég leið mína, ásamt jazz- geggjara af íslandi, á La Fontaine, sem er næturklúbbur, rekinn af jazzistanum Finn Ziegler, sem leikur bæði á víbrafón og fiðlu og er auðþekktur á tröllslegum vexti og vindli í munnvikinu. Á þessum stað er leikinn jazz nánast allar nætur af ýmsum dönskum og danskbúandi hljóðfæraleikurum og gestum annars staðar frá. Þeg- ar okkur Frónbúa bar að garði var allt á suðupunkti í ólgandi sveiflu og allt á kafi í fólki og reyk, Hof og Tuborg. Freistandi hefði verið að bæta hér við: „Og sá ekki vín á nokkrum manni,“ en það hefði nú ekki verið alls kostar rétt, þó vant- aði alveg þær rorrandi og rugg- andi fyllibyttur sem einkenna svo mjög öldurhús á íslandi. Með Ziegler að leik voru píanist- arnir Teddy Thisted, bassaleikar- inn Jesper Lundgaard og trommu- leikarinn Sven Erik Norgaard. Síðar bættist sænski tenórsaxó- fónleikarinn Berndt Rosengren í hópinn og enn síðar Bent Jædig, hinn danski kollega hans, og tveir óþekktir trommuleikarar leystu Norgaard af annað slagið. Meðal áheyrenda þetta síðkvöld voru þeir alþjóðlegu meistarar í grein- inni, Ron Carter og Tony Willi- ams, en ekki tóku þeir þátt í tón- listarsköpuninni. Dough Raney, gítarleikarinn ágæti, leit inn, eins og venjulega, en að þessu sinni hljóðfærislaus. Ekki er að orð- lengja það, að sá jazz sem leikinn var á La Fontaine þetta kvöld var margfalt innihaldsríkari og skemmtilegri en Tívolíjazzinn þeirra Pass og NH0P. Synd að Niels-Henning skuli vera í þessum félagsskap. Ziegler lék við hvern sinn fingur og tókst hvað eftir annað að byggja upp stórgóð sóló, ekki síst á fiðluna, sem var nánast eins og bamaleikfang í slátraralegum hrömmum hans. Sérstaka athygli vakti líka píanistinn Thisted, sem er óþekktur, en einkar áheyri- legur. Norgaard átti stjörnuleik við trommurnar. Næst á eftir STEPS var þessi spilamennska það ánægjulegasta sem ég sá og heyrði á hátíðinni. Jazz í sólinni Eins og ég sagði í upphafi, var mikil aðsókn að útitónleikunum, enda viðraði vel, var reyndar jafn- vel fullheitt á köflum. Ég var viðstaddur þrenna þessara tón- leika. Þeir fyrstu voru fyrsta dag hátíðarinnar, með danskri „fus- ion“- eða bræðingshljómsveit, Ariel. Sveitin flutti áheyrilega tónlist á Grábræðratorgi og söngkonan, Lei Aloha Moe, stóð vel fyrir sínu. Næst heyrði ég í Ernie Wilkins Almost Big Band, sem m.a. er skipað saxó- fónleikurunum Jesper Thilo og Bent Jædig, að ógleymdum víga- legum og veltenntum Per Gold- schmidt. Ryþmasveitin var kunn- ugleg, Kenny Drew, Ed Thigpen og nýjasta danska bassaundrið, Klaus Hovman. Bigbandið lék vel saman og útsetningarnar allar skemmtilegar og á köflum sér- kennilegar. Loks lék svo á Grábræðratorgi, síðasta dag hátíðarinnar, 25. júlí, Doug Raney/ Berndt Rosengren- kvintettinn með Horace Parlan, Jesper Lundgaard og norska trommuleikaranum Ole Jacob Hansen. Sem að líkum lætur áttu allir góða stund sem hlýddu á þá félagana í sólinni. Og þannig lauk þessari hátíð, í sól og hita, eins og hún byrjaði, á Grábræðratorgi. Höfuðborg jazz- ins í Evrópu lagði frá sér litklæðin en hélt engu að síður áfram að spila. Upp komu óánægjuraddir meðal þeirra sem mesta áhættu höfðu tekið í hljómleikahaldi. Þeir telja sig verða að fá styrk næst, ef þeir eigi að geta boðið upp á út- lendar stórstjörnur, sem allir eru sammála um að sé nauðsynlegt til að mark sé tekið á hátíðinni er- lendis. En það er strax farið að huga eitthvað að þeirri næstu, svo áhuginn er að minnsta kosti fyrir hendi, enda töluvert í húfi, ef Kaupmannahöfn vill halda sinum hlut á þessu sviði og það vill hún eflaust, og þá ekki síður Tuborg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.