Morgunblaðið - 12.09.1982, Síða 16

Morgunblaðið - 12.09.1982, Síða 16
64 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1982 GRIGORIRASPUTIN Hinn 1. nóvember árið 1905 skrifaði Nikulás II Rússakeisari eftirfarandi í dagbók sína: „Við kynntumst í dag helgum manni að nafni Grigori frá Tobolsk-héraði. Hann bjargaði lífi Alexejs með bænum sínum.“ Hinn helgi maður, sem keisarinn kallaði svo, hafði að vísu bjargað lífi keisarasonar, en um leið lagði hann grundvöll- inn að tortímingu keisaradæmis. A þessari stundu gat enginn séð fyrir, að næsta áratug myndi saga Rússlands gerast í skugga þessa þrekvaxna manns, með úfið, ógreitt hár og sítt skegg. Keisarinn og fjölskylda hans kölluðu hann jafnan Grigori eða „vin okkar“, en í sög- unni er hann betur þekktur undir nafninu Rasputin. Hann var af mörgum talinn holdgun alls þess, sem heilagt var, en þeir voru fleiri sem töldu hann líkamning hins illa. Hann virt- ist hiafa ótvíræða hæfileika til að lækna, með bænum eða snertingu einni saman og einnig virðist sannað, að hann var forvitri. En þó hefur það ef til vill skipt sköpum, að hann virtist gæddur einstakri gáfu til að gægjast djúpt í mannssálina og notfæra sér það sem hann sá þar. Dýrlingur eða djöfull sem réð örlögum rússneska keisara- dæmisins Grigori Rasputin er ráðgáta enn í dag eins og hann var á meðan hann Iifði. Og jafnvel nú, 65 árum eftir dauða hans og endalok keis- aradæmisins rússneska, sjá menn ástæðu til að setjast niður til að skrifa um hann bækur. í nýútkom- inni bók eftir Alex de Jonge, „The Life and Times of Grigorii Rasp- utin“, kemst höfundur að þeirri niðurstöðu, að hver svo sem áhrif Rasputins hafi raunverulega ver- ið, hafi það fyrst og fremst verið orðrómurinn um hann, ekki stað- reyndir, sem skipti sköpum í lífi hans og sögu Rússlands. — „Það hlutverk sem Rasputin lék í sögu Rússlands hefur ekkert með stað- reyndir að gera,“ skrifar de Jonge. „Hins vegar er hinn afdrifaríki þáttur hans afleiðing af sögusögn- um, dylgjum og þeirri dulúð sem umvafði persónu hans. Það var ekki Það sem Rasputin raunveru- lega gerði, heldur það sem hann var álitinn hafa gert, sem skipti máli,“ segir de Jonge. Ef til vill er þetta skynsamleg niðurstaða og víst er, að nú í dag, svo löngu eftir að atburðir þeir gerðust sem hér um ræðir, er illmögulegt og jafn- vel óraunhæft að gera tilraun til að greina á milli sögusagna og staðreynda. Tvær ástæður fyrir velgengni Rasputins I bók sinni gerir de Jonge þó athyglisverða tilraun til að greina á milli staðreynda annars vegar og slúðursagna, orðróms og hreinna lyga hins vegar. Gagnrýn- endur virðast sammála um að honum takist allvel upp, einkum hvað varðar baksvið atburðanna og sé mönnum nú ljósara en áður hvernig það mátti verða, að þessi óupplýsti og óheflaði smábóndi náði þeim tökum á stjórnendum rússneska keisaradæmisins, sem raun bar vitni. Menn hafa gjarnan gripið til þeirra skýringar, að dularfullur lækningamáttur Rasputins, sem að því er virðist bjargaði lífi keis- arasonarins oftar en einu sinni, hafi nægt til að sannfæra hina hrjáðu og áhyggjufullu foreldra um óskeikulleika hans. En það eitt hefur þó tæplega dugað hinum síberíska jarteiknamanni til að koma ár sinni svo fyrir borð, að hann gæti sagt einræðisherra 200 milljón manna fyrir verkum, stjórnað stríðsrekstri hans og ráð- ið því hverjir af ráðherrum hans fengu áheyrn. Skýringin hlýtur að hafa átt sér dýpri rætur, — í sjálfri þjóðarsálinni og'tíðarand- anum í Rússlandi á þessum árum. Alex de Jonge telur, að tvær meginástæður hafi legið til þess að Rasputin náði svona langt. Upplausnarástand, bæði stjórn- málalega og efnahagslega, ríkti í landinu og eftir hina misheppnuðu styrjöld við Japani reið alda póli- tískra hryðjuverka yfir landið. I bágindum sínum leitaði alþýða manna á náðir trúarinnar af slíkri ákefð að jaðraði við ofstæki. „Helgir menn“, prédikarar og spámenn af ýmsu tagi spruttu upp og reikuðu ump byggðir keisara- dæmisins með boðskap sinn á vör- um. Fólkið setti traust sitt í æ rík- ari mæli á þessa menn og dýrkun þeirra má einna helst líkja við tískufyrirbrigði nútímans. I annan stað telur de Jonge að persónuleiki Rasputins hafi vegið þungt á metunum. Svo virðist sem að í persónu hans hafi biandast saman hinar ótrúlegustu andstæð- ur. Ur brennandi augunum streymdi dáleiðslukraftur og þrátt fyrir sóðalegan kuflinn, óhreint og úfið hárið og geitarlyktina, sem hann losnaði aldrei við, féllu kon- ur fyrir honum unnvörpum og átti það ekki síst við um hefðarkonur rússneska aðalsins. I honum sam- einuðust óvenjumiklir kyntöfrar og óheflaður einfaldleiki hins rússneska alþýðumanns, en þetta virðist hafa ruglað hina upplýstu fyrirmenn keisaradæmisins svo í ríminu, að þeir fóru að lokum að trúa því, að hinn sanna vísdóm og guðdómleikann væri að finna i faðmi hinnar óspilltu og einföldu rússnesku alþýðu. Menn verða sjálfsagt aldrei á eitt sáttir um hversu mikinn þátt Rasputin átti í hruni keisaradæm- isins, en hitt virðist ljóst, að nær- vera hans við hliðina og óvenju- legt samband hans við keisarafjöl- skylduna gróf mjög undan virð- ingu rússneska aðalsins. Hér verð- ur heldur ekki gerð nein tilraun til að komast til botns í því, en við skulum þess í stað víkja sögunni austur á sléttur Síberiu og fylgj- ast þar með uppvexti þessa dular- fulla örlagavalds rússnesku þjóð- arinnar. Uppruni Rasputins Eins og annað í sambandi við Rasputin er fæðing hans hulin dulúð og ekki verður séð með neinni vissu hvenær hann fæddist. Það mun þó hafa verið á tímabil- inu 1863—1873 og vitað er að hann fæddist í litlu þorpi, Pokrovskoje, á Úralgresjunni um 1.200 mílur austur af Moskvu. Faðir hans, Jef- imy Wilkin, var bóndi án jarðnæð- is, maður án framtíðar, sem vann fyrir sér sem póstekill á þessari auðn og var hann oft marga daga í hverri ferð. Hann Ieitaði huggun- ar í flöskunni og brátt lét hann konu sína og þrjú börn um að sjá fyrir sér sjálf. Eitt sinn var hann fangelsaður, ákærður fyrir þjófn- að, og þá mun hann hafa tekið spillt líferni sitt til endurskoðunar og ákveðið að bragða aldrei áfengi framar. Við það heit stóð hann ár- um saman, en svo tóku óhöppin að dynja á honum. Uppskeran eyði- lagðist, húsið hans brann og eig- inkona hans andaðist. Og eitt sinn þegar synirnir Michael og Grigori voru að leik við fljótið, duttu báðir i það og Michael drukknaði. Upp frá þessu hætti faðirinn að sækja kirkju og sonurinn Grigori tók einnig stakkaskiptum. Hann gerðist innhverfur og þögull og var oft vikum saman í rúminu vegna einkennilegra hitasóttar- kasta. Nokkrum árum síðar datt dóttir Jefimys í fljótið og drukkn- aði og var þá ógæfumælirinn full- ur. Hann leitaði aftur til flöskunn- ar og eftir að hann hafði stolið ábreiðu frá nágranna sínum í drykkjuæði tóku þorpsbúar rétt- inn í sínar hendur og börðu hann til óbóta. Hann lést skömmu síðar á spítala. Þegar hér var komið sögu var sonurinn Grigory 17 ára gamall og hann ákvað nú að taka upp nýtt nafn, eins og til að segja skilið við sitt fyrra ógæfusama líf, og kall- aði hann sig nú Grigori Jefimovic Rasputin. Framtíð hans var ótrygg, en hann stóð þó vel að vígi miðað við flesta samborgara sína að hann var bæði læs og skrifandi. Ostýrilátur ungur mað- ur Rasputin tók nú upp starf föður síns og gerðist póstekill og eru ýmsar sögur sagðar af honum frá þessum árum þótt ógjörningur sé að segja með vissu hvað sé satt og hvað logið. Við sjáum fyrir okkur líflegan og kraftmikinn ungan mann, sem eyddi mestum hluta frítíma síns í félagsskap lauslátra kvenna eða á knæpum, þar sem honum var gjarnan laus höndin. Einnig virðist hann hafa átt í úti- stöðum við yfirvöld og að minnsta kosti þrjú tilfelli eru skjalfest. Hann var ákærður fyrir þjófnað, fangelsaður og hýddur og síðar var hann einnig ákærður fyrir hrossaþjófnað, en sú ákæra var látin niður falla vegna skorts á sönnunum. Alvarlegasta ákæran frá þessum árum var þó kæra fyrir kynferðismök við unglings- stelpur en einnig það mál var látið niður falla vegna skorts á sönnun- um. Aðalvitnið í því máli var vændiskona ein, en hún var horfin þegar málið kom fyrir rétt. Síðar var því haldið fram, að Rasputin hafi vitað meira um hvarf hennar en hann lét uppi. Þessi atvik voru síðar notuð óspart til að koma höggi á mannorð Rasputins þegar, áhrifa hans við hirðina þótti farið að gæta meira en góðu hófi gegndi. En þrátt fyrir óstýrilætið var Rasputin röskur við störf sín. Á meðan hann ók langar leiðir um gresjurnar fræddist hann mjög af samræðum við farþega, einkum um hinn merkilega heim langt í vestri, um St. Pétursborg og Moskvu. Og einn farþeganna heill- aði Rasputin svo mjög með þekk- ingu sinni, að það hafði úrslita- áhrif á hann. Það var ungur munkur, sem einnig undraðist að hann skyldi rekast á svo mikla fróðleiksfýsn og góðar gáfur hjá óbreyttum alþýðumanni, póstekli, sem virtist frumstæður i meira lagi. Munkurinn taldi Rasputin á að fara með sér til Verkoturyi- klausturs og þaðan kom hann ekki samur maður. Upphaf heilagleikans Verkoturyi-klaustur var eins konar útlegðarhæli fyrir upp- reisnargjarna munka og gróðra- stía fyrir ofstækisfullar trúarat- hafnir, sem breyttust oft i ólifnað af kynferðislegu og sjálfspynd- ingartagi. Rasputin kynntist þar nýjum og sérkennilegum heimi og hann hreifst af því sem hann sá þar og lærði. Talið er að hann hafi fengið margar af sínum einkenni- legu trúarskoðunum af dvölinni í klaustrinu, eins og til dæmis þá kenningu, sem hann hélt mjög á lofti, að til að öðlast fyrirgefningu yrðu menn að syndga og því meira sem menn syndguðu þeim mun meiri yrði fyrirgefningin. „Syndg- ið og þér getið öðlast fyrirgefn- ingu,“ var viðkvæði hans og undir þetta tóku síðar aðdáendur hans, þar á meðal hefðarkonur við rússnesku hirðina. Munkarnir í klaustrinu vildu gjarnan að þessi gáfaði, námsfúsi ungi maður yrði um kyrrt hjá þeim, en honum fannst að tak- mark sitt væri fjarlægara og hærra. Hann tók aftur upp starf sitt sem póstekill en sú trúarlega dulspeki, sem hann hafði kynnst hjá hinni merkilegu Clysti-reglu í klaustrinu, hafði náð til sálar hans. Upp frá þessu þóttist hann verða var dulrænna hæfileika í fari sínu. Hann heyrði raddir og honum tókst með dáleiðstuaugum sínum, sem sífellt skiptu um lit, að gera „kraftaverk". Þá varð hann einnig orðlagður prédikari. Hann stofnaði trúarhreyfingu í þorpi sínu og íbúarnir fóru brátt að líta á hann með óttablandinni virðingu. Sjúkir menn komu lang- ar leiðir til að leita huggunar og lækninga hjá þessum merka manni og frægð hans vegna kraftaverkanna fór í vöxt og spurðist út um landið. Að lokum bárust sögusagnirnar um hinn dularfulla munk allt til Moskvu og St. Pétursborgar. Þó virðist ekkert benda til, að hann hafi haft neitt sérstakt fram yfir aðra „helga menn“, sem skiptu þúsundum um gjörvallt landið. Ef til vill voru sögusagnirnar um hann mergjað- ari og þar erum við komin að þeirri niðurstöðu de Jonge, að það voru sögusagnirnar öðru fremur, sem skiptu sköpum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.