Morgunblaðið - 12.09.1982, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1982
63
Afmæliskveðja:
Gunnar Jónas-
son forstjóri
Á morgun, mánudaginn 13.
september, verður Gunnar Jóns-
son, forstjóri í Stálhúsgögnum
einn af mínum góðu og gömlu
veiðifélögum 75 ára.
Um árabil tók Gunnar virkan
þátt í félagsmálum, var til að
mynda í stjórn og varastjórn Fé-
lags íslenskra iðnrekenda
1956— 1962 og í stjórn Stangar-
veiðifélags Reykjavíkur,
1957— 1965, og það er einkum frá
þeim starfsvettvangi, sem mér er
kærast að minnast hans á þessum
tímamótum.
í stjórn Stangarveiðifélagsins
reyndist Gunnar í alla staði
traustur og tillögugóður. Hann
lagði það til málanna, sem hann
taldi að væri félagsmönnum og fé-
laginu heilladrjúgast, og vakti
hann yfir velferð og hagsmunum
félagsins af sömu gaumgæfni sem
um hans eigið fyrirtæki væri að
ræða.
Gunnar er þekktur völundur í
höndunum og speglast það í fram-
leiðslu fyrirtækisins Stálhúsgögn-
um, sem landsmönnum er alkunn.
í Munaðarneslandi við Norðurá
stendur nú lítið, vinalegt og hag-
lega gert hús. Hús þetta stóð áður
við Laxá í Hrútafirði, en var
seinna flutt á núverandi stað og
þar hafa margir veiðimenn átt
betri hvíld og meiri ánægju en
hægt er að öðlast í veiðihótelum
þar sem meira er borið í.
Fallegt umhverfi og góður
aðbúnaður er veiðimanninum jafn
ef ekki meira kærkomið en mikil
veiði. Fyrir þá sem ekki vita og
eru yngri meðlimir í Stangarveiði-
félagi Reykjavíkur í dag, þá skal
þess getið að Gunnar var hönnuð-
ur þessa húss og sá um allar þær
framkvæmdir.
Gunnar hefur ætíð verið mikill
áhugamaður um veiði með flugu
og fannst honum að laxveiðimenn
legðu helst til litla rækt við þá
íþrótt. Han vildi efla íþróttina, og
1963 gaf hann Stálhúsgagnabikar-
inn, fallegan verðlaunagrip, ef það
mætti verða til þess að örva sam-
keppni um fluguveiði á meðal
veiðihópa í Norðurá. Nú síðustu
árin hafa þessir veiðihópar leyst
upp vegna breyttra ytri og innri
aöstæðna. Við þessar breyttu að-
stæður ákvað Gunnar að bikarinn
skyldi vera eign Stangarveiðifé-
lags Reykjavíkur og situr hann
þar sem minnisvarði velvilja hans
til félagsins og almenns áhuga
hans á veiðimennskunni sem
íþrótt.
Drengskaparmaður er Gunnar
mikill og vil ég hér herma eina
sögu sem dæmi um það.
Eitt sinn sem oftar vorum við
Gunnar saman að veiðum í Norð-
urá ásamt fleiri félögum í Stál-
húsgagnapartíi. Á þeim árum
tíðkuðust ekki kæligeymslur í
veiðihúsum og ráðskonur höfðu
yfirleitt ekki yfir bifreið að ráða
til að afla matfanga og urðu veiði-
menn því að hlaupa undir bagga
með þeim. í þetta skipti sem sagan
greinir frá féll það í minn hlut að
fara með ráðskonunni niður í
Borgarnes en við Gunnar áttum
annars saman veiðina þennan eft-
irmiðdag í svokölluðum Hraun-
bollum fyrir ofan Glanna í Norð-
urá. Þennan dag var ágætisveður,
sólfar nokkuð og spurði ég Gunnar
hvort hann tæki konur okkar með.
Gunnar játti því og bætti svo við
eftir stutta þögn: „Þú kemur strax
uppeftir, Guðmundur, þegar þú
hefur lokið störfum fyrir ráðskon-
una, og ef ég renni áður en þú
kemur þá verður það við Maga-
klöppina, en suðurkvíslina snerti
ég ekki og getur þú byrjað þar
þegar þú kemur." Fyrir þá sem
ekki þekkja til í Norðurá skal þess
getið, að Magaklöppin er í norður-
kvísl árinnar og fékk þetta nafn
meðal veiðifélaganna vegna þess
að ef laxinn tók þar ekki fljótlega
úr hæfilegri fjarlægð frá árbakk-
anum varð að ýta sér og skríða
eftir klöppinni á maganum til að
styggja ekki laxinn sem oft liggur
þarna undir bergsyllunni. Klukk-
an mun hafa verið langt gengin í
átta um kvöldið, er ég mætti til
veiðanna. Enga sá ég stöngina á
lofti. Ég fór að líta í kringum mig,
og þá heyrði ég allt í einu Gunnar
kalla til mín úr einum hraunboll-
anum: „Komdu og fáðu þér kaffi.“
Ég spurði hann hvort hann væri
búinn að fá hann, en þá svöruðu
konurnar einum rómi: „Hann er
ekki enn farinn að renna, Guð-
mundur.“
„Svona engan asa, Guðmundur,
nú höfum við þetta eins og við töl-
uðum um í dag, hvor okkar á sína
klöpp til að byrja með, og síðan
spjöllum við saman á eftir og ræð-
um framhaldið. Það sakar ekki að
lofa lónbúanum að vera í friði þar
til við erum báðir tilbúnir. Fáðu
þér bara kaffisopa hjá konunum í
rólegheitum, ekkert liggur á og
svo setjum við í hann á eftir.“
Þetta urðu orð að sönnu og það
voru glaðir veiðimenn ásamt kon-
um sínum sem héldu heim í kvöld-
verðinn í veiðihúsinu.
Þessa sögu hef ég sagt til að
sýna hversu einstakur veiðifélagi
Gunnar er og megi það vera öðr-
um til eftirbreytni.
Ég vil að lokum enda þessi fá-
tæklegu orð með að þakka inni-
lega fyrir samstarfið og samferð-
ina í laxveiðinni í mörg undanfar-
in ár, og veit ég að undir það taka
félagar okkar úr Stálhúsgagna-
partíinu í Norðurá.
Við Unnur sendum þér, frú
Önnu Sigríði, börnum ykkar og
tengdabörnum okkar innilegustu
hamingjuóskir í tilefni dagsins og
megir þú og fjölskylda þín njóta
alls hins besta á komandi árum.
Guðmundur J. Kristjánsson
Gunnar Jónasson, forstjóri í
Stálhúsgögnum, er 75 ára á morg-
un, 13. september.
Það er erfitt að geta manns á
slíkum afmælisdegi, að afmælis-
greinin fái ekki á sig blæ eftir-
mæla, en afmælisbarnið er í dag
fílhraustur og vinnur hvern dag
við fyrirtæki sitt líkt og áður, og á
honum er ekkert fararsnið. Gunn-
ar hefur lagt gjörva hönd á margt,
sem ég skal reyna að tíunda hér,
þótt ekki sé tæmandi.
Atvikin höguðu því þannig að
við Gunnar urðum þrautryðjendur
á sviði flugmála fyrir 54 árum er
við héldum til Þýzkalands, hann
til þess að læra flugvélavirkjun,
en ég til flugnáms.
Gunnar varð því brautryðjandi
ásamt Birni heitnum Olsen, er
einnig hélt utan í sama skyni
ásamt Jóhanni Þorkelssyni, sem
einnig er látinn. Gunnar er því
elsti flugvélavirki á landinu.
Þeirra Björns, er dó um aldur
fram, og Jóhanns naut skammt í
þessu starfi.
Við hittumst oft í Berlín á árun-
um 1928—’29 og vorum að sjálf-
sögðu miklir bjartsýnismenn,
trúðum á flugið og framtíð þess.
Heimskreppan setti strik í reikn-
inginn en hún hófst um þetta leyti
1928—’30, og hið nýstofnaða Flug-
félag íslands, nr. 2, varð að hætta
starfsemi sinni haustið 1931, og
þessi litli hópur stóð uppi atvinnu-
laus, en ekki þó lengi.
Þeir Gunnar og Björn stofnuðu
fljótlega fyrirtækið Stálhúsgögn,
sem Gunnar rekur enn sem einka-
fyrirtæki. En þetta fyrirtæki var
alger brautryðjandi í smíði ný-
tízku stálhúsgagna og nýtur vax-
andi álits á meðal íslenzkra iðn-
fyrirtækja.
Það var gaman þegar við Gunn-
ar fórum í fyrstu flugferðina á
flugvél undir alíslenzkri stjórn af
ytri höfninni í Reykjavík annan
Alþingishátíðardaginn 1930. Þetta
var fyrir okkur sérstaklega minn-
isstæður atburður, þvi við Gunnar
erum báðir Eyrbekkingar, fæddir
svo til á sama hlaðinu, Garðabæ.
Gunnar er þremur árum eldri en
ég, fæddur 1907.
Gunnar er eins og segir fæddur
á Eyrarbakka í Garðabæ, að ég
held, einn af mörgum systkinum,
en bræður Gunnars eru miklir
hagleiksmenn hver á sínu sviði.
Um móður Gunnars segir Jón sál-
ugi Axel Pétursson í eftirmálum
um hana: Það voru ótaldir munn-
bitarnir sem hún lét af hendi
rakna til fátækra, og mun hann
hafa verið einn þeirra þótt máski
hafi ekki verið beint fátækur.
Á sviði iðnaðarmála hefur
Gunnar getið sér góðan orðstír, og
setið m.a. í stjórn FÍI, en Gunnar
og fyrirtæki hans nýtur mikil
trausts, enda framleiðsla Stál-
húsgagna, brautryðjendastarf hér
á landi.
Margt fleira væri hægt að tína
til á þessum merkisdegi Gunnars
Jónassonar, en hér skal staðar
numið. Ég óska Gunnari og hans
fólki hjartanlega til hamingju á
þessum tímamótum í lífi hans,
með ósk um að mega njóta hans
um mörg ókomin ár.
Gunnar er giftur Önnu Jóns-
dóttur, hinni mætustu konu, og
eiga þau saman fjögur börn, öll
gift, en synirnir eru Jón og Björn
og dæturnar Guðlaug og Anna
Lilja. Allt er þetta sómafólk, og
makar þeirra, og virðast ætla að
feta dyggilega í fótspor foreldr-
anna.
Alveg sérstaklega viljum við,
kona mín og ég, þakka þeim hjón-
um fyrir ótaldar ánægjustundir er
við höfum notið á heimili þeirra,
en á vinskap okkar hefur enginn
skuggi fallið í öll þessi ár.
Gunnar ætlar að vera heima og
taka á móti gestum þeirra hjóna,
slíkt er höfðingja siður.
Lifðu heill gamli vinur, og megi
gæfan fylgja þér og þínum um
mörg ókomin ár.
Sigurður Jónsson, flugmaður.
Það er óþarfi
að þreyta sig á helgarinnkaupunum.
Kannast þú ekki við föstudags-
tilfinninguna? Allir bílar bæjarins
að þvælast fyrir þér í umferð-
inni, bílastæðin stöppuð og
matvöruverslanirnar troðfullar
af fólki, sem keppist við að
kaupa sér í helgarmatinn.
Það væri nú þægilegt að geta
lostnað við þetta allt saman!
Þar kemur frystikistan til skjal-
anna. Það er ekki nóg með að
þú getir gert innkaup í stórum
stíl með lengra millibili og
fækkað þannig búðarferðunum.
Þú getur líka keypt ýmsa mat-
vöru á lægra verði í stórum
einingum, nýtt þér allskonar
tilboðsverð og útsölur, s.s. á
kíöti. smjöri og grænmeti,-og
bakað til jólanna í júlí!
Viö eigum mikið úrval af Philips
og Carawell frystikistum og
frystiskápum, sem henta öllum
heimilum.
Frystikista er fjárfesting, sem
borgar sig strax!
...Það er engin
föstudagsörtröð við
frystikistuna!
Hafðu samband, við erum sveigjanlegir í samningum.
heimilistæki hf.
HAFNARSTFIÆTI 3 - 20455 - SÆTÚNI 8 -15655